Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Mánudagur 18. febrúar 1963. aJ K r=a n—i r^» TT iT~p y//////////;m v/////////m ///////, Landsleikurinn í Pnrís: FRAKKLAND ísiendingar reyndust aldrei hættulegir í leik sínum gegn eldsnöggum Frökkum íslendingar fóru sömu leið og Danir og Norð- menn í landsleik sínum gegn Frökkum, sem fram fór skömmu fyrir miðnæturskeið á laugardags- kvöldið í Pierre de Coubertin íþróttahöllinni í París. íslendingar, allt of hægir gegn hinum leiftursnöggu Frökkum skoruðu aðeins 14 mörk, en fengu 24. Landsleikur þessi er hinn 17. í röðinni hjá íslandi. Er ísland lék við Frakkland fyrri leik landanna, en það var í HM í Þýzkalandi 1961, vann Island með 20:13. Hafa Frakkar því hefnt þess ósigurs og vel það. Chastanicr, bczti maður Frakka skoraði fyrsta mark leiksins, en Gunnlaugur jafnar fyrir ísland. — Frakkar komast nú í 3:1 en Gunn- j laugur er sem fyrr hættulegur Frökkunum og skorar 3:2. Nú taka Frakkar roku og Ieika hratt og ör- ugglega. Árangurinn: 3 mörk til viðbótar, 6:2 fyrlr Frakka. Þegar Pétur Antonsson kemur inn er það hans fyrsta verk að skora mark, 6:3 og stuttu síðar svarar hann marki Frakka með 7:4, en í hálf- leik var staðan 9:7 fyrir Frakka, sem var e.t.v. ekki svo bölvanlegt. Síðari hálfleikur var eftirgjöf fs- lcnzka liðsins allt of mikil og eftir 20 minútna leik var öll mótspyrna liðsins brotin á bak aftur. Frakk- ar náðu 5 marka forystu í 16:11 og léku nú rólega, nánast með leik- töfum, en tókst samt að auka for- skotið að mun og komast í 19:11, sfðan úr 21:14 í 24:14. Langbeztir Frakkanna voru þeir Chastanier (5 mörk) og Sellene (7 mörk), en af íslendingunum bar mest á Pétri Antonssyni og Ragn- ari Jónssyni, en Gunnlaugur átti allsæmilegan leik. Mörk íslands skoruðu: Gunnlaugur Hjálmarsson (6 (3 úr vítaköstum), Pétur Antons- son 4, Ingólfur Óskarsson 2, Ragn- ar Jónsson 2. Þýzkur dómari, Franz Nichole frá Diisseldorf, dæmdi leikinn og var Íslendingum óhagstæður svo ekki sé meira sagt. A.m.k. tvisvar sinnum hafði Karl Jóhannsson komizt í gegnum vörn Frakka, en verið hindraður gróflega, en þó komizt í gegn og skorað. Fárán- VANN legur dómur Nichole var aukakast, en sanngjarn dómur hefði verið mark, eða a.m.k. vítakast. Þetta gerðist einnig í eitt skipti hjá Birgi Björnssyni. Einnig hefði dómarinn ' ..— " 1 ... » Mikil skrif um landsleikinn í Parísarblöðunum Frönsku blöðin hafa nú um helgina ritað mikið um íslenzku handknattleiksmennina og um island almennt var þessi at- hugasemd í einu blaðanna: „Á Íslandi eru 120.000 íbúar, 600.000 kindur, 50.000 beljur og 2500 handknattleiksmenn“. Í öðru blaði er viðtal við hinn góðkunna Fredslund-Pedersen, formann danska handknattleiks- sambandsins. Segir Pedersen að Íslendingar geti ekki sigrað í viðureigninni við Frakka. Til þess séu Frakkar alltof fljótir og muni skotharka Íslendinga ekki koma að gagni í þeim Ieik. Má segja að þarna haf! Danan- um orðið sannmæli, því það var einmitt hinn franski hraði, sem kollkeyrði islendingana fyrst og fremst. Í blaðinu Le Figaro er bent á að Frakkar hafi nú hefnt ósig- ursins á HM, en auk þess hald- ið blaðinu hreinu að því leyti að landslið Frakka hefur ekki tapað einum cinasta leik á heima veili á þessum vetri. Er í blað- inu rakinn ferill islendinga í handknattleik á alþjóðamótum. Sum blöðin í gær hæla Íslend ingum fyrir skothörku en benda á að línuspilara vanti í liðið. átt að taka á augljósum brotum Frakka er þeir töfðu leikinn. Um 4300 áhorfendur horfðu á Ieikinn í hinni glæsilegu íþrótta- höll ,sem heitin er eftir barón Pierre de Coubertin, föður Olympíu. leikanna. Var sigrinum mætt með miklum fagnaðarlátum heima- manna, sem voru mjög „patriot- iskir“, og púuðu og blístruðu á íslcndingana, en fögnuðu sfnum mönnum innilega. Var mikið sung- ið á áhorfendapöllunum þetta kvöld og erfitt reyndist, vegna hávaða að kalla á Ieikmenn af vell- inum til að skipta inn á. Fyrir Ieikinn fór fram stutt at- höfn. Þjóðsöngvar landanna voru leiknir og leikmenn kynntir fyrir áhorfendum. Leikurinn hófst nokk- uð seint um kvöldið, eða kl. 10.30 eftir frönskum tíma, en það þykir ekki seint hjá Frökkum, a.m.k. ekki á laugardagskvöldi. í viðtali við Ásbjörn Sigurjóns- son, formann HSÍ, sagði hann að móttökur væru allar hinar glæsileg- ustu. Landsliðsmenn komu til Parísar um kl. 10 á föstudags- kvöidið, eða nokkrum tímum eftir áætlun, sem orsakaðist af þvl að hópurinn missti tvívegis af flugvél. Fyrst í Glasgow, þar eð íslenzku flugvélinni seinkaði nokkuð vegna mótvinds og er til Glasgow kom var BEA-flugvélin nýfarin. Er til London kom var vélin til Parísar sömuleiðis farin og af þessu öllu seinkaði hópnum. Á Iaugardagsmorgun var íþrótta- höllin skoðuð og síðan hvílt fyrir leikinn, en veizla sem Frakkar buðu til um hádegisverðarbil á laugardag var vinsamlegast af- þökkuð. Lið Iandanna voru þannig skip- uð: FRAKKLAND: Armbruster, Féri- gnac, Silvestro, Lambert, Chastan- ier, Richard, Hoinant, Portes, Et- cheverry, Sellenet, Pons. ÍSLAND: Hjalti Einarsson, Karl M. Jónsson, Pétur Antonsson, Ein- ar Sigurðsson, Gunnlaugur Hjálm- arsson, Kristján Stefánsson, Birgir Björnsson, Ingólfur Óskarsson, Karl Benediktsson, Ragnar Jóns- son, Karl Jóhannsson, Ingólfur Óskarsson. Hér sést sigurvegarinn í firinakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur i sviginu. Það er Gunniaugur Sigurðsson í KR, og keppti hann fyrir Gufubað- stofuna, Kvisthaga 29. „Skaphitinn enn suðrænni á Spáni — segir Hallsteinn Hinriksson „Sannast að segja býst ég ekki við sigri annað kvöld“, sagði Hallstcinn Hinriksson, þjálfari landsliðsins, i símtali sem við áttum vlð hann i gærkvöldi á I. otel Francaise í Bordcaux. „Franska meistaraliðið i 1. deild varð að láta i minni pokann fyrlr spönsku meisturunum (Granouers) nú í vetur, og auk þess hefur franska landsliðið nýlega tapað á Spáni fyrir heimamönn- um. Mér fannst Parisarbúar nokkuð suðrænir í sér og skapheitir voru þeir hér í Bordeaux ,en á Spáni er sagt að skapið nálgist fyrst suðumark og segja Frakkar að handknatticikur Spánverja sé mjög harður". „Nokkuð ákveðið með Iiðið annað kvöld?“ „Nei, ekki ennþá. Ég býst við að við röðum ekki í liðið fyrr en á morgun, en í bítið í fyrramálið sækja Spánverjar okkur hingað ' og verður okkur ekið til Bilbao, þar sem leikurinn fer fram á'* þriðjudag". | Hallsteinn bað að lokum fyrir kærar kveðjur heim og kvað hann | ferðina ganga prýðilega og allir væru við beztu heilsu. 1 Firmakeppni Skíðaraðs Reykjavíkur: úufubaðstofan sigraði Firmakeppni Skiðaráðs Reykja- víkur var haldin 1 Jósepsdal í gær. Skíðadeild Ármanns sá um mótið og mótsstjóri var Ólafur Þorsteins- son, Ármanni. 30 fyrirtæki voru í úrslitakeppninni og urðu hlutskörp ust: 1. Gufubaðstofan, Kvisthaga 29 (Gunnlaugur Sigurðsson K.R. 51,9). 2. Rakarastofa Harðar (Bjarni Einarsson Á, 54,9). 3 Heildv. Sveins Helgasonar (Grimur Sveinsson ÍR 55,0). 4. Bæjarleiðir (Haraldur Pálsson ÍR, 55,1). 5. Heildv. Kristjáns Ó. Skagfjörð í (Þorbergur Eysteinsson ÍR, 55,5). 6. Leðurv. Jöns Brynjólfssonar (Guðni Sigfússon ÍR, 55,8). 7. Þvottahús Adolf Smith (Sigurð- ur Einarsson ÍR, 55,9). 8. Skósalan Laugavegi 1 (Þorgeir Ólafsson Á, 58,1). 9. Timburv. Árna Jónssonar (Júlí- us Magnússon KR, 58,2). 10. Skaane (Tómas Jónsson ÍR, 59,8). 11. Prentsmiðjan Edda (Jakobína Jakobsdóttir ÍR, 60,0). 12. Byggingarvöruverzlun isleifs St. Mirren bætti tveim stigum við heldur siaka stöðu sfna í skozku 1. deildarkeppninni um helgina. — Var leikur liðsins I Aberdeen jafn- framt eini leikurinn, sem fram fór í Skotlandi. Carroll, hinn nýkeypti útherji lék nú í fyrsta sinn með fé- laginu og lék í stöðu hægri út- herja. Þórólfur Beck var o g með og lék í stöðu vinstri innherja. Jónssonar (Eyþór Haraldsson IR, 61,3). Að lokinni keppni var sameigin leg kaffidrykkja í Ármannsskálan um. Verðlaun voru veitt (12 bikar ar) og mótsstjóri Ólafur Þorsteins son hélt hvatningarræðu til skíða manna og þakkaði góða þátttöku í Englandi fóru fram nokkrir Ieikir: Arsenal vann Bolton i 1. deild með 3:2, Leyton og Fulham gerðu jafntefli, 1:1, Liverpool burst aði Úlfana 4:1 og West Ham vann sigur úti gegn Sheffield United, 2:0 Einn ieikur fór fram í 2. deild, Grimsby vann Middlesborough úti 1:0. St. Mirren vann úti- sigur í Aberdeen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.