Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 6
JpÉÉ Bændaskólar — breytingar á sjómannalögum — hægri handar akstur — breytingar á vátryggingar- lögum fiskiskipa. Sophia ræðir viö Bohan sjálfan um föt — afgreiðslustúlkumar horfa þungbúnar á. Hún valdi — hann borgaði — hún þakkar fyrir. fpvö mál voru tekin fyrir á Al- þingi ( gær, frumvarp um bændaskóla, í efri deild, og frum varp til breytinga á sjómanna- lögunum í neðri deild. Bændaskólafrumvarpið flytur landbúnaðarnefnd, en hún hefur samið frumvarpið fyrir atbeina landbúnaðarráðherra. Framsögu maður nefndarinnar í gær var Bjartmar Guðmundsson (S). Þær meginbreytingar sem nefndin leggur til að fram- kvæmdar verði með frumvarpi þessu eru: 1. að bændaskólar verði tveir en ekki þrir. Ástæð- urnar fyrir því eru þær, að bæði er aðsókn ekki meiri og eins hitt að mikið skortir á, að svo sé búið að þeim tveim skólum, sem nú starfa, að viðunandi sé, 2. fleiri lcennara þarf við skólana og 3. taka þarf upp frekari verka skiptingu milli þeirra, 4. að verk lega námið sé stytt, 5. að meiri áherzla sé lögð á kennslu í vél- fræði, 5. og að síðustu að margs konar námskeið verði haldin í sambandi við bændaskólana. Varðandi fækkun bændaskóla úr þremur, eins og nú er gert ráð fyrir, niður í tvo, leggur nefndin til að skólarnir verði að Hólum og Hvanneyri, en horfið verði frá fyrirhuguðum skóla að Skálholti. í neðri deild rakti framsögu- maður sjávarútvegsnefndar, Birgir Finnsson breytingar þær sem til standa á sjómannalög- um. Ekki er ástæða tii að rekja þær breytingar í einstökum lið- um, en flestar þeirra eru breyt- ingar og endurnýungar í sam- ræmi við breytta þjóðfélags- hætti, og lagfæringar á ýmsum augljósum göllum. Núgildandi sjómannalög eru frá 1930. |~Jreift hefur verið í þinginu nokkrum þingskjölum, m. a. tillögu Kjartans J. Jóhannsson- ar og Birgis Finnsson um hægri handar akstur. Bent er á í grein- argerð að flestar þjóðir hafi tekið upp hægri handar akstur, þar á meðal allar Evrópuþjóðir nema við, Englendingar og Sví- ar, og Svíar hafa þegar ákveðið að breyta til. Segir síðan: Hjá því getur varla farið að við verð um fyrr eða síðar að fylgjast með í þessum efnum. Það þarf hins vegar allmikinn undirbún ing og verður kostnaðarpamara. eftir því, sem það dregst. Með vandlegum undirbúningi og með því að hafa nægan tíma til um- ráða má verulega draga úr kostn aði við breytinguna. Þess vegna er þessi tiliaga flutt nú. Jón Árnason ber fram frum- varp til laga um breyting á lögum um varðskiþ landsins. Leggur hann til að björgunar- Iaun fiskiskipa sem varðskip hjálpa úr háska. skuli fara eftir reglum sem dómsmálaráðherra setur og skuli þá miðað við út- gerðarkostnað varðskipsins, og tíma þann er hiálpin tók. Skv. núgildandi lögum eru björgunar laun ákvörðuð af stjórn Sam- ábyrgðar íslands og miðast þá við fjártjón og' tilkostnáð, sem 'hjálpin hefur valdið. Er það skv. lögum um vátrygg- ingarfélög fýrir fiskiskip. Hjá þeim félögum eru hiris vegar að eins tryggð þau skip sei.i skylt er að tryggja, þ. e. báta.minni en 100 brúttólestir, eri s^tærri fiski- skip tryggja ýfirleitt hjá einka- tryggingarfélögum, sem ekki njóta hagsbóta af fyrrgréindum reglum. Hafa tryggingar þessar því orðið nokkru dýrafi en ella. Geta má þess, að erlendis er það föst venja að skip sem hafa björgunarstarfsemi að átvinnu. taki fyrir hjálp sína tímakaup, eins og Jón leggur til, en ekki bjarglaun samkvæmt ákvæðum siglingalaganna. Þá leggur Karl Guðjónsson fram tillögu um tryggingarsjóð landbúnaðar og nokkrir Alþýðu- flokksmenn leggja tií að eftirlit verði haft með fyrirtækjum, svo þau geti ekki haft óæskileg á- hrif á verðmyndunh' landinu. Á ég að taka hann eða ekki? — það er dálítið erfitt þegar frakkinn er saumaður handa magurri sýningarstúlku en mað- ur gengst dálftið úþp í „kúrv- um“. Leikkonan pantaði mikið af fötum upp á von og óvon — en hún er svo stór að meðal númer í Frakklandi passa henni alls ekki, og því gat hún ekki keypt öll þau módelföt, sem hún h'éfði viljafL'Eri^po kvaSTdí hún Bohan — hæstánægð. Full breiðar axlir — ekki svo? En ég tek hann nú sanit. VISIR . Þriðjudagur 26. febrúar 1SC3. Fyrstu Dior-myndirnar sem birtast Soffía Loren mátar nýju tízkuna í dag verða fyrstu ljósmynd- irnar frá Dior-tízkusýningunni birtar í París. Þeirra er beðið með eftirvæntingu um allan heim, og er það ekki nema eðli legt, þar sem Dior-sýningin er almennt álitin hafa verið s.ú bezta í ár. En þótt blátt bann hafi verið lagt við að Iáta nokkuð af Ijós myndum síast út hefur ljós- myndarinn, sem tók myndirnar sem hér birtast ekki hirt um það. Og myndirnar eru af Soffíu Loren sem er að velja sér föt og manni hennar Carlo . ■ r ............... Ponti, sem hefur tilbúna ávís- un sem jafngildir kvartmilljón íslenzkra króna. Carlo Ponti fer alltaf með Soffíu sinni í fatakaup og Soffía segir: „Svona á það að vera. Maður á alltaf að hafa eiginmanninn með, og aðeins að klæða sig fyrir hann, hirða ekki um hvað aðrar konur segja". , Hún Soffía er sannarlega heppin að eiga svo velstæðan mann. Hún segir að nýja tízkan hans Bohan sé alveg stórfín og hafi aldrei verið betri, og að hann Bohan hafi afskaplega mikla hæfileika og sé mjög að- laðandi. öll hennar eftirlætis föt s.l. fimm ár hafa verið frá Dior húsinu. S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.