Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 18. febrúar 1963. Hálffeimnislega fikrum við okkur inn eftir gólfinu og kynnum okkur fyrir Láru Lárusdóttur varðstjóra. Lára er búin að vera við símann f 34 ár og hefur að því er hún segir alls ekki í hyggju að hætta, fyrr en þá að hún kemst á eftirlaun. Það liggur því í augum uppi, að hún á auðvelt með að svara mörgum og sumum kjánalegum spurningum okkar. 72 stúikur allt í allt vinna vaktavinnu við lang- línuna. Til þess að komast í starfið, þurfa þær að hafa gagnfræða- próf, gangast undir sex mánaða námskeið og vera 18 ára gamlar a. m. k. Salurinn þar sem stúlkumar vinna er bæði rúmgóður og bjart- ur. Inn af honum er svo vistleg kaffistofa, þar sem stúlkurnar hvíla sig í 15—20 mín. meðan þær drekka indælis kaffi úr skörðóttum bollum stofnunarinnar. Okkur er boðið upp á kaffi, sem við að sjálf- sögðu þiggjum, og það eru árciðanlega ekki margir herrar í Reykja- vík, sem hafa drukkið kaffi með svona mörgum fallegum stúlkum, ölium í einu. Fulltrúi ritsímastjóra, Valdemar Einarsson, kernur til okkar og við spyrjum hvemig honum líki við stúlkurnar. — Prýði- lega, scgir hann, þetta eru allt saman mjög prúðar og elskulegar stúlkur, og fallegar bætum við við í huganum, allir þrír? Fullir af öfund út í Valdemar verðum við nú að kveðja þennan skemmtilega félagsskap og halda inn á ritstjórnarskrifstofur í annan félagsskap, sem við höfum miklu minni áhuga fyrir. Og sem við skreiðumst út úr dyrunum, heyrum við þýðlegar raddir stúlknanna: Hæ Gauli, svar- aðu Vopni, o. s. frv. Efsta myndin er tckin í kaffistofunni. Stúlkurnar eru talið frá vinstri: Sigríður Sigmundsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir, Svanborg Daniels- dóttir, Sigurborg Friðgeirsdóttir, Elín Jónsdóttir og baksvipurinn á HöIIu Jakobsdóttur. Miðmyndin sýnir nokkrar af dömunum að starfi. Neðsta myndin sýnir Láru og bak við hana nokkrar af stúlkunum. Halló Sigló, Patró, Vestmann, Krókur. Þessi nöfn og önnur álíka berast til okkar þar sem við stöndum í dyrunum á langlínustöðinni og horfum á aragrúa af ungum, faliegum stúlkum í grænum slopp- um, sem sitja við langt skiptiborð og tala i sífellu. Þetta myndi sum- um áreiðaniega lika vel, að fá kaup fyrir að tala í síma. Um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.