Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 16
ISIR Þriðjudagur 26. febrúar 1963. Öxnadals- heiöi er nú faungfær Akureyri í morgun. öxnadalsheiSi hefur verið þungfær bifreiSum frá því fyrir síSustu helgi og tæki frá Vega- gerSinni sem fóru upp á heiSi til aS hreinsa hana gáfust upp á því vegna hriðarveðurs. Á Iaugardaginn snjóaði mikið á heiðinni svo að bílar áttu í erfiðleikum með að komast yfir hana. Daginn eftir fóru ýtur frá Vegagerðinni til aðstoðar bílum sem komust illa eða ekki leiðar sinnar og ætluðu síðan að hreinsa veginn, en það reynd ist gjörsamlega þýðingarlaust. Svarta bylur var uppi og fennti jafnharðan í slóðina. Enda þótt Öxnadalsheiði sé ó- fær litlum bílum þykir líklegt að stórir bílar komist enn yfir hana, en fréttir höfðu ekki bor izt af henni í morgun. Á Akureyri hefur snjóað frá í nótt og jörð alhvít orðin. Veður er samt kyrrt og gott, það er hvassara út með firði. Hið hcimskunna Lundúna- blað Sunday Express birti á sunnudaginn skemmtilega og sérkennilega grein frá Islandi. Er það einn frægasti blaSamaS- ur þess James Murray, sem skrifar hana, en hann dvaldist fyrir hokkru hér á landi. Greinin heitir „I go swimm- ing with a President at 7,30“, en þýðir „Ég fer að synda með forseta ki. 7,30“ og segir þar i byrjun greinarinnar frá því að forseti íslands fari á morgnana í almenna sundlaug. Hinn brezki blaðamaður læt- ur í ijós undrun sína yfir því að hægt sé að synda i opinni sundlaug á íslandi í febrúar mánuSi. Segist blaðamaðurinn hafa átt stutt samtal viS forsetann og er þetta samtal fremur gam- ansamt. Hann spurði forsetann m. a.: — Hvers vegna fáið þér yður ekki eigin sundlaug. Ég er viss um að Kennedy for- seti á eigin sundlaug. Þá segir hann að Ásgeir for- seti hafi svarað: — Ég hef synt hér í 61 ár, fimm daga í viku og ég er orðinn of gam- all til að breyta til Hér hitti ég líka á hverjum morgni gamla vini mína og við ræðum sam- an um heima og geima. Búnaðarþing s amþ ykkir að rannsaka hvers vegna jariir fara í e Búnaðarþing samþykkti árdegis í dag ályktun um rannsókn á því hvernig hægt værj að girða fyrir hættuna, sem af bví stafar, að jarð ir halda áfram að fara í eyðj. Bændafélag Fljótsdals hafði Iagt fram erindi um afkomu bænda og var það til umræðu. Voru umræð- ur fjörugar og m.a. rætt um að rannsaka beri hvers vegna jarðir fari í eyði og hvað gera beri lil þess að koma í veg fyrir það. Ályktuninni, sem fyrir lá var Hörkudeiiur um uðild 18 AFRÍKU-ríkja að EB£ breytt nokkuð, og var hún borin upp svohljóðandi: Búnaðarþing felur stjórn Búnað- arfélags íslands að láta rannsaka í sambandi við Stéttarsamband bænda og Landnám ríkisins og hér aðsráðunauta hvernig hægt væri að fyrirbyggja þá hættu, sem nú vofir yfir mörgum sveitabýlum og sveitahlutum, að þau fari í eyði. Rannsókn þessari verði lokið á þessu ári og með henni stefnt að því, að finna úrræði einstökum býlum og heilum sveitum, sem nú eru í þessari hættu, en gætu haldizt í byggð, ef einhver aðstoð fengist. Umræðum lauk í gær og aðeins atkvæðagreiðslan eftir, er fundur hófst í morgun. Búnaðarmálastjóri, Halldór Pálsson lagði til að héraðs ráðunautum væri falið að taka þátt í rannsókninni í einstökum lands- hlutum. SÖFNUN R.K.Í Ráðhenunefnd Éfnahagsbanda- lagsins kom saman á fund i morg- un til þess að ræða undirritun samkomulags um auka-aðild 18 Afríkurikja, sem áður voru fransk- ar nýlendur. — Fundurinn er haldinn fyrir luktum dyrum. Vafasamt var talið í gær, hvort nema tveir ráðherrar myndu sitja fundinn, en fréttir frá Briissel í morgun herma, að auk Couvé de Murville utanrlkisráðherra Frakk- lands, hafi Paul Henri Spaak utan- ríkisráðherra Belgíu setið fundinn, sem var settur af E. Schaus utan- ríkisráðherra Luxembourg. Erhard, efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands fór frá Briissel í morgun áieiðis til Rómaborgar, eftir að hafa átt einkaviðræður við Spaak og prófessor Hallstein for- mann Efnahagsmálanefndarinnar. Erhard tók ekki þátt í fundum ráðherranefndar EEB í gær. Það er búizt við, að af hálfu Frakkiands verði iögð mikil á- herzla á, að samkomulag um auka-aðild 18 Afríkuríkja verði undirritað hið fyrsta. Afstaða Ítalíu og Hollands síðan Bret- um var neitað um aðild að EEB hefir verið að draga málið á ianginn. I fréttum í gær var sagt, að búast mætti við mjög hörðum deilum á fundinum. Kunnugt er, að Luns utanríkisráðherra neitaði að undirrita slíkt samkomulag, vegna framkomunnar gagnvart Bretum, en ítalir bera því við, að vegna þingkosninganna i apríllok á Ítalíu, eigi þeir óhægt með að und- irrita samkomulagið nú. í framhaldsfrétt segir, að heyrzt hafi að Spaak hafi mælt eindregið með undirritun samkomulagsins eins fljótt og unnt væri, og á hann að hafa beint orðum sínum til ítalska fulltrúans og sagt, að það væri pólitísk kórvilla, að fresta málinu, þar sem sérhver frestun myndi valda Afríkuríkjunum stór- kostlegum erfiðleikum. ítalski full trúinn kvað afstöðu ftalíu til Af- ríkulanda óbreytta. Enginn ágreiningur var um texta samkomulagsins, en árdegisfund- inum lauk án þess samkomulag næðist um hvenær undirritun færi fram og óvíst að málið verði tekið fyrir aftur fyrr en í byrjun apríl. Á morgun er hin árlega fjár- söfnun Rauða krossins. Það er mikilvægasti fjársöfnunardagur þessa félagsskapar, sem gegnir svo mikilvægu hlutverki til hjálpar og líknar. Reykvíkingar hafa daglega fyr- ir augum til hvers fé Rauða kross- ins er varið. Þeir sjá sjúkrabilana, sem Rauði krossinn hefur keypt til borgarinnar. Á s.l. ári fóru sjúkrabílarnir í Reykjavík nærri 7 þúsund ferðir með sjúka og slas- aða. Á s.l. ári var keypt ný sjúkra- bifreið til landsins og aðra verður að kaupa í ár. í sumardvöl á vegum Reykja- veíkurdeildarinnar voru 216 börn. Námskeið var haldið f hjálp í við- lögum. Deildin lánar sjúkum sjúkrarúm í heimahúsum. Rauði Róttækar aSgerðir í Dan- mðrku gegn verðbólgunni Sfðustu vikur hefur Jens Otto Krag forsætisráðherra Dana haft óhemju mikið að gera. Segja má að hann hafi setið jafnt nótt sem dag á erfiðum fundum. Menn segja að hann hafi látið á sjá og sé orðinn út- keyrður eftir þetta. Dönsku blöðin láta f það skína, að þessi ungi maður sé að slíta sér út og minna á það, að sfðustu for sætisráðherrar Iandsins hafi misst heilsuna eftir skamma setu í embættinu. Þess er getið sem dæmi um það, hvað forsætisráðherrann sé þreyttur, að hann hafi nú ekki þorað annað heilsu sinnar vegna en að hætta að reykja. Þykir þá langt gengið, því að Krag er sonur tóbaksvörukaup- manns. Og hvað er það sem reynir svo á hann: — Það er hin yfir vofandi hætta á óðaverðbólgu f Danmörku. Mörg helztu verka- lýðsfélögin f landinu hafa kraf- izt stórfelldra launahækkana, en ráðherrann sem alinn er upp pólitískt f verkalýðsfélög- unum segir að nú sé ekki hægt að halda lengra á kaupkröfu- brautinni. Kauphækkanirnar munu ekki hafa í för með sér kjarabætur, heldur eingöngu fjárhagslegt öngþveiti. Þess vegna hefur hann og ríkisstjórn hans ákveðið að spyrna við fótunum og hefur stjórnin nú eftir hina löngu við ræðufundi ákveðið að leggja fyrir þingið frumvörp um bann við launahækkunum og verk- föllum næstu tvö ár. Samtímis verða gerðar ýmsar aðrar ráð- stafanir f efnahagsmálunum. Aðgerðir þessar þykja mjög rót tækar, en flestir eru sammála um það, að óhjákvæmilegt sé að grípa til strangra ráðstafana til að stöðva verðbólguna. Aðgerðirnar eru f 12 liðum og skal hér getið helztu þeirra: 1) Kjarasamningar sem nú eru í gildi verða framlengdir f Framh. á bls. 5. krossinn annaðist Alsírsöfnun í vetur og í janúar s.l. fór fram fjár- söfnun til hjálpar allslausu fólki sem missti eigur sínar f húsbrun- um á ísafirði og Hólmavík, Þá hyggst Rauði krossinn nú vinna að því að koma upp sér- stökum hjálparsjóði svo að hægt sé að grípa til hans þegar í nauðir rekur. Rauði krossinn biður sölubörn um að koma á útsölustaði kl. 9,30 á öskudagsmorgun og búa sig vel. Dreifingarstaðir merkjanna eru þessir: Framh. á bls. 5. Krag forsætisráðb kemu; af fun-*5 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.