Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 22.02.1963, Blaðsíða 4
4 V1S l R • Föstudagur 22. febrúar 1963. ANDAHYGGJU IV. Um guðfræðilega afstöðu kirkjunnar í nútimanum Þegar Guð opinberar sig og gerir Ttunn náðarrík afskipti sln af voium heimi sem hinn nálægi Guð, i>á hefir hann sjálfur fram takið í opinberun sinni, sendir sitt orð, sinn Anda og sína sendi boða (þ.e. englana) til þess að vinna þau verk, sem hann vill að unnin séu, á þeim tima og þeim stað, sem honum er þókn- anlegur. Andi hans er ekki á voru valdi, heldur skapar hann trúna ubi et quando visum est Deo — hvar og hvenær sem Guð vill, engu síður í venjulegum viðburðum en óvenjulegum. Ekkert af þessu fær maður skil- ið þar sem Guð er fjarlægur Guð — því þar er maðurinn mik- ill — en þar sem Guð er nálægur Guð, er maðurinn lítil og veik lífvera, á vegferð sinni frá fæð- ingu til grafarinnar, og á allt sitt undir þeirri von, sem Guð gefur honum. 1 shamanisma, spíritisma, guð- speki,' stjömuspámennsku og ýmsum öðrum gerðum átrúnað- ar og hjátrúar cr maðurinn vold- ugur og ímyndar sér einatt að hann hafi vald á yfirjarðneskum máttarvöldum — eða geti um- gengizt þau eins og jafningja sína. Hann stefnir þeim til fund ar við sig og þau koma En fyrr en varir, eru þau búin að ná manninum undir sig — og láta þá oft kné fylgja kviði og stofna til stórra vandræða og mjög ó- skynsamlegra, svo sem styrjalda og byltinga. Gangi maðurinn fram hjá Guði sínum og gefi sig að þessum fyrirbærum sem átrúnaði, er menn vænta sér einhvers góðs af, þá er það „framhjáhald með framandi guðum“ eins og spá- menn Biblíunnar orða það. Því að trúa á hinn góða og náðuga Guð, það er að treysta honum og vænta sér alls góðs af hon- um og leggja sig allan fram í að þjóna honum, í þakklæti fyrir hans náð. Það er kirkjunnar trú að Guð hafi sjálfur kallað menn meðal ísraels lýðs til þess að boða mannkyninu vilja sinn í sinni eigin opinberun, sem nær há- marki sfnu og fullkomnun í komu Guðs eigin sonar, lífi hans og starfi, dauða hans og upprisu og sendingu Heilags Anda, sem er Andi Guðs Föður og andi Jesú Krists. — Þegar Jesús lækn ar menn af geðsjúkdómum, þá er hann ekki að laða illa anda inn f menn, heldur að reka þessa anda út. Hið sama gerðu aðrir á hans dögum, eins og sjá má bæði af guðspjöllunum og öðrum sam- tíma heimildum. Trúin á demóna og illa demóna var útbreidd löngu fyrir daga Jesú Krists á jörðinni, eins og sjá má af verk- um margra grískra höfunda, enda er orðið demón til vor komið úr grfskunni. En margar af Iækningum Jesú eru ekki framkvæmdar á þeim for- sendum að demónar valdi sjúk- dómum. Barátta Jesú gegn illum öndum er þáttur í baráttu hans gegn valdi hins illa, hinum lífs- fjandsamlegu, niðurbrjótandi öflum í mannheimi. Hins vegar erum vér nútimamenn frjálsir að þvi að nota þær aðferðir, sem vér vitum beztar í baráttunni gegn öllu illu — og oss ber að nota þær. Nútíma geðlæknar, sem á Guð trúa, lækna nú ekki á demonologiskum forsendum, heldur á psykfatriskum, í sam- ræmi við það, sem þeir vita vænlegast til góðs árangurs. — Kristnir menn, bæði í Asfu og Afríku, hafa hins vegar læknað menn á sömu forsendum og Jesús og lærisveinar hans, og er nóg að finna af áreiðanlegum heimildum þar um einnig á vorri öld. Þótt skoðanir séu nú aðrar en áður á háttum hinna illu mátt- arvalda — að áhrif þeirra gaéti einna mest í félagslífinu, þá hefir þetta ekki breytt grundvallaraf- stöðu kristinnar kirkju til Drott- ins sfns og Herra. Alheimsráð kristinna kirkna samþykkti haust ið 1961 svohljóðandi um þann grundvöll, sem það stendur á, og þær kirkjur, er eiga aðild að því, en þar eru nálega allar kristnar kirkjur heims, að undan skilinni Rómversku kirkjunni. „The World Counsil of Churches is a fellowship of Churches which confess the Lord Jesus Christ as God and Saviour according to the Script- ures, and therefore seek to fulfil their common calling to the glory of the one God, Father, Son and -lBs}y,iS'fil3É“<>ayxiia nkyq lé Þetta þýðir: Alheimsráö kirkna er sanifélag kirkna sem játa Drottin Jesúm Krist sem Guð og Frelsara, samkvæmt ritningun um og leitast þess vegna við að uppfyíla sina sameiginlegu köll- un til dýrðar hinum eina Guði, Föður, Syni og Heilögum Anda“. Það skal tekið fram að kirkja vor á aðild að þessu samkirkju- lega ráði og hefir samvinnu við það. En utan þess standa Unit- arar, Vottar Jehóva, Mormónar og nokkrir trúarflokkar aðrir, sem hafa ívaf af kristnum á- trúnaði, án þess að vera kristnar kirkjur. Samþykktin þýðir guðfræði- lega séð að haldið er fast við hina kristinfræðilegu dogmu (trúarkenningu), hina trínitar- isku og við Heilaga Ritningu. Þótt kirkjur heims séu um marga hluti ósammála, þá standa þær saman um þessi þrjú atriði, Og annað hvort er fyrir kirkjuna að að halda fast við þau — eða hætta að vera kristin kirkja. Af- Síðari grein staða kirkjunnar í þessum grein um fer ekki milli mála, hún er alveg skýr. Hér kemur trúar- bragðablöndun ekki til greina. Þetta er frá kirkjunnar hálfu enginn „fanatismi". Það er sér- leikur hennar og grundvöllur, sem hér er um að ræða. Engu að síður rannsaka hinir kirkju- legu vísindamenn önnur trúar- brögð, gömul og ný átrúnaðar- form, ídeólógiur, hreyfingar og stefnur sinnar tíðar og liðinna tiða. Hjátrúin er oss ekki óvið- komandi, því að hún er mann- leg — og myndast þegar er menn fjarlægjast Guð eða Guð fjar- lægist þá, því rótgróin er í brjósti manns löngunin til framhjáhalds með framandi guðum (og e. t. v. með annarra manna konum). Dýrkun manna og demónskra máttarvalda heldur innreið sína þar sem óh.lýðnin við lögmál Guðs nær fram að ganga, og má ekki sizt sjá þessa hættu mannadýrkunar í stjórnmálunum. Hún er meira að segja augljós guðlausum mönnum. Og afleið- ingar af fráfallinu frá því lög- máli, sem Guð hefir sett til vernd ar mönnum og mannréttindum, hafa greinilega sýnt sig í tilraun um nazista og kommúnista til að grundvalla siðalögmál á mann dýrkun og mannvilja. Þar opin- berast ekki kærleikurinn, heldur miskunnarleysið, ekki náðin, heldur dómurinn, ekki Guð, held ur dómur hans yfir vantrú og fráfalli, framkvæmdur af máttar- völdum þessa heims. Þess vegna hefir bæði kirkjan og hinir kristnu einstaklingar nú- tímans gert sér Ijóst að nauðsyn legt er að standa annað hvort innan sinna eigin trúarbragða og þjóna drottni sínum, eða standa utan þeirra og þjóna öðrum mátt arvöldum. Að gera sér Ijóst hvar maður sjálfur stendur, er grund- völlur alls málefnaleika, einnig þegar um er að ræða að skilja annarra sjónarmið. V. Athugasemd um afstöðu önd- unga. Ég hef kynnt mér fjölda bóka um parasálfræðileg fyrirbæri, og mig furðar hvernig öndungar og fylgismenn þeirra hafa flutt sitt mál undanfarið í blöðum. Varla hefir verið vikið að ESP-rann- sóknum síðustu áratugina, sem gerðar hafa verið við ýmsa há- skóla vestan hafs á strang-vís- indalegum grundvelli. Að tele- pathy (fjarskynjun) og clair- voyance (skyggni) teljast nú emp írisk sannaðar staðreyndir, skipt ir miklu máli í sjálfu sér, þótt þessi fyrirbæri hafi áður verið kunn. En þessar staðreyndir sanna ekki að andar tali f gegn um miðla. Raddir tala í gegnum sálsjúka menn, shamana og menn sem dáleiddir eru, en orsakir þessarra fyrirbæra eru enn ekki aðgreindar. Mér finnst meiri mál efnaleika gæta í eldri ritum önd- unga, eins og E. H. Kvarans, þar sem hann segir umbúðalaust bæði frá erfiðleikum og árangri og hann hefír raunverulega hug- sjón: Að reyna að sanna á emp- íriskan þ.e. raunfræðilegan hátt að látnir lifi og það séu þeir, sem gegnum miðla tala. Þessi sönnun hefir ekki fengizt enn, blátt áfram af því að vér höfum ekki empfrisk-vísindalegan að- gang að öðrum heimi. Það er vandamál, sem óleyst er, verð- ur þvf fyrst og fremst epistem- ólogiskt vandamál. Að þekking geti borizt með óskiljanlegumóti, óháð tímasviði og rúmsviði inn- an vorrar jarðnösku tiíveni, er þegar vitað, svo ekki vérður á móti mælt. En hvað er þéssa heims þekking og hvað er ann- ars heims þekking? Úr þvl verð ur ekki skorið með empfrisku móti, þótt vér gerum ráð fyrir að til sé sál, andi, annar heim- ur, annað líf, betri heimur og betra líf en hér á jörðu, innblást ur, innsæi, ást, trú og kærleikur. Það sem hér hefir greint verið, kemst ekki á tilraunaglös, verður ekki vegið eða mælt með jarð- neskum tækjum — og þó byggj- um vér tilveru voru á að þessar staðreyndir séu ekki aðeins jaun verulegar, heldur einig verðmæt- ar. Hvað höfum vér eiginlega til hinnar empírisku vísinda að sækja í þeim efnum? Hefði það verið tilgangur Guðs að kúga vantrúarmenn til trúar, þá hefði hann þegar gert það fyrir löngu. Þegar á dögum Gamla Testa- mentisins vissu sálmaskáldin að „heimskinginn sagði í hjarta sínu: Enginn Guð“. 1 hverju er sú heimska fólgin? í blindu og skiln ingsleysi á hinum andlegu verð- mætum og þeim raunveruleika, sem ekki er á voru valdi, heldur af Guði gefinn, í sköpun opin- berun og endurlausn. öndungar hjá oss hræra of miklu saman: Átrúnaði, visind- um, tilraunum, tilgátum, verð- mætum, staðreyndum, blekking- um, óskhyggju, hjátrú, brotum úr kristnum fræðum, háði og spotti, heilbrigðum fyrirbærum og sjúk legum, skyldum og al-óskyldum hugmyndum. Málflutningur þeirra fær því á sig ómálefnan- legan og óheillavænlegan blæ. Hið skýrasta, sem fram hefir komið, er trúarjátning Jónasar Þorbergssonar, en þar sem hún jafngildir Krists-afneitun, er ekki hægt að veita henni viðtöku sem verðmætum boðskap til krist- inna manna, þótt hún sé á sinn hátt theistisk. Þvert á móti verð ur að hafna henni. Annars „rekur mig í rogastans, á ruslakistu Norðurlands" í þessum fræðum. Nú skyldu menn ekki hér af draga þá ályktun að ég haldi að engir andar séu til og að and- legar lækningar séu ómögulegar. Ég hef sjálfur kynnzt mönnum, sem stunduðu andlegar lækning- ar með ótrúlega góðum árangri, en þeir þökkuðu Guði þessar sál- argáfur. Ekki neita ég því að ill máttarvöld kunni að sækja að mönnum. Hins vegar held ég að þau sæki engu fremur að sjúkl- ingum en t.d. stjórnmálamönnum eða fjármálamönnum, prestum, kennurum og öðrum, sem fást við mannleg vandamál og bera mikla ábyrgð. Kirkjan biður einmitt fyr ir öllum stéttum manna til þess að hjálpa þeim í baráttunni fyrir hinu góða og gegn hinu illa. En að öndungar og miðlar standi nær veröld hinna eilifu verð- mæta eða séu andlegri en venju legir menn, það held ég ekki. Og þær raddir, sem tala gegnum miðla, virðast mér fremur koma frá miðlunum sjálfum en verum í öðrum heimi, og vitneskja vera að mestu þessa heims þekk ing í einhverri mynd, oft nauða ómerkileg eftir ritum þeirra að dæma. VI. Öndungar og bamasálfræðin. Furðuleg er sú afstaða sem önd Frh. á 10. sfðu. Jóhann Hannesson prófessor. — þjóðtrú og sálfræði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.