Vísir - 01.03.1963, Page 6
6
V1SIR . Föstudagur 1. marz 1963,
AthyglisverS afmœlisýning
Atvinnudeildar háskólans
Atvinnudeild háskólans held-
ur um þessar mundir upp á 25
ára afmæli sitt. í tilefni afmælis
ins heimsóttu fréttamenn stofn
tmina i gær, undir leiðsögn
Steingríms Hermannssonar
framkvæmdastjóra Rannsókna-
ráðs ríkisins, en Rannsóknaráð
er atvinnumálaráðuneytinu til
aðstoðar við yfirstjóm Atvinnu
deildarinnar
Atvinnudeild háskólans skipt
ist í þrjár deildir, Fiskideild,
Iðnaðardeild og Landbúnaðar-
deild, og hafa deildir þessar nú
komið upp fróðlegum og
skemmtilegum sýningum sem
gefa gott yfirlit yfir starfsemi
stofnunarinnar.
FISKIDEILD
Fréttamenn heimsóttu fyrst
Fiskideildina, sem er til húsa
í glæsilegum húsakynnum að
Skúlagötu 4. Fiskideildin er
stærsta deildin innan stofnunar
innar og starfa þar 23 menn
Deildarstjórinn Jón Jónsson
skýrði frá starfsemi deildarinn
ar en meginverkefni hennar er,
að afla þeirrar þekkingar, sem
nauðsynleg er til skynsamlegr-
ar nýtingar hinna einstöku fiski
stofna og annars dýralffs sjáv-
arins.
Er gengið var um hinar fjöl-
mörgu rannsóknarstofur bar
margt fyrir augu. Stillt hafði
verið upp alls konar mæli- og
rannsóknartækjum, sem notuð
eru á sjó og Iandi og á veggjum
gaf að líta niðurstöður rann-
sóknanna, komnar í kort og
línurit. Mátti þar lesa hinar
merkilegustu upplýsingar um
dýpt sjávar, hitastig, fiskigengd
aflabrögð o.m.fl. f einu herberg
inu gat að líta dálítið aðra teg-
únd korta, teikningar af rann-
sóknaskipum nágrannaþjóð
anna, þær verður Fiskideildin
að láta sér nægja. Pótt hún
eigi glæsilegt húsnæði á landi,
á hún ekkert, sem getur flot
ið og verður því að fá inni á
varð- og fiskiskipum, þegar
--------:---------------------
Marcel Achllle
Þekktur negrasöngvari
í Sjálfstæðishúsinu
Um helgina byrjar ameríski
negrasöngvarinn Marcel Achille
að skemmta gestum Sjálfstæðis-
hússins. Þetta er kunnur söngvari,
sem hefur komið viða fram, bæði
í Bandarikjunum og f Evrópu.
Hann hefur leikið í þremur kvik-
myndum, starfað á Broadway,
komlð alloft fram f NBC-sjón-
varpsþáttum og skemmt á mörgum
af þckktustu skemmtistöðum Evr-
ópu, en þar hefur hann aðallega
starfað að undanfömu.
Marcel Achille syngur bæði
dægurlög og óperettulög, og það
sem meira er hann syngur einnig
i óperum. Var hann nýkominn
frá Barcelona en þar söng hann í
Faust og Aida. Hann hefur mikla
bassa-baritonrödd, og hefur feng-
ið góða dóma um söng sinn hvar-
vetna.
Marcel Achille verður hér einn
mánuð hjá Sjálfstæðishúsinu.
Danski söngvarinn Tajmer, sem
skemmt hefur gestum Sjálfstæðis-
hússins að undanförnu fór til
Kaúpmannahafnar í morgun. Hann
lét ákaflegc vel af dvöl sinni hér
og sagðist mundu koma aftur við
fyrsta tækifæri.
gera þarf mikilvægar rannsókn
ir á hafi úti.
IÐNAÐARDEILD
Næst var Iðnaðardeildin heim
sótt, en hún er önnur stærsta
deild stofnunarinnar, hefur á<i>
að skipa 15 manna starfsliði og
er Óskar Bjarnason deildar-
stjóri. Við Lækjarteig er bygg
ingaefnarannsóknadeild til húsa
en hún er þar í leiguhúsnæði og
getur búizt við að standa á
götunni nú einhvern daginn.
Starfsemi deildarinnar er fólg
in I ýmis konar rannsóknum á
byggingaefni, t.d. burðarþois-
eiginleikum, massa, leiðni o.fl.
Gat þar að líta ýmis konar
tæki, t.d. eitt sem slitur í sund
ur stál, annað, sem sprengir
steypu o.s.frv.
Nú var afmælisbarnið sjálft,
hús Atvinnudeildarinnar við há
skólann heimsótt, en það hefur
innan veggja meginhluta Iðnað
ardeildar og Búnaðardeildina.
Árið 1937 er hús þetta var
byggt, gat það með góðu móti
hýst alla starfsemi stofnunar-
innar, en nú, 25 árum síðar
nægir húsið engan veginn, þótt
Fiskideildin og nokkur hluti
Iðnaðardeildar séu fluttar burt.
Allar líkur eru þó til að úr
þessu máli greiðist, því að
Reykjavíkurborg hefur úthlutað
48 hektörum lands á Keldna-
holti til rannsóknastofnana land
búnaðarins, og standa vonir til
að hægt verði að hefja þar
byggingaframkvæmdjr nú í vor.
Iðnaðardeildin hefur með
höndum umfangsmiklar efna-
rannsóknir á sviði almennrar
efnafræði og jarðefnafræði og
eru virkjunarrannsóknir þar
stór þáttur. Innan skamms mun
verða tekin í notkun ný mat-
vælarannsóknarstofa, og munu
verkefni hennar verða ýmis
konar rannsóknir á matvælum,
aðallega landbúnaðarafurðum.
BÚNAÐARDEILD
Síðast var farið um Búnaðar
deildina en hennir veitir for-
stöðu Pétur Gunnarsson. í
Búnaðardeild vinna 11 manns.
Alþingi
Aðalverkefni deildarinnar eru
vlsindalegar rannsóknir og til-
raunir í þágu jarðræktar og
búfjárræktar.
Er gengið var um húsakynni
Búnaðardeildar bar margt
merkilegt fyrir augu. Á stóru
veggkorti mátti sjá hvernig
fara á að því að fá eingöngu
gráar eða hvítar ær með réttu
vali kynbótagripa. Hægt var að
fylgjast með korninu frá því
er sáð þangað til það er komið
í brauð. Á einu borði var tún
um og kálgörðum komið fyrir
á skemmtilegan hátt og voru
þar kindur á beit, en ef betur
var að gáð kom £ Ijós, að þetta
var mjög smækkuð mynd af
merkilegum beitilandsrannsókn
um, sem nú er unnið að.
Það er engin leið að gera
hinni merkilegu starfsemi At-
vinnudeildar háskólans skil í
fáum orðum. Menn þurfa að
kynnast henni sjálfir, sjá, hvað
verið er að gera, til þess að
þeir geti gert sér grein fyrir
mikilvægi starfseminnar fyrir
þjóðarframleiðsluna. Hefði því
verið æskilegt að almenningi
hefði verið gefinn kostur á að
sjá yfirlitssýningu þá, er nú
hefur verið komið upp, en því
miður munu ekki hafa verið tök
á því — að sinni.
Athugasemd frá
kjararáíi BIRB
Eftirfarandi tilkynning hefur
borizt frá Kjararóði B.S.R.B.:
„Eins og kunnugt er, hafa að
undanförnu farið fram viðræður
aðila um kjaramál opinberra
starfsmanna, samkvæmt lögum
nr. 55 1962.
Ekkert hefur ennþá miðað í
samkomulagsátt og þvl horfur á,
að Kjaradómur fái málið í
heild til meðferðar.
Ákvað því Kjararáð á fundi
sínum í dag að reyna að ná sam-
komulagi um fjölda launaflokka,
ef það mætti leiða til þess, að
samningar tækjust. Var þetta til-
kynnt samninganefnd ríkis-
stjórnarinnar á sáttafundi I dag.
Tækist þetta taldi Kjararáð
eðlilegt, að fjármálaráðherra
notaði heimild laganna til að
framlengja samningaaumleitanir
á vegúm sáttasémjara um mán-
aðartíma.
Á fundi með sáttasemjara í
dag var Kjararáð afhent afrit af
tilkynningu fjármálaráðherra um
frestun og jafnframt fréttatil-
kynning um málið, sem ríkis-
stjórnin hafði sent blöðum og út-
varpi.
Vill Kjararáð að gefnu því til-
efni taka fram, að það telur ekki
heppilegt á þessu stigi að efna til
opinberra umræðna um málsmeð
ferð við sáttaumleitanir í kjara-
deilunni. en vegna fullyrðinga í
fréttatilkynningu þessari þykir
rétt að birta eftirfarandi útdrátt
úr fundargerð samninganefndar
ríkisstjórnarinnar og Kjararáðs
frá 9. febrúar sl.:
„Kristján Thorlacius lagði til
f. h. Kjararáðs, að byrjað yrði á
að ræða fjölda launaflokka, bil
milli flokka og aldurshækkanir.
Sigtryggur Klemenzson lagði
til f. h. samninganefndar rikis-
ins, að launaflokkaskipunin yrði
könnuð til að ganga úr skugga
um, hvort nauðsyn bæri til að
fjölga launaflokkum meira en
fram kemur í tillögum ríkisstjórn
arinnar.
Þessari tillögu hafnaði Kjara-
ráð.
Síðan var gert hlé á fundin-
um.
Eftir fundarhlé lýsti Sigtrygg-
ur Klemenzson þeirri skoðun
samninganefndarinnar, að þar eð
ágreiningur hefði komið upp um,
hvaða atriði skyldu fyrst tekin
til umræðu, þ. e/ sjálfa dag-
skrána, og með þvf, að umræður
færu nú fram á hinum lögskip-
aða tíma sáttasemjara, þá telji
nefndin rétt, að sáttasemjari
verði kallaður til“.
Karjalainen forsætisráðherra
Finnlands, sem er f heimsókn í
Sovétríkjunum, hefur átt vlðræður
við Nikita Krúsév forsætisráðh.
í viðtali við fréttaritara NTB í
Moskvu segir Karjalainen að þess-
ar viðræður hafi verið hinar gagn-
legustu. Hann kvaðst hafa orðið
var umhyggju hjá Krúsév og
stjórn hans fyrir Finnlandi og
finnsku þjóðinni.
Hámarksþóknun verkfræðinga
aldraðs fólks.
Byggingarsjóður
Rætt var um staðfestingu á
bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar um hámarksþóknun fyrir
verkfræðistörf á fundum neðri
deildar Alþingis í gær. Lögin
voru sett í maí, 1962, þegar ríkis
stjórnin taldi útlit fyrir að ný
gjaldskrá Verkfræðingafélags ís
lands mundi valda stórkostlegri
röskun á launamálum bæði hjá
rfki og öðrum aðilum og auk
þess óeðlilegum kostnaðarauka
við margvísleg rannsóknarstörf
og framkvæmdir, eins og segir
f forsendum laganna. Kauphækk
anir þær, sem verkfræðingar
eftir Ásmund Einarsson
höfðu reiknað sér voru allt að
32%. Frumvarpið var búið að
vera hjá nefnd og þríklofnaði
nefndin. Meirihlutinn, fulltrúar
stjórnarflokkanna, vildu að
bráðabirgðalögin yrðu staðfest.
Fulltrúi Framsóknarflokksins
lagði til að frumv. yrði vísað frá
með rökstuddri dagskrá en full-
trúi kommúnista skoraði á deild
ina að fella frumvarpið.
Urðu um þetta nokkrar um-
ræður og tók m. a. til máls
Ingólfur Jónsson, ráðherra.
Lagði hann sérstaka áherslu á
það að samþykkt frumvarpsins
mundi skapa mjög hættulegt
legt fordæmi í iaunamálum. Jafn
framt gat hann þess að náðst
hefði samkomulag við verkfræð
inga um störf hjá rfkinu, var
þar m. a. samið um ákvæðis-
vinnu fyrir ýms störf. Einar
Ingimundarson, Gunnar Jóhanns
son, Björn Björnsson og Einar
Olgeirsson tóku einnig til máls.
í efri deild gerði Emil Jóns-
son, ráðherra grein fyrir frum-
varpi ríkistjórnarinnar um bygg
ingarsjóð aldraðs fólks. Ræddi
hann um nauðsyn þess að skapa
öldruðu fólki aðstöðu til að búa
að sínu.
Efni frumvarpsins var rakið
hér í blaðinu í gær. Um það
sagði Ólafur Jóhannesson, einn
af foringjum stjórnarandstæð-
inga í efri deild að það væri
spor í rétta átt. Taldi hann
einnig rétt að Iáta athuga hvort
ekki væri mögulegt að hækka
hámarksaldur embættismanna.
-i..
lááiiéí.
iMtitfrtrifrryn ■mr - rrriiSKBtt