Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 26.02.1963, Blaðsíða 9
V1 S IR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963. * I í 1 í *. gíðastliðið sumar urðu úrslit bæjarstjórnar- kosninga á Akranesi þau, eins og í svo mörg- um öðrum kaupstöðum úti á landi, að enginn einn flokkur fékk hrein- an meirihluta í bæjar- stjóm. Samkomulag tókst heldur ekki milli flokk- anna um neinn pólitísk- an bæjarstjóra og var þá farið að kanna aðra möguleika. Beindust augu bæjar- fulltrúanna loks að ung- um manni, sem hafði engan þátt tekið i póli- tísku starfi í bænum, en hafði verið bæjarverk- fræðingur um nokkurra ára skeið á Akranesi. \7'arð úr að þessi maður var ráðinn bæjarstjóri með sé að koma við hag- kvæmni í slíkum framkvæmd- um. Ég skal ekkert segja um, hvernig ég hef staðið mig í því, það er annarra að dæma um það, en ég held, að ef litið er almennt á þetta og vandamál bæjarfélaganna yfirleitt, þá hlyti það að gefa góða raun. að fela tæknimenntuðum mönn- um áhrif á stjórn bæjarmál- anna. — Tyryndirðu telja að ís- lenzk sveita- og bæj arfélög séu hér yfirleitt á eftir tímanum? — Já, þau eru það vafalaust en nú held ég að menn séu farn ir að skilja það, að brjóstvitið eitt nægir ekki. Verkefnin eru farin að verða stærri og rekstur bæjarfélaganna er mjög mikið undir því kominn hvort ve) tekst eða illa að leysa þessi verkefni og hvort hagkvæmni er komið við í framkvæmdum. — Er ekki skemmtilegt fyrir verkfræðing að komast til að starfa í svona bæ, sem er óðum að stækka og fá á sig framtfð- arsvip? — Jú, öll þessi bæjarfélög okkar eru í deiglunni skipu- lagslega séð. Þau eru öll að breytast úr óreglulegri tómt- húsabyggð í þokkalega, skipu- lagða bæi. Við erum á millibils- ástandi og mér finnst Akranes vera eins og unglingur á gelgju- skeiði. Það er t. d. geysimikið unnið að þvf hér að ryðja burtu gömlum húsum og kofum sem standa f vegi fyrir gatnagerð. Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri á Akranesi. Bæjarstiórinn ónóiitískur * ■■-.bT Wv* tirtttU nidshH íiteai 6» ,toúMaah* hiH .É.*m too ■ ■>; 5 jH Í6 izi crraz Ivcj liíte .ft sn- 8s Miö'itd 18IW02IB6Ú en verkfræðímenntaður ■{ i I 5 5 stuðningi fulltrúa Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks í bæj- arstjóminni. Það var með nokkurri ror- vitni, sem fréttamaður Vísis gekk á fund Björgvins Sæ- mundssonar, sem lfklega er eini „hlutlausi" bæjarstjórinn á landinu, valinn í starfið ekki eftir pólitískum stefnumiðum, heldur vegna þess, að menn höfðu álit á honum fyrir verk- fræðilega menntun hans og hæfileika. Björgvin er nú 32 ára, Akureyringur að ætterni, stundaði fyrst nám við Mennta- skólann þar en síðan í Háskól- anum f Reykjavík og Kaup- mannahöfn. i~ig við spyrjum hann hvernig það sé að vera ópólitískur bæjarstjóri. — Það er svolítið freistand; að komast í þessa aðstöðu, en í rauninni fyndist mér ekki ó- eðlilegt að bæjarfélög fái tækni- lega menntaða menn til að taka að sér stjórn bæjarmálefnanna í rauninni em vandamál hvers bæjarfélags fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Félagsmálastörf in eru meira og minna kerfis bundin. Það hefur a. m. k. verið reynsla mfn, að þegar farið er að ræða um félagsmálaliðina í fjárhagsáætlun, að þá eru allir sammála um þá og sjaldan hægt að lækka þá liði. Það er fyrst þegar farið er að ræða liðina um verklegar fram- kvæmdir, sem farið er að kanna hvemg hægt sé að spara og lækka kostnaðinn. Enda cr það mjög þýðingarmikið að hægt Og ég get sýnt þér, að það er dálftið gaman að bera það sam an á gamalli loftmynd og nýrri, hvað göturnar eru nú orðnar miklu beinni og breiðari en á gömlu myndinni. Á þeirri gömlu sést hvernig göturnar tóku króka og hlykki fram hjá húsunum. — JJefur byggðin ekki færzt mikið upp eftir — og hvernig er það, færirt þá ekki miðjan líka upp? — Jú, það má segja að miðja bæjarins hefur færzt ört upp^ eftir frá því sem var fyrir nokkr | um árum. Ný húsahverfi hafa j verið byggð og margt annað' stuðlar lfka að þvf að umferðin færist mikið upp eftir. Það hafði t. d. mikil áhrif hér fyrir nokkru, þegar sími og póstur voru flutt hingað upp úr, þegar nýja pósthúsið var byggt. — Og Akranes getur haldið áfram að stækka. Það er nóg landrýmið? — Já, það hafa verið skipu- lögð hér fyrir ofan ný hverfi, nýtt miðbæjarhverfi, sem getur tekið nokkur þúsund íbúa. Á þessu svæði eru núna skólagarð ar. Við höfum ótakmarkað svæði, en það er ekki eins auð- velt að byggja á þvf og á þeim svæðum, sem þegar er búið að byggja. Það er nokkuð flatt og mýrlent og dýrara að vinna það, þarf að þurrka það og leggja þar holræsi. — TTvenær fluttist þú til Akraness? — Ég fór að starfa hér sem bæjarverkfræðingur 1958. Það hafði verið hér bæjarverkfræð- ingur áður í sambandi við hafn- argerðina. Hafnargerðinni var einmitt að ljúka um það leyti. — En nóg hefur verið að gera fyrir það? — Jájá, það hafa verið mikl- ar verklegar framkvæmdir héi síðan. Fyrsta verkefnið mitt var Gagnfræðaskólinn nýi, sem var byggður 1958—60. Ég gerði all- ar verklegar teikningar í hann Síðan kom gatnagerðin. Hún er hreinsa þær og hefja garðrækt. metrum f gatnalengd. Og s. 1. sumar steyptum við 10 þús. fer- metra, sem samsvarar um 1200 metrum. Við höldum þessari gatnagerðaráætlun áfram, þó við getum ekki tekið alveg eins stóra bita. Hv skemmtilegt verkefni og til mik- ils menningarauka. Ekkert breytir svip bæjarins jafnmikið og að fá góðar sléttar steyptar götur, sem hægt er að halda hreinum. Það ýtir líka undir menn að girða lóðir sfnar, sem lítið hefur verið um hér á Akranesi fram til þessa. Við byrjuðum lítið eitt á gatnagerð að mörgu leyti ákaflega inni haustið 1960, en svo var hún mest sumarið 1961. Þá steyptum við um 13 þúsund fer metra, sem svarar til um 1600 fvernig er það, þegar göturnar eru steypt- ar? Er þá ekki erfitt að fram- kvæma ýmsar lagningar á eftir, svo sem á rafmagni og síma? Hvernig fer það þá, þegar sfm- inn þarf að fara að rffa upp göturnar, eins og hann gerir oft á eftir? — Það á nú helzt ekki að koma fyrir, en nú skapar það engin vandamál sfðan við feng- um steinsög. Ef það þyrfti að grafa yfir steypta götu, er hæg- urinn hjá að saga steypuna sundur og Iyfta henni upp eins og hlemmum. í fyrstu vorum við að leggja trélista í steyp- una til að forða því að hún spryngi, en nú sögum við f hana og fyllum raufina með biki. — TTverjar eru annars xhelztu framkvæmdir í undirbúningi hjá ykkur ? —Það er margt f undirbún- ingi. Ég veit ekki hvað ég á að telja upp. Vatnsveitan er ekki fullnægjandi ,vegna þess að vatnsneyzla hér er geysimikil og er það bæði vegna fiskiðju veranna og sérstaklega vegna Sementsverksmiðjunnar, sem eyðir geysilegu vatni. Þess vegna er bráð nauðsyn á að auka vatnsveituna. Þá er meiningin að byrja í sumar á nýbyggingu við sjúkra húsið, sem á áður en lýkur að verða stærri en sjúkrahúsið er nú. Þá á að byrja á viðbygg- ingu við barnaskólann, þar er ‘;t. d mikil þörf á leikfimissal. Loks má nefna verk í Lamb- húsasundi héma vestan megin á Skaganum. Það á að verða undirbúningur undir dráttar- braut, en ég gæti trúað að það yrði byrjun á nýrri höfn. Lamb húsasundið er grunnt og menn hafa ekki haft trú á að hægt væri að dýpka það þangað til botnrannsóknir s. 1. sumar sýndu, að dýpkun myndi vera tiltölulega auðveld. — Þér líkar vel að starfa hér sem „hlut laus“ bæjarstjóri, spurði frétta maður Vísis að lokum. — Ég get ekki annað sagt en að það hafi verið ágætt að starfa hér með öllum bæjar- fulltrúunum úr hvaða flokki sem þeir eru. I s Sat átján ár í sovézkum hngelsum fyrir trá sína í mörg ár vissu menn ekki hvort hann var lífs eða liðinn, en ný- lega var honum sleppt úr haldi, eftir að hafa verið „sendur til Sibiríu“ og verið 18 ár í sovézkum fa gelsui i eða fangabúðum. en s.l. sunnudag fagnaði honum sjálfur sjálfur Jóhannes páfi og faðmaði hann að sér. Sá, maður, sem hér um ræðir er Slipyi erkibiskup. æðsti maður rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi. sem leyst var upp af valdhöfum Sovétríkjanna. Embætt- ismenn í páfagarði vildu ekki segja neitt um það, hvenær erkibiskupn um var sleppt úr haldi og Ieyft að fara úr landi, eða hvort samkomu- lagsumleitanir hefðu farið fram til þess að stuðla að því, að hann fengi frelsi sitt á ný. Þeir sögðu aðeins, að hann væri kominn til Rómaborg- ar til langrar hvíldar I trúarlegri stofnun. Einn af æðstu mönnum Úkraníudeildar Vatikanháskólans sagði urr erkibiskupinn: Hann er mjög máttfarinn og þreyttur og má ekki verða fyrir neinu ónæði. Slipyi kardináli var fangelsaður, er hann neitaði að samræma helgi- siði kirkju sinnar helgisiðum rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Árið 1945 var hann sendur í fangavinnu búðir í Síberíu, síðan var hann flutt ur til bæj; r nálægt Moskvu, og 1957 var hann sendur „ til Asiu“. 1 fyrra var að sögn lagt hart að honum að afneita rómversk- kaþólskri trú og ganga 1 rétttrúnað arkirkjuna og var jafnvel lofað þvi, að hann skyldi verða eftirmaður núverandi yfirbiskups hennar, en hann hafnaði boðinu og bar fram mótmæli gegn þeirri „tilraun, sem gerð hafði verið til þess að spilla honum". ^JSttttssmwMix^ismmamm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.