Vísir - 27.02.1963, Qupperneq 8
8
V1SIR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963.
L*
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR,
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 Unur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Hægri akstur á íslandi?
Tveir þingmenn, Kjartan J. Jóhannsson og Birgir
Finnsson, hafa borið fram tillögu um, að ríkisstjómin
láti fram fara athugun á því, hvort ekki sé tímabært, að
hér verði tekinn upp hægri handar akstur, sem gild-
andi er í flestum löndum heims.
Það er margt, sem mælir með því, að athugun sé
látin fram fara á þessu og framhald hennar verði síð-
an, að unnið verði að því, að við íslendingar breytum
til og hverfum frá vinstri handar akstri. Einna þyngst
á metaskálunum mun það vera, að það verður nú æ
tíðara, að íslendingar fari til annarra landa með bif-
reiðar og aki þar lengri eða skemmri vegarlengdir.
Einnig má gera ráð fyrir, að það fari nokkuð í vöxt,
að útlendingar aki hér um eigin bifreiðum eða taki
bifreiðar á leigu til að aka þeim um landið. Hvort
tveggja skapar hættu fyrir viðkomandi menn og aðra
í umferðinni í kringum þá.
Bretar og Svíar eru nú einu þjóðimar í Evrópu,
sem einnig hafa vinstri handar akstur, en þeim vex
óðum fylgi, sem berjast fyrir því, að ökureglur þeirra
verði samræmdar þeim reglum, sem gilda í öðrum
löndum álfunnar. Þótt þessu fylgi margvíslegur kostn-
aður, bæði fyrir hið opinbera, samgöngufyrirtæki og
jafnvel einstaklinga, er ekki ósennilegt, að fsland verði
eitt eftir með vinstri handar akstur að fáum ámm liðn-
um, ef við gemm ekki breytingu einnig.
Því mundi að vísu fylgja ýmis kostnaður hér á
landi — eins og annars staðar, þar sem eins er ástatt —
en hagræðið virðist augljóst. Og þar sem ætla má, að
kostnaðurinn verði þeim mun meiri, sem við drögum
það meira á langinn að gera eitthvað í þessu, þyrfti
nauðsynlega að ákveða sem fyrst, hvenær breyting
skuli endanlega um garð gengin og hef jast síðan handa
um framkvæmdimar.
Dagur Rauða krossins
Öskudagurinn hefir um langt árabil verið dagur
Rauða kross fslands, þegar hann hefir leitað til al-
mennings víða um land um stuðning við starfsemi
sína. Þetta er hinn fasti, árlegi fjársöfnunardagur sam-
takanna, en auk þess leita þau oftar til almennings,
þegar sérstaklega stendur á, og þörf er að veita skjóta
hjálp innan lands eða utan.
Rauði krossinn er ein þeirra samtaka, sem öllum
ætti að vera mjög ljúft að styðja, enda hefir það oft
komið í Ijós á liðnum árum. Dæmi þess þarf ekki að
nefna, því að aldrei munu Rauða kross-menn hafa far-
5ð bónleiðir til búðar, þegar þörf hefir verið liðveizlu
almennings. Svo verður vonandi enn í dag, þegar merki
félagsins verða boðin til sölu, svo að unnt verði að
safna gildum sjóðum, er alltaf verða tiltækir, þegar
þörf verður fyrir skjóta hjálp í neyð.
Leonard Bernstein. Eugene Ormandy. Erich Leinsdorf.
Bandarískar sinfóníuhljém■
sveitír eru framúrskarandi
heim, enda eftirsóttar. Heima-
borgirnar eru misjafnlega hrifn-
ar af því að missa þær þótt
leiðin liggi aðeins í næstu borg.
Aðdáendur hljómsveitarinnar
vilja stundum ekki vita af henni
utan borgarinnar. En I öðrum
borgum er hljómsveitin hvött til
að ferðast sem mest ,eða alltaf
þegar henni er boðið, og þá er
tekið á móti henni við heimkom-
una, eins og geimförum eða í-
þróttaköppum.
Oandaríkjamenn voru seinir að
viðurkenna yfirburði eigin
hljómsveita þrátt fyrir ótvíræða
aðdáun sína á þeim. Þeir biðu
eiginlega eftir viðurkenningu frá
Gamla heiminum á því að banda
rískar sinfóníuhljómsveitir
stæðu evrópskum hljómsveitum
framar. Þessi viðurkenning kom
óhjákvæmilega.
Cíðan hafa Bandaríkjamenn
k'7 gert meira en nokkru sinni
fyrr til að styrkja hljómsveitir
sínar. Þeir hafa látið þeim í
té stærstu og glæsilegustu kon-
serthallir landsins eða byggt nýj
ar fyrir starfsemi þeirra. Ein
nýjasta byggingin er sú, sem
byggð hefur verið á Manhattan
fyrir Sinfóníuhljómsveit New
York-borgar. Hún var opnuð
með miklum glæsibrag fyrir
nokkru síðan. Þar léku nokkrar
af fremstu sinfóníuhljómsveit-
um borgarinnar á hverjum hljóm
leikunum eftir aðra, sem öllum
var sjónvarpað og útvarpað svo
öll bandaríska þjóðin gæti tek-
ið þátt í hinum mikla viðburði.
Gyðingar fá
brotfifærnrSeyfi
Fréttir frá Ungverjalandi herma
að líklegt sé, að Kadar forsætis
ráðherra gefi nú þeim Gyðing-
um sem í landinu búa loksins
heimild til að hverfa á brott
úr landinu og flytja til fyrir-
heitna landsins, ísraels. Hafa
alþjóðasamtöf Gyðinga sótt um
leyfi til þess í meir en áratug
en alltaf fengið afsvar.
En síðustu dagana hafa samn
ingar staðið yfir milli ung-
verska sendiráðsins f London
og alþjóðasambands Gyðinga
og hefur orðið slíkur árangur
af þessum viðræðum, að ætla
má að leyfið fáist á næstunni.
1 Ungverjalandi bjuggu fyrir
stríð um 800 þúsund Gyðingar,
en sá hópur þynntist í ofsókn-
um nazista á stríðsárunum og
er talið að um 120 þúsund Gyð-
inga búi þar nú.
Það eru ekki margir
áratugir síðan beztu sin-
fóníuhljómsveitir verald
ar var að finna á megin-
landi Evrópu, í Berlín,
London og Vín. Hljóm-
sveitir Nýja heimsins,
þóttu þá ekki merkileg-
ar. Tónskáldið Gustav
Mahler kom fyrir 54 ár-
um til New York til að
stjóma aðalsinfóníu-
hljómsveit borgarinnar
og ritaði í bréfi heim til
Vínar um New York
Fílharmoníuhljómsveit-
ina, sem nú er talin með
al þriggja beztu hljóm-
sveita veraldar:
„Hljómsveit mín, er dæmi-
gerð bandarísk hljómsveit,
fjörlítil og hæfileikalaus“. En
sinfóníuhljómsveitir hafa ver-
ið vinsælii f Bandarfkjunum
en óperur og jafnvel leikhús-
in. 1 þvf er öðrum þræði fólg
in skýring á því hvers vegna
bandarískar sinfóníuhljóm-
sveitir eru margar meðal allra
beztu hljómsveita í heimi.
A ð margra áliti skarar engin
hljómsveit fram úr sinfóníu
hljómsveitinni í Cleveland undir
stjórn George Szell, en hún á
harða keppinauta, sem eru sin-
fóníuhljómsveitimar í New
York, undir stjóm Leonard Bern
stein, Boston, undir stjóm Erich
Leinsdorf, Fíldelfíu, undir stjórn
Eugene Ormandy og Chicago, en
henni stjómar Fritz Reiner.
Keppinautar þeirra f Evrópu eru
ef til vill sinfóníuhljómsveitirnar
í Berlín og London.
Önnur skýring á örum upp-
vexti bandarískra hljómsveita,
eða öllu heldur, hnignun evr-
ópskra hljómsveita er sú stað-
reynd að á styrjaldarárunum
fórust margir þeirra eða flýðu
heimalönd sín — þá jafnvel til
Bandaríkjanna, og það hefur
tekið langan tíma að þjálfa upp
menn til að fylla í skörðin, sem
mynduðust óhjákvæmilega við
þetta.
Dandarískar sinfóníuhljóm-
sveitir eru alþjóðlegar í
anda og túlkun. Þær leika verk
eftir þýzk tónskáld öðrum verk-
um oftar, en meðal þeirra eru
tónverk Beethovens vinsælust.
Tchaicovsky er mest leikinn
allra tónskálda annarra en
þýzkra. En þær taka einnig rík-
George Szell.
an þátt i nýsköpun tónlistarinn-
ar með flutningi nútímaverka og
kynningu á nýjum tónskáldum.
Dandarískar hljómsveitir njóta
almennra vinsælda í heima-
borgum sínum í líkingu við base
ballsveitir eða beztu íþrótta-
menn þeirra. Og hljómsveitar-
stjórarnir eru jafnoft ef ekki
oftar á vörum fólksins en í-
þróttamennirnir. — Óbreyttir
hljómsveitarmenn. sem jafnvel
eru ekki áberandi á sviðinu.
verða ósjaldan fyrir því að vera
stöðvaðir á götu og beðnir um
eiginhandaráritun
■Llljómsveitirnar eru allar rekn
ar með stórkostlegu tapi,
þótt laun stjórnanda og hljóð-
færaleikara séu ekki tiltölulega
há, miðaða við stöðu þeirra
Aðeins ein af helztu hljómsveit-
um Bandaríkjanna nær að afla
sér tekna fyrir 80% af rekstrar-
kostnaði, New York-hljómsveit-
n. Hinum tekst varla að aflr
sér fyrir helmingi af kostnaði
Þetta er ekki vegna þess að
hljómleikar íéu illa sóttir. þvert
á móti, en það er hvað sem laun
unum líður, mjög dýrt að reka
sinfónluhljómsveitirnar, sem eru
stórar. hafa mikið starfslið og
þurfa stóra æfingasali.
Dandarískar sinfóníuhljóm-
sveitir ferðast um allan