Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 10
10 V í S IR . Mánudagur 18. febrúar 1»«3. Geimfararnir sem — Frh. at 7. síðu: in, 1959, Piotr Dol^ov, 1960, Wassikevich Zavadosky, 1961. Grein í „Pravda“ Enn er saknað tveggja í við- bót úr þessum sama þjálfunar- flokki: Gennady Mikailov og Alexey Belonkonev. Þýzka tfmaritið Revue, gefið út f Miinchen 24. nóvember 1961, flutti þá frétt, að Serge Ilyushkin, sonur hins fræga, sovézka flugvélateiknara, hafi verið sendur á spítala í apríl 1961 eftir misheppnað geimskot og enn verið undir Iæknishendi í nóvember sama ár. Enginn utan Sovétríkjanna veit, hvar hann er nú staddur. Shiborin, Ðolgov og Zava- dosky, maðurinn og konan, sem verið var að lýsa, hinir tveir ó- þekktu geimfarar (28. nóvem- ber 1960 og 2. febrúar 1961) — alls sjö sovézkir geimfarar, er látið hafa lífið í tilraunum, þannig að vitað sé. En óhætt mun að fullyrða, að fleiri hafi raunverulega farizt í geimskot- um Rússa. 30. september 1961 birti Moskvublaðið Pravda gífuryrta fregn um stórkostlegt, sovézkt vísindaafrek, sem nú væri í vændum. „Þjóðir heimsins! Hlustið á hijóðmerkjasendingarnar!“ var fyrirsögnin. Og í greininni stóð meðal annars: „Dagsetningin 17. október 1961 mun verða skráð í mann- kynssöguna sem sigur í geim- ferðakapphlaupinu til heiðurs hinu volduga flokksþingi og sem sönnun um ofurmátt Sovét ríkjanna. Á þeim degi mun í fyrsta sinn verða sent mannað geimfar til tunglsins. Tveir af okkar beztu mönnum, Titov majór og Gagarin majór, munu leggja af stað saman f ferð til mánans — og koma aftur eftir fjóra sólarhringa!" Aldrei fyrr höfðu Sovétríkin tilkynnt fyrirfram um geim- TRELLEBORG HJÚLBARÐAR Fyrirliggjandi. HRAUNHOLT v/ Miklatorg. Opið frá 8-23 alla daga. Sími 10300. Ódýrt KULDASKÖR og BOMSUR skot. En nú átti þetta að gerast um leið og flokksþingið yrði haldið í Moskvu. Hér var enn ó- skammfeilið dæmi um, hvernig Rússar nota zér vísindin í pólitískum tilgangi. Auðvitað hefði verið fráleitt að stofna báðum frægustu geimförum Sovétríkjanna í slíka hættu — enda var það ekki gert. Titov majór sat i heiðurssessi á flokksþinginu, og Gagarin kom þar fram, en fór síðan í flugferð til óþekkts á- kvörðunarstaðar. 17. október, sem Pravda hafði gortað af sem miklum heiðursdegi sovézkra vísinda- manna, rann upp. En ekkert gerðist. Aftur stóð Krúsjeff andspænis fjölmennu þingi, von svikinn og reiður. Áætlanirnar höfðu mistekizt. í stað hinnar merku ferðar til mánans hafði forsætisráðherrann ekki annað að tilkynna en sprengingu risa- stórrar vetnissprengju yfir Síberíu. Engin skýring var gefin á því, að hin mjög aug- lýsta tunglferð hafði ekki ver- ið farin. En þegar athugað er, hvað hlustunarstöðvar f öðrum heims hlutum skrásettu, kemur f ljós sagan, sem Pravda þorði ekki að birta: Daginn sem Pravda sagði með hreykni frá tunglskotinu, var geimfarið þegar lagt af stað. Hlustunarstöðvarnar í AI- aska og Kanada, Jodrell Bank, Meudon rannsóknarstofnuninni í Frakklandi, Bochum f Þýzka- landi og Torino á ítaliu hljóð- rituðu kynstur af merkjasend- ingum á öllum fjórum geim- bylgjulengdum Sovétrfkjanna. Geimfarinu hafði verið skot- ið á loft frá Baikonur við Aral- vatnið. í þvf voru tveir geim- farar, karlmaður og kona. Þau sendu margar tilkynningar á 19:995 megariðum, og stöðin, sem þau höfðu farið frá, var nefnd „hola" á dulmáli þeirra. „Tunglið kallar „holu"! Tunglið kallar „ho!u“!“ Uppsalir í Svíþjóð gat stað- sett þau nákvæmlega f geimn- um og hlustaði á sendingar þeirra sjö klukkustundir sam- fleytt ásamt öllum hinum stöðv unum. Þá hættu hljóðmerkin skyndilega. Enginn vissi hvers vegna, en þau heyrðust ekki framar. Þessir geimfarar, sem voru á leið til tunglsins, urðu fórnar- lömb nr. 8 og nr. 9 í hinum mannskæðu geimferðatilraun- um Sovétríkjanna. Höfðu þau líka rekizt á eitt- hvað, sem þeim vannst ekki tími til að skýra frá? Saltsíld — Frh. af bls. 9. Hverjir eru helztu viðskipta- legir örðugleikar okkar á salt- sfldarmörkuðum (tollar, inn- flutningsgjöld, útflutningsgjöld, framleiðslukostnaður)? fCf gera ætti þeim málum full skil, yrði árangurinn efni í heila bók, leiðinlega bók. Við skulum því aðeins nefna eitt dæmi: Vestur-Þýzkaland. Af hverri tunnu, sem við seljum þangað af sérverkaðri síld, verð- ur að greiða um 350 krónur í innflutningsgjöld. Sé síldin flutt út ísuð eða hraðfryst, þarf að- eins að greiða 4% söluskatt Útflutningsgjöld hér af hverri tunnu eru um 85 krónur. Fluín- ingskostnaður allur nemur sam tals um 95 krónum á tunnu Umbúðirnar einar (tunnan) kosta hér í dag um 200 krónur. Sé umrædd sild framleidd í V- Þýzkalandi, geta Þjóðverjar sparað sér umbúðirnar með því að verka síldina í sérstökum þróm eða stórum körum. Noti þeir tunnur til verkunarinnar. geta þeir notað sömu tunnurnar hvað eftir annað. Þeir fjórir lið- ir, sem hér hafa verið taldir, nema því samtals um 730 krón- um. Eru saltsíldarmarkaðir f heim- inum minnkandi eða stækkandi? Neyzla saltsíldar fer minnk- andi nema e. t. v. í Sovétríkj- unum. Bæði vegna þess og stór- aukinnar eigin saltsíldarfram- leiðslu ýmsra Austur-Evrópu- þjóða, hafa helztu framleiðslu- löndin í V-Evrópu að íslandi undanskildu orðið að draga mjög úr síldarsöltun sinni. Á sama tíma fer markaður fyrir nýja og frysta síld til niðursuðu reyk- ingar o. fl. vaxandi. Hvaða almenn áhrif hefir það á saltsíldarframleiðsluna hér sunnanlands? Ef saltsildarneyzlan fer áfram minnkandi og ef saltsíldarfram- leiðsla annarra þjóða minnkar ekki a. m. k. að sama skapi, er hætt á að það hafi fyrr eða síð- ar áhrif á saltsíldarframleiðslu okkar, einkum hér sunnanlands. Annars getur ástandið alltaf breytzt og nýir möguleikar skap azt. Þróunin er ör og heimurinn er stór. Persónulega hefi ég ekki trú á, að síldarsöltunin í núver- andi mynd eigi mjög langa fram- tíð fyrir sér, allra sfzt söltun í tunnur. Við hljótum fyrr eða síðar að breyta um vinnsluað- ferðir. Þótt sunnlenzka vetrar- síldin henti ekki öli vel til sölt- unar, er hún fyrsta flokks hrá- efni til niðursuðu, reykingar og margs fleira. Sést það bezt á því háa verði, sem oft hefir fengizt fyrir hana ísaða í þýzk- um höfnum nú í vetur, þótt það verð sé að vísu ekki sambæri- legt við það verð, sem oft hef- ir fengizt undanfarið fyrir beztu Norðursjávarsíldina. Hvað getum við gert til að bæta okkur upp minnkandi salt- síldarmarkaði? JFjótt neyzla saltsíldar kunni að ■^fara áfram minnkandi, er þar með ekki sagt, að saltsíldarfram leiðslan hér þurfi að minnka. Saltsíldarframleiðsla okkar hef- ur aukizt verulega undanfarin ár og var meiri á árinu 1962 en á nokkru öðru ári frá því að síldarsöltun hófst á íslandi. Til þess að koma í veg fyrir minnkandi síldarsöltun hér, verðum við að nýta vel alla saltslldarmarkaði og verka síld- ina í samræmi við markaðskröf- ur f hverju landi. Leggja verð- ur enn fremur aukna áherzlu á vöruvöndun og draga úr framleiðslukostnaði með hag- kvæmari vinnubrögðum. En við megum ekki einblína á söltun og ekkert annað. Nið- ursuða, niðurlagning, reyking og pökkun sfldar í neytendaum- búðii er það sem koma skal. Aftur á móti verður ekki hjá þeirri staðreynd komizt. að okkur hefur til bessa misheppn- azt að koma hér á fót niður- suðuiðnaði. Það er enginn vafi á því, að hér er unnt að fram- Ieiða góða niðursoðna síld, en það er ekki nóg að framleiða. Vöruna verðurh að selja og hún verður að vera samkeppnisfær bæði að þvf er gæði og verð snertir. Ég las nýlega f Vísi grein þar sem bess misskilnings virð- ist gæta að sala á niðursoðinni. niðurlagðri rig reyktri síld sé ekki öllum friáls. Ég vil nota tækifærið sð leiðrétta bann misskilnine Pramleiðsla og út- flutningur á r.iðursoðinni, nið- urlagðri og reyktri síld svo og saltsíld í neytendaumbúðum er og hefur verið öllum frjáls og algjörlega óviðkomandi starf- semi Síldarútvegsnefndar, enda hefur löggjafinn ætlað öðrum aðilum að hafa forgöngu á þeim sviðum sbr. lögin um Fiskiðjuver ríkisins og Niður- suðuverksmiðju ríkisins. Síld- arútvegsnefnd sér aðeins um sölu á hinum ýmsu tegundum saltaðrar síldar. — Er æskilegt að taka upp nýtt sölufyrirkomulagi i síld- arsölumálunum? Tjessari spurningu geta þeir bezt svarað, sem hafa að baki sér langa reynslu í síldar- söltun og síldarsölumálum og reynt hafa bæði gamla og nýja sölufyrirkomulagið. Annars er það persónuleg skoðun mín, að eðlilegast sé, að samtök fram- leiðenda eða svipaðar stofnanir hafí jafnan ein á hendi sölu á útflutningsafurðum okkar. Því miður tókst sildarsaltendum ekki á sínum tíma að koma sér saman um allsherjar sölusam- tök, enda voru ýmsir saltendur á þeim tíma háðir erlendum kaupendum og spekúlöntum fjárhagslega. Ástandið var væg- ast sagt hörmulegt. Ef vel veiddist, kipptu hinir erlendu kaupendur og umboðsmenn að sér hendinni og biðu rólegir með kaup sín, þar til saltendur neyddust —- vegna hins tak- markaða geymsluþols síldarinn- ar — til að selja síldina á því verði, sem kaupendunum og spekúlöntunum þóknaðist af náð sinni að greiða. Algengt var, að þúsundir og jafnvel tug- þúsundir tunna af íslenzkri salt- síld lægju óseldar á hafnar- bökkum Kaupmannahafnar, Gautaborgar og fleiri erlendra hafnarboroga, eftir að allir til- tækilegir markaðir höfðu verið yfirfylltir. Við þessar erfiðu að- stæður urðu margir síldarsalt- endur og útgerðarmenn gjald- þrota, en aðrir töpuðu stórfé. Kom þetta oft hart niður á verkafólki og sjómönnum ekki síður en atvinnurekendum. Af þessum ástæðum neyddist lög- gjafinn til að grípa í taumana og setja sérstök lög um útflutn- ing saltsíldar. Lögum þessum var breytt á s.l. ári. Aðal breyt- ingin var sú, að bætt var f Síldarútvegsnefnd tveim nýjum stjórnarmeðlimum. Tilnefnir Fé- Iag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi annan fulltrúann, en Félag Síldarsaltenda á Suð- vesturlandi hinn. Fyrir voru í nefndinni þrír fulltrúar kjörnir af Alþingi, einn tilnefndur af Alþýðusambandi íslands og einn tilnefndur af útgerðar- mönnum síldveiðiskipa. Séu íslenzkir neytendur neyddir til þess að kaupa á- kveðna vörutegund af einum aðila, eru meiri likur til þess, að greiða verði hærra verð en ef margir seljendur bjóða sömu vöru. Á sama hátt ætti það að jafnaði að vera trygging fyrir hærra verði og betri nýtingu markaða fyrir útflutningsvörur okkar, ef salan er á einni hendi. Sé reynslan önnur. er eitthvað ekki í Iagi. Um það verða fram- leiðendur hinna ýmsu útflutn- ingsvara sjálfir að dæma. Telji t.d. íslenzkir saltsíldarframleið- endur hag sfnum betur borgið með því að gefa söluna frjálsa, tel ég að verða ætti við slíkri ósk, enda fengist þá nýr sam- anburður á því, hvor leiðin hentar okkur betur. Einkasala, bótt ákveðin sé aðeins frá ári til árs, á að mínu áliti ekki rétt á sér, nema mikill meirihluti framleiðenda telji slíkt sölufyr- irkomulag sér og þjóðinni í heild til hagsbóta. Það væri synd að segja að innbrotsþjófarnir í London væru ekki fyrirmyndar eigin- menn. Hinn frægi lögregluréttur Bow Street spurði einn ákærð- an: — Viljið þér ekki skýra út fyrir mér, hvers vegna þér brutust tvisvar inn f sömu verzlunina? — Já, svaraði hinn ákærði, í fyrra innbrotinu stal ég kjóí handa konunni minni, en hún krafðist að ég skipti honum. * Snillingurinn Orson Welles var í París fyrir stuttu — og eitt kvöldið fór hann f leik- hús með vini sinum, vegna þess að höfundur Ieikritsins hafði sent honum nokkra boðs miða. Leikritið var hræðilegt — og þegar eftir 1. þátt stóð Orson upp. Orson Welles — Hvert ætlarðu? spurði vinurinn. — Ég held þetta ekki út lengur. Ég verð að fara. — Þú getur ekki verið þekktur fyrir það. Mundu eftir boðsmiðunum. Og Orson andvarpaði og settist aftur. Annar þáttur var ekki betri og á ný stóð hann upp og andvarpaði um leið. — Þú ætlar þó ekki að fara? spurði vinurinn áhyggjufullur. — Jú, ég ætla að fara, en þú getur huggað þig við það að ég fer fyrst £ miðasöluna og borga miðana okkar. Allir vita að Sir Winston hefur mikla ást á dýrum — og nú nýlega rifjaði Daily Mirror upp eina gamla um hann: Sir Winston Churchill Fjölskyldan var að borða hátíðamatinn — og Sir Wins- ton stóð upp til þess að skera kalkúninn, en allt í einu varð hann dapur á svip — og sagði við konu sína: — Nei, Clemmie, þetta verður þú að gera. Ég get það alls ekki. Þetta var einn af vinum mínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.