Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Mánudagur 18. febrúar 1963, Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Þeir skattlögðu dráttarvélarnar Undanfarna daga hefur Búnaðarþing setið hér í borg. Forystumenn bænda koma árlega saman og líta yfir farinn veg og gera hernaðaráætlanir um nýja land- vinninga. Áður hefur verið hér minnzt á furðuleg ummæli formanns félagsins, sem taldi EBE málið að- almál þingsins, eftir að því hefur gjörsamlega verið kastað fyrir róða og engum manni hafi reyndar komið til hugar að hefja fríverzlun með íslenzkar land- búnaðarafurðir! En margt viturlegt hefur þó verið sagt á þinginu og ræða landbúnaðarmálaráðherra var merk fyrir bjartsýni sína og stórhug. Ingólfur benti á einn hlut sem mönnum yfirsést oft. Hann sagði að sízt verr væri að landbúnaðinum nú búið hér á landi en á Norður- löndum. Sem dæmi um það má taka að bóndinn fær nú 50 þús. króna framlag til nýbyggingar og þar að auki 150 þús. krónur í formi mjög hagstæðs láns. En hvað gerði framsókn fyrir sveitimar meðan hún sat í stjóm og átti landbúnaðarmálaráðherra? Þegar hún vann að hinni andlegu jarðyrkju með kommún- istum? Jú, framsókn hækkaði skattinn á dráttarvélum bænda um einar 20 þúsund krónur. Jafnvel kaupstað- arbörn vita að dráttarvélin er nú orðin þarfasti þjónn bændanna. Og á það lúalagið var lagzt. Dómur hagfræðinga OECD Greiðslujöfnuðurinn hefur batnað mikið og gjald- eyrisinnstæður erlendis aukizt verulega. Mikill hluti utanríkisviðskiptanna hefur verið gefinn frjáls, Kerfi uppbóta hefur verið lagt niður og í staðinn komið eitt gengi. íslenzk stjórnarvöld hafa nú fyllri stjórn á sviði f jármála og peningamála en áður. Er þetta yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um feril síð- ustu missera eða kannski kafli úr skrifum stjórnar- blaðanna? Nei, þetta er kafli úr skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París (OECD), sem sérfræðingar hafa samið og fjallað er um efnahagsmál íslands. Dómur hinna hlutlausu erlendu sérfræðinga er einróma. Ástandið í efnahagsmálum íslendinga hefur farið batn- andi á síðasta ári, þrátt fyrir kauphækkanir, sem vom mun meiri en framleiðsluaukningin. Hér er um að ræða ígrundaðan dóm vönduðustu hagfræðistofnunar veraldar. Því mun verða á orð henn- ar hlustað hérlendis og ályktanir hennar munu metnar að verðleikum. Þær eru gagnstæðar ályktunum fram- sóknar og kommúnista. Þeir segja að hér sé allt á niðurleið. Hverjum trúa menn betur, hagfræðistofnun Evrópu eða skriffinnum vinstri blaðanna? Jakob Guðmundsson frá Húsafelli Jakob Guðmundsson frá Húsa- felli verður jarðsunginn i Húsa- fellskirkju í dag. Hann lézt í Elliheimilinu Grund 8. þ.m. á 90. aldursári. Jakob á Húsafelli var um margt minnisstæð persóna þeim sem honum kynntust. Þar kom ýmislegt til, einkum þó með- fædd greind, mikil fróðleiksfýsn og frásagnargleði að sama skapi. Ég man persónulega eft- ir Jakobi frá þvl ég var barn, bæði var hann oft gestur á heimili foreldra minna, og ég líka tíður gestur á því heimili, þar sem Jakob ól aldur mestan hluta ævi sinnar. Mér er minn- isstætt frá þessum árum, og reyndar æ sfðan, hve ágætlega Jakob sagði frá. Hann vissi margt, mundi margt, en það sem eftirtektarverðast var við frásögn hans, var lífið og létt- leikinn, sem hann gæddi hana með. Hann var hnyttinn í til- svörum, varð naumast orðfall, hagmæltur vel og kunni þá list að segja frá. Jakob var maður víðlesinn og aflaði sér sjálfsþekkingar gegnum bækur og af munni sögufróðra manna. Hann átti þokkalegt bókasafn sjálfur, þótt ekki virri það stórt ,og sóttist mjög eftir að lesa góðar bæk- ur, ekki sfzt þær er snertu sögu- legan fróðleik. Jakob var afkomandi Snorra prests á Húsafelli .og, í sam- bandi við draumvitranir, þar sem Snorri klerkur birtist Jakobi í draumi æ ofan f æ, var það að Jakob lét girða og friða gamlan grafreit eða kirkjugarð, sem löngu var lagð- ur niður á Húsafelli og kom- inn f hálfgerða niðurníðslu. Hann áttti og frumkvæði að þvf og barðist með oddi og egg fyrir þvf að kirkja eða kap- ella yrði byggð að nýju á Húsa- felli. Er hún nú f smfðum, en ekki fullgerð. Jakob Guðmundsson er fædd- ur að Kolstöðum í Hvftársíðu 1. júní 1873 sonur Guðmundar Sigurðssonar bónda þar og konu hans Helgu Hjáimarsdótt- ur. Um tvftugt fór Jakob að heiman og gerðist þá vinnu- maður á Húsafelli. Við það heimili batt hann órofa tryggð og ól þaar nær allan oldur sfð- an, eða þar til hann var rúm- Jakob Guðmundsson. liggjandi og sjúkur orðinn og varð að fara á sjúkrahús. Þeim sem þekktu til starfa Jakobs í þágu Húsafellsheimil- isins ber saman um að traust- ara og dyggara hjú sé vart unnt að hugsa sér. Hann hugs- aði um hag heimilisins ekki síð- ur en um eigin hag og vann því mikið starf og óeigingjarnt, sem seint verður þakkað til fulls. Jakob var góður verk- maður og einkum var honum sýnt um fjárhirðingu, sem var löngum hans aðalstarf að vetr- inum. Síðustu æviárin lá Jakob sjúkur f sjúkradeild Elliheimil- isins Grund í Reykjavík. Var Kaupstefnan í Leipzig honum þá tekið að förlast bæði sjón og heyrn, en minni hafði hann lítt eða ékki skert allt fram á síðustu stund, fylgdist vel með málum, einkum úr heimabyggð sinni og hafði yndi af að ræða við fólk sem hann þekkti. Oft fékk Jakob heim- sóknir vina og kunningja, en þó ef til vill minna heldur en hann hefði óskað, því ekki er alltaf munað eftir gömlu og sjúku fólki sem heyir hinztu baráttu sína í biðsal dauðans. í tilefni af þessu má þó sér- staklega geta nærgætinnar og elskulegrar framkomu ættstúlku hans einnar, Ragnheiðar Sigurð- ardóttur frá Kolstöðum, sem kom daglega til gamla manns- ins, rabbaði við hann, skemmti honum og hughreysti. Fyrir slíka umönnun var Jakob óum- ræðilega þakklátur. Þ. J. Hinn 3ja marz n.k. hefst vor- kaupstefnan í Leipzig enn einu sinni og er nú liðið fast að 800 ára afmæli hennar. Níu þúsund fyrirtæki frá 60 löndum halda sýn ingu á vörum sínum þessa 10 daga j sem sýningin stendur yfir. Vöru- tegundir, eru yfir 1 milljón og skiptast í fjölmarga flokka, þannig að tiltölulega fljótlegt er að finna þær vörur er menn fýsir að kaupa. Sfötugur i dag Sjötugur er í dag, Einar Tóm- asson, fyrrverandi kolakaupmað ur í Reykjavík. Hann dvelst í lag að heimili dóttur sinnar og ' ngdasonar, í Skaftahlið 3. Grein um afmælisbarnið birt- í blaðinu á morgun. Fræðslunámskeið í Vulhöll á næstunnf Annan mánudag. 25. febrúar, hefst í Valhöll við Suðurgötu námskeið um atvinnu- og verka- lýðsmál, sem verkalýðsráð Sjálf stæðisflokksins og Málfundafé- lagið Óðinn gangast fyrir. Nám- skeiðið stendur um tveggja mán aða skeið, og verða tveir fundir í viku, á mánudögum og fimmtu dögum, en þá verða fluttir fyr- irlestrar um ýmis hagsmunamál launþega og annað, er þá varð- ar mest. Meðal þess, sem fjallað verð- ur um á námskeiðinu, verða þessi atriði: Kjarabætur, fram- leiðni og hagræðing, samstarfs- nefndir og kerfisbundið starfs- mat, launagreiðslukerfi og hag- ur launþega, þróun þjóðarfram- leiðslunnar, atvinnutekjur laun- þega o, tekjuskiptingin, frjáls og ófrjáls verkalýðssamtök. starf og skipulag verkalýðssam- takanna, fundarsköp, fundar- stjórn og margt fleira. Meðal þeirra manna, sem er- indi flytja á námskeiðinu, verða þessir: Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, Sveinn B;örnsson verkfræðing- ur, Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur, Þórir Einarsson við- skiptafræðingur, Guðjón Han- sen tryggingafræðingur, Magn- ús Jónsson alþingismaður, Birg- ir Kjaran alþingismaður, Pétur Sigurðsson albingismaður, Ein- ar Pálsson skólastjóri. Kristján Guðlaugsson verzlunarmaður og Gunnar -lelgason framkvæmda- stjóri. Þá verða og séi :takir málfund ir, þar sem kennd verður fram- sögn og ræðumennska. Þess er óskað, að þeir, sem hafa hug á að sækja námskeið þetta, tilkynni þátttöku sína í skrifstofu verkalýðsráðs flokks- ins í Valhöll sem fyrst eða ekki síðar en fimmtudaginn 21. þessa mánaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.