Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 4
BSawMm&gajfgy::
V í S IR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963.
r
teinbecks
Cíðasta bók Steinbecks er frá-
saga af ferðalagi hans yfir
þver og endilöng Bandaríkin.
Þetta er saga af hartnær
sextugum veraldarmanni og rit-
höfundi, sem ferðast þrjá nián
uði samfieytt einn síns liðs
með hundinn sinn sem ferða-
naut og fer ríki úr ríki til að
kynnast Iandi og þjóð.
Steinbeck játar að hafá gert
þessa skynsamlegu ráðstöfun
,af ráðnum hug, því að í mörg
ár hafi hann flakkað víða um
heim, hann eigi heima í New
York, komi stöku sinnum við í
Chicago eða San Fransisco, en
New York sé ekki meira Ame-
rlka en París sé Frakkland eða
London England. Hann hafi
komizt að raun um, að hann
þekkti ekki sitt eigið land. Og
sem amerískur rithöfundur,
sem skrifaði um Ameríku, hafi
hann undanfarin ár skrifað eft-
ir minni, en minni sé, þegar
bezt lætur, hverfur forði til að
taka af og treysta á. Hann
kveðst ekki hafa heyrt tungu-
tak Ameríku, fundið anganina
úr grasinu og trjánum, , séð
fjöllin og vötnin, litina og ljós-
brigðin, segist aðeins þekkja
til breytinganna, sem gerzt
hafi, af dagblöðum og bókum.
Ofan á allt hafi hann ekki
skynjað landið í tuttugu og
fimm ár.
í stuttu máli sagt er Stein-
beck svo opinskár að viður-
kenna, að hann hafi verið að
skrifa um það, sem hann þekkti
ekki — og bætir því svo
við: „Þetta er glæpsamlegl a?
svokölluðum rithöfundum".
Steinbeck gefur í skyn með
þessu, að rithöfundar verði að
lifa hlutina til þess að geta
skrifað um hann. Það gerði
Hemingway og r.úði árangri
(„Klukkan kallar“ og „Vopnin
kvödd). Það genði líka Sturla
Þórðarson, sem skrifaði íslend-
inga sögu, tók sjálfur þátt í
Örlygsstaðabardaga, og var
viðast hvar á þeim stöðum,
sem söguatvik gerðust, eins og
forvitinn stríðsfréttaritari. Kilj-
an skrifaði náttúrlegustu bæk-
ur sínar, með manndómi, ' :gar
hann ferðaðist um landið og var
í lifandi snertingu v'ö fólkið
— það var fyrir stríð (Salka
Valka, Sjálfstætt fólk). Sannir
skáldsöguhöfundar eru þulir
samtíðar og líðandi stundar.
Þeir leggja fram sönnunar-
plögg urn stöðu einstaklings í
þjóðfélagi og vitna um breyt-
ingar, sem þar eru að gerast.
Þeir eru fréttaritarar mann-
kyns og tíðindamenn, sem beita
skáldlegu prósaformi, en þann-
ig tjáning hefur meiri dýpt en
hversdagsleg blaðamennska. Þó
er bilið oft stutt á milli þess-
ara forma.
John Steinbeck skrifaði þessa
bók fyrir tveim árum. Hún fékk
ekki of góða dóma í Ameríku.
Time og Newsweek voru harð-
orð i garð höfundarins, en í
Bretlandi hlaut hann betri
undirtektir — bókmenntagagn-
rýni þar er ekkert lamb að leika
sér við og er á hærra kröfu-
stigi en víðast hvar annars
staðar. Þjóðfélagshöfundar eru
misvel þokkaðir í Ameríku, og
Steinbeck er einn úr þeirra
hópi. Þeir eru alveg ólitaðir af
kommúnisma, trúa á manninn í
einstaklingnum, og frásagnar
háttur þeirra sumra ber keim
af hetjustíl íslendingasagna og
Hamsuns, enda sagðir hafa lært
af hvort tveggja. Mesti kostur
amerískra nútímahöfunda er
lífsmagnið, sem leiðir frá rit-
hætti þeirra.
Cteinbeck er ómyrkur í máli,
— írski uppruninn segir til
sín, skemmtilegt skap — og
persónan virðist einkennlegt
sambland af náttúrubarni og
heimsmanni. Bókmenntalegum
uppskafningum geðjast ekki að
honum var tvíbreitt rúm, eld-
unartæki, ofn, kæliskápur,
snyrtiklefi, geymsla og bar.
Kalli (Charley) franski hundur-
inn var í framsætinu.
Steinbeck gaf gripnum nafnið
á hrossinu hans Don Quixote,
Rocinante — eitt dæmi um
kímnikennd hans. Hann iýsir
bílnum af tilfinningu, hefur ekið
bíl árum saman og virðist njóta
átaka á heljarreisum eins og
drykkjuskapar og amorsbragða.
Hann játar líka að hafa gert
allt í óhófi um ævina og segir
að sér detti ekki í hug að
spara sig, eins og margir jafn-
aldrar sínir geri. Fer um þá
karla grínörtuðum orðum. Hann
skellir skollaeyrum við hollráð-
um vina sinna, hatar allar ör-
yggisráðstafanir vegna ferðar-
innar, og til þess að forðast
fréttamenn sjónvarps og blaða,
Höfundur bókarinnar og ferðafélaginn.
tið°Rd
kyrrð yfir frásögninni, en hún bændur, farandleikara (tragikó-
rennur mjúklega fram eins og misk lýsing), franska Kanada-
vatn, og breytist þegar fram í menn, negrahatara í Suðurríkj-
verk„ sem ber keim af unum, dýralækna (vegna Kalla)
skájdskap. Þó ,,fær iesarí hug- og þannig má lengi telja.
böð um 'að bókih öll geíi sann-
slðjia .niðödeíB’l
með Kalla
þvf, hvað hann er náttúrlegur.
Hann slær á marga strengi í
bókum sínum, sem eru misjafn-
ar að gæðum, og hann blekkir
aldrei með vinnubrögðum sín-
um í þessari síðustu bók hans
(Á ferð með Kalla í
Ameríku, Travels with
in search of Arjierica)
iesara fjöllyndi hans
mennsku, og lesarinn kynnist
honum persónulega og er í
geðslegum félagsskap með hon-
um og hundinum við lesturinn,
allt frá því að hann kaupir sér
trukkinn — hann lætur smíða
hann eftir sérstakri forskríft
með öllum þægindum, hann er
annað heimili hans, þar sem
hann sefur og matast og skrifar
og hugsar - og þar til hann
kemur heim aftur til New York
Þegar vagninn kemur til hans,
splunkunýr úr verksmiðjunni,
„glæsilegur" segir Steinbeck.
þrfr fjórðu úr tonni, Pick-up,
sem hægt var að nota við öll
hugsanleg skilyrði, verður höf-
undurinn ungur í annað sinn
Vagninn verður að þola mis-
góða vegi, verður að vera jafn
léttur í vöfum og fólksbíll, hann
var með vökvastýri og auk þess
var hann útbúinn mótorhemlum
til að verjast snjó og hálku. í
skilur hann öll persónuleg sönn-
unargögn eftir heima, klæðist
eins og vörubílstjóri og forðast
að skrifa nafn sitt í gestabækur
ari mynd af Ameríku en kvik-
myndir og tímarit og blöð. Það
er saga á bak við frásögnina
eins og einkennir góðar skáid-
sögur. Fólk, sem Steinbeck hitt
ir í ferðum sínum, er áþreifan-
legt í lýsingum hans. Hann
blandar geði við manneskjur af
ýmsum sauðahúsum: vörubíl-
stjóra (hann umgengst þá eins
og stéttbræður), hótelpíur (hann
drakk sig fullan í vodka út af
einni, því að hún var svo leið
inleg: „Niðurdregin sál getur
drepið mann á langtum, langt-
um skemmri tíma en sóttkveikj-
ur“, segir hann) vegalögreglu
(„eins og flestir Amerfkumenn
er ég ekki elskur að löggunni")
Náttúrulýsingar setja blæ á
söguna. Hann yfirsegir ekki í
þeim efnum. Og allan tímann
f ferðinni er hann að hugsa.
I-Ieimspekilegar vangaveltur
hans er kostulegt sambland af
rómantík og realisma, hann tal-
ar stundum við hundinn (Kalli
er næstum orðinn maður) um
allt milli himins og jarðar. Hann
skeggræðir blaðamennsku,
stjórnleysi, plastfargið í Amer-
íku. hótelmenningu, iðnvæð-
ingu, efnishyggju og hvað eina.
„Á ferð með Kalla“ er lífs-
vekjandi bók og lækkar Stein-
beck hvorki sem mann né rit-
höfund.
— stgr.
Cvo hefst ferðin. Höfundur
^ lýsir eftirvæntingunni. Hann'
leggur upp síðla sumars. Haust-
sólin vermir brottfarardaginn.
Hann er fljótur að kveðja konu
sína og hún hélt í aðra átt. Svo
taka atvik að gerast. Það er
Tvser nýjar bækur frá
Bókav. Sigf. Eymundssonar
Út eru komnar hjá Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar bæk-
urnar Á sautjánda bekk, ljóð eft-
ir Pál H. Jónsson frá Laugum,
og Réttur er settur, skáldsaga
eftir ungan rússneskan höfund, er
nefnir sig Abram Tertz, en þýð-
andi er Jökull Jakobsson.
Á sautjánda bekk er önnur ljóða
bók Páls H. Jónssonar. Hin fyrri,
Nótt fyrir norðan kom út 1955
og var sérlega vel tekið og hlaut
lof fyrir fáguð Ijóð, þar sem
„skynsemin og skáldgáfan eru
hvor annarri góðar systur“, eins
og Karl Kristjánsson alþingismað-
ur komst að orði um hana í rit-
dómi.
Á sautjánda bekk er 63 bls. að
stærð og hefur að geyma 22 ljóð.
Eitt megineinkenni þeirra er mikil
ljóðræn fágun, en undir yfirborði
alvöruþungi áhyggjufulls manns,
sem vandi samtímans orkar svo
á, að áhrifa hans gætir sem und-
irtóns í flestum ljóðanna.
Bókin er prentuð í Prentsmiðju
Jóns Helgasonar og er hin snotr-
asta í öllum frágangi.
Skáldsagan Réttur er settur er
127 bls. að stærð. Um hana og
höfund hennar segir m. a. í for-
málsorðum:
„Abram Tertz er þekktur rúss-
neskur höfundur, búsettur í Sov-
étríkjunum. Um hann er ekkert
vitað annað en það sem ráðið verð
ur af verkum hans. Þau eru gefin
út í París, en handritum þeirra
smyglað þangað eftir óþekktum
leiðum frá Sovétríkjunum. Höf-
undarnafn hans, Abram Tertz er
dulnefni, hið rétta nafn hans er
að sjálfsögðu óþekkt. Þrjár bæk-
ur hafa til þessa birzt eftir Abram
Tertz, skáldsagan Réttur er sett-
ur, sem birtist 1959, og ritgerðin
Framh á bls. 5.