Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Föstudagur 22. febrúar 1963. — 45. tbl. í morgun var í saka- dómi Reykjavíkur kveð HELGI BERGS: Aukaaðild hugsanleg leið Ef til vil'l liggur lausn þessa vanda falin í Rómarsáttmálanum sjálf- úm. Samkvæmt 238. grein hans er einmitt gert ráð fyrir því, að þjóðir, sem ekki treystust til að taka á sig skuldb.indingar sáttmálans, en vilja tengja viðskiptalíf sitt bandalaginu, geti gert sérsamninga við það. Hér ræðir ritari framsóknarflokksins um hvemig eigi að leysa þann vanda sem að íslendingum steðjar i markaðsmálum. 238. greinin fjallar um aukaaðild ríkja. Hér eru ljósprentuð ummæli Helga Bergs rit ara framsóknarflokks- ins, þar sem hann lýsir því yfir að aukaaðild að Efnahagsbandalaginu sé hugsanleg Ieið fyrir lönd eins og fsland. Kemur hér í ljós, að ritari flokks ins var ekki síður en Éy- steinn Jónsson, flokks- formaðurinn, á þeirri skoðun að aukaaðild að EBE kæmi fyllilega til greina fyrir ísland. ★ Þessi ummæli lét Helgi Bergs falla í ræðu á fundi Frjálsrar menn- ingar 27. janúar 1962. í þeirri ræðu vék hann ítarlega að 238. grein Rómarsáttmálans, sem fjallar um aukaaðild. Sagði hann að engin ástæða væri til þess að óttast að aukaaðildar- samningur samkvæmt þessari grein hlyti að leiða til fullrar aðildar Framh. á bls. 5. Helmingi ódýrari leik■ búningar frú London Leikhús æskunnar í Reykjavík, I sem starfar á vegum Æskulýðs- ráðs, hefur frumsýningu á köflum úr þremur leikritum eftir Shake- | speare f Tjamarbæ annað kvöld, ieikstjóri er Ævar Kvaran. Það hefur borið til tíðinda í sambandi við þessa Ieiksýningu, að helm- ing! ódýrara reyndist að fá lánaða leikbúninga frá Old Vic leikhúslnu í London en frá Þjóðleikhúsinu hér í Reykjavík, og klæðast leik- aramir því enskum Ieikbúningum. Þeir séra Bragi Friðriksson, for- maður Æskulýðsráðs, og Ævar Kvaran, leikstjórinn, fóru á fund ............. þjóðleikhússtjóra og óskuðu eftir, að Þjóðleikhúsið lánaði Shake- speare búninga til þessarar sýn- ingar. Þeim var gefinn kostur á því með því skilyrði að greiða 150 krónur í leigu fyrir hvern búning á hverju kvöldi. Þar sem það hefði reynzt Leikhúsi æsk- unnar algerlega ofviða fjárhags- lega að greiða þessa leigu, sneru forráðamenn þess sér til brezka sendiráðsins hér í Reykjavík, og fyrir milligöngu þess og British Council tókst að útvega að láni hina beztu Shakespeare-Ieikbún- inga, sem völ er á, frá hinu kunna Shakespeare-leikhúsi Old Vic í London. Og það sem meira er um vert: Leigan á þeim er rúmlega helmingi lægri en leigan átti að vera hjá Þjóðleikhúsinu. Það voru fengnir 14 búningar, og þarf að greiða fyrir þá 60 pund á viku, eða 7200 krónur íslenzkar, en fyrir jafn marga búninga frá Þjóðleik- húsinu hefði Leikfélag æskunnar orðið að greiða á jafnlöngum tíma, 7 leikkvöldum, 14.700 krónur. Þessi fyrirhugaða sýning hjá Leikhúsi æskunnar er hin merki- legasta fyrir margra hluta sakir og Framh á bls. 5. inn upp dómur í máli á- kæruvaldsins g e g n tveimur ungum mönn- um. Mál þetta er risið af f jölda auðgunarbrota, sem ákærðir urðu upp- vísir að seint á sl. ári. 1 ákærunni voru hinir ákærðu saksóttir fyrir 88 brot, flest þjófnaðarbrot. Voru þeir sekir fundnir um flest þessara brota. Annar þeirra, sem er 18 ára að aldri og hefur eigi fyrr verið sætt refsidómi, var dæmdur í eins árs fangelsi, en hinn, sem er 17 ára að aldri og hef- ir áður verið dæmdur skilorðis- bundnum dómi, hlaut 18 mán- aða fangelsi. Gæziuvarðhalds- vist hinna dómfelldu, 78 daga, kemur til frádráttar. Þá er í dóminum kveðið á um skaða- bótagreiðslur og greiðslu máls- kostnaðar. Að því er saksóknari, sem dæmdi í málinu í morgun tjáði Vísi nemur peningaverðmæti það sem piltar þessir hafa stol- ið nálega 70 þúsund krónum. En auk þess hafa þeir stolið ýmsum verðmætum öðrum en peningum. Auk innbrota sem þeir félag ar hafa iðkað í allstórum stíl, stundum t.d. brotizt inn á mörg um stöðum sömu nóttina, hafa þeir lagt stund á það að fara inn í mannlausar íbúðir og verið einkar fundvísir á lykla, ýmist undir mottum eða í fatnaði fólks í forstofum. Hafa siðan látið greipar sópa eftir að inn var komið, og þó einkum leitað að peningum. Þeir hafa einnig farið um hábjartan dag inn á ýmsa vinnustaði, svo sem skrif- stofur eða verkstæði, í fata- geymslur o.þ.h. og stolið þar þegar þeir sáu sér færi á. Leikaramir á myndinni eru i búningum þeim frá Old Vic leikhúsinu í London, sem sagt er frá hér á siðunni. Frumsýningin er annað kvöld. Affli 9 bdta 6700 tn. Níu bátar fengu 6700 tn. sfld- ar í nótt á Síðugrunni, eða sömu slóðum og undangengnar nætur. Sfldin, sem dýpst veiddist, var góð, en sú sem veiddist nær landi, var smærri. Bátamir vom þessir: Leo 100, Kristbjörg 650, Helgi Flóvents- son 800, Akraborg 900, Helga 1000, Vonin 1550, Gjafar 700, 'JVIarz^400^Lgústa^650^^^^^ Nýir bilur streymu inn í lundið Við höfum afgreitt um 100 Volkswagen það sem af er þessu árl en höfum ekki nærri undan, sagði Ámi Bjamason, hjá Heklu þegar Vfsir hafði sam band við hann i morgun. Það hefir ekki verið neitt mánaðar- legt meðaltal, við höfum selt hvem einasta bfl sem við höf- um komist höndum yfir. Næsta sending er þegar uppseld. Búizt er við að afgreiðsla verði greið ari og örari nú en f fyrra, en samt er vafasamt að haft verði undan pöntunum. Hjá Ford var sömu sögu að segja. Um það bil 300 pantan- ir munu liggja fyrir hjá Ford umboðunum þremur. Einna vin- sælastur virðist Ford Cardinal fimm manna bíll, sem kostar um 140 þúsumd. En sá verð- flokkur virðist vera hagstæðast- ur. Árni Reynisson hjá SÍS sagði að 40—50 Opel bílar Caravan og Record aðallega væru flutt ir inn á mánuði. Einnig er mikii eftirspurn eftir Vauxhall bíl- um, eru þeir uppseTdir, og fær umboðið ekki fleiri fyrr en f vor. Af Chevrolet, er vinsæl- astur Chevy 2’and en sem stend ur hefir salan á honum dalað nokkuð, vegna þess að hann er yfir 1150 kg. Og er þess vegna lagður á hann aukatollur. Vonir standa til að úr því ræt- ist þegar nýja tollskráin kemur til sögunnar og mun þá sala að líkindum aukast. Sala á Bed ford vörubílum hefur verið nokkuð jöfn, að meðaltali 20 bílar á mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.