Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 10
m VlSIR . Föstudagur 22. febrúar 1963. Hugleiðingar — Frh. af bls. 9. undan, 6r erfiðasti hjallinn að baki. Hlutverk íslenzks landbún- aðar hér eftir verður í fyrsta lagi að tryggja, að alltaf sé nóp til af þeim matvælategundum, sem nú eru framleiddar handa vaxandi fólksfjölda í landinu. í öðru lagi að taka upp fram- leiðslu á nýjum tegundum mat- væla, sem nú eru fluttar inn, eftir því sem vísindalegri þekk- ingu fleygir fram og gerir þetta kleift. Og í þriðja iagi að skipa sér stærri sess meðal þeirra at- vinnuvega, sem framleiða vörur til útflutnings. Á þessu nýja tímabili, sem i hönd fer, er því vel fyllt í stöðu búnaðarmálastjóra, þegar til þess starfs er valinn einn færasti vís- indamaður okkar á sviði búvís- inda, dr. Halldór Pálsson. Heilla- drjúg framvinda Iandbúnaðar- mála veltur að miklu leyti á þvi, hvernig takast muni að haen^' hina ört vaxandi tækni nútímp búvísinda. Fáum er betur treystandi til að vera vel á verði í þessum efnum og gæta þess að við drög- umst ekki aftur úr en dr. Hall- dðri Pálssyni. Árið 1962 voru 25 ár liðin frá stofnun Atvinnudeildar Háskól- ans. Innan þeirrar stofnunar hafa farið fram margskonar rannsóknir og athuganir í þágu atvinnuvegana. Það er erfitt að meta f peningum þau áhrif, sem rannsóknir Atvinnudeildarinnar hafa haft á þróun landbúnaðar- ins. Þó mun óhætt að fuliyrða, að þaer rannsóknir, ásamt öðru tiiraunastarfi í landinu og vél- væðingu landbúnaðarins síðan stríðinu lauk hafi mest ýtt undir þróunina í landbúnaðinum á þessu tímabili. Þó hefur rannsóknarstarfsemin átt við mikla erfiðleika og skiln- ingsleysi að striða, og hafði það lítið breytzt til batnaðar, þegar dró að lokum þessa fyrsta aldar- fjórðungs. Enn er Búnaðardeild Atvinnudeildarinnar til húsa i sömu byggingu og nær sömu herbergjum, þótt starfslið og starfsemi hennar hafi margfald- azt. Enn hafa jarðvegs- og gróð- urrannsóknum ekki verið sköpuð lágmarksskilyrði til að gera til- raunir undir beru lofti eða í gróðurhúsi. Framhald, Um anduhyggju — Framh. at bls. 4 ungar hér á landi taka til sál- fræðinnar, ekki sízt fyrir þá sök að þær sálfræðikenningar, sem Vesturlönd hafa búið við mest af þeim tíma, sem liðinn er síð an vestræn menning hófst, eiga rætur sfnar að rekja til Ágústln usar kirkjuföður. Það er almennt viðurkennt að enginn höfundur fomaldar komst nærri jafn langt og hann I þeirri grein. — Þegar menn á síðmiðöldum yfirgáfu kenningar hans um sálina, þá hófst galdrabrennuöldin, á svip- uðum tíma og vakningaöld hinna nýju vfsinda. Fáir hér á landi virðast vita þetta eða vilja vita það. Nú má auðvitað margt finna að sálfræði vorrar aldar oghintim mörgu hreyfingum og greinum, sem þar era uppi (Individual-sálf. Gestalt-sálfræði, sálkönnun, be- haviorisma, psykologisma o.fl.). Margt hefur þó veraldlegt gildi, enda eru bækur um þessi efni og önnur náskyld lesin af fjölda manns og sálfræði er vlða kennd I skólum. Ég held þó að allir velviljaðir menn hljóti að gleðjast yfir ágæt um árangri og heillavænlegri þróun barnasálfræðinnar á s. 1. tveim áratugum. Þær niðurstöð- ur að börnum sé nauðsyn á um- hyggju, ástúð og aga í bernsku og æsku, hljóta að vekja sam- hug hugsandi kristinna manna, því hér er fullt samræmi milli sálfræðinnar og hinnar beztu arf leifðar I menningu vorri. Þær era einnig . samræmi við kenningu Biblíunnar um kærleikann. Má hér benda á „anda-gáfurnar“ eða náðargáfurnar, sem Páll postuli talar um I 12. kap. fyrra Korintu bréfs. í niðurlagi kaflans segir hann: Og nú bendi ég yður á enn miklu ágætari leið. Þvl næst tekur við hinn mikli Iofsöngur um kærleikann. Það er kærleikur inn, sem er miklu ágætari leið — og þá leið getum vér öll farið ef vér viljum hiýða lögmáli Krists. Engar sérstakar gáfur og enga dulspeki þarf til að fara þá leið, sem er ágætust allra. Fagnaðar- erindið er boðað fátækum — venjulegum mönnum. Það sem hin unga barnasál- fræði heldur fram, er m.a. að þessa leið beri að fara I sam- skiptum við börnin, með því sem þar af leiðir og nauðsynlegt er á vorri öld. Og það vildi ég sagt hafa almenningi: Því fé er vel varið, sem fer til að hjálpa öllum smælingjum, ekki sízt þeim bömum, sem bágt eiga, og gera það ekki of seint. Það fé sem fer tii þess að bjarga böra- um og unglingum frá þvi böli að vera sálsjúk, afrækt, afvega- leidd, marin eða meidd, er betur ávaxtað en það, sem fer f Iúxus- bílakaup, happdrætti, áfengi, bíó- ferðir, sorprit eða súkkuiaði eða lélegar iystisemdir. Látið hinu ungu barnasálfræðinga fá góð starfsskilyrði til þess að veita börnunum nauðsynlega þjónustu. Ágústfn kenndi oss að þrir þættir skiptu mestu I sálarlífinu: Skynsemi tilfinning og vilji. í uppeldi síðári tíma höfum vér einhliða ræktað skynsemina, misþyrmt tilfinningunum með margvíslegum svæsnum ofhleðsi um og afrækt viljann, hið sið- gæðilega uppeldi. Þess vegna fer margt aflaga I uppeldinu. Látum það ekki bitna lengur á börn- unum. Heill þeim ungu sálfræð- ingum, sem vilja vinna að vel- ferð þeirra og benda oss á van- rækslu vorar. Hér er tækifæri til að þjóna Guði: Hver sem tek ur á móti einu slíku bami I mlnu nafni, hann tekur á móti mér. Hið mikla þjóðaruppeldislega og heilsufræðilega verkefni barna sálfræðinga er bæði að greina sjúkt frá heilbrigðu, vinna að lækningu hins sjúklega og hjálpa mönnum til að koma I veg fyrir mistök eða bæta úr mistökum í sálrænu uppeldi barna. Þess ber að geta til sæmdar Jónasi Þorbergssyni að hann var ar við því að unglingar geri til- raunir með miðilsstarfsemi og hann bendir á hættuna f þvi sam bandi, eflaust ekki að ástæðu- Iausu. í heiðni kínverskri miðils starfsemi vora böm höfð að miðl um, einkum börn sem ekki gátu skrifað, og voru andarnir látnir skrifa gegnum þau — Fú-chf-shú. Mér var tjáð af Kfnverjum að þetta tækist ekki nema þegar myrkur væri. í Chiang-hsien- dung aðferðinni var algengt að fégráðugir töframenn notuðu taugaveiklaða drengi til þess að tala við fræga menn frá fom- öld Kínverja, líkt og menn tala við Skarphéðin og Njál hjá oss. í stuttu máli var hér um að ræða arðrán á börnum og ung- lingum, bæði fjárhagslega og heilsufarslega. Það er þvl ástæða til að taka aðvörun Jónasar alvar lega, þótt mér sé ekki persónu lega kunnugt um heilsutjón á börnum og unglingum af þess- um tilraunun, hér á landi. Ef velja skal milli boðskapar ess, er kemur gegnum miðla og 'iinga bamasálfræðinga nú á gum, er ég ekki í vafa um nvort málefnið er betra og gagn legra. Barnasálfræðin hjálpar oss til að gegna hlutverki voru sem foreldrar, kennarar og barnavin- ir almennt. Hún er þáttur f upp eldisfræðum er miða að uppeldi til þess frelsis, sem börnunum er ætlað að njóta og til þeirrar ábyrgðar, sem þeim er ætlað að bera þegar þau vaxa upp og taka við hlutverki sínu sem þjóðfé- iag framtíðarinnar. Ath. Auk þeirra bóka, sem nefndur er í textanum, er stuðzt við fjölda annarra verka, sem of langt yrði hér upp að telja, og við beinar athuganir á kínversk um shamanisma. Geta ber þó tveggja nýrra og um marga hluti forvitnislegra: Sense and Nons- ense in Psychology eftir H. J. Eysenck, frægan brezkan sálfræð ing, útg. Penguin-Pelican 1961, er þar m.a. allmikið um kenning ar Freuds og einnig um parasál- fræðilegar rannsóknir. Önnur er Myths, Dreams and Mysteries eftir Mircea Eliade, ensk útg. Harvill Press, London 1960. Jóhann Hannesson. Að utan — Framhald af bls. 8. er) er ekki þjóðaríþrótt eins og á Bretlandi, né heldur er „cricket" útbreidd Iþrótt eða leikur — en sömu íþróttimar eru iðkaðar og I Bandarikjunum. Vamir. Kanadamenn hafa oft á orði, að I tveimur heimsstyrjöldum hafi þeir farið sem þátttakend- ur löngu á undan Bandarlkja- mönnum, en nú er Kanada I NATO og varnir Kanada sam- ræmdar nærri algerlega loftvöm um Bandaríkjanna, Kanada hefir hætt við að framleiða sínar eig- in orastuflugvélar, cg tekið við bandarískum flugvélum, eins og þurfandi þiggjandi efnahagsað- stoðar. Réttmætar kvartanir. En Kanadamenn geta með réttu yfir ýmsu kvartað, — bandarískir innflutningstollar hafa bitnað óþægilega á þeim til dæmis. — Kanadiskir stjórn- málamenn hafa oft hamrað á þessu öllu, eikum undir kosning ar, reynt að vekja þjóðarmetnað, krafist kanadiskra yfirráða um vamir, strangara eftirlits með fyrirtækjum f eigu bandarískra auðhringa o. m. fl. Það er I raun inni engin furða, þótt stjórnmála menn Kanada hafi iðulega deilt furðulítið innbyrðis, heldur deilt á Bandarlkjamenn, en þess sjást merki nú upp á síðkastið, að vafasamt sé þó hver hagur það verður að því, að reyna þetta í kosningunum, sem fram fara I apríl næstkomandi. Föstudagsgreinin Frh. af 7. síðu: flutningur milli Iandanna geti gengið sem greiðast. Allt er þetta gagnlegt en skiptir þó ekki svo miklu I samanburði við það að þessar þjóðir finna ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á I meginmálun- um. Ráðherrar hverfa. Þegar hér var komið sáu for- sætisráðherramir heldur ekki ástæðu til að sitja lengur yfir þessum smámálum. Kragh for- sætisráðherra Dana sneri jafn- vel heim samdægurs. Heima I Kaupmannahöfn þurfti hann að sinna þýðingarmeiri málum, þar sem voru víðtækar launadeilur og verkfallshótun Alþýðusam- bandsins I Danmörku, en verkalýðsmál eru auðvitað að- eins einn angi af efnahagsmál- unum, sem Norðurlandaráð get ur ekkert skipt sér af. Um leið og Kragh forsætis- ráðherra var að yfirgefa Osló voru að hefjast umræður um það í Norðurlandaráði, hvort banna skyldi hnefaleika á öll- um Norðurlöndum. Mátti þó segja að það framfaramál væri skjótlega kveðið niður þegar sænskur fulltrúi spurði hvort ekki væri nær að banna knatt- spyrnu, sem ylli fleiri slysum á íþróttamönnum á Norður- löndum en hnefaleikamir. Þorsteinn Thorarensen. TRÉSMIÐIR - IÐNVERKAMENN Óskum eftir að ráða nokkra smiði og iðn- verkamenn vana verkstæðisvinnu. Uppl. ekki gefnar í síma. GAMLA KOMPANÚÐ H.F. Síðumúla 23, Reykjavík. TILKYNNING frá BYGGINGARFULLTRÚANUM í REYKJAVÍK. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að sam- kvæmt 18. gr. 3. lið Byggingarsamþykktar fyrir Reykjavík er bannað að nota járn í steypu með lausu ryði á, og verða þeir bygg- ingarmeistarar er iiugsa sér að nota slíkt járn, að sjá svo um að allt laust ryð verði fjarlægt af járninu. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Það c-r sagt að þegar ritari de Gauile, de Bonneval ofursti kom inn á skrifstofu hans með úrslit úr síðustu kosningum, hafi hann hrópað hrifins; — Þetta kalla ég sigur, Hinn 88 ára gamli Somerset Maugham hefur merkilegt „hobbý“: Honum finnst afskap lega gainan að láta mála mynd ir af sér: — Það er ekki vegna þess, að ég sé hégómlegur, segir hann, heldur vegna þess að það er svo skemmtilegt að ræða við listamennina meðan maður situr hjá þeim. Mestar mætur hefur hann á 83 ára Sir Gerald Kelly, sem hingað til hefur málað af honum 19 myndir. Þeír kynnt- ust sem ungir menn á Signu- bökkum i París. Og nú er Sir Gerald að mála fjórar myndir til vlðbótar af Maugham: Saman, segir Sir Kelly, eiga þær að gefa fullkomna mynd af Somerset Maugham, eins og Hfíð hefur gert hann. 23 myndir af sama manni málaðar af sama málara — líklega heimsmet. Einn af þekktustu kaupsýslu mönnum Los Angeles, Homer Rhodas, var að skilja við konu sína Judith, fyrrverandl flug- freyju. Þau höfðu aðeins verið gift í tvö ár og nú átti dómar- inn að fara að ákveða fram- færslueyrinn sem Rhodas átti að greiða. — Eigið þér einhverjar eign ir, Mr. Rhodas? spurði dómar inn, Raymond Roberts. — Ó, já, ég álít að ég sé 10.000.000 dollara virði, svar- aði Rhodas. — Afsakið forvitni mína, sagði dómarinn, en hve langan tíma tekur að vinna fyrir 10.000.000 dollurum? — Það tekur níu daga i viku með 28 stunda vinnu á dag — og svo öðlast maður hatur allra. Ég ráðlegg yður að reyna það ekki. — Hm, sagði dómarinn. Ég mun fara að yðar ráðum og láta alveg vera að verða rik- ur. Og síðan sneri hann sér aft- ur að skilnaðarmálinu. herro forseti. — Gott, þá getið þér 1 fram tíðinni kallað mip general.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.