Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 6
f 6 V1SIR . Föstudagur 22. febrúar 1963. Geislamagn fer minnkandi á ný í janúar mældist hér i Reykja- hausti, og náði hámarki í síðasta vík meira geislamagn i lofti en mánuði, en hefur hins vegar farið nokkru sinni áður, frá því að þess- heldur minnkandi síðan. ar athuganir hófust hér á landi. Hér í Reykjavík fara fram at- Vísir átti í morgun stutt sam- huganir á andrúmsloftinu daglega,' tal við Þorbjörn prófessor Sig- en auk þess fara við og við fram 1 góða veðrinu að undanförnu hafa margir verið að búa báta sína undir sumarið. Hér eru til dæmis tveir ungir menn, sem vinna hverja lausa stimd við hraðbátinn sinn úti f örfirisey. Þeir ætla sannarlega að láta sjóða á keipum þegar þeir fara á flot með vorinu. (Ljósm. G. A. G.) 6 m. landhelgi við Græn- land / vor—12 mílur 1970 Ekkert samkomulag um fiskveiðar Breta við Færeyjar Eftir fréttum að dæma, sem bárust í gær frá Lond- on og Kaupmannahöfn, er búist við að fiskveiðimörk in við Grænland verði færð út 1. apríl um 6 mílur. Var m. a. að þessu vikið í brezka útvarpinu, eftir að Lundúnafundinum um fisk ireiðimörkin við Færeyjar lauk í gær án samkomu- lags. Af hálfu utanríkisráðuneytisins brezka var sagt, að því hefði aldrei borizt formleg tilkynning frá dönsku stjórninni um það, að hún ætlaði að færa út fiskveiðilögsög- una við Grænland frá 1. apríl næst komandi, en Danmerkurstjórn hef- ur hins vegar gert aðvart um það helztu fiskveiðiþjóðum við Græn- land, að tekið muni verða fyrir fiskveiðar við Grænland innan 6 mílna frá og með þeim degi að telja, en þessar þjóðir eru íslend- ingar, Norðmenn, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Portúgalsmenn. — Fréttaritarar brezkra blaða símuðu frá Kaupmannahöfn í gær, að bú- ast mætti við konunglegri danskri tiiskipun um útfærslu fiskveiðilög- sögu við Grænland. Einna mest áherzla var lögð á það af sumum blöðum í London í gær, að þótt miðað væri við 6 mflna landhelgi við Grænland frá 1. apríl að telja þá væri það stefna Dana, að færa hana enn frek- ara út, svo að 12 mflna land- helgi yrði við Grænland frá 1970. FÆREYJAR Samkomulag náðist ekki á Lund- únafundinum um fiskveiðiréttindi við Færeyjar. Færeyingar hafa sem kunnugt er krafizt 12 mflna fiskveiðilög- sögu frá og með 28. aprfl næst- komandi, en þá er sérréttíndum Breta til fiskveiða við Færeyj- ar lokið. Fulltrúar Danmerkur og Fær- eyja, sem sóttu Lundúnafundinn, eru lagðir af stað heimleiðis, og hið næsta sem gerist er, að þeir, hver og einn, sendi skýrslur um fundinn og leggi fyrir stjórnir Dan- merkur og Færeyja. ALVARLEGAR HORFUR Horfur eru því allalvarlegar í þessu máli, ekki sízt fyrir Fær- eyinga, en margir munu óttast, að á þeim bitni nú sömu hótanir og aðgerðir og Islendingar bjuggu við af Breta hálfu er fiskveiðimörk- við ísland voru færð út, ín Orsaka umferðar- truflun við Þórskaffi Vegna umferðaröngþveitis, sem ýmsir bflstjórar, þ. á. m. leigubíl- stjórar, hafa undanfarið valdið :-eð þvf að leggja bílum sfnum lang- tímum saman fyrir framan Þórs- kaffi á kvöldin, hefur lögreglan nú tekið ákvörðun um að kæra þessa menn ef þeir halda uppteknum hætti eftirleiðis. Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglu- ' jóra skýrði Vísi frá þessu í morg- n. Hann sagði að bílstjórar hafi lagt það í vana sinn að bíða á kvöldin fyrir utan Þórskaffi, senni- lega f þeim tilgangi að afia við- skiptavina, þegar fólk kemur það- an út. Af þessu hafi oft og einatt stafað erfiðleikar, jafnvel öngþveiti í umferðinni. Hefur lögreglar nú tekið til þess ráðs að skrifa þá bílstjóra upp, serr> verst hegða sér í þessum efnum og ef þeir hætta ekki tiltæki sínu þegar í stað, munu þeir verða kærðir. urgeirsson, forstöðumann Eðlis- fræðistofnunar Háskólans, en hún hefur mælingar þessar með hönd- um. Komst hann svo að orði, að í síðasta mánuði hefði geislamagn I lofti mælzt 3 picocurie í rúm- metra, en það er aðeins örlftið brot af því, sem erlendir læknar telja, að hættulegt sé fyrir menn. Hafði geislamagnið verið smám saman að aukast frá því á síðasta athuganir á geislamagni 'í rigning- arvatni. Fyrir tilstilli Veðurstof- unnar fær Eðlisfræðistofnunin einnig sýnishorn af rigningarvatni við og við frá fjórum eða fimm stöðum úti á iandi, og háfa rann- sóknir á þeim sýnishornum komið heim við athuganir á rigningar- vatni hér, þótt ekki sé geislamagn- ið hvarvetna hið sama. MerkjasaSa Slysavarn- arkvenna á sunnudag þar sem Samband brezkra togara- eigenda hefur lýst yfir, að fær- eyskir togarar verði settir f lönd- unarbann, ef brezkir togarar verði hraktir frá miðum sem þeir hafa stundað veiðar á samkvæmt hefð frá liðnum tima, og munu menn kannast við orðalagið frá því Bret- ar og Islendingar deildu um þessi mál. Alþingi Tjví verður vart neitað, hversu hvimleiðar fjarverur þing- manna eru á fundum Alþingis. Er síður en svo ástæða til að fara leynt með þá staðreynd, þvl hún veldur bæði erfiðleikum og töfum. Hér er um að ræða ávana, sem virðist vera jafn al- mennur hvar í flokki sem er. Það skal ósagt Iátið, hvort þess- ar fjarverur þingmanna séu af- leiðingar af ieiðinlegum þing- fundum, en hitt er víst, að slík mæting sem átt hefur sér stað að undanförnu hlýtur að teljast ótæk með öllu. Þannig þurfti að fresta afgreiðslu tíu mála f fyrra dag í sameinuðu þingi. Þess var freistað f gafer að greiða um þau atkvæði, svo þau gætu fengið þinglega afgreiðslu, en eins og kunnugt er verður helmingur þingmanna eða fleiri í hverri deild að taka þátt í atkvæða- greiðslu, svo hún sé lögleg. Það telst til tíðinda ef % af 60 manna þingmannahópi eru við- staddir. Auk atkvæðagreiðslu f sam- einuðu þingi voru boðaðir fundir f efri og neðri deild í gær. 1 þeirri neðri fyigdi Hannibal Valdimarsson úr hlaði frum- varpi sem allir Vestfjarðaþing- mennirnir standa að, en það fjallar um menntaskóla á fsa- firði. Mál þetta hafa þeir Vest- Kvennadeild Slysavarnafélags ins í Reykj.avík hefur kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu og merkja- sölu næstkomandi sunnudag. — Eru konurnar að safna fé tii kaupa á talstöðvum fyrir björg- unardeildirnar. Hafa allar kvennadeildir Slysavarnafélag- anna heitið að safna fé til kaupa handa öllum björgunarsveitum samtakanna. Merki verða afhent sölubörn- um frá þvf kl. 9 á sunnudags- morgun f öllum barnaskólum borgarinnar, svo og í húsi Slysa varnarfélagsins á Grandagarði. Kaffisalan hefst f Sjálfstæðis- húsinu kl. 14 og stendur yfir til kl. 17.30. Verða þar bomar fram heimabakaðar kökur, sem félagskonur leggja til. Kvennadeildin skorar á félags konur að senda kökur til kaffi- sölunnar, og koma þeim í Sjálf- stæðishúsið á sunnudagsmorg- uninn. Börnin eru hvött til að taka þátt í merkjasölunni. Allur ágóði kvennadeildarinnar renn- ur eins og áður er sagt til kaupa á talstöðvum og er skorað á alla, sem mögulega geta, að veita þessu nauðsynjamáli lið- sinni sitt. Slæm mæting þingmanna ekki til fyrirmyndar — Jón Árnason flytur frumvarp um vísindalegt eftirlit með dragnótaveiðum. firðingar flutt tvisvar sinnum áður, og þá ekki fengið endan- lega afgreiðslu. í efri deild flutti Jón Árnason (S) frumvarp um dragnóta- veiðar í landhelgi. Leggur Jón til að þær veið ar verði stund- aðar undir vís- indalegu eftir- liti. Framsögu- maður minnt- ist í upphafi máls síns á þann mikils- verða sigur, er Islendingar fengu yfirráðin yfir landhelginni og þar með yfir stórum hafsvæðum. Með þeim sigri fengu Islendingar aðstöðu til að vernda með sérhverjum ráðum fiskistofnana fyrir rán- yrkju botnvarpa og dragnóta. Benti Jón f þessu sambandi á Faxaflóa, sem væri ein mesta uppeldisstöðin, vegna þess hve nærri hrygningarstöðvum hann væri. — Fyrir nokkrum árum. hélt Jón áfram, voru gerðar at- huganir í þessum málum. Niður- stöður þeirra rannsókna vöktu alþjóðarathygli, því í ljós kom, hversu mikill munur var á fisk- um utan og innan landhelgi. — Fyrir utan hefði verið nær ördeyða. Frá því þessar at- huganir voru gerðar, hefur land- helgin verið víkkuð út, enda fór svo ao fiskmagnið stórjókst og veiðar glæddust á línu-, hand- færa- og netaveiðum. ■pn þessi hagstæða veiði hélzt aðeins skamma stund. Drag- nótaveiðar voru leyfðar og hefur nú dregið svo úr afla, að hand- færaveiðar hafa lagzt niður og bátar liggja í naustum. Sjálf dragnótaveiðin gekk vel f fyrstu meðan áhrifa landhelgisvíkkun- arinnar gætti, en síðan hefur einnig dregið úr henni. Rökin fyrir dragnótaveiðunum voru, að þannig væri hægt að veiða hina miklu mergð flatfisks, sem á þessum slóðum væri. Reynsl- an hefur þó sýnt, að þorskur og ýsa hafa verið aðalaflinn á dragnótaveiðunum. Dregur nú óðum að þvf, að fiskilaust verði í Faxaflóa. Ástæðan er fyrst og fremst rányrkja og ungviðisdráp drag- nótanna, enda er nú svo komið, að þeir sem línuveiðar stunda verða vart fiskjar varir, og eru þeir þó með nærri helmingi lengri línur en áður. Tjón landsmanna verður ekki í tölum talið, sagði Jón að lok- um. Leggur hann eindregið til að strangt vísindalegt eftirlit verði haft með dragnótaveiðum. eftir Ellert B. Schfam

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.