Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 18.02.1963, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 18. febrúar 1963. t> 1 1 .................. Ella kem ur í júní Hin heimsfræga bandaríska jazzsöngkona Ella Fitzgerald kemur hingað í. júní í staðinn fyrir marz, eins og upphaflega var talað um. Hefur nú endanlega verið geng ið frá samningum við hana um fjóra konserta í Reykjavík í stað þriggja áður. Einar Jóns- son, gjaldkeri og forstjóri feg- urðarsamkeppninnar er nýkom- inn að utan eftir að hafa samið við umboðsmenn söngkonunnar. Elia Fitzgerald verður á kon- sertferðalagi um Norðurlönd í júní og kemur hér við í þeirri ferð. Með henni verður tríó, sem nú leikur með henni, í stað Oscar Peterson tríósins, en þau eru hætt samvinnu. Brandt sigraði 'iorgarstjórnarkosningar fóru fram í gær í Vestur-Berlín og fengu jafn- aðarmenn undir fofystu Willy Brandts borgarstjóra hreinan meiri iduta atkvæða og er það talinn mik ill sigur, sem þeir hafa unnið. — Kristilegir demokratar misstu fylgi bæði til þeirra og frjálsra dcmo- krata. Á kjörskrá voru 1.7 milljón kjós- endur og var kjörsókn hin bezta, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði. Skýrsla O. E. C. D.: smriLLm arancur VIDRCISNARINNAR HÍR Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) segir í ársskýrslu sinni, að nú hafi meira jafnvægi náðst í íslenzkum efnahagsmálum en nokkru sinni fyrr frá stríðslokum. Það þýðir að ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar hafi aldrei verið hagstæð- ara en einmitt nú. í skýrslunni kemur m. a. þetta fram: Greiðslujöfnuðurinn hefur batnað mikið. ^ Gjaldeyrisinnstæður okkar erlendis hafa auk- izt verulega. Mikill hluti utanríkisviðskiptanna hefur verið gefinn frjáls. ★ Uppbótafyrirkomulagið hefur verið lagt niður. Aðrar niðurstöður stofnunarinnar varðandi ís- land eru einnig hinar merkustu. ★ Ekki er auðvelt að ná örum hagvexti hér á landi. ★ Meiri fjölbreytni í framleiðslunni er því mjög nauðsynleg. Erlent fjármagn mun flýta fyrir þróun efna- hagslífsins. ★ Skipuleggja má betur fjárfestingu hins opin- bera. í áliti Efnahagsstofnunarinnar um mál íslands seg- ir m. a.: Jafnvægisráðstafanirnar, sem gerðar voru í febrúar 1960, voru vel skipulagðar og framkvæmd- ar. Með stuðningi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Efnahagssam- vinnustofnunarinnar við efna- hagsráðstafanir íslenzku ríkis- stjórnarinnar, sýndu stjórnir að- ildarríkja þessara stofnana, að þær báru traust til þessara ráð- stafana. Það traust hefur reynzt verðskuldað, þar sem óhóflegur þrýstingur eftirspurnar hefur horfið og meira jafnvægi náðst Framh. á bls. 5. Myndin sýnir skemmdimar sem urðu á Akureyrarbryggju af völd- um Mánafoss. Stálþil hennar skemmdist mikið. Vindingur i öllu stefni Múnufoss Mánafoss, hið nýja skip Eim- skipafélags íslands, kom til Iandsins á laugardagsmorgun og var fyrsta höfn, sem skipið kom til, Akureyri, en það flutti með sér vörur til hafna úti á Iandi. Svo illa tókst til, er skipið var að leggjast að aðalhafnar- bryggjunni á Akureyri, að það lét ekki að stjórn og sigldi á bryggjuna með þeim afleiðing- um, að bæði skip og bryggja skemmdust talsvert. Stálþil bryggjunnar rifnaði og flettist frá, auk þess sem bryggjukanturinn brotnaði. Þá beyglaðist stefni skipsins, og kom gat á það. Þegar í stað hófst viðgerð á skipinu og framkvæmdi hana vélsmiðjan Atli. Var skorinn burt hluti úr stefninu og nýtt sett í staðinn. Er þetta þó aðeins bráðabirgða- viðgerð. Er vindingur í öllu stefninu. Viðgerð tók 10 klst. Framh. á bls. 5. r _ Island - Bordeaux-úrval 26:16 Lá viB átökm þegar ísland vann Bordeaux Leikur íslands gegn úrvalsliði Bordeaux var á köflum stórgóður, einkum í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikinn eyðilögðu Frakkarnir að miklu leyti með ofsalegri hörku, en áhorfendumir í Benauge íþrótta höllinni lögðu sitt til, en þeir undu ósigrinum mjög illa og höfðu uppi mikil ærsl. Tveir menn vom látnir fara af leikvelli seint i síðari hálf- leik, Ragnar Jónsson og Frakki. Sigur íslands, 26:16, var sanngjarn eftir gangi leiksins, en leikur Iiðs- ins allur var óþekkjanlegur frá kvöldinu áður, og nánast frábær á köflum. SVÁFU 1 3 TÍMA. íslendingarnir fengu ekki langan svefntfma fyrir ferðalag sitt til Bordeaux, því landsleiknum lauk nokkuð seint, en eftir leikinn fóru leikmenn og snæddu með frönsku landsliðsmönnunum og klukkan 6 f gærmorgun var lagt af stað til Bordeaux frá einni af járnbrautar- stöðvum Parísar. Það voru þvf heldur slæptir og þreyttir ferða- langar sem komu til áfangastaðar- ins um hádegisbilið í gær. GÓÐ BYRJUN. Leikurinn, sem hófst kl. 5, bar þó ekki vott um þetta, því íslend- ingarnir léku gullfallega og fyrstu 3 mörkin voru öll íslenzk. Ragnar skoraði fyrst, en eftir fylgdu mörk frá Erni Hallsteinssyni og Gunn- laugi og eftir að Frakkar skoruðu sitt fyrsta mark komu hvorki meira né minna en 5 íslenzk mörk til við- bótar. Þessi góða byrjun hafði að vonum góð áhrif. Hjaíti Einarsson varði geysivel mark sitt og skot- menn Islands voru mjög góðir. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 11:2 fyrir Island, en í hálfleik var staðan 15:5 fyrir ísland, munurinn meiri en nokkur hafði þorað að vona. Rósmundur skoraði fyrsta mark- ið í sfðari hálfleik, en það var eft- ir 6 mfnútna leik. Þá var vara- markvörður Islands látinn skipta við Hjalta. Frakkar skora nú 6. og 7. mark ! sitt, en Ragnar skorar, 17:7. Frakki stekkur inn af línunni og skorar, 17:8, en var óheppinn og slasaðist illa á ökla og var borinn út af. i Eftir þetta eru Frakkarnir nokkuð ; ágengir og upphefst mikill bardagi, | enda farið að síga bæði í leik- menn og áhorfendur að hafg alltaf 10—12 mörk undir. Um þetta leyti var Ragnar og Frakkanum vísað út af fyrir endur tekin brot, þrátt fyrir að dómarinn, Dubonnet, leyfði annars heldur mikla hörku f leiknum. Framh. á bls. 5. Stj órnmálanámskeið Heimdallar í kvöld Próf. Ólafur Björnsson, talar um vinstri stjórnina. Prófessor Ólafur Björnsson, alþingismaður, er ræðumaður á stjórnmálanámskeiði Heimdall- ar í kvöld og talar hann um vinstri .jórnina, verk hennar og stöðu í íslenzkum stjórnmál- um. Námskeiðið, sem fjallar um íslenzka stjómmálasögu, hefur verið geysilega fjölmennt. Rétt er a'ð vekja athygli á því, að færa varð fundinn fram um einn dag, vegna fulltrúaráðsfundar Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, sem verður annað kvöld, en námskeiðið hefur hingað til verið á þriðjudögum. Námskeið- ið fer fram í Valhöll við Suður- götu og hefst kluklcan 20.30. Nýir þátttakendur geta fengið allar upplýsingar og látið skrá sig á skrifstofu Heimdallar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.