Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 16
— segir Schneiderhon — Ég man eftir göt- unum og smáhestunum, en ekkert hvernig kon- sertarnir voru. Ég var héma að mig minnir í 12 daga og hélt 8 hljóm- leika. Það var árið 1927, segir fiðlusnillingurinn Wolfgang Schneiderhan í samtali við fréttamann Vísis á Reykjavíkurflug- velli við komuna í gær. Hér mun Schneiderhan leika á tveimur hljómleikum með Sin- Framh. á bls. 5. 1« Loftur Loftsson verkfræðingur með pakka af saltfiski í umbúð- um. sem eru sérstaklega gerðar fyrir Amerikumarkað. Umbúð- irnar eru nýjar af náiinni og fullkomnari heldur en áður hafa verið notaðir. Pakkinn á að þola geymslu í búð, nær þrjá mán- uði samfleytt, án þess að fisk- urinn breytist, hvað þá skemm- ist. Með þessari framieiðslu er hugsaniegt að opnazt hafi sölu- möguleikar á saltfiski til Banda ríkjanna. Það er Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda, sem stendur fyrir tilraununum, en ekki er ljóst ennþá, hvort þær bera fullan árangur, þótt margt lofi góðu um það. (Ljósm. Vfs- is, B. G.). Föstudagur 22. febrúar 1963. j Tekinn réttindnlnus 1 gær tók lögreglan í Reykjavík réttindalausan pilt á óskráðu bif- hjóll. Þarna er um tvöfalt brot að ræða. Pilturinn hafði af aldurssök- um ekki réttindi til að aka bif- hjóli, auk þess sem ekki hafði ver- ið farið með hjólið til skrásetn- ingar. í gær var bifreið stolið, eða tek- in í heimildarleysi, frá Skúlagötu og hafði lögr. ekki borizt tilkynn- ing f morgun um að hún væri kom in fram. Bóluefni Eins og Vísir sagði frá í fyrradag pantaði Lyfjaverzlun ríkisins bóluefni gegn inflúenz- unni frá Ameríku með sfm- skeyti f byrjun þessarar viku. — Lyfjaverzlunin sendi annað skeyti út f gær og spurðist fyr- ir um það hvenær vænta mætti þessar sendingar. Svar við þeirri fyrirspum er væntanlegt í dag. Innflúenzan heldur áfram að breiðast út í bænum eins og vænta má um slíkan faraldur. Ekki er kunnugt um nein dauðs föll af hennar völdum enn þá og ekkert bendir til þess, enn sem komið er, að hér sé um skæða veiki að ræða. Menn fá háan hita og beinverki og önn- ur venjuleg einkenni og liggja rúmfastir allt upp f 3 til 5 daga. Innflúenzan er þegar farin að segja til sín í auknum lyfjaút- látum og er mikið annríki í lyfjabúðum, einkum síðari hluta dagsins. Svala Nielsen Hinn heimsfrægi fiðlusnillingur Wolfgang Schneiderhan (t. v.) á æfingu með Sinfóníuhljómsveit ís- Iands í Háskólabíói f morgun. Stjómandinn er Gustav König, frá Vín. Verið var að æfa fiðlukonsert Mozarts, en hann verður leikinn í kvöld á hljómleikum. (Ljósm. Vísis I. M.). Fundir Norðurlunduróðs: Einhugur um skiptu- ogmarkaðsmál Miklar viðræður urðu á fundi Norðurlandaráðs í gær um þá til- lögu efnahagsmálanefndar ráðsins, að Norðurlönd stefni að auknum viðskiptum innan Fríverzlunar- bandalagsins ,og tóku þátt í þeim viðskiptamálaráðherrar allra Norð- urlandanna fimm, og er ítarlega frá viðræðunum sagt í NTB-fréttum. Fyrir íslands hönd talaði Gylfi Þ. Gíslason og kvað svo að orði, að stærstu markaðir íslands væru í Vestur-Evrópu og legðu Islending- ar megináherzlu á, að samstarfið við hinar Norðurlandaþjóðirnar væri sem bezt. - Ráðherrann. kvað alla harma það, að samkomulagsumleitunum hefði verið hætt í Bríissel, og smáþjóð- irnar yrðu að vona, að stóru lönd- in tækju afstöðu sína til nýrrar íhugunar. Væri það stórmikilvægt fyrir alla, að í náinni framtfð fynd- ist lausn á viðskiptastjórnmálaleg- um (handelspolitiske) vandamálum Vestur-Evrópu, því að hér væri um einingu landanna þar og samstöðu Framh. á bls. 5. Syngur á „Pressuballinu Það barst okkur til eyrna, að ung söngkona að nafni Svala Ni- elsen, ætti að syngja á „Pressu- ballinu" og hröðuðum við okkur þvf á hennar fund. Svala vinnur í skrautmunaverziun föður sfns í Templarasundi. Og, er við spyrjum hana, segist hún vinna þar fullan vinnudag og aðeins hafa sönginn fyrir „hobbí“. En pabbi er mjög skilningsgóður og ég fæ miklu meiri tækifæri til þess að stunda söngæfingarnar, heldur en ef ég ynni hjá einhverjum óviðkomandi. Annars er engin leið fyrir upprenn- andi óperusöngvara og jafnvel ekki vana, að lifa á söngnum einum. Er þér ekki um og ó að syngja fyrir allt þetta fólk? Jú, það veit hamingjan. Þetta var að vísu al'.t í lagi þangað til þið komuð, en þegar ég vissi að þetta kæmi f óll- um blöðum, varð ég dauðhrædd. Svala hefur stundað söngnám bæði í Þýzkalandi og á Italíu, ei; hún var svo blönk að hún gat ekki ver- Framh. á bls. 5. 7/5 stæðu bílageymsluhús kostar 5 milljónir króua Nýlega var lögð fyrir umferð- arnefnd kostnaðaráætlun um byggingu tveggja hæða bíla- geymsluhúss á Vitatorgi. Einnig var lögð fram kostnaðaráætlun um malbikuð bflastæði á sama stað. Áætlað er að 115 bílastæði 1 geymsluhúsi muni kosta rúm- ar 5 milljónir króna en 60 mal- bikuð bflastæði aðeins 680 þús- und krónur. Könnun þessi fór fram að til- hlutan umferðarnefndar til fá samanburð á möguleikum, sem til greina koni.i En ljóst er, að Vitatorg verður f framtíðinni nauðsynlegt og mikilvægt bif- reiðastæði. Áætlanir um þetta stranda á þvf að svæðið hefur ekki verið skipulagt ennþá. Nokkur fjárhæð til byggingar bílageymsluhúss mun vera til. Hefur borgarstjórinn skyldað þá sem fá leyfi til að byggja stór- hýsi f miðbænum að sjá fyrir bílastæði ella greiða vissa upp- hæð, sem er látin renna til byggingar bílageymslu. Jafn- framt mun stöðumælasjóður hafa áhuga á að leggja fé til byggingar slíks geymsluhúss.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.