Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 2
VÍSIR . Föstudagur 22. febrúar I9«8. TT ~n2U]|: |—l! U—] r^1 "1 1 1 */////// l /////////// '"//////// j Þá breyttist gleðm í napurt háð og spott í alvöru iulaö 0 Barnaleg framkoma landans % Áður gleði — nú háð £ Hvað var að hjá landsliðinu? 0 Stór verkefni fram- undan. Augu íslendinga hafa undan- farna daga belnzt að íslenzku landsliði f handknattieik, hefur ferðazt um suðurslóðir, keppt tvívegis og í bæði skiptin séð sigurinn renna til andstæð- inga sinna, fyrst fyrir Frökk- um, sem nær sama lið vann fyrir 2 árum með 7 marka mun, en nú varð munurinn 10 mörk, Frökkum í hag — sam sagt 17 marka munur frá því síðast. Síðan kom leikurinn f Bilbao, fallegu borginni við Biscaya- flóann. Þar reyndist munurinn ekki nema 3 mörk, en engu uð síður tap fyrir liði, sem hefur ekki getið sér orð á alþjóða- markaði handknattleiksmanna. Viðbrögð almennings heima eru að veaiju sami bamaskapur- inn og alltaf þegar tap hlýzt í landsleik. Fólk hæðist kuldalega að íþróttunum og reynir helzt að þvo sjálft sig af tapinu, talar um „þá“, en athugar ekki að hér er um fulltrúa allrar þjóðarinnar að ræða. Þetta sama fólk átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni, þegar ís- Iendingar voru miðpunkturinn í heimsmeistarakeppninni í Þýzkalandi á árunum. Þá var sumt af þessu fólki úti á flug- velli um miðja nótt til að taka á móti „strákunum sínum“, er þeir komu heim sem 5. beztu handknattleikslið í heimi. Þá vantaði ekki hrósyrðin, prjálið og fallegu orðin. Það þarf ekki mikið „sjení“ til að sjá, hvað að var hjá íslenzka Iandsliðinu, sem keppti í Frakklandi og á Spáni um síðustu helgi. Þessi fríði flokkur 14 handknattleiksmanna hafði ekki innanborðs „14 beztu“ handknattleiksmennina okkar, því miður. Heima vil ég meina að a. m. k. 4 handknattleiks- menn hafi setið, sem í rauninni áttu fullan rétt, samkvæmt getu sinni, til að vera með í leik- um þessum. Sumir þessara manna gátu ekki farið þessa ferð, enda búnir að fá sig full- sadda á „ókeypis“ ferðalögum, sem yfirleitt reynast heldur dýr í vinnutapi og ferðapeningum. Þannig var það með Guðjón Jónsson, sem um þessar mundir er líklegast okkar bezti hand- knattleiksmaður, kænn og hug- myndaríkur leikmaður. Góða línuspilara skorti liðið tilfinn- anlega, en Sigurður Einarsson og Sigurður Óskarsson, báðir snjallir að þræða línuna og mjög öruggir í gripum, voru báðir eftir heima, annar líklega vegna náms (Sig Einarsson). Fjórði maðurinn er Guðmundur Gústafsson, markvörður, sem hefur í vetur komið næst Hjalta Einarssyni, en Karl Jónsson í Haukum, sem var varamarkvörð ur í landsliðinu, hefur ekki ver- ið eins góður nú og í fyrra. Enn annað, sem háir liðinu, er „taktíkin“ eða öllu heldur skorturinn á henni. Lið Fram hefur áreiðanlega mun meiri Framh. á bls. 5. Listskautahlaup s 17 ára Kaupmannahafnar- stálka vann NM í Lathi Marianne Bæk, 17 ára gömul Kaupmannahafnar- stúlka, er ókrýnd drottn- ing skautasvellsins eftir sigur sinn í Norðurlanda- meistaramótinu í list- skautahlaupi, sem fram fór um helgina í finnska bæn- um Lahti. Mótið í Lahti var frá byrjun til enda mikil sigurganga stúlkunnar og strax og hún sýndi sig á svellinu kváðu við gífur- leg fagnaðarlæti. Fyrir Marianne var keppnin mik- Myndin er tekin á körfuknatt- leiksmóti íslands í fyrrakvöld og gæti einhver gert sér rang- ar hugmyndir um leikinn ef ekki væri nánari skýring á fyrirbæri þessu. Sagan bak við príl manns ins, sem er starfsmaður að Há- logalandi, Gestur Sigurgeirsson að nafni, er einfaldlega þannig, að í gauragangnum af Ieik KR og ÍR losnaði skrúfbolti f ann- arri af körfunum og skekktist hún svo mjög, að ekki var hægt að halda leik áfram. Nú voru góð ráð dýr, engin trappa til í íþróttahúsinu og engar leiðir færar að því er virtist... og þó, Gestur fann ráðið þó glæfralegt væri og vó hann sig nú á hönd- unum upp eftir máttarstoðum hússins og eftir sjálfri körfu- festingunni. Þar gerði Gestur við bilunina á skömmum tíma, en félagar hans köstuðu til hans skiptilykli og öðru til verksins, en hann greip fimlega. Var engu líkara en hér væri á ferðinni al- vant lið viðgerðarmanna, svo snarlega var vandinn leystur í þetta skipti. — Bendir þetta ann ars greinilega á hve Hálogaland er úr sér gengið. Fyrir helgi bil- aði miðstöð hússins og smábil- anir eins og þessar eru alltíðar. Og í rigningu er alltaf vissara að koma í regnkápu til að horfa á leiki, því þak hússins hcldur ekki vatni, rigni mikið. ið ævintýri. Hún varð þátttakandi í keppninni á síðasta augnabliki, þegar nokkrir áhugamenn útveg- uðu fé til fararinnar, með eigin fjárframlögum. „Ég er mjög hamingjusöm yfir sigrinum," sagði Marianne. „Þetta hefur verið eins og draumur frá byrjun til enda. Það merkilega er, að fyrst nú eftir að ég er orðin sigurvegari er ég dálítið taugaó- styrk.“ Marianne varð ekki meistari án erfiðis, því hún þjálfar mjög vel og tvisvar á dag æfir hún sig, klukkutíma í senn. Jafnvel á 17 ára afmælisdaginn var Marianne við æfingar á svellinu. Finnski þjálfarinn Ninkarien, sem hefur verið viðstaddur margar heimsmeistarakeppnir, segir að Marianne sé sú efnilegasta, sem Norðurlönd hafi nokkurn tíma átt í listskautahlaupi og verði hún ör- ugglega skæð á heimsmeistaramót- um í framtíðinni, og þegar útlend- ir leiðtogar heyra að hún hafi byrj- að fyrir aðeins tveim árum, segja þeir að ekki sé nokkur vafi á hve efnileg hún sé. -aw-uei-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.