Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Föstudagur 22. febrúar 1963. 15 maður — ungur að árum, Kolya Vdovushkin að nafni. Hann sat við lítið hreint borð, með hvlta litla húfu og í snjóhvltum sloppi. Hann var að skrifa eitthvað. Enginn annar maður var sjáan- legur. Ivan tók ofan eins og I viðurvist einhvers yfirmanns, og svo renndi hann augunum þangað sem þeim var alveg óviðkomandi — eins og tíðkast I fangabúðum. Þá tók hann eftir því, að Kolya hafði jafnt og snyrtilegt línubil, dálitla spássíu með stórum staf. Honum var þegar við hverja línu, sem alltaf hófst ívan dró skeiðina upp úr stígvél- 1 inu sínu. Þetta var litli dýrgrip urinn hans. Hann hafði aldrei skilið við hana allan tímann þar norður frá, hann hafði sjálfur steypt hana úr alúminíumvír í candi og á henni voru greypt orðin „Ust-Izhma“. Hann tók hattinn ofan af nauð- rökuðu höfðinu. Hann gat aldrei fengið sig til, hversu kalt sem var, að borða með hattinn á höfðinu — og hann hrærði I kaldri súpunni, leit fljótt yfir skammtinn, sem þeir höfðu gefið honum. Miðlungsstór. Þeir höfðu ekki ausið súpuskammt- inum efst úr pottinum og heldur ekki neðst úr honum. Fetiukov var sú manntegund, sem hirti alltaf kartöflurnar úr matnum þess manns, sem hann var að geyma fyrir. pUna góða við fangasúpu var það, að hún var heit, en skammtur Ivans var orðinn alveg kaldur. Samt borðaði hann jafnt og þétt. Engin ástæða til að flýta sér, jafn vel ekki þótt kviknað væri I. Eini tlminn, sem fangarnir áttu sjálfir auk svefnsins, voru þessar tlu mín- útur við morgunverðinn, fimm mín útur við hádegisverðinn og fimm mlnútur við kvöldmatinn. Sama súpugutlið var þar á hverj- um degi. Innihald hennar var kom- ið undir því hvaða grænmeti þeim var úthlutað hvern vetur. I fyrra var ekkert nema saltaðar gulrætur, sem þýddi, að frá þvl I september og fram í júní var súpan eintóm gulrót. I ár var það svart kál, Bezti næringartími ársíns var júní, þá var allt grænmeti búið og kornmeti kom I staðinn. Versti tíminn var I júlí. Þá söxuðu þeir nettlur I pott ana. Smáfiskarnir voru meira bein heldur en fiskur. Fiskurinn var soð inn I mauk og það var lítið eftir á beinunum nema nokkrar tæjur á hausnum og sporðinum. Það var ekki skilið svo mikið eftir sem fiskhreistur eða tæja á stökku hryggbeininu. ívan bruddi og saug beinin og spýtti þeim svo á borðið. Hann borðaði allt, — tálknin, sporðinn, og augun þegar þau voru enn þá I augnatóftunum, annars ekki ef þau höfðu losnað út úr hausnum við suðuna og fiutu stök I skálinni — stór fiskaaugu. Ekki þá. Hinir hlógu að honum fyrir það. TJann hafði ekki farið aftur heim I skálann sinn og þess vegna ekki tekið skammtinn sinn svo að hann borðaði morgunverðinn án brauðs. Hann myndi borða brauð ið seinna. Það gæti jafnvel verið betra þannig. Á eftir súpugutlinu kom nöturleg ur hafragrautur. Hann var llka orð- inn kaldur og orðinn að þykkum kekki. Ivan varð að skera hann I sundur. Grauturinn var ekki ein- ungis kaldur — hann var bragð- laus, þegar hann var heitur, og lltil saðning fyrir magann. Aðeins gras, nema bara gult á lit, og leit út eins og liirsi. Þeim hafði dottið I hug að gefa þeim það I staðinn fyrir korn meti frá Kína, að þvl er sagt var. Þegar búið var að sjóða hann, vóg full skál af honum næstum pund, en það var ekki hafragrautur held- ur, — heldur eitthvað sem átti að vera það. ívan sleikti skeiðina, stakk henni aftur í stígvélið og hélt til sjúkraskýlisins. Himinninn var ennþá myrkvaður. Fangabúðaljósin báru skin stjarn- anna ofurliði. Breiðum geislum frá tveim kastljósum var varpað í sí- fellu yfir fangabúðasvæðið. Þegar þessar fangabúðir, þessar „sér- stöku“ fangabúðir höfðu verið skipulagðar hafði Öryggið átt mikl- ar birgðir af leitarljósum síðan I stríðinu og í hvert skipti sem var rafmagnsbilun, skutu þeir þessum leitarblysum upp yfir svæðið hvít- um, gulum og rauðum — alveg eins og á styrjaldartímum. Seinna hættu þeir þessu alveg. Kannski til að spara fé. Ennþá virtist eins dimmt eins og við morgunkallið. En þjálfað auga gat auðveldlega greint á ýms um smáatriðum að bráðlega yrði skipað að halda til vinnu. Aðstoðar maður Khromisar (eldhúsvörðurinn Khromois hafði aðstoðarmann.sem hann gaf að borða) fór til að kalla á Skála nr. 6 I matinn. I þessum skála voru lasburða fangar, sem fóru ekki út úr fangabúðasvæðinu. Gamall skeggjaður listmálari skrönglaðist til lista- og menningardeildarinnar til að sækja sér pensla og málningu til þess að hressa upp á númerin á einkennisbúningum fanganna. Tjarna var Tartarinn kominnaftur. Hann gekk löngum hröðum skrefum þvert yfir liðskönnunar- svæðið I áttina að bækistöðvum fangabúðarstjórnarinnar. Nú voru yfirleitt færri á ferli en venjulega, sem benti til þess, að allir hefðu skreiðzt einhvers staðar inn til þess að ylja sér þessar síðustu dýrmætu mlnútur. Ivan hafði vit á því, að verða ekki á vegi Tartarans. Hann faldi sig á bak við horn eins skálans: Fuglinn mundi ekki sleppa honum, ef hann gómaði hann aftur. Það borgaði sig aldrei að vera áberandi, hvað sem öðru leið. Það skipti megin-máli, að varðmaður sæi mann ekki einan á ferð, heldur alltaf I hóp. Það var aldrei að vita nema hann væri að leita að ein- hverjum til að þrælka honum út eða vegast að honum til að litils- virða hann? Höfðu ekki verðirnir gengið um skálana og lesið upp- hátt nýjar reglur fangabúðanna? „Mönnum var skipað að taka ofan hattinn fyir varðmanni, þegar þcir áttu eftir fimm skref að honum, og setja hann aftur upp, þegar þeir voru komnir tvö skref frá. Sumir verðir sveimuðu fram hjá eins og steinblindir, og eins og þeim væri skítsama, en svo voru aðrir, sem litu á nýju reglugerðina eins og sendingu af himnum ofan. Hversu mörgum föngum hafði ekki verið dembt I svartholið útafþessu hatta-vandamáli? Æ, nei, það var bezt að vera í hvarfi. PERMA, Garðsenda 21, sími 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. Tartarinn gekk fram hjá. Nú tók ívan lokaákvörðunina um ferð slna I sjúkraskýlið. En þá mundi hann allt I einu eftir þvlaðLettlendingur I kofa 7 hafði sagt honum, að hann mæftUtoma til sírtog kaupa.af sér tvær eða þrjár krukkur af heima ræktuðu tóbaki þá um morguninn, áður en þeir færu út til vinnu sinnar. Þessu hafði Ivan stein- gleymt í öllum æsingnum, Lett- lendingurinn hafði fengið sendan böggul kvöldið áður, og það var ekki að vita nema allt tóbakið væri farið á morgun, og þá yrði hann að bíða heilan mánuð eftir öðrum böggli. Tóbak Lettans var sko ekkert rusl, sterkt og iimandi, grá- brúnt á lit. ívan stappaði niður fótunum af gremju. Átti hann að snúa við og hitta Lettann? Það var annars stutt að sjúkrahúsinu. Hann dragnaðist áfram. Það marraði I snjónum, þeg ar hann nálgaðist dyrnar. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, slmi 24616. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, Sími 14853. ; Hárgreiðslustofan | PIROLA Grettisgötu 31, sfmi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgrciðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, slmi 15799. Hárgreiðslustofa •AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Jjegar inn var komið, var gang- urinn, að venju, svo hreinn, að honum var um og ó að stíga niður fæti. Veggirnir voru hvítlakkaðir. Öll húsgögnin voru líka hvlt. Dyrnar að skurðstofunni voru lokaðar. Læknarnir hlutu að vera ennþá í bólinu. Á vakt var aðstoðar T A R Z A N 5EF0KE THE WOKPS HA7 LEFT HIS LIFS.ASHOT RANð OUT, AN7 THE EVIL CHIEFTAIN CRUA\FLE7 ! TO THE GK.0UN7. I Tarzan hafði bjargað lífi Bill Almond, en þar sem hann var enn I böndum var hann nú á valdi Japa. Japa: „Þér var bjargað frá gálganum, en þú munt samt láta lífið ...“ En áður en hann hafði lokið setningunni var skoti hleypt af og Japa hné til jarðar. deginum ljósara, að Kolya var ekki að vinna embættisverk, heldur eitt hvað þveröfugt. En það varðaði hann ekkert um. „Svo er mál með vexti, Nikolai Semyonich, að . . . ja . . . það er að segja . . . að ég er eitthvað las- inn . . . “, sagði ívan skömmustu- lega eins og hann væri að gimast eitthvað, sem annar en hann ætti. Bæjarf réttir ÝMISLEGT Kvenfélag Slysavamafélagshis f Reykjavík. Á sunnudag er merkja- söludagur félagsins og Góukaffi 1 Sjálfstæðishúsinu. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að gefa kökur og koma þeim I Sjálfstæðishúsið. Leyfið bömum ykkar að selja merki á sunnudag. Þau eru afhent I bamaskólunum og húsi félags- ins á Grandagarði. Málfundafélagið Óðlnn. Félags- menn em beðnir um að safna munum á hlutaveltu félagsins, sem verður n.k. sunnudag I Listamanna skálanum. Málfundafélagið Óðinn. I kvöld kl. 8.30 verður unnið að undirbún- ingi hlutaveltu félagsins I skrif- stofunni, Valhöll við Suðurgötu. Sjálfboðaliðar eru beðnir um að mæta stundvíslega. Hlutavelta Óðins verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. I Listamanna- skálanum. Þeir félagsmenn, sem hafa safnað munum á hlutavelt- una eru beðnir um að koma þeim I Listamannaskálann eftir hádegi á laugardag. MESSUR Föstumessa á Elliheimilinu kl. 6.30 I dag. Benedikt Jasonarson kristniboði prédikar. Heimilisprest- urinn. Fasteignir til sölu 0 2ja herb. fbúð: við Sogaveg — Úthlíð — Hringbraut — Suðurlandsbraut — Austurbrún — Rauðarárstlg — Skipasund 3ja herb. fbúð: við Skipasund — Bragagötu — Nökkvavog — Holtagerði — Borgarholtsbraut — Njarðargötu — Ránargötu, ris — Skipasund, 1. hæð — Langholtsveg, kjallari. — Vlðimel, 3. h. — Snorrabraut — Suðurlandsbraut — Digranesveg — Þórsgata — Goðheimar — Skipasund — Blönduhllð — Hörpugötu — Nýbýlaveg — Hringbraut FASTEIGNA & SKIPASALA Konráðs Ó. Sævaldssonar Hamarshúsinu v/Tryggvag. 5. hæð (lyfta.) Símar 24034. '»0465. 15965. ítalskir Nælonregnfarkkar;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.