Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963.
túlkuð með mjög augljósum við
vaningsblæ og lýtti það atriðið að
nokkru.
pétur Einarsson vekur ekki at-
hygli fyrir það sem hann
sýnir heldur fyrir hitt sem hann
virðist hafa skilyrði til að geta
sýnt í framtíðinni. Honum var
fyrirmunað að birta hina mikiu
sálarbaráttu Macbeths enda hefði
það verið kraftaverk hjá svo ung
um manni. Pétur hefur mjög
góða rödd en hann kann ekki að
beita henni enn. Framsögn hans
var sönglkennd og vantaði allan
dramantískan þunga. Miklu betur
tókst honum að túlka svipbrigði
Macbeths. Hér er einnig á ferð
inni mjög gott efni í leikara en
hann skortir enn þá sjálfsögun
og festu sem er undirstaða allra
mikilla afreka á leiksviði.
Jjað er furðuleg dirfska hjá
Leikhúsi æskunnar að taka
sér fyrir hendur að kynna verk
Shakespeares. Menn eru sam-
mála um að túlkun á hlutverk-
um Shakespere sé eitthvert erf-
iðasta verkefni sem leikari geti
fengið. Mörg leikhús sem ráða
yfir fjölda atvinnuleikara Ieggja
til atlögu við Shakespeare með
hálfum hug. Á vegum Leikfélags
æskunnar eru aðeins starfandi
unglingar sem flestir eru nýlega
byrjaðir í leiklistarnámi. Þetta er
því ójafn leikur og úrslitin vit-
uð fyrirfram. Mér er ekki kunn-
ugt um hver réði verkefnavalinu
í þetta sinn en mér þykir sá
maður slæmur hershöfðingi.
þetta er eins og að senda óvopn-
aða, berhenta og óþjálfaða Iiðs-
menn gegn skriðdrekum. Þetta
tel ég rétt að haft sé í huga
áður en lengra er haldið og vik-
ið er að sýningunni sjálfri. Ævar
Kvaran Ieikstjóri kemst svo að
orði í leikskrá, að merk viðfangs
efni hafi þá kosti að leikendur
finni smátt og smátt eitthvað
nýtt í snilld höfundarins og end-
urnýist áhuginn þannig í sífellu.
Þetta er auðvitað rétt en það
breytir ekki hinu að unglingum
er enginn greiði gerður með því
að láta þá glíma við verkefni
sem þeir hafa ekki skilyrði til
að leysa. Vitaskuld er ekkert
auðveldara en hafa um þetta fall-
eg orð af því þarna séu ungling
ar á ferð. Ég tel hins vegar að
margt af þessu fólki megi fylli-
lega heyra um sig hlutlægt mat.
Það er engin ástæða til þess að
ýta undir ofmatið hjá fólki sem
er að hefja nám í leiklist. Má í
því sambandi raunar varpa fram
þeirri spurningu hvort það sé yfir
leitt rétt að leyfa leiklistarnem-
endum að koma fram opinber-
lega meðan á námi þeirra stend-
ur og Ieikur þeirra í algerri mót-
un og hefur enn ekki fengið
neinn sjálfstæðan svip.
■tfér er hvorki staður né stund
til þess að analýsera verk
Shakespeares enda er hér ein-
ungis um að ræða brot og leift-
urmyndir úr verkum hans. Á
hinu er aftur á móti rétt að
vekja athygli að tekin eru til
meðferðar atriði úr þekktustu
verkum Shakespeares, Rómeó og
Júlíu, Macbeth og Hinrik IV.
Þykjast flestir leikarar fullsæmd-
ir af slíkum hlutverkum og ekki
allir sem hefja leikferil sinn í
erfiðustu hlutverkum leikbók-
menntanna. Atriðin tókust mjög
misjafnlega, Macbeth verst og
Hinrik IV. bezt. Macbeth féll
raunar alveg dautt sem vonlegt
er því hvernig er von til þess
að óharnaðir unglingar geti túlk-
að þá hyldjúpu örvæntingu og
takmarkalausu grimmd sem birt-
ist í innri baráttu Macbeth-hjón-
anna? Slíkt er ekki á færi ann-
arra en þrautþjálfaðra leikara
sem þar að auki búa yfir mikilli
lífsreynslu og hafa séð með eigin
augum baráttu örvilnaðs manns
við afbrotahneigð og þann litla
snefil sem hann á eftir af æru
sinni. í atriðinu úr Rómeó og
Júlíu er margt gott enda lætur
ungu fólki betur að sjá róman-
tík en hatrammar sálarkreppur.
Að vísu bar ofurlítið á tilgerð
öðru hverju en um það er ekki
J^eikstjórinn, Ævar Kvaran, hef-
ur leyst hlutverk sitt með
prýði miðað við aðstæður þótt
ekki hafi honum tekizt að leiða
leikarana fram til sigurs á við-
fangsefnum sínum enda ekki á
færi mennsks manns. Ekki verð
ur annað sagt en hann hafi bjarg
að því sem bjargað varð og það
er ekki svo lítið. Svo sem eðlilegt
er hefur Ævar lagt megináherzlu
á framsögn og látleysi í hreyfing
um og náð þar furðulegum á-
rangri enda þótt honum hafi vita
skuld ekki náð fram lýtalausri
framsögn hjá hinu unga fólki.
Staðsetningar voru yfirleitt góð-
ar e.t.v. þó að undanteknu at-
riðinu úr Rómeó og Júlíu, þar
sem Rómeó leikur mjög til hlið
ar á sviðinu á mörkum Ijóss og
skugga. Hins vegar hefði leik-
stjórinn gjarnan mátt gefa meiri
gaum að meðferð Ijósa sem oft
var mjög ábótavant.
það sem mestum tíðindum sæt-
ir á þessari sýningu er fyrst
og fremst frammistaða tveggja
leikara og var þó annar þeirra
sýnu betri. Þessir tveir ungu
menn eru Arnar Jónsson og Pét-
ur Einarsson. Arnar Jónsson lét
Leikhús æskunnar:
Pétur Einarsson í hlutverki Macbeths.
eare - kvöld
Leikstjórfc Ævar ECvoran
að sakast. Síðasti hluti sýningar
innar tókst langbezt eins og áð-
ur er að vikið. Þar kemur kóm-
íkin til sögunnar en líf þessa at-
riðis er fyrst og fremst einum
leikara að þakka og verður vik-
ið að honum síðar. Hins vegar
voru sum hinna hlutverkanna
Þórunn Magnúsdóttir og Arnar Jónsson í Rómeó og Júlíu.
sig hafa það að sýna sig í hlut
verkum þeirra Rómeós og Fal-
staffs á einu og sama kvöldi og
mundu ekki allir leikarar hætta
sér út á svo hála braut. Það
er fyrst og fremst skýr og hljóm
mikil framsögn þessa unga
manns sem athygli vekur. Hefur
hann þegar náð undraverðu valdi
á rödd sinni. Hreyfingar hans
voru stundum ofurlítið tilgerðar
legar í hlutverki Falstaffs. Það
hlýtur að vera ótrúlega erfitt
fyrir ungan og tágrannan mann
að bregða sér í líki gamals og
spikfeits æringja. Grunur minn er
sá að þeir menn sem kunna að
bera óverðskuldað lof á sýning-
una í heild geri það fyrst og
fremst með túlkun Arnars á
Falstaff í huga. Hér er ótvírætt
á ferðinni efni í góðan leikara
ef hann gætir sín og lætur ekki
ofmetnast af hæfileikum sínum
áður en þeir fara að skila hon-
um raunverulegum arði.
ÍVnnur leikmeðferð var með við
vaningslegri blæ. Þórunn
Magnúsdóttir sýndi þó ýmsa
snotra hluti í túlkun sinni á
Júlíu, einkum þegar hún stendur
á svölunum. Túlkun Oktavíu Stef
ánsdóttur á Lady Macbeth mis
tókst með öllu, henni tókst
hvergi að birta hina geysilegu
grimmd eða ofsa frúarinnar Er-
lendur Svavarsson lék Hinrik
prins með auðljósum byrjanda-
blæ og framsögn hans var ekki
nægilega festuleg, svipaða sögu
er og að segja um Magnús Ólafs-
son í hlutverki Ponsa. Önnur hlut
Erlendur Svavarsson og Magnús Ólafsson sem Hinrik prins og
Po
verk eru smærri og gefa ekki til-
efni til sérstakrar umsagnar.
Leikhús æskunnar er merkileg
tilraun til þess að gefa ungu fólki
kost á því að kynnast leikhús-
störfum. Og þeim er vitanlega
heimilt að reisa sér hurðarás
um öxl í glímu sinni við leikar-
ann í sjálfu sér. En þegar æsku-
fólk efnir til opinberra sýninga
verður að gera þá kröfu til for-
ráðamanna þeirra að þeir kunni
að velja verkefni sem unglingarn
ir hafa einhver skilyrði til að;
ráða við.
Njörður P. Njarðvik.