Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963. Guðlaugur biður — Við húfum — Framhald af bls. 1. Það gerir um 85 fiska í tonnið. Svo stóran og fallegan fisk man ég varla eftir að hafa fengið. Fiskurinn er alveg glænýr, þegar við tökum hann inn, við þurrkum ekki einu sinni nótina, svo að fiskurinn er syndandi í sjónum, þegar við háfum hann inn og blóðgum hann jafn- skjótt. Hann tekur jafnvel fram línufiski. Og þetta er fiskur sem hvorki bítur á linu né veiðist í net. Lfnubátarnir voru þarna skammt frá okkur og þeir fengu eingöngu ýsu. Við höfum aðeins fengið 10 ýsur frá því við byrjuðum á þorska- nótinni. — Sumir halda því fram, að það ætti að banna þorsknótina. Hvað segirðu um það. Eru þess- ar veiðar slæmar fyrir fisk- stofninn? — Ekki get ég séð það. Þetta er eins og ég sagði allt stór golþorskur. Og þetta stendur stutt yfir, meðan gangan er. Við erum nú komnir með 116 tonn, getur verið að við fáum 200 tonn. Berum það nú saman við ef við hefðum farið á net í vetur, við gætum fengið um 600 tonn og það yrði minni fiskur, meira af ungviði í hon- um. Ég hef ekki þá trú að þetta geti skaðað stofninn. Vísir sneri sér til Jóns Jóns- sonar fiskifræðings og spurði hann, hvernig fiskifræðingar litu á tilkomu þessara nýju veiðarfæra, þorskanótarinnar, hvort hann teldi að hún skap- aði nokkur ný vandamál. Hann sagði að það væri ekki hægt að segja um það hvemig notkun slíkra fijótvirkra veið- arfæra þróaðist. En á þessu stigi væri slíkt vandamál ekk- ert á dagskrá. Hann sagði að fiskifræðingar myndu fá prufur af aflanuni, eins og af öðrum afla m. a. til þess að rannsaka aldursdreifingu og lengd. Sú at- hugun hefði enn ekki verið gerð, en fréttir hefðu hennt, að veiðin í nótina hingað tii hefði verið aðallega stór golþorskur. Nótin tæki ekki minni fisk en önnur veiðarfæri og hún væri betri en mörg önnur veiðarfæri, að því Ieyti. að fiskurinn væri glænýr er hann væri tekinn um borð, en lægi ekki lengi í sjón- um. Róttækar — Framhald af bls. 16. tvö ár og verkföll bönnuð þann tíma. 2) Laun hinni lægstlaun- uðu verða þó hækkuð og má verja til slíkra hækkana á þessu ári 68 millj. d. kr. 3) Verðlagseftirlit starfar áfram. 4) Komið verður á almennu eftirlitskerfi launþega, sem byggist á framlögum bæði frá vinnuveitendum og launþegum. 5) Eftirlit verði haft með ágóða aukningu og hún takmörkuð með verðlagsaðgerðum. 6) Hús- næðiseftirliti verður komið á með Ieiguíbúðum. 7) Starfs- menn ríkisins fá ekki neinar kauphækkanir á þessu tveggja ára tímabili. 8) Ellilífeyrir hækk ar nokkuð. 9) Lántökur atvinnu fyrirtækja erlendis verða gerð- ar auðveldari. 10) Niðurgreiðsl- ur til landbúnaðarins halda á- fram, en skipulagi þeirra verð ur breytt þannig að þær stuðli einkum að auknum útflutningi. 11) Skattar verða lækkaðir um 675 millj. króna. 12) Komið verður á nauðungarláni, sem kemur nokkurnveginn í stað- inn fyrir skattalækkunina. Leggst það á árstekjur yfir 8 þús. d. kr. Það á að endur- greiðast á fimm árum. Framhald -J bls. 1. Sjálfur sagði höfundurinn, að það brygði upp myndum úr for- tíð áðalpersónunnar, fjármála- manns eins, er leikinn er af Ævari R. Kvaran, og gerðust sum atriðin á óræðum stöðum i hugarheimi Jians. „Ég er mjög þakklátur Þjóðleikhúsinu fyrir að taka þetta leikrit mitt til flutnings", sagði Sigurður Ró- bertsson. „Ég geri mér fyllilega Ijóst, að þekking mín á leikrita- gerð er af skomum skammti, en ég hef mætt mikilli alúð af hálfu leikstjóra og leikenda. Ég hef gert ýmsar smávægilegar breytingar í samráði við leik- stjóra, en engar, sem skipta neinu meginmáli". „Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna við leikritið", sagði leikstjórinn, Gunnar Eyj- ólfsson. „Mér finnst miklu meira gaman að stjórna ís- lenzkum leikritum en útlendum. Og ég álít Dimmuborgir mjög leikrænt verk“. Þjóðleikhússtjóri minntist aft- ur á, að hann teldi,, að leik- gagnrýnendur þyrftu að sýna íslenzkum höfundum meiri til- litssemi. „Ég ætlast ekki til, að þeir fari að hrósa því, sem lé- legt er“, sagði hann, „ég bið aðeins um sanngirni, en ekki of mikla hörku“. Þjóðleikhússtjóri er nýkom- inn úr utanlandsför, og kvaðst hann hafa séð fjölmargar Ieik- sýningar og tryggt Þjóðleikhús- inu sýningarrétt á tveimur nýj- um söngleikjum, feiknalega vin- sælum: Stop the World, I Want to Get Off, eftir Anthony Newley, og „Táningaást" eftir Ernst Bruun-Olsen í maí verður væntanlega frumsýnd hin fræga óperá Verdis: II trovatoré. Verðúr hún flutt á ítölsku undir stjórn ameríska hljómsveitarstjórans William Strickland og verður Leonora sungin af Þurlði Páls- dóttur og sænsku söngkonunni Ingeborg Kjellgren, sem skipt- ast á um hlutverkið, Manrico af Guðmundi Guðjónssyni, Azu- cena af Sigurveigu Hjaltested og Di Luna af Guðmundi Jóns- syni . íþróttir — Framhald af bls. 2. Dómaramálin virðast ekki í sem beztu Iagi, ef dæma má eftir því að enginn hinna fjögurra dómara, sem auglýstir voru, mættu á staðn- um til að dæma. Að vísu herjar hér inflúenza og einn dómarinn mun vera erlendis, en engu að síð- ur er eitthvað bogið við þetta. Gylfi Hjálmarsson, sem er í stjórn dómarafélagsins dæmdi alla leik- ina þetta kvöld og fórst vel úr hendi. Verksmiðjur — Fra.nli af I síðu nánar og boða síðan til nýs fundar fljótlega. Á fundinum voru einkum ræddir tveir möguleikar, að byggja við fiski mjölsverksmiðjuna, sem hefir möguleika til stækkunar, eða reisa nýja verksmiðju og þótti ýmsum það ráðlegra þótt báðir möguleikarnir verði athugaðir í BOLUNGARVÍK. Fyrirtæki Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík hefir þeg- ar í undirbúningi byggingu 1500 ..lála síldarverksmiðju á staðnum, verið er að teikna han* og leita tilboða í vélar os er fyrirhugað að þessi verk- smiðja taki til starfa næsta vetur. Það hefir mjög háð síld 5 Esa: arsöltun og frystingu í Bolung arvík að verksmiðja er þar ekki fyrir hendi til að bræða þá síld, sem ekki er hæf til söltunar og frystingar. En með þessari framkvæmd gjörbreyt- ist aðstaðan til hins betra og hafa Bolvíkingar mikinn áhuga á að þessi framkvæmd megi takast og að greitt verði fyrir því hjá hinu opinbera. ENDURNÝJUN OG STÆKKUN A PATREKSFIRÐI: Þorbjörn Áskelsson frá Greni vík hefir keypt gömlu karfa- mjölsverksmiðjuna á Vatneyri við Patreksfjörð, en þar var einnig hægt að vinna úr síld. Nú er Þorbjörn að fá nýjar vélar í þessar verksmiðju og breyta henni í fullkomna síldar verksmiðju og aukast afköst hennar að líkindum til muna við þær framkvæmdir. Þor- björn hefir einnig keypt hrað- frystihúsið Kaldbak á Patreks- firði og mun ætla að frysta síld þar og koma upp síldar- söltun. Vísir gat eigi aflað nánari frétta af byggingamál- um Þorbjörns þar eð hann er nú sjálfur staddur úti i Hol- landi í sambandi við 150 lesta bát, sem hann á þar í smíðum. Söfnun — Framhald af bls. 16. Vesturbær: Skrifstofa Rauða Kross íslands, Thorvaldsensstræti 6. Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53, Kjöt- búð Vesturbæjar, Bræðraborgarst. 43, Sunnubúðin, Sörlaskjóli 42. Síld & Fiskur, Hjarðarhaga 47. Sveinsbúð, Fálkagötu 2. KRON, Þverveg 2, Skerjafirði. Austurbær A: Fatabúðin, Skólavörðustíg 21 A. Áxelsbúð, Barmahlíð 8. Silli & Valdi, Háteigsvegi 2. Austurver, söluturn, Skaftahlíð 24. Lyngás, Safamýri, Breiðagerðisskólinn. Borgarkjör, Borgargerði 6. Silli & Valdi, Ásgarður 20 — 24. Strætis- vagnabiðskýli, Hálaleiti. Austurbær B: Skúlaskeið, Skúlagötu 54. Elís Jónsson, Kirkjuteigi 5. Valgeirs- búð, Laugarásvegi 116. Laugarás- bíó, Laugarási. Búrið, Hjallavegi 15. U.M.F.R. við Holtveg. Borg- arbókasafnið, Sólheimum 27. íþróttahús Í.B.R., Hálogalandi. Margt verður til skemmtunar á Pressuballinu n. k. laugardags- kvöld, méðal annars splunkunýr gamanþáttur eftir Harald J. Ham ar blaðamann. Flytjendur verða Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjamason. „Þetta verður BOMBA!“ sagði Gunnar. „Gefur svolítinn forsmekk af íslenzku 2 bækur — Framh. af bls. 4 Um sósíalisma, hæðin ádeila á ráðandi bókmenntastefnu í Sovét- ríkjunum, sem út kom sama ár. Árið 1961 birtist svo í París safn fimm „furðusagna". Réttur er settur gerist á síð- ustu stjórnarárum Stalíns, þegar einræði hans hafði náð hámarki og sjúkleg tortryggni hans og ótti við andstöðu og „óvini“ setti svip sinn á allt líf f Sovétríkjunum. Sagan er nöpur og hæðin lýsing þessa tíma. Bókin er í kartonkápu „paper- back". Hún er prentuð f Víkings- prenti. sjónvarpi — hversu fjölbreytt og skemmtilegt það mun verða". Bessi kinkaði kolli. „Hvort sem það kemur eða kemur elcki“, mælti hann af viðeigandi alvöru þunga, „þá kemur það samt“. Myndin er af flytjendunum tvedm, en í miðjunni er höfundur þáttarins. Brunlnn i Múlnhverfi Til viðbótar við fréttina um brunann í Múlahverfi í blaðinu í gær skal greint frá því, að Úlfar Kristjánsson sem fórst í brunanum var fjölskyldumaður. Lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn í ómegð. Hann og kona hans höfðu bæði verið gestir um nóttina í húsi því sem brann, en konan sem er heilsulítil hafði farið heim til sín í næsta hús á undan mannin- um. En þar má segja að skilið hafi milli feigs og ófeigs. I morgun spurðist Vísir fyrir um líðan litlu stúlkunnar Sesselju, sem bjargaðist úr brunanum en allmikið brennd. Var líðan hennar heldur betri en í gær. Deilan um leikbúningana S.l. föstudag birtist frétt í blað- inu undir fyrirsögninni „Helmingi ódýrari leikbúningar frá London". Þar var skýrt frá þeirri staðreynd að Leikhús Æskunnar í Reykja- vfk hefði átt kost á að fá lánaða leikbúninga á Shakespeare-kvöld sitt frá Þjóðleikhúsinu fyrir 150 kr. hvern búning hvert leikkvöld, en Leikhús Æskunnar ekki treyst sér til þess kostnaðarins vegna að taka því tilboði enda fengið Ián- aða leikbúninga frá Old Vic leik- húsinu í London fyrir rúmlega helmingi lægra verð þegar eftir þvf var leitað fyrir milligöngu Brezka sendiráðsins hér og British Council. í tilefni af þessari frétt hefir Vísi borizt athugasemd undirrituð af Guðjóni Inga Sigurðssyni, for- manni Leikhúss Æskunnar, og seg- ir þar m.a. „í 45. tölublaði Vísis, föstudag- inn 22. febrúar 1963, er forsíðu- grein undir fyrirsögninni „Helm- ingi ódýrari leikbúningar frá Lond on“ og fylgir með mynd frá Shake sneare-kvöldi, sem leikhús Æsk- unnar frumsýndi s.l. laugardags- kvöld. Það að Leikhús Æsk- unnar bauð blaðamönnum frá Vísi ásamt hinum dagblöðunum að vera viðstöddum æfingu á leikrit- um Shakespeare’s (sem við sýn- um undir nafninu Shakespeare- kvöld) gæti gefið til kynna að þessi níðskrif um Þjóðleikhúsið séu komin frá Leikhúsi Æskunnar. Svo er alls ekki. Þrír af aðaileikend um eru frá Þjóðleikhússkólanum. L.ikstjórinn er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Það skal tekið fram í því sambandi að Leikhús Æskunnar hefir ekki kynnzt þessu gjaldi fyrir „mannslánið", sem um ræðir í greininni. Ennfremur erum við þakklát Þjóðleikhúsinu fyrir velvilja og hjálpsemi við útvegun leikmuna og yfirleitt skilning á starfsemi Leikhúss Æskunnar. Þess um skilningi og velvilja höfum við mætt hvarvetna og vil ég sérstak- lega þakka Bristish Council og brezka sendiráðinu, sem gengu svo frá umræddu búningsmáli að Leik- hús Æskunnar fékk búninga frá Old Vic sér algerlega að kostnaðar lausu og lítil eða mikil upphæð í bví sambandi þess vegna ekki til umræðu". Vísi er ljúft að birta þessa at- hugasemd Guðjóns Sigurðssonar, en vill benda honum á, að í fyrr- greindri frétt var ekkert hnjóðsyrði að finna í garð Þjóðleikhússins, og er því erfitt að finna ummælum hans um „níðskrif" stoð í veruleik anum. Á því skal vakin athygli að Guð jón ber ekki það til baka að bún- ingarnir hafi átt að kosta 150 krón- ur hver á kvöldi, og því hafi ver- ið leitað eftir búningum í London. Það er kjarni þessa máls, enda skýrðu forráðamenn Leikhúss Æsk unnar frá því á 30 manna fundi. Ætti svo einfalt atriði ekki að þurfa að valda deilum enda skýrðu fleiri blöð frá þessu. í Morgun- blaðinu 20. febr. er um þetta ritað og þar segir „ekki var talið fært fjárhagsins vegna að fá leikbún- inga frá Þjóðleikhúsinu". Ritstj. TWntun t prenlsmlöja S, gúmmlstimplagerð Elnholtl 2 - Slmi 20960 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.