Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 18. febrúar 1963. Saltsíldarneyzlan fer minnkandi í heiminum, og örðugra gerist um markaðsöflun fyrir salt- síld. íslendingum er nauðsynlegt að vinna ve« til að halda núver- andi aðstöðu sinni á salt síldarmörkuðunum. — Fjöldi þjóða hefur orðið að draga stórkostlega úr saltsíldarframleiðslu sinni. Jafnframt verða íslendingar að byggja upp nýjar greinar síldar- iðnaðarins, segir Gunn- ar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarút- vegsnefndar á Suður- landi í viðtali því, sem hann átti við frétta- menn frá Vísi fyrir skömmu og hér fer á eftir. Hver eru helztu neyzlulönd saltsfldar og hver eru og hafa verié helztu markaSslönd Suð- urlandssaltsíldar? Tjegar rætt er um markaðs- mál saltsíldar, er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því, að neyzlusvæðið er mjög tak- markað. Mest er saltsíldarneyzl an í austur og norðurhluta Evr- ópu. Suðurtakmörk þessa svæð- is liggja frá Svartahafi um Karp atafjöll, sunnanvert Þýzkaland og til Ermasunds. í Bretlandi er saltsfldarneyzlan óveruleg. Nokkur markaður er fyrir salt- síld í Norður-Ameríku og ísrael. Kannaðir hafa verið sölumögu- leikar í ýmsum löndum utan þessara svæða, m.a. f öllum löndum Suður- og Suðvestur- Evrópu, flestum löndum Suður- Ameríku og í nokkrum löndum Mið-Ameríku. Saltsfldarneyzlan í þessum löndum reyndist alls engin eða mjög óveruleg, Mest nokkur hundBuð tunnur á ári í Argentínu og Brazilíu. Er söltun Suðurlandssíldar hófst fyrir alvöru fyrir rúmum áratug, byggðist salan algjör- lega á veiðibresti norðanlands og fór söltunin hér syðra ein- göngu eftir því, hve mikið vant aði hverju sinni upp í söiusamn inga um Norðurlandssíld. Ekki var þá unnt að selja nema stærstu síldina. Söltun varð að fara fram snemma hausts eða Viðtal við Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóra Síldar- útvegsnefndar áður en fitumagn síldarinnar fór verulega að minnka. Á þess um árum voru Svfar, Finnar, Pólverjar og sfðar Rússar stærstu kaupendurnir. Á þessu hefir orðið mikil breyting. 1 fyrsta lagi kaupa Svíar, Finnar o.fl. þjóðir alls ekki Suðurlands- sfld nema skortur sé á hinni stóru og feitu Norðurlandssíld eða norsk- og færeysk-veiddri snemma hausts, er yfirleitt feit ari en síld sem veiðist að vetr- inum. Meðan veiðar voru stund aðar eingöngu með reknetum, veiddist aðeins stærsta síldin. þar sem sú smáa ánetjaðist ekki. Enda þótt stærð millisíld- arinnar og smásíldarinnar henti sæmilega til söltunar fyrir á- kveðna markaði, fylgja henni yfirleitt tveir ókostir umfram stóru síldina. Hún er að jafn- aði mun horaðri en stórsíldin og þar að auki tóm, þ.e. án hrogna og vilja. Þykir það víðast galli, sé um vetrarsíld til söltunar að ræða. Þetta kemur þó ekki að sök, sé síldin ætluð til flökun- ar. I þriðja lagi er haustið bezti markaðstím| saltaðrar síld ar, en sölumöguleikar fara yfir- leitt minnkandi eftir því sem Iíð ur á veturinn. Saltsíldin er lengi að verkast að vetrinum og er bezti markaðstíminn þvf oft lið- inn, þegar sunnlenzka saltsfldin kemst loks f hendur kaupenda. Þegar veiðarnar voru stundaðar með reknetum f ágúst og sept- ember, var venjulega búið að flytja út alla framleiðsluna fynr áramót. Vegna allra þessarra breyttu aðstæðna, varð að reyna nýjar leiðir og afla nýrra og sjálfstæðra markaða fyrir Suð- urlandssíldina. Þótt oft hafi gætt mikillar svartsýni hjá okkur und anfarin ár, hefir þó rætzt sæmi- lega úr erfiðleikunum og fram til þessa hefir ekki komið til söltunarstöðvunar vegna sölu- tregðu.iSfðnstU'jfhnm árin hefir tekízt að áfla' nýrra markaða fyrir saltaða Suðurlandssíld í Gunnar Flóvenz. fer minnkandi í heiminum „Íslandssíld“. Eins og kunnugt er hefir söltun norðanlands og austan verið mjög mikil síð- ustu árin. Hefir því sáralítið verið hægt að selja af Suður- landssíld til Svíþjóðar og Finn- lands undanfarin ár. í öðru lagi hefir breyting veiðitímans og breytt veiðitækni hér syðra haft miklar breytingar í för með sér, að því er söltunina varðar. Síld, sem söltuð er að sumrinu eða samtals átta nýjum löndum. og er nú svo komið, að íslenzk salt- síld er seld til allra helztu neyzlulandanna. Á yfirstandandi vertíð hafa verið gerðir sölu- samningar um meira magn af saltaðri Suðurlandssíld en nokkru sinni fyrr og vantar enn þá nokkuð á, að tekizt hafi að salta upp í gerða samninga. Mest hefir verið selt til Vestur- Þýzkalands, Póllands, Austur- Konur vit sí! ‘ sölu... Þýzkalands, Rúmeníu og Banda- ríkjanna. Auk þessarra landa. er síldin seld til ísrael, Benelux- landa, Frakklands, Svíþjóðar og Danmerkur. Hvaða lönd eru tryggustu markaðir Suðurlandssaltsíldar- innar? J markaðsmálum saltsíldar er að mínum dómi ekkert, sem kallazt getur tryggt. Eitt árið getur vantað saltsíld, ákveðnar tegundir saltsíldar eða ákveðnar stærðir o. s. frv. Annað árið get- ur allt verið yfirfullt af saltsíld, jafnvel þótt mikill skortur sé samtímis á nýrri síld til reyk- ingar og niðursuðu. Árin 1959 — 1960 urðu Vestur-Þjóðverjar t. d. að setja í bræðslu tæpl. 80 þúsund tunnur af saltaðri síld vegna offramleiðslu, þrátt fyrir tollvernd og styrki, sem þýzk stjórnarvöld hafa veitt barlendri saltsíldarframleiðslu. Á sama tíma var hvað eftir annað mikil) skortur á ferskri síld til reyk- ingar, niðursuðu o. fl. Enda þótt vetrarsíldveiðar Norðmanna hafi brugðizt að mestu í fyrra- vetur og þrátt fyrir háa fram- leiðslustyrki, hafði Norðmönn- um ekki tekizt snemma í haust að selja hluta af þvf takmarkaða nagni, sem saltað var þar s.l. vetur. Á sama tíma keypti norsk liðursuðuverksmiðja fryst síld- irflök frá íslandi. Er markaðsverð Suðurlands- síldar í A-Evrópulöndum hag- stætt miðað við markaðsverð i öðrum löndum? Nei, yfirleitt ekki að því er saltsíldina varðar. Verð það sem við höfum fengið í Sovétríkjun- um fyrir saltaða Suðurlandssfld er t. d. mun lægra en önnur lönd hafa greitt fyrir sömu vöru. Aftur á móti var sovézki mark- aðurinn í mörg ár stærsti markaður sunnlenzku salt- síldarinnar. Það er afar áríð- andi fyrir okkur að halda þeim markaði. Er sanngjarnt að Rússar hækki kaunverð sitt á Suður- landssaltsfldinni. Það er hiklaust skoðun allra þeirra, sem að þessum málum starfa. Aftur á móti hafa Rúss- ar bent á það margsinnis undan- farin ár, að þeir fái norska salt- síld keypta fyrir langtum lægra verð en beir hafa greitt fyrir Suðurlandssíldina. Þetta er nú vonandi að breytast. Norðmönn- um er nú að verða Ijóst, að ekki er unnt að selja saltsíldina leng- ur á hinu lága verði, þrátt fyrir allar uppbæturnar. Auk þesss voru norsku sjómennirnir mjög óánægðir yfir því. að verð á fersksíld til söltunar fyrir vöru- skiptalöndin var langtum lægra en á síld, sem fór til nnarrar vinnslu. S.l. ár slitnaði upp úr samningum milli Norðmanna og Rússa um saltsfldarsölu. Hafa Norðmenn skýrt okkur svo frá, að það hafi stafað af ósam- komulagi um söluverðið. Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.