Vísir - 27.02.1963, Side 1
53. árg. — Mlðvikudagur 27. febrúar 1963. — 48. tbl.
Við Hafravatn
Mynd þessi var tekin á vegamótunum i morgun þar sem leynifundur
Rússanna átti að fara fram. Ragnar Gunnarsson stendur hér hjá hinni
gömlu Morris-bifreið sinni.
Ummæli dómsmálamðherrn:
VAFALAUST LEITAÐ TIL
MARGRA ISLENDINGA
Vísir átti f morgun tál við
Bjarna Benediktsson dóms-
málaráðherra um njósnastarf-
semi hinna tveggja rússnesku
sendiráðsmanna.
Dómsmálaráðherra sagði:
„Grunur hefir leikið á því að
hér á landi væru stundaðar
njósnir. Eftir að upp komst
um tékkneska njósnamálið í
vor varð sá grunur að fullri
vissu. Vafalaust hefir verið
leitað til margra íslendinga í
þessu sama skyni en ekki er
vitað hve margir hafa neitað að
taka þátt í slíkum skaðræðis-
gjörðum né heldur hvort nokkr-
ir, og ennþá siður hve margir,
hafa Iátið ánetjast.
Það sem hér hefir komið
fram er auðsjáanlega á byrjun-
arstigi, en sýnir hve reynt er
að leiða menn stig af stigi til
þess að njósna í þágu erlends
stórveldis. Það ber að meta
það að verðleikum og þakka
þcim mönnum, sem skýra rétt-
um yfirvöldum frá þvi að þeir
hafi verið beðnir að fram-
kvæma slík skaðræðisverk, og
sem koma upp um þá erlendu
menn sem að baki standa.
Framh á bls. 5
Þao er nú upplýst og sannað með óyggjandi
sönnunargögnum, að starfsmenn rússneska sendi-
ráðsins hafa reynt að fá rúmlega þrítugan íslending
Ragnar Gunnarsson til að stunda njósnir fyrir sig.
Hann brást þannig við að hann gerði íslenzkum
yfirvöldum aðvart og leiddi það til afhjúpunar
atferlis Rússa.
Ragnar Gunnarsson er með-
limur kommúnlstaflokksins og
hefur hann langt árabil ver-
ið áhugasamur og mjög virkur
í flokkssamtökum þeirra. Hann
hefur elgnazt flesta sfna vini og
kunningja 1 þcssu samstarfi og
má þvf geta nærri, hve örðugt
honum hefur reynzt að taka
þetta spor. En þegar frétta-
maður Vísis átti tal við hann í
morgun sagði hann:
— Mér var nauðugur einn
kostur, ég varð einhvem veg-
inn að losna undan þessari á-
sókn Rússa, sem hófst fyrst á
mig 1959, þegar þeir reyndu að
notfæra sér að fjárhagsaðstæð-
ur mfnar voru mjög erfiðar. En
nú þegar þeir byrjuðu að nýju
að sækja á mig að stunda njósn
ir f desember s.l. þurfti ég þó
ekki lengi að skoða hug minn
um, hvað ég ætti að gera.
— En hvað um viðhorf
kunningja þinna I flokknum?
— Það get ég ekki sagt. Það
verður þeirra samvizka að
segja þeim. Og ég veit að marg-
ir þessara ungu manna sem
vinna I sóslalistaflokknum eru
ágætir og heiðarlegir drengir
Þanriig hef ég kynnzt þeim.
1 samtalinu við Ragnar kom i
það fram, að saga hans í flokkn
um hefur verið lík og saga
svo margra annarra ungra
manna, sem hafa aðhyllzt hug- !
sjónir kommúnismans.
— Ég gekk í sósíalistaflokk- i
inn 1949, segir hann. Ég hafði
áður verið í Félagi ungra jafn-
aðarmanna, en vann þá mjög i
með Hannibal Valdimarssyni,
sem stjórnaði hinum róttækara
armi.
— Þú segir að þetta hafi ver-
ið 1949, — var það þá í sam-
bandi við atburðina 30. marz?
— Já, ég og margir aðrir
ungir menn litu mjög svörtum
augum á aðild að Atlantshafs
bandalaginu. Ég ímyndaði mér
Framh á bls 5.
Leið Einars til
sósíalismans
í GÆRKVÖLDI kl. 8,30 hélt
Sóslalistafélag Reykjavíkur
fund í Tjamargötu 20. Fundar-
efnið var: Leið fslands til sósial
isma. Frummælandi var Bryn-
jólfur Bjarnason.
I Ijósi þeirra atburða sem
uppvísir urðu í gærkvöldi er
eðlilegt að þeirri spurningu sé
varpað fram hvort ein leiðin
til sósíalisma sé ekki stuðning
ur við njósnastarfsemi Rússa
á fslandi. Verður að ætla að
Brynjólfur hafi í framsöguer-
indi sínu tjkið afstöðu til þess
niáls. Vafalítið hefir þessi frum
lega leið til sósialismans verið
mikið rædd á fundinum. Mark-
mið félagsins hefir frá uphafi
verið nánara samband og sam
vinna við Sovétríkin. Hve náið
það samband hefir verið var
ekki á almenningsvitorði fyrr
en f gærkvöldi. Annar aðalræðu
maður var Einar Olgeirsson.
Við því má búast að innan
fárra daga verði annar fundur
haldinn f Sósíalistafélaginu í
Tjarnargötu. Væntanlega verð
ur umræðuefnið þá: Nauðsynin
á að halda vissum Ieiðum til
sósialismans betur leyndum en
hingað til.
Einar kemur af fundinum í gær-
kvöldi.