Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 7
V Í-SIK • Mánudagur 18. febrúar 1963. 7 það vakti furðu og hneykslun manna, þegar forsætisráð- herra Sovétríkjanna, Nikita Krúsjeff, þreif af sér skóinn á þingi Sameinuðu þjóðanna og barði með honum í borðið fyr- ir framan sig, hamslaus af bræði. Og enginn botnaði neitt í neinu, þegar hann tók allt í einu upp á að fljúga heim til Rússlands nokkrum dögum síðar í stað þess að fara með skipinu, sem beið hans á höfn- inni í New York. Eitthvað alvarlegt hlaut að hafa komið fyrir. Þetta gat ekki verið nein tilviljun. En hvað hafði gerzt? Smám saman tók sannleikur- inn að síast út. Sovézku vís- indamennirnir höfðu lofað að senda fyrsta mannaða geimfar- ið á loft, svo að Krúsjeff fengi tækifæri til að tilkynna hinn merka viðburð á sjálfu þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Fyrsta mannaða geimfarið. Og maðurinn hafði þegar verið útvalinn — hinn frægi flug- kappi og fallhlífarstökkvari Piotr Dolgov, sem nýlega hafði slegið met í fallhlífarstökki úr gífurlegri hæð, þann 3. júní 1960. Krúsjeff forsætisráðherra kallaði Dolgov á sinn fund, hældi mjög afreki hans og út- jafnframt fregnir af hinum mikla sigri Sovétríkjanna í geimferðakapphlaupinu. Þetta átti að verða stærsta augnablik í iífi Krúsjeffs. En þess í stað gerðist allt annað. Forsætisráðherrann missti stjórn á skapi sínu, rauk upp í bræði og hamraði með skónum sínum g borðið fyrir framan sig. Hvað gerðist? Eftir mótið við Krúsjeff flýtti Dolgov sér til Kapustan lar rétt hjá Svartahafinu, þar sem geimfarið beið hans. Það hafði ekki unnizt tími til mik- illa æfinga, hin pólitíska hlið málsins var talin hafa meira gildi en vísindalegur undirbún- ingur, sem myndi reynast of tímafrekur. 11. október 1960 kom Krú- sjeff á þing Sameinuðu þjóð- anna. Hann lék á als oddi, gerði að gamni sínu við fréttamenn og hélt nokkrar smáræður af svölum sovézka sendiráðsins, þar sem hann bjó. Hlustunarstöðvar í Tyrklandi, Japan, Sviþjóð, Englandi og Ítalíu veittu því eftirtekt, að einhverju gríðarstóru tæki var skotið á loft frá rannsóknar- stöðinni við Svartahafið. Hljóð- merkin, sem það sendi út, um leið og það sveif út í geiminn, voru tekin upp á segulbönd. Mátti greina nokkur orð, muldruð £ lágum hljóðum. En 28 mínútum seinna varð alger þögn. Dolgov var dáinn. Hann var hvorki fyrsti né síð „Jörð — SOS — SOS — jörð — SOS!“ Aftur og aftur barst neyðarkall hans, síðan dvínaði það og dó loks út í þögn geims- ’ins. Áður en dauða Dolgovs bar að höndum, hafði annar þekkt- ur sovézkur flugmaður látið líf sitt í sams konar tilraun. En ör- lögum hans og annarra ógæfu- samra sovézkra geimfara hefur verið haldið stranglega leynd- um. Hann hét Terentiy Shiborin, og hefði lánið fylgt honum, gæti hann hafa orðið fyrsti maðurinn, sem komst út í geim inn og aftur niður til jarðar — í stað þess að verða fyrsti mað urinn, sem fórst í slíkri tilraun. Shiborin var valinn til geim- ferðar í hylki af gerðinni Lunik II í febrúar 1959. Rússar höfðu þá þegar sent eldflaugar út í geiminn með lifandi dýrum og náð þeim aftur til jarðar f fall- hlífum. Allt virtist benda til þess, að menn gætu lifað af ferð með sams konar tækjum og útbúnaði. Shiborin var skot- ið á loft frá Kapustan lar í febrúar 1960. Hann sendi frá sér hljóðmerki nokkrar mínútur, og voru þau hljóðrituð í Uppsölum, Bohum og Hawai. Þá sló skyndi lega á þögn, ef til vill vegna þess að geimfarið hrapaði aftur niður f gufuhvolf jarðar og brann þar upp til agna. Þungur andardráttur. Eftir hinar ' afdrifaríku til- raunir, sem kostuðu Dolgov og ■•V/ ■ -sife Piotr Dolgov, sem átti að verða fyrsti geimfari Sovétríkjanna. Hvað varð af honum. þetta í Moskvu, hvorki dauða geimfarans né heldur hið mis- heppnaða geimskot. Eftir að Gagarin var sendur út í heiminn og náðist aftur til jarðar heill á húfi, ákváðu sovézku vísindamennirnir að út um glufuna! Líttu út! Nú skil ég .....“ Fáeinum sekúndum síðar hrópaði karlmaðurinn: „Hérna! Það er eitthvað þarna! Það er eitthvað þama! Þetta er erf- itt ....“ SIM HURFU nefndi hann sem fyrsta geim- fara Sovétríkjanna og heimsins. Ákveðið var að skjóta geimfar- inu á loft 11. október 1960. Ef það heppnaðist (og Krúsjeff var fullvissaður um, að allt myndi ganga að óskum) var áformað, að Krúsjeff tilkynnti hið stórkostlega afrek á drama- tfskan hátt, er hann tæki til máls á þinginu, þann 13. októ- ber 1960. Og Dolgov átti að senda þingmönnum Sameinuðu þjóðanna árnaðaróskir sínar gegnum síma og færa þeim asti maðurinn, sem lét lífið f geimferðatilraunum sovézku vísindamannanna. Dolgov beið bana 11. október 1960. 28. nóvember sama ár fórst annar sovézkur geimfari, sem enn hefur ekki tekizt að uppgötva hver var. En hlustun- arstöð í Torino á Norður-Ítalíu hljóðritaði angistarköll hans þegar hann reyndi árangurs- laust að ná sambandi við jörð- ina kl. 1.43, 2.05 og að síðustu kl. 3 sama dag. Hann sendi Morsemerki: Og engin skýring hefur fengizt á hvarfi Wassikevich lavodosky. hinn óþekkta geimfara lífið, létu Sovétríkin sér nægja að prófa tæki sfn og gera margs konar tilraunir með öryggisút- búnað, en reyndu ekki að skjóta mönnuðu geimfari á loft að sinni. Næstu tilraun með mannað geimfar uppgötvaði hlustunar- stöðin í Torino 2. febrúar 1961, kl. 9.55 e. h. Var þá öðrum stöðvum tafarlaust gert við- vart. Átta mfnútum seinna stað- festi Jodrell Bank rannsókna- stöðin, að svo virtist sem um eldflaug eða geimhylki væri að ræða. Margar hlustunarstöðvar tóku eftir hljóðmerkjum frá því. Þau voru send á tveim bylgjulengdum, önnur gaf stað- setningar með 30 sekúnda milli bili, en hin aðeins orð og orð á stangli. Nítján mínútum eftir að hylkinu var skotið á loft., heyrð ust engin orðaskil lengur, og nú mátti greina þungan andardrátt geimfarans. Hjartsláttur hans varð æ hraðari, og bæði andar- drátturinn og hjartaslögin heyrðust skýrar með hverju augnablikinu sem leið, unz allt í einu kl. 10.33 e. h., um það bil 38 mínútum eftir að skotið fór fram, að hvort tveggja bagnaði í senn. Segulbandsupptakan í Torino var send til frægs ítalsks hjartasérfræðings, próf. A. G. Dogliotti, sem rannsakaði hiartaslögin og komst að þeirri niðurstöðu, að líklegt væri, að geimfarinn hefði dáið af meiðsl- um, er hann hefði hlotið, þegar hylkinu var skotið á loft. Auðvitað var aldrei minnzt á reyna við stærri hluti — tvo geimfara í sama hylki. Sú tilraun fór að öllum likind um fram frá geimrannsókna- stöðinni í Baikonur skammt frá Aralvatninu, þann 17. maí 1961. Þann dag — og sjö næstu daga — hljóðrituðu framangreind- ar hlustunarstöðvar tvær radd- ir úr sovézka hylkinu. Karl- mannsrödd og kvenrödd. Þau voru bersýnilega á hringferð kringum jörðu, því að karl- mannsröddin tilkynnti hvað eft- ir annað: „Allt eftir áætlun. Við erum enn f réttri hæð“. • Dauðadæmt fólk. Þessi áhættusama tilraun náði hámarki sínu snemma kvölds 24. maí 1961. Ef til vill munum við aldrei fá að vita, hvað raunverulega gerðist, þvi að Rússar vita kannski ekki sjálfir, hvað olli dauða geim- faranna tveggja. Hlustunarstöðvarnar í Tor- ino, Bochum og Meudon tóku allar upp á segulband síðustu útvarpssendingarnar frá hinu dauðadæmda fólki í geimhylk- inu. Eftir hina venjulegu skýrslu um góð skilyrði og rétta hæð geimfarsins varð allt í einu stutt þögn. Síðan heyrðist karl- mannsröddin: „Merkin eru tekin að óskýr- ast á mælaborðinu. Við sjáum ekki neitt“. Þá varð þögn um það bil fimm mínútur, en síðan heyrð- ist rödd konunnar: „Ég verð að reyna að halda fast um það með hægri hendi. Annars getum við ekki haldið jafnvæginu! Líttu Eftir nokkurra sekúnda þögn hélt hann áfram: „Ef við komumst ekki út, fær heimurinn aldrei að vita það! Æ, þetta er erfitt ...“ í sömu andrá greip sovézk útvarpsstöð fram í og tilkynnti, að nú væri klukkan 8 e. h. sam kvæmt Moskvutíma. Þegar til- kynningarnar voru á enda, heyrðist ekki lengur i sending- unum frá geimhvlkinu, og þær hófust ekki aftur. Vísindamenn á hlustunar- stöðvunum komust að þeirri niðurstöðu, að maðurinn og konan í þessu sovézka geimfari hefðu komið auga á eitthvað sem fyrst gerði þeim hverft við, en vakti síðan skelfingu þeirra. Áður en þau gátu gefið skýrslu um útlit þess og eigin- leika, drekkti sovézka stöðin röddum þeirra með venjulegum tilkynningum. Eftir það — ja, þá var það um seinan. Það varð engum neitt undr- unarefni, að Rússar skytu á loft geimfari með tveim mönnum innbyrðis, því að 7 tonna spútn ikarnir þeirra höfðu búið okkur undir slíkt. Og við vissum, að 30 karlmenn og 8 konur höfðu verið þjálfuð mánuðum saman til geimferða í sérstakri rann- sóknarstofnun við rætur Úral- fjallanna. Þau voru látin vera dögum saman í fsköldum klefum, dreg- in á sleðum yfir hjarnið með ofsahraða, þyrlað í hringekjum og reynd til hins ýtrasta, hvað líkamsþol snerti. Aðeins nokk- ur þeirra lifðu af þjálfunartím- ann, og af þeim létu fleiri lífið í geimferðum: Terentiy Shibor- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.