Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 22. febrúar 1963. VtSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR, Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Orð Helga Bergs Tilvítnunin hér í blaðinu í gær í aukaaðildarummæli Eysteins Jónssonar hefur vakið mikla athygli. Og í dag birtast hér í blaðinu ummæli ritara framsóknar- flokksins, Helga Bergs. Þau orð mælti Helgi á sama fundi og Eysteinn. Þar gerir hann að því skóna að 238. grein Rómarsáttmálans, sem fjallar um aukaaðild, myndi vera hentug íslendingum sem öðrum þjóðum, er ekki vildu undirgangast allar skuldbindingar EBE. Þessi ummæli framsóknarforingjanna eru furðu skynsamleg. Þeir gerðu sér fyrir ári ljóst að íslend- ingar ættu um tvær leiðir að velja varðandi tengsl við Efnahagsbandalagið, aukaaðild eða tollasamning. Og þeir lögðu báðir áherzlu á það á fundi Frjálsrar menn- ingar að ekki bæri að taka neina lokaákvörðun um málið fyrr en formlegar viðræður og rannsóknir hefðu farið fram. Þetta var einmitt sú stefna, sem ríkisstjóm- in hafði á þessum tíma og æ síðan, allt árið 1962, þar til upp úr samningum í Brussel slitnaði í janúar. En skynsemin gufaði upp hjá framsóknarforingjun- um. Þegar kosningar tóku að nálgast, snéru þeir vlð blaðinu og tóku að ásaka ríkisstjórnina fyrir að hafa hugleitt aukaaðild — eins og það væri meiriháttar af- brot! En svo auðveldlega er ekki hægt að spinna blekk- ingarvefinn. Orð þeirra Helga og Eysteins um auka- aðildina em skjalfest. Þeir geta ekki í dag afneitað afstöðu sinni, hve fegnir sem þeir það vildu. Kosningabomban er sprungin í höndum þeirra. Þeir em samsekir ríkisstjóminni f því skuggalega atferli að tala Ijúfmannlega um hið merkilega fyrirbæri — aukaaðild. Aðbuð geðsjuklinga Það var kominn tími til að kveðið væri upp úr um ófremdarástand það, sem ríkir í geðvemdarmálum hér á landi. Geðvemdarfélagið hefur nú verlð endurreist og hefur þegar verið vakin athygli á þeim mikla vanda, sem þjóðinni er á höndum í þessu máli. Sérfræðingar telja að það sé lágmark að til séu 500 sjúkrarúm á landinu fyrir geðveikisjúklinga, en nú eru þau aðeins 240 á Kleppi. Afleiðingar þessa em þær, að fjöldi geðveils fólks hefur ekki átt kost á hjúkrun og umönnun á sjúkrahúsi, en hefur orðið að hafast við í heimahúsum. En á því em augljósir erfið- leikar. Kleppur sjálfur er orðinn hálfrar aldar gamall, og síðan hann var byggður, hefur ekkert stórátak ver- ið gert í geðverndarmálum. Brýnasta verkefnið nú er nýtt geðveikrahæli og hressingarhæli fyrir tauga- og geðsjúklinga. Tillögur voru uppi um að stofna slíkt hæli á Kristnesi, þar sem berklasjúklingum fer nú svo ört fækkandi. Ekki skal lagður á það dómur hér, hvort sú !ausn er raunhæf, en hitt er ljóst, að framkvæmdir geta ekki beðið öllu lengur. ☆ Þingkosningar fara fram í Kanada í apríl og er þegar óvanalega mik- ið um Kanada birt í blöð um heims. Hér fer á eftir útdráttur úr banda- rískri grein um sambúð Bandaríkjamanna og Kanadamanna o. fl. „Kanada er næst stærsta land heims, en íbúamir aöeins 18 milljónir talsins. Þetta veit næst um hver einn einasti Kanada- maður, en varla nokkur Banda- ríkjamaður — og þetta varpar ljósi á, og er vert að hafa í huga, þegar um er að ræða hvað liggur til grundvallar ýmsum sambúðarerfiðleikum". Þannig kemst kunnur banda- rlskur fréttamaður, Max Frank- el, að orði í grein um Kanada og Kanadamenn, og hann minn ir á, að árið 1967 geti þeir „hald „Kanadiskar auðlindir fyrir Kanadamenn“ sagði Difenbaker I sein- ustu kosningum. Dregur ai kosningum í næststærsta landi heims ið upp á aldar afmæli sitt sem þjóðar", en margir þeirra dragi 1 efa, að þeir geti það nema að nafninuj .því að það iiggi .við að segi njegi, að risinn sunrian laridamæranna hafi gleypt iðnað þeirra, hafi greiptak á menn- ingu þeirra og segi fyrir um varnir þeirra, en þrátt fyrir allt þetta hafi hann tíðast forsmáð þá. Verður hér rakin að nokkru grein hans og Iesandinn beðinn að hafa í huga, að horft er I gegnum „bandarísk gleraugu". Óvörðu landamærin. Það hefir mikið verið gumað af þvl, að landamæri Kanada séu óvarin, — þar séu engin virki eða víggirðingar, en þau eru óvarin ekki aðeins gegn her- sveitum okkar (þ. e. Bandarlkja manna), heldur og gegn þeim, sem koma til þess að festa fé sitt I fyrirtækjum, gegn málm- og olíuleitarmönnum, útgefend- um bóka og tímarita, kvikmynd um, sjónvarpi og þar fram eftir götunum. 1 rauninni er það að- eins hin slendurtekna staðhæf- ing Kanadamanna, að þeir séu frábrugðnir okkur, sem réttlæt ir staðhæfinguna, til þess að berja þetta inn I sjálfa sig frek ar en til þess að sannfæra okk- ur, halda þeir fast fram rétt- inum til þess að taka sinar á- kvarðanir sjálfir. Þetta sjónarmið, sem túlkað er af mikilli ákefð og einnig hvilir á mörgum lagalegum stoðum, er það sem aðskilur þessa „frægustu vini meðal þjóða“, það er hin „raunveru- legu landamæri". Bandaríkja- menn vita til allrar óhamingju engu meira um kanadískt sálar- Iíf en Iandið sjálft. Það er sá ásetningur og vilji Kanadamanna, að Iandamærin haldist, sem veldur „fjölskyldu- deilunum" I Norður-Ameríku. og er þá einnig innifalin sein- asta deilan, um kjarnorkuvopn- in, en það er nú einu sinni svo, að venjulegir bandamenn geta deilt með nokkrum virðingarblæ en þegar deilt er á fjölskyldu- vettvangi, svo sem milli hjóna, fer oft svo að þau henda öllu lauslegu hvort I annað eða hóta skilnaði, og það er dálítið I átt- ina við þetta, þegar deilt er á „fjölskylduvettvangi Norður- Ameríku". Þegar Kanadamenn deila á Bandaríkjamenn, er það af mikilli ákefð, sem stingur al- gerlega I stúf við venjulega, góða og kyrrláta sambúð. Æpi Kanadamenn, æpa þeir hátt. „Kanadfskar uuðlindir fyrir Kan adamenn", sagði Diefenbaker og hrópaði sig hásan, I vel heppn- aðri kosningabaráttu til þess að verða forsætisráðherra 1958. Og „Pentagon er að gleypa okkur“, sagði Lester Pearson, leiðtogi frjálslyndra, tveimur árum slð- ar. Hin „and-bandaríska barátta“. „Við höfum tekið þátt í þess- ari and-bandarísku baráttu leng ur en nokkur annar, sagði Frank Underhill, kunnur kana- dískur prófessor, „og I Ottawa ætti að vera fullt af sendinefnd- um frá nýjum Asíu og Afríku- ríkjum til þess að læra af okkur að heyja slíka baráttu". En á kyrrum Ihugunarstund- um benda Kanadamenn á, að meðal þeirra séu sárafáir menn, sem ekki geðjist að Bandaríkja- mönnum. Það er bara þetta að þeir óttast okkur, jafnvel vin- áttu okkar, — telja mestu hætt- una fyrir sjálfstæði þeirra og sér kenni koma frá okkur. Þjóðar sérkenni. Barátta Kanadamanna, að halda slnum sérkennum ,til að móta sérstæða, trausta kana- diska menningu, verður erfiðari með ári hverju. Og eins er það á sviði tækni, íþrótta og á fleiri sviðum, — vegna þess hve marg ir þeirra, sem bezta hafa hæfi- leikana og mestan kjarkinn til að hafa sig áfram, leita suður fyrir mörkin, af því að þar biða þeirra betri tækifæri . Ameríka — ekki Kanada. Og margir I hópi þeirra tveggja milljóna innflytjenda, sem sezt hafa að I Kanada frá lokum slðari heimsstyrjaldar, munu I rauninni hafa litið svo á frekast, er þeir tóku ákvörðun sína um, að gerast útflytjendur, að þeir væru að „fara til Ame- ríku“ — sú hugsunin var á bak við, þótt þeir væru kanadiskir innflytjendur. Yfirráð í iðnaði. Næstum öll fjárfesting I iðn- aði Kanada eftir heimsstyrjöld- ina er bandarísk. Bandaríkja- menn ráða yfir 95% kanadlska bifreiðaiðnaðarins, 75% gúmml- iðnaðarins, 68% olíuiðnaðarins, 51% efnaiðnaðarins og 45% trjákvoðu og pappirsiðnaðarins. Og viðskiptajöfnuðurinn gagn- vart Bandaríkjunum er óhag- stæður, því að Bandarikjamenn selja miklu meira I Kanada en þeir kaupa þar. Oft nafnið tómt. Oft er það lítið nema nefnið tómt, þegar talað er um kana- diskar bækur, tímarit, kvikmynd ir og fleira. Knattspyma (socc- Frh. á 10. síðu. 'J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.