Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 5
5 V í SIR • Mánudagur 18. febríi ar 1963. Prestar — Framhald ..f bls. 1. nýi presturinn starfar | með þeim sem fyrir i er í óskiptu presta- kalli, þ. e. a. s. að þessi prestaköll verði tvímenn ingsprestaköll. Loks er þess að geta að gert er ráð fyrir að kosning hinna 6 nýju presta fari fram í septembermán- uði. Gert er ráð fyrir að Bústaða- sókn allt vestur að Grensásvegi verði sérstakt einmennings- prestakall, en til þessa hefir séra Gunnar Árnason þjónað þeirri sókn ásamt Kópavogssókn, en þjónar þá hér eftir aðeins Kópa- vogi. Þetta nýja prestakall á að heita Bústaðaprestakall. Þá er gert ráð fyrir nýju einmenningsprestakalli milli Grensásvegar og Kringlumýrar- vegar, en þar er nýbyggðin á Háaleiti, Grensás og í Kringlu- mýri. Þetta svæði tilheyrði áður bæði Bústaðasókn og Laugar- nesprestakalli. Háteigspresta- kall hefur til þessa náð austur að Vatnsgeymi, en verður nú stækkað og á að ná austur fyrir Kringlumýrarveg. Jafnframt verður bætt þar við öðrum presti og prestakallinu skipt, ef safnaðarfundur tekur ákvörðun um það. Nesprestakall, Laug- arnesprestakall og Langholts- prestakall verða hins vegar ekki stækkuð, en bætt þar við prest- um, vegna þess hve fjölmenn þau eru orðin, en samkvæmt prestakallalögunum á að koma "‘þvf'ytmfliæsf prestur á hverja 5000 íbúa. Laugarnesprestakall verður m.a.s. minnkað og leggst hluti af því til hins nýja Grens- ásprestakalls og Háteigspresta- kalls, en Kringlumýrin, Grens- ásinn og hluti af Háaleitinu hef- ur hingað til heyrt undir Laug- arnesprestakall. Heyrzt hefur að séra Jónas Gislason f Vík í Mýrdal, séra Hjalti Guðmundsson, sem þjón- að hefur í byggðum vestur-ís- lendinga og séra Ragnar Fjalar Lárusson á Siglufirði ætli að sækja um Nesprestakall, og jafn vel séra Ásgeir Ingibergsson í Hvammi í Dölum. Þá er talað um að séra Þor- bergur Kristjánsson í Bolungar- i vík og séra Magnús Guðmunds- son á Setbergi ætli að sækja um Laugarnesprestakall og séra Sigurður Haukur Guðjónsson á j Hálsi í Fnjóskadal og séra j Magnús Runólfsson framkvstj. I KFUM f Reykjavík um Lang- j holtsprestakall. Þá mun séra Ól- j afur Skúlason, æskulýðsfulltrúi! þjóðkirkjunnar sækja um hið j nýja Bústaðaprestakall og loks 1 hefur heyrzt að séra Arngrímur I Jónsson í Odda og séra Lárus Halldórsson að Mosfelli í Gríms nesi ætli að sækja um hið nýja Grensásprestakall, eða jafnvel annar hvor þeirra um embættið f Háteigsprestakalli. Vitaskuld er hér aðeins um umtal að ræða þar eð þessi embætti hafa ekki verið auglýst laus enn þá, svo að eitthvað kann þetta að breytast og um- sækjendum sjálfsagt fjölga eitt- hvað frá þvf, sem hér hefur ver- ið gert að umtalsefni. Það sem einkum hefur valdið þeim drætti, sem orðið hefur á þvf að tillögur safnaðarráðs sæju dagsins Ijós, eru skiptar skoðanir forráðamanna safnað- anna f Reykjavík á þvf hvort skipta eigi prestaköllum, þar sem bæta þarf við prestum vegna fólksfjölgunar, eða láta tvo presta þjóna saman í einu prestakalli. Flestir forráðamenn safnaðanna hafa hallazt að þvf síðarnefnda fyrst og fremst af fjárhagsástæðum til þess að komast hjá nýjum kirkjubygg- ingum. Hins vegar er gert ráð fyrir því f lögum að prestaköll- unum sé skipt þegar bætt er við prestum. Nú Hefur safnaðarráð farið þá leið að láta safnaða- fundi skera úr um þetta atriði og benda líkur til að söfnuð- irnir hallist að því að presta- köllunum verði ekki skipt. Verði hins vegar prestakalli skipt er gert ráð fyrir að nýi presturinn fái afnot af þeirri kirkju, sem fyrir er í prestakallinu eins og það er í dag, svo að ekki þurfi að ráðast í nýjar kirkjubygging- ar á næstunni a.m.k. Þessar tillögur safnaðarráðs ganga til biskups, hann gerir sínar athuga semdir við þær og afgreiðir þær síðan til kirkjumálaráðherra og þykir líklegast að prestskosn- ingar fari fram í september n.k. j íslenzkar... 1 ------------------- Hér sjást nokkrir Akureyringar f boði Eimskips í klefa skipstjórans. Talið frá vinstri: Helgi Pálsson, Tómas Steingrímsson, Andrés Pétursson, Jónas H. Traustason afgreiðslumaður Eimskips, Jón G. Sól- nes og Vigfús Þ. Jónsson. Skyrslan — E 'ramhald af bls. 16. eln nokkru sinni áður frá stríðs- k’ökum. íslenzk stjórnvöld hafa nií fyllri stjórn á sviði fjármála og;. peningamála en áður. Giteiðslujöfnuðurinn hefur batn- að mikið og gjaldeyrisinnstæður erl\3ndis aukizt verulega. Kerfi útillutningsuppbóta og yfir- fæ.i slu- og innflutningsgjalda hefl ir verið lagt niður og í stað þes.i hefur komið eitt gengi. Miki 11 hluti utanríkisviðskipt- anna hefur verið gefinn frjáls. Þrátl fyrir viðleitni ríkisstjórn- arinn ar til að viðhalda eðlilegu samb andi milli aukningar pen- ingaía íkna og framleiðslu hafa mikl.a r Iaunahækkanir ógnað því jafnviegi, sem náðst hefur. — Stefni i ríkisstjórnarinnar í launa málun í á árunum 1961 og 1962 myndi hafa Ieitt til hækkunar raunvc. rulegra launa án þess að efnahaj gsjafnvægið raskaðist, ef farið liefði verið eftir henni. En þær l aunahækkanir, umfram framleS isluaukningu, sem sam- ið hefu r verið um, bera þess vott hýí miklum takmörkunum jafnvæ.gfostefna ríkisstjórna er háð f 'frjálsu hagkerfi, þegar skortur er á samstiiðu af hálfu atvinnur ekenda og launþega. Þó að launahækkanir á árinu 1962 haf i augljóslega verið í ó- samræmi við framleiðniaukning- una, eru : fslenzk stjórnvöld þeirr ar skoðumar að hagkerfið hafi betri aðstfiðu til að standa undir þessum b ækkunum en þeim, sem urðu i í árinu 1961. Vegna á- framhaldai idi góðra aflabragða hefur rel :stri sjávarútvegsins ekki verið stefnt í hættu. Stað- an út á vi 15 er miklu betri en áður, þó a 5 innflutningur hafi vaxið ört < )g gert sé ráð fyrir að greiðsh ijöfnuðurinn versni eitthvað á árinu 1963. Það er skoðun stjö ímvaldanna, að með aðhaldi í fjá.i málum og peninga- málum sé uuut að halda verðlagi stöðugu, svi d framarlega sem frekari almei mar launahækkanir eigi sér ekki’- stað um eins árs skeið a. m. k . Hvort þetta muni reynast kleif t, er að verulegu leyti komið s ndir afstöðu verka lýðsfélaga o<j : atvinnurekenda. Flestum launasamningum, er gerðir vcj ru á árinu 1962, mætti nú j egar segja upp vegna nýai 'staðinna verð- hækkana. Naui ðsynlegt er vegna framtíðarþróui lar efnahagslífs- ins, að hægt :i é að ná jafnvægi og viðhalda þi í. En þetta getur því aðeins tekl :zt, að launþegar og atvinnurekr ndur sýni meiri samstarfsvilja og ábyrgðartil- finningu en þeir hafa gert til þessa. Árin eftir stríðið hafa sýnt, að ekki er auðvelt að ná örum hag- vexti á íslandi. Takmarkaðar náttúruauðlindir, sveiflur í afla- brögðum og verðlagi afurða, smæð hagkerfisins og stærð landsins og loftslag torvelda ör- an hagvöxt. Á hinn bóginn er menntun þjóðarinnar, ör fólks- fjölgun og miklar orkulindir í fallvötnum og jarðhita mikil- væg undirstaða frekari framþró- unar. Reynslan sýnir, að meiri fjöl- breytni í framleiðslu og útflutn- ingi er mikilvæg forsenda fyrir hröðum og stöðugum vexti, en slíkt krefst mikillar fjárfesting- ar. Jafnvægi. í peninga- og fjár- málum er nauðsynlegt til að stuðla að sem hagkvæmastri notkun framleiðsluþáttanna og til þess að laða að erlent fjár- magn, sem mun flýta fyrir þró- un efnahagslífsins. Örari vexti má einnig ná með því, að skipu- leggja betur fjárfestingu hins op inbera og aðstoð ríkisins við framkvæmdir einkaaðila. í þess- um tilgangi er unnið að fram- kvæmdaáætlun, sem væntanlega mun verða lokið snemma á ár- inu 1963. Efnahags- og fram- farastofnunin er fús til að kynna sér áætlunina og þær leiðir, sem til greina koma til að stuðla að framgangi hennar. Leikurinn — Framhald af bls. 16 Frakkar minnkuðu nú bilið að mun, jafnvel eftir að Hjalti var aft- ur kominn á sinn stað í markinu og staðan var nú 22:14 og leikur- inn að verða algjör slagsmál og pípið og lætin ógurleg á pöllunum. Síðustu mínútumar færði góður leikur íslands aftur 10 marka for- ystu og sigurinn varð 26:16. ÍSLENDINGAR GÓÐIR. Áhorfendur í Bordeaux voru um 1500, eða hálft hús, í Benauge. Liðsmenn Frakka voru engir við- vaningar því 3 leikmannanna hafa í allan vetur verið viðloðandi Iands liðið og 5 leikmenn liðsins eru í B-!andsliði Frakka. Sigurinn lenti í höndum íslend- inga fyrir mun betri samleik og öruggari en kvöldiö áður í Par- ís. Hraði í upphlaupum íslending- anna var nú meiri og bæði varnar- og sóknarleikur góður. Mörk Islands skoruðu: Ingólfur Óskarsson 7, Gunnlaugur Hjálmars son 6, Birgir Björnsson 4, Ragnar Jónsson 3, Örn Hallsteinsson 2, Rósmundur Jónsson 2, Karl Jó- hannsson 1 og Matthías Ásgeirs- son 1. Ætlaði að varpa sér í Tjörnina Aðfaranótt sunnudagsins stöðv- uðu farþegar í bifreið konu, sem var f þann veginn ag fleygja sér í Tjömina. Ökumaður bifreiðarinnar hélt áfram niður á lögreglustöð til að tilkynna lögreglunni atburð þenn- an, en á meðan vöktuðu farþegar konuna suður á Skothúsveg. Lög- reglumenn fóru að tilvísun öku- mannsins suður á Skothúsveg og hirtu konuna.'sem var dauðadrukk- in. Fluttu þþir hana heim til sín. 75 óra 75 ára er í dag Halldór Þ. J. Halldórsson, fyrrverandi banka- fulltrúi £ Otvegsbankanum. Hann dvelst í dag að Ási I Hveragerði. Mánafoss Framhald af bls. 16. Komu verkfræðingur frá Eim- skip og umboðsmaður frá Sjóvá til að skoða skemmdirnar og hafa eftirlit með viðgerðinni. Sjóréttur fjallar um málið þeg- ar skipið kemur til Reykjavíkur. Að aflokinni viðgerð og af- fermingu sigldi Mánafoss frá Akureyri áleiðis til Dalvíkur, Siglufjarðar, Húsavíkur og Aust fjarðahafna. Meðan Mánafoss dvaldist á Akureyri, var ýmsum Akureyr- ingum boðið til veizlu um borð í skipinu. Þar flutti Óttar Möller framkvæmdastjóri Eimskips ræðu og sagði m. a., að óhapp það sem ,skep hefði, við^ bryggj- una v?éri| aðelns fararheijl. Hann S skýrði m. a.' frá .því.i að þetta væri eitt" af þremur minni skip- um, sem Eimskip væri að fá til þess aðallega að annast sam- göngur við hafnir úti á landi. Auk Óttars tóku til máls: bæj- arstjóri Akureyrar Magnús Guð jónsson, Helgi Pálsson og Tóm- as Steingrímsson. Hafnfirðingar! Nýkomnir tækifæriskjólar, ungbarnafatnaður og ýmislegt til sængurgjafa. Leitið ekki langt yfir skammí VERZLUNIN SIGRÚN, Strandgötu 31. Kennsla Mikið úrval af hinum vinsælu Elizabeth Post snyrtivörum. VERZLUNIN SIGRÚN, Strandgötu 31. Hafnfirðingar! Stúlka með stúdents, kennara eða aðra hlið- stæða menntun óskast til að lesa með ungl- ingum síðari hluta dags. Hátt kaup. Uppl. í síma 19455 kl. 9-5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.