Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Föstudagur 22. febrúar 1963. Frá setningu Norðurlandaráðs í fundarsal norska stórþingsins. ★ Fundir Norðurlanda- ráðs síðustu ár hafa einna helzt líkzt erfis- drykkjum. Sérstaklega var fundurinn á síðasta ári sem haldinn var í Helsingfors eins og sorg Ieg kveðjustund. Þá var það orðið Ijóst, að Danir og Norðmenn myndu sækja um aðild að Efnahags- bandalaginu. Hugmyndir um stofnun tollabandalags Norður- Ianda höfðu enn einu sinni reynzt skýjaborgir einar. Menn urðu að horfast í augu við það að Norðurlandaþjóðirnar áttu ekki samleið á sviði efnahags- mála. Með óhjákvæmilegri að- ild tveggja ríkjanna að hinum stóru evrópsku efnahagssam- tökum þóttust menn sjá að Norðurlönd myndu klofna. Með því yrði að taka efnahags og atvinnumál út af dagskrá Norðurlandaráðs og þá yrði harla lítið eftir á dagskránni sem skipti nokkru máli. Hinir norrænu samstarfs- menn sem komu saman til fundar í Helsingfors voru því æði svartsýnir. Menn spurðu jafnvel í fullri alvöru hvort það hefði nokkra þýðingu að vera að halda þessum sam- kundum áfram, eða hvort ekki væri a. m. k. hægt að fækka þeim, t. d. halda þær annað hvert ár. Hurðinni skellt. En síðan hafa miklir og ó- 35 fyrstu ræðunni sem var flutt á þinginu í hinum almennu um- ræðu. Þar talaði Svíinn Bertil Ohlin, sem um árabil hefur fengið orð á sig fyrir að vera einna allra fremsti talsmaður norrænnar samvinnu. Hann sagði m. a.: — Þaó ber að harma það sem hefur gerzt í Evrópu, en það hefur gefið okkur á Norð- urlöndum umhugsunarfrest. Því að þeim mun nánara samstarfi sem Norðurlandaþjóðunum hef- ur tekizt að koma á með sér, þeim mun minni verður hætt- samkunda hefúr víst aldrei áð- ur sézt á einum stað á Norð- urlöndum og spurðu menn í gamni og alvöru, hvort nokkur væri eftir heima til að stjórna ríkjunum. En hafi einhverjir gert sér vonir um að á þessu þingi yrðu endurvaktar tillögur um nor- rænt tollabandalag eða að unn- ið yrði af því af krafti að yfir- vinna erfiðleikana og vandamál in í sambandi við norræn við- skipta- og efnahagsmál, þá hafa þeir mátt snúa aftur von- sviknir af þinginu. Fríverzlunarsvæðið nema verzl- un með landbúnaðarvörur yrði gefin frjáls með tollalækkunum með sama hætti og iðnaðar- vörur. Næstur stóð Tage Erlander forsætisráðherra Svía upp. Hann var fylgjandi því að frí- verzlunarsvæðið yrði nú eflt, en sagði um leið, að hann gæti ekki séð að í Svíþjóð væri neinn markaður fyrir danskar landbúnaðarvörur. Það væri því fjarstæða að gefa verzlun með þær frjálsar. Léttara hjal. Eftir þessar umræður virtist það hafa litla þýðingu að ræða frekar um sameiginleg efna- hagsmál Norðurlanda. í stað þess var auðveldara að taka upp léttara hjal, svo sem sam- göngumál, þar sem tillaga kom fram um að skora á Svía að taka upp hægrihandar- akstur, eða kvartað var yfir því við Svía hvað það væri ó- þægilegt fyrir norræna með- bræður er kæmu til Svíþjóðar, að hinn nýi flugvöllur Arlanda ráðherrar í OSLÓ væntir atburðir gerzt, suður í Briissel núna skömmu eftir ára- mótin, sem hafa velt mörgum áætlunum og áformum. Efna- hagsbandalagið skellti hurðinni á Breta og um leið virtist þýð- ingarlaust fyrir Dani og Norð- menn að standa og bíða á dyra- þrepi Evrópubandalagsins. Þessi skyndilega breyting hefur valdið Dönum og Norð- mönnum ákaflega miklum heilabrotum og erfiðleikum. Stjómum þeirra er líkt farið og stjórn Macmillans í Bretlandi, að þær standa svo að segja ráðþr^ta gagnvart þessum nýju viðhorfum. Þeirri hugmynd hefur þá skotið upp aftur hvort sam- starf Norðurlandaþjóða fái ekki þýðingu á ný, hvort það hafi ekki verið ótímabært að drekka erfi sjúklingsins í Hels- ingfors í fyrra þar sem nor- ræna samstarfið sé nú að rísa upp aftur fullfriskt. Með þetta í huga flykktust fulltrúamir á þing Norður- landaráðs í Osló um síðustu helgi. Menn voru bjartsýnni um það, að nú eftir þessa ó- væntu atburði kynni Norður- landaráð enn að eiga eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki, jafnvel á sviði efnahagsmál- anna. Umhugsunar- frestur. Þetta kom m. a. fram í an á því að þau klofni, þegar sá stóri dagur rennur upp að þau fái inngöngu í Evrópu- samtökin, að sun. þeirra fari inn meðan önnur standa fyrir utan. Var það skoðun Ohlins, að nú þegar tilraunirnar til inn- göngu í Efnahagsbandalagið hefðu farið út um þúfur yrði að forðast árekstra við Efna- hagsbandalagið, en framkvæma samstarf innan Fríverzlunar- svæðisins og við Bandaríkin sem yrði hagað svo að það gæti orðið undanfari að samningum og samstarfi við Efnahags- bandalagið. En ef samstarf innan Frí- verzlunarsvæðisins (EFTA) yrði nú endurvakið lagði Ohlin á- herzlu á það, að Norðurlöndin hefðu þar algera samstöðu og mynduðu sameiginlegt tolla- svæði innan þess. Ef það tæk- ist ætti Norðurlandaráð eftir að gegna mikilvægu hlutverki. 35 ráðherrar. Þar sem menn voru með slíkar hugleiðingar er þeir Iögðu af stað til fundar Norð- urlandaráðsins í Osló, var ekki furða þó sá hópur yrði fjöl- mennur og fríður, sem mætti til fundarins. En auk 69 þing- manna frá fimm ríkjum sem eiga sæti i Norðurlandaráði komu til fundarins allir fimm forsætisráðherrarnir jg 30 aðr- ir ráðherrar. Slík ráðherra- Kveinstafir Krags. Kannski var of skammt liðið frá örlagastundinni í Brussel, kannski höfðu menn ekki áttað sig fyllilega á því sem þar hafði gerzt. Af ræðum forsæt- isráðherranna varð ekki ráðið, að þeir hefðu neitt lært né eygt neina nýja leið frá því tilraun- irnar til að koma á tollabanda- lagi Norðurlanda fóru út um þúfur um árið. Danski forsætisráðherrann Jens Otto Kragh hafði ekki augun af Efnahagsbandalaginu. Það var eins og hann hefði ekki enn getað trúað, að áætl- anirnar um inngöngu í Efna- hagsbandalagið hefðu hrunið. Hann kveinkaði sér yfir þeim erfiðleikum sem biðu Dana er þeir yrðu að greiða hækkandi tolla af helming landbúnaðar- útflutnings síns, er færi til Þýzkalands og gæti þetta haft í för með sér missi stærstu markaðanna. Eftir þetta áfall sagði hann að það hefði litla þýðingu fyrir Dani að ganga i Hagsmunaárekstrar. Hér rákust eins og svo oft áður á þeir andstæðu þjóða- hagsmunir sem hafa oft áður velt um koll öllum hugmynd- um um norrænt efnahagssam- starf og tollabandalag, Svíar sem eiga voldugasta stóriðjuna á Norðurlöndum og hafa safn- að mestu fjármagni vilja að verzlun með iðnaðarvörur verði sem frjálsust. Dönum og Norðmönnum er um og ó að hleypa yfir sig sænskri iðnað- arsamkeppni. Og þegar þeir æskja þess þá í staðinn að mega tryggja undirstöðu aðal útflutningsatvinnuvega sinna landbúnaðar og fiskveiða þá svara Svíar -ví til, að þeir hafi engan markað fyrir kjöt og fisk. Er því varla von að vel fari, allt atvinnukerfi þessara landa hefur verið byggt upp með það fyrir augum að keppa hvor við annan, um fjarlæga markaði, eitt þeir hefur stefnt að því að búa sem mest að sínu en atvinnulíf annarra mjög háð viðskiptum við þá Evrópu sem nú virðist vera að klofna í tvær efnahagsblokkir. væri 40 km frá Stokkhólmi, en báðum þessum tillögum var vísað frá sem innanríkismálum Svía sjálfra. Enn kom fram tiilaga um að samræma umferðarlöggjöf Norðurlanda og er ekki ósenni- legt að innan fárra ára muni nefnd embættismanna setjast niður og samræma texta þeirra í öllum löndunum. Slík sam- eiginleg umferðarlög eru ágætt dæmi um hina norrænu sam- vinnu f dag. Þetta eru mestallt málefni sem embættismenn geta ákveðið að samræma með því að koma saman á fund, en Norðurlandaráðið gegnir gagn- legu hlutverki með þvf að benda á þau svið þar sem sam- ræming er framkvæmanleg og vera einskonar keyri á ríkis- stjórnarinnar að koma þvi fram. Sama er að segja um sam- starfið sviði menningarmál- anna, réttarfars og félagsmála, að þar hvetur Norðurlandaráð til aukinna samskipta og kynn- inga og stuðlar að samræmingu til þess að ferðir og búsetu- Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.