Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 1
■KKIOF
„Leikgagnrýnendur hér á
landi eru alltof harðir i dómum
sínum um íslenzk leikrit",
sagði Þjóðleikhússstjóri á fundi
með blaðamönnum í gær. „Þeir
taka ekki nægilegt tillit til að-
stöðumunar íslenzkra og er-
lendra leikritaskálda, en hér
eiga menn ekki kost á jafn-
langri og góðri þjálfun í leik-
þorskinn inn
ur notinm
!//
ORKU
ritagerð og annars staðar er
mögulegt. Þar geta höfundar
stundað leikhús og kynnt sér
tæknilegar hliðar leikritagerð-
ar, oft leika þeir jafnvel sjálfir,
og þeir geta öðlazt margvíslega
reynslu, sem ekki er unnt að fá
hérlendis“.
Á miðvikudagskvöld verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu hið
nýja leikrit Sigurðar Róberts-
sonar, DIMMUBORGIR. Kvaðst
Þjóðleikhússtjóri vera mjög
ánægður að fá þetta leikrit til
flutnings, enda væri það afar
nýstárlegt að efni og búnaði og
líklegt til að vekja athygli og
umhugsun.
Framh á bls. 5.
Eldborgin kom með 37Vi tonn
— eins dags veiði i þorskanót
Þorskanetaveiðar fáeinna báta á SV-Iandi hafa vakið athygli.
Eldborgin úr Hafnarfirði hefur fengið 116 tonn á viku og 1
Ársæll Sigurðsson um 150 tonn á 10 dögum. Þetta er nýtt1
veiðarfæri, sem verið er að reyna. Hér birtast umsagnir skip-1
stjóra og fiskifræðings um þessar nýju veiðar.
Sæmundur Sigurðsson á Ársæli Sigurðssyni II hefur komið með
150 tonn á 10 döguni.
Fréttimar af þorskanótaveið-
unum við Aeykjanes að undan-
fömu hafa vakið mikla athygli
við sjávarsíðuna, þar sem bát-
amir hafa oftsinnis komið með
15 tonn inn í veiðiferð, meðan
línu og netabátar hafa sjaldan
verið með meira en 4—5 tonn.
Ber þess þó'að geta, að eigi
má gera of mikið úr þessum
nótaveiðum, þar sem bátamir
em svo fáir og búast má við að
veiðin standi aðeins stutt.
Fallegur afli.
En Vísir hefur nú haft fregn-
ir af því, að Hafnarfjarðarbát-
urinn Eldborg hafi komið inn á
laugardaginn með 37% tonn,
eins dags veiði og hafi þessi
fiskur verið svo fallegur, bæði
stór og glænýr, svo að sjómenn
hafa varla séð fallegri afla. Á
laugardaginn kom Ársæll Sig-
urðsson II lfka til Grindavíkur
með um 15 tonn.
Breytilegar göngur.
Vísir sneri sér til Gunnars
Hermannssonar skipstjóra á
Eldborg og bað hann um að
segja sér, hvernig hefði staðið
á þessum miklu aflabrögðum.
— Við höfum verið að reyna
nótina tvö s.l. sumur, en feng-
um þá lítið annað en ýsu í
hana. En nú bregður svo við
að við fáum mikið magn af
þorski. Þetta stafar af breyti-
legum göngum. Það hefur ekki
komið slík ganga sem nú. Þessi
þorskur fylgir loðnunni og við
veiddum þessi 37% tonn
skammt frá Garðskaga. Þetta
voru 9 köst.
Gunnar Hermannsson á Eldborginni: Hef varla séð fallegri fisk.
Utan við loðnuna.
— Sjáið þið þorskinn á fisk-
leitartækjunum?
— Nei, við sjáum loðnuna og
Ioðnutorfan virðist skyggja svo
Þrjár síldarverksmiðjur í
undirbúningi ú Vestfjörðum
á þorskinn að það sést ekki
depill utan við loðnutorfuna.
En þorskurinn virðist halda sig
í kantinum utan við loðuna og
svo mikið magn af honum, að
það er sama hvar við köstum,
hann kemur í nótina, heldur
sig frá botninum.
Veiðist ekki á línu.
— Það er sagt að hann sé
stór?
— Já, hann er mjög stór.
Við töldum ekki fyrstu dagana,
en ég gæti trúað að fyrst hafi
verið 80 fiskar í tonninu. Hins
vegar töldum við allan aflann
á laugardaginn og þeir voru
rúmlega 3200 í 37% tonni.
Framh. á bls. 5.
Allar horfur eru á því að fram
undan sé stórfeld uppbygging í
síldariðnaði á Vestfjörðum. ís-
firðingar hafa í huga að reisa
nýja síldarverksmiðju, eða
býggja við gömlu fiskimjöls-
verksmiðjuna þar. Fyrirtæki
Einars Guðfinnssonar í Bolung-
arvík hefir í undirbúningi að
reisa nýja 1500 mála verksmiðju
og Þorbjörn Áskelsson, sem rek
ur hraðfrystihúsið á Patreks-
firði, ráðgerir einnig verksmiðju
byggingu. Þessar framkvæmdir
myndu að sjálfsögðu verða mik-
il Iyftistöng fyrir atvinnulífið á
Vestfjörðum og mun hafa verið
farið fram á stuðning ríkisvalds
ins við þessa uppbyggingu. Mik-
ill og almennur áhugi er á þess-
um málum í byggðarlögunum
vestra. Hugsa Vestfirðingar sér
að hagnýta sumarsíld, raeðan
húp er á Vestursvæðinu og Mið
svæðinu a. m. k. og eins vetrar-
sildina, en hún veiðist oft sem
kunnugt er út af Jökli og jafn-
vel norður í Breiðafirði, og er
stundum ekki lengra að flytja
hana til Vestfjarða en Faxaflóa-
hafna, að ekki sé nú talað um
ef flytja ætti hana til Norður-
landshafna. Þá þykir Vestfirðing
um og sem eigi muni fullrann-
sakað hvort síld sé í siónum út
af Vestfjörðum á ýmsum árs-
ttmum.
VERKSMIÐJUMÁL
ÍSFIRÐINGA:
Bæjarstjórn ísafjarðar sam-
þykkti á fundi sínum 6. þessa
mánaðar að fela bæjarráði að
boða til fundar með útvegs-
mönnum i bænum með það
fyrir augum að ræða mögu-
leika á að reist verði þar síld-
arverksmiðja. Þessi fundur var
haldinn í fyrradag og sóttu
hann ýmsir framámenn í fisk-
iðnaðarmálum, auk bæjar-
stjórnarinnar og forstjóra fiski
mjölsverksmiðjunnar á ísa-
firði. Kosin var 5 manna nefnd
til þess að athuga þetta mál
Framh. á bls. 5.
Ellert Schram
tormaður
Stúdentaráðs
Nýkjörið Stúdentaráð Háskóla
íslands hefur skipt með sér verk-
um og var Ellert Schram, stud.
jur. kjörinn formaður, Þorvarður
Elíasson, stud. oecon, gjaldkeri og
Sveinn Valfells, stud. polyt. ritari.
Alls sitja níu menn I ráðinu.