Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 8
8 VIS IR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Glundroðasigur ? Höfuðmarkmið framsóknarmanna í kosningunum í vor er að komast í stjómaraðstöðu. Því marki hyggj- ast þeir ná með því að fá þjóðvarnarmenn og hægri kommúnista til þess að kjósa flokkinn. Framsóknar- menn vita manna bezt að útilokað er að þeir fái meiri- hluta á þingi ásamt kommúnistum. Þeir munu því ekki geta myndað nýja vinstri stjóm með þeim. Enda munu sporin hræða. Stjórnartíð og andlát vinstristjómar Hermanns var svo hörmulegt að þá mun ekki fýsa að endurtaka sama leikinn. Nú er áætlun þeirra því sú að fá nægilega aukið atkvæðamagn til þess að geta þröngvað sér inn í ríkis- stjórn með núverandi stjórnarflokkum. Þeir miða með öðrum orðum að því að vinna glundroðasigur í kosn- ingunum. Ef framsóknarflokknum tækist þetta væri glund- roðanum boðið heim. Þá hæfust aftur hrossakaup- in, sem framsókn hefir lengi verið flokka frægastur fyrir. Ekkert mál má ná fram að ganga samkvæmt verðleikum sínum, heldur verður framsókn að fá á- vinning, mann í góða stöðu, íán handa framsóknar- fyrirtækjum og annað því um líkt. Þannig ætlar framsóknarflokkurinn að nota sér atkvæði kommúnista til þess að lyfta sér upp í ráð- herrastólana. En það mun reynast þeim gamla sér- hagsmunaflokki erfitt. Þeir eiga engin baráttumál leng- ur og það sem meira er, þeir geta ekki gagnrýnt með rökum neitt af því sem núverandi ríkisstjórn hefir gert. Viðreisnin hefir tekizt betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Atvinna hefir aldrei verið meiri, gjald- eyrissjóðir hafa skapazt og sparifé stóraukizt. Glundroðasigur yfir slíkri stefnu mun reynast tor- unninn. Laun ríkisstarfsmanna Fyrir skömmu birtist í Tímanum og Þjóðviljanum viðtöl við forystumenn nokkura félaga innan BSRB, þar sem þeir lýstu þeirri skoðun sinni að launatillögur nefndar ríkisstjórnarinnar væru of lágar. Því skal ekki á móti mælt að launakjör opinberra starfsmanna hafa lengi verið of lág og nauðsynlegt er að hækka laun þeirra. En allir velviljaðir menn hljóta að skilja að ekki er unnt að verða við kröfum um að laun ríkis- starfsmanna séu tvöfölduð eða meira en það. Slíkt hlýtur að hafa í för með sér drápsklyfjar nýrra skatta og nýja gengislækkun að auki. Tilboð ríkisnefndarinnar felur m. a. í sér að laun iðnkvenna hækka um 27%, hjúkrunarkvenna um 22%, barnakennara um 19%, fréttamanna um 30%, mennta- skólakennara um 29%, prófessora um 39%. Mörg önn- ur svipuð dæmi mætti taka um aðrar stéttir. Varla er unnt að kalla slíkar hækkanir smánar- boð og sízt felst í slíku tilboði neitt vanmat á störfum ríkisstarfsmanna. MISSKILNINGUR LEIÐRÉTTUR Vegna misskilnings, sem fram hefur komið I furðulegum blaða- skrifum undanfamar vikur, um spíritisma, guðspeki og önnur andleg mál, tel ég rétt að taka þetta fram: 1. Guðspekin er ekki áróður fyrir austrænum trúarbrögðum. Hún er ekki áróður fyrir nelnum trúarbrögðum, og ekki heldur á móti trúarbrögðum, ef viturlega er með þau farið. Kjörorð Guð- spekifélagsins eru: „Engin trúar brögð eru sannleikanum æðri". —Sannleikurinn er auðvitað tak markið, og trúarbrögð eru mis- munandi leiðir að þessu marki. Guðspekisinninn leitar hins sam eiginlega kjama þeirra djúpsins í þeim, en staðnæmist ekki við umbúðir og aukatariði. Allt tal um guðspekina sem trúarbragða samsteypu eða „hrærigraut" er þvf ómerkilegt og út í hött. 2. Guðspekin er ekki „trú“ (og því síður „hjátrú"). Hún er ákveðnar kenningar um lífið og tilveruna, kenningar, sem varpa Ijósi yfir ýmsa myrkviði mann- legs lífs og em i raun og veru meira eða minna fullnægjandi svör við ýmsum spurningum, sem sækja hljóta á sannleiks- þyrstan huga. Guðspekifélagið heimtar ekki af neinum einasta meðlimi sfnum, að hann taki trú arlega afstöðu til þessara kenn- inga. Hitt er annað mál, að þær hljóta að vinna á, eftir þvf sem gamlir hleypidómar láta undan síga. — Stundum er látið f það skfna, að guðspekin boði einhvers kon- ar manndýrkun. Það er ekki rétt. Enda þótt hún haldi því fram, að til hafi verið og til séu háþroskaðir menn, menn, sem jafnvel verðskulda að nefnast guðmenni, varar hún við allri persónudýrkun á þeim. Það er hinn Eini í hinum mörgu, sem á að dýrka. Annars er það nú svo, þó að undarlegt kunni að þykja f fljótu bragði að hversu persónuleg sem manndýrkun kann aö virðast, er það þó alltaf eitthvað ópersónulegt og *nd- iegt sem f raun og veru er dýrk- að, annað hvort óvenjulega mik ið af mætti, góðleika eða vizku og einstaka sinnum þetta allt saman! Guðspekin heldur því fram, að maðurinn sé tvískipt vera, annars vegar ódauðleg sál, gædd guðdómlegu eðli (sem f krlstn- um fræðum er nefnt „guðmynd- ir“), en hins vegar vanþroskaður persónuleiki. Þrátt fyrir allan breyzkleika persónuleikans, eru þvf úrkostir mannsandans mikl- ir, og það er léleg sálfræði í þvf, að staðnæmast við vanþroskann en vilja ekki vita af þroskamögu leikunum. Maðurinn getur ákall að guðdómleg öfl í sjáifum sér, og það gerir hann stundum f hugleiðslu og bæn. Styrialdir og byltingar stafa ekki af því, að guðdómleg öfl hafi verið á- kölluð, eins og einhvers staðar var látið í veðri vaka í blaða- grein, en svo hafi menn misst tök á þeim, heldur af þvf, að slfk öfl voru ekkl ákölluð, enda mætti maður þá aldrei biðjast fyrir, af ótta við það, að hann kynni ekki með bænhej rsluna að fara. Um þetta mætti margt og mikið segja, en f stuttri blaða grein verður að láta margt und- an falla. 3. Ég vil ekki blanda mér í deilur um andahyggjuna („spíri- tismann"), en hlýt þó að láta f ljós undrun mfna yfir þeim hróp yrðum, sem reiðir menn, bæði ungir og gamlir, hafa að henni beint. Vil ég aðeins benda á, að Jesús Kristur sjálfur leyfði Tóm ási að þreifa á sér upprisnum. Eftir Gretar Fells Mundi hann ekki vilja leyfa Tómásum tuttugustu aldarinnar að þreifa á sfnum „sönnunum"? Ég held það. Hitt er annað mál, að mjög bregður til tveggja skauta um meðferð þessa máls. Vissulega er til það, sem nefna mætti „vulgær spfritismi", það er að segja ófullkomin meðferð á málinu En er ekki líka til „vulgær" kristindómsboðun,, „vulgær" anti-kristindómur og fleira af slíku tagi? Það er auð- veldast af öllu að henda skít í menn og málefni, en er ævinlega vottur andlegrar bernsku. Ég held, að .eð tilliti til spíritism- ans og hvers sem er annars, sé ráðlegging postulans góð: „Próf- ið allt. Haldið þvf, sem gott er!“ 4. Að lokum: Hvers vegna þessar endalausu blaðadeilur um viðkvæm andleg mál? — Með þvf að taka þátt í þeim geta menn ef til vill þjónað lund sinni og auglýst pennafimi sína, en þeir sannfæra engan, — og ég vil segja sem betur fer. Málið er ekki svo einfalt. Sannfæring sem nokkuð er á að byggja í þessum efnum, fæst aðeins fyrir persónulega reynslu, hlutlausa rannsókn, ólitaða af óskhyggju og ótakmarkað viðsýni til allra átta. 25. 2 1963. E.B.E. er mesti blia- framleiðandi heims L ö n d Efnahagsbandalags Evrópu eru f sameiningu mesti bflaframleiðandi heimsins og bflakaup hafa aukizt hraðar en viðskipti á öðrum sviðum. Á fjögurra ára tímabilinu 1958—61, þegar öll viðskipti efnahagsbandalagslandanna juk ust innbyrðis um 70 af hundr- aði, jókst viðskiptin að þvf er snerti bfla og hluti til þeirra um 108%, að þvf er magn varð aði, en 130% ‘af því er snerti verðmæti. Útflutningur bíla til landa utan Efnahagsbandalags- ins jókst einnig um 18—22 af hundraði, en alhliða útflutning- ur til þeirra landa jókst hinsveg ar tiltölulega meira eða um 30 af hundraði. Er nú svo komið, að Efnahagsbandalagslöndin eru orðlnn mesti bílaframleið- andi og útflytjandi I heimi, og eru Bandaríkin þá ekki undan- skilin. Löndin innan EBE seldu hvert öðru samtals 625,000 bíla af öllu tagi 1961, og var verð- mæti þeirra áætlað um 605 milljónir dollara, en árið 1958 seldu þessi lönd innbyrðis 56 þús. bíla, sem voru 63ja millj. dollara virði. Útfiutningur sömu landa á bílum til landa utan bandalagsins nam hins- vegar 1,2 millj. bíla af öllu tagi, sem kostuðu næstum 1,5 milljarð dollara. Fjórum ár- um áður höfðu sömu lönd selt þriðja aðila rúmlega milljón bfla fyrir 1200 millj. dollara. Tveir þriðju hlutar bílaútflutn- ings EBE- landanna fóru til iðnaðarlandanna f Evrópu og Norður-Amerfku. n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.