Vísir - 01.03.1963, Page 15
VlSIR . Föstudagur 1. marz 1963.
■<M■WIIWWW KBgEa—WMMBl
15
áninn hátt á himni skein. Það
vantaði ekki mikið á að hann
væri kominn hæst á loft. Grænum
fölva sló á himininn. Stjörnurnar
skinu skært.' Það stirndi á snjóinn.
— veggir skálanna voru glampandi
hvítir. Ljósin í fangabúðunum
máttu sín lítils.
Þéttur dökkkleitur hópur manna
hafði safnazt saman fyrir utan
einn skálann. Fangarnir voru mætt
ir í talningu. Þeir komu líka út
úr öðrum skálum. En ekki heyrðist
mannamál úr skálunum — hið eina,
sem heyrðist, var marrið í snjón-
um undan stígvélum.
Nokkrir fanganna komu niður
þrepin og fylktu sér, gegnt skálan-
um. Fimm fremst, síðan þrír fyrir
aftan. ívan slóst í þeirra hóp. Það
var ekki svo bölvað, að standa þar,
eftir- að hafa fengið sér svolítinn
brauðbita. og vera með sígrettu í
nunninum. Gott tóbak. Lettinn
hafði ekki brugðizt/ honum þar.
Sterkt og gott á bragðið.
Smám saman drögnuðust aðrir
fangar út um dyrnar. Tvær eða
þrár fimmfaldar raðir fyigdu í kjöl-
far þeirra. Þeir voru orðnir reiðir
núna. Hvers vegna voru þessar rott
ur að þvælast í ganginum? Hvers
vegna komu þær ekki út? Hvers
vegna ættum við að þurfa að hel-
frjósa þeirra vegna?
Enginn fangi sá nokkru sinni
klukku eða úr. Hvaða gagn var
. að þeim líka? Allt, sem fangi þarf
að vita um tímann, er: Hljómar
morgunkallið bráðlega? Hversu
langt er til liðskönnunar? Hvað er
langt fram að mat? Og hvenær
hljóma síðustu höggin á járnrimla-
verkinu?
Allir sögðu, að kvöldliðskönnunin
væri um níu-leytið. En þó var henni
aldrei lokið klukkan niu, því
að þeir endurtöldu stundum tvisvar
eða þrisvar sinnum. Menn losnuðu
ekki fyrr en kl. tíu. Og klukkan
fimm morguninn eftir ráku þeir
menn á fætur með þungri bar-
1 smíð á járnrimlaverkið. Ekki að
undra, þótt Moldavian hafi skróp-
að áður en vinnu var lokið í dag.
Fangi hnígur í svefn alls staðar þar
sem honum hlýnar. Menn misstu úr
svo margra stunda svefn alla vik-
una, að fangarnir sváfu í skálunum
á sunnudögum — svo fremi sem
þeir voru ekki reknir til vinnu.
Nú streyma þeir út loksins.
Yfir-skálavörðurinn og verðirnir
voru að reka þá út og spörkuðu í
afturenda þeirra. Það er eftir þeim
bessum slóttugu skepnum.
fremstu fangarnjr tii þeirra, sem
voru síðbúnir. „Ætlið þið að vera
sniðugir? Ætlið þið að fleyta
rjómann ofan af? Ef þig hefðuð
komið fyrr, hefðum við verið laus-
ir úr talningunni fyrir löngu.“
Allur skálinn hafði nú tæmzt, 400
manns í áttatíu fimmföldum röð-
um. Þeir mynduðu fylkingu, fimm
í hverri röð fremst, og hinir fyrir
aftan í losaralegri röðum.
„Farið í röðina, þið þarna fyrir
aftan,“ hópaði yfirskálavörðurinn.
Þeir hreyfðu sig ekki, fjanda-
kornið.
'T'sezar kom út, hríðskjálfandi
og gerði sér upp veikindi. Á
hæla hans komu fjórir skálaverðir,
sitt úr hvorri skálaálmu, og fangi,
sem stakk við. Þeir stilltu sér upp
fremst. s að n var ívan í
þriðju röð. Tsezar var sendur aft-
ast í fylkinguna.
Vörðurinn kom líka út.
„Fimmfalda röð,“ hrópaði hann
kröftuglega til þeirra, sem voru
aftarlega í fylkingunni. „Fimm-
falda röð,“ hrópaði yfirskálavörð-
vörðurinn aftur, jafnvel enn kröft-
uglegar.
Mennirnir hreyfðu sig ekki, fjand
inn.hafði það.
Yfirskálavörðurinn æpti frá hlað
inu til þeirra sem voru aftast í
fylkingunni, sótbölvaði og barði á
mönnum.
En hann vah vandlátur í valinu á
þeim, sem hann barði. Hann lúskr-
•ngj9§u;i uiiacj p suisqb iqb
Raðirnar fylktu sér.
Hann kom aftur og hrópaði með
vörðunum: „Fyrsta, önnur, þriðja
röð. Óðara og ein röðin hafði verið
kölluð fram, fóru þeir úr fylking-
unni og hlupu inni í skálann. Öllu
gert skil við yfirvöldin í dag.
Öllu til skila haldið, nema það
j yrði önnur talning. Þessar afætur
voru svo heimskar, að þær töldu
verr en nokkur ótíndur smali, því
að þótt hann sé hvorki Iæs né skrif
andi, veit hann upp á hár, hvort
vantar lamb þegar hann rekur fjár-
hópinn. Og hvaða gagn var að því,
þó að þessar afætur væru þjálfaðar.
Síðastliðinn vetur höfðu þeir ekki
haft neinn þurrklefa, og fangarnir
urðu að geyma flókastígvélin í
skálunum um nætur. Og ef talning
in var endurtekin, voru allir rekn-
ir. út aftur, í fyrsta, annað, eða
þriðja sinn. Þeir voru vanir að
raða þeim upp, þótt þeir væru þeg-
ar komnir úr — þeir gátu aðeins
vafið sig inn í teppi. Síðan hafði
„Hvað . er þetta," hrópuðu | þurrkherbergið verið byggt, sem
rúmaði þó ekki alla í einu, en nógu
stórt handa hverjum vinnuflokki
til þess að þurrka stígvélin annan
eða þriðja hvern dag. Nú fór önnur
talning fram í skálanum. Þeir ráku
einfaldlega fangana úr annarri álm-
unni yfir í hina og töldu þá um
leið, og þeir gengu fram hjá.
Tvan varð ekki fyrstur til baka,
en hann hafði auga með þeim,
sem voru á undan honum. Hann
hljóp að fleti Tsezars og settist á
það. Hann fór úr stígvélunum og
klifraði upp í efra flet á bálki rétt
við ofninn. Hann setti stígvélin sln
þaðan ofan á ofninn. Þessi staður
tilheyrði þeim, sem 'varð fyrstur
til baka, Svo fór hann aftur í flet
Tsezars. Hann sat þar með kross-
lagða fætur, og gætti með öðru
auga eigna Tsezars (þeir gátu hæg-
lega þrifið pakkann hans undir
höfðulaginu) og með hinu auganu
gætti hann sinna (þeir gætu ýtt
stígvélunum af ofninum).
„Heyrðu mig,“ hrópaði hann,
„heyrðu mig, Rauðhaus, viltu að
gemlurnar í þér fái að kenna á
þessu stígvéli? Legðu þín eigin stfg-
vél þarna, en snertu ekki á ann-
arra manna itígvélum."
Fangarnir streymdu nú inn. .
Piltarnir I 20. vinnuflokki hróp-
uðu:
„Komið með stígvélin ykkar."
Óðar og þeir voru farnir með
stígvélin úr skálanum, var dyrun-
um Iæst á eftir þeim. Þegar þeir
komu til baka, hrópuðu þeir:
„Hleypið okkur inn, yfirskála-
vörður.“
Verðirnir söfnuðust saman í skrif
stofu fangabúðastjórans með Iitlu
spjöldin sfn og tóku nú til við
skriffinnsku og grennsluðust um,
hvort nokkur hefði flúið eða hvort
allt væri með felldu.
Jæja, ívan þurfti ekki að hugsa
um þess háttar þá um kvöldið,
Þarna kom Tsezar askvaðandi
milli bálkanna.
„Þakka þér fyrir, ívan. “
ívan kinkaði kolli og skauzt upp
í fletið sitt eins og íkorni. Nú gat
hann lokið við að borða brauðið,
reykt aðra sígarettu og farið að
sofa.
Þetta hafði verið góður dagur fyr
ir hann, hann var í Ijómandi skapi,
svo góðu skaþi, að hann gat ekki
hugsað sér að fara að sofa strax.
JTann þurfti ekki að hafa mikið
fyrir því, að búa um sig: Að-
eins að svipta teppinu ofan af dýn-
unni (Langt var nú síðan hann
hafði sofið við lök — það hlýtur að
hafa verið heima árið ’41; honum
fannst jafnvel skrýtið, að konur
skyldu gera svona mikið veður út
af lökum alltaf að strauja þau).
Höfuðið á koddann, fylltan hefil-
spónum, lappirnar á jakkaermina;
frakkann ofan á teppið — og dýrð
sé þér, drottinn. Enn einn dagur
liðinn. Þakka þér, að ég er ekki
í fangaklefanum í nótt. Hér er enn-
þá þolanlegt.
Hann sneri höfðinu út að glugg-
anum, en Ályosha, sem svaf í næsta
fleti við hann í efri bálk handan
við lítið tréskilrúm, lá andfætis til
þess að notfæra sér ljósið. Hann
var aftur farinn að lesa í biblfunni.
Rafmagnsljósið var ekki fjarri.
Hægt var að lesa og jafnvel sauma
við það.
Alyosha heyrði ívan hvísla bæn-
ir og sneri sér að honum og sagði:
„Þarna sérðu, ívan, sál þín þyrst-
ir í. að biðja til drottins. Hvers
vegna gefurðu henni því ekki
frelsi?"
ívan horfði á hann út undan sér.
Augu Alyoshas ljómuðu eins og tvö
kertaljós.
„Jæja, Alyosha," sagði hanp and-
varpandi, „þessar bænir eru eins
konar bænaskjöl okkar til yfirvald-
anna. Annaðhvort komast þau ekki
leiðar sinnar eða þeim er skilað
aftur með orðið „Frávfsun" krotað
yfir þau.“
Fjórir innsiglaðir póstkassar voru
fyrir utan skrifstofu fangabúða-
stjórans. Þeir voru tæmdir einu
sinni í mánuði af yfirmanni f Ör-
ygginu. Mörgum skriflegum beiðn-
um var stungið f kassana. Bréf-
ritararnir biðu í eftirvæntingu og
töldu vikurnar: Svar kemur eftir
tvo mánuði, einn mánuð ...
En svarið kemur ekki. Og ef það
kemur, er það afsvar.
„En það er af því að þú biður
of sjaldan og slælega, ívan Sjúkov.
Og án þess að reyna nógu mikið og
oft. Þess vegna er bænum þínum
ósvarað. Menn mega aldrei hætta
að biðja. Ef þú ert sanntrúaður,
geturðu lyft fjalli ..”
ívan glotti og vafði sér aðra
sígarettu. Hann fékk eld hjá Eist-
lendingnum.
„Vertu ekki að þessu þrugli, Aly-
oscha. Ég hef aldrei séð fjalli lyft.
Og satt að segja hef ég aldrei séð
fjall. En hvað um þig, sem baðst
og baðst í baptistasöfnuði þfnum í
Kákasus, sástu nokkru sinni fjall
hreyfast?”
Heilsuvernd
Síðasta námskeið vetr-
arins í tauga- og vöðva-
slökun og öndunaræf-
ingum fyrir konur og
karla, hefst mánudag-
inn 4. marz.
Upplýsingar f síma 12240 eftir
kl. 20.00.
VIGNIR ANDRÉSSON,
íþróttakennari.
JOE sishop;
A ZUG5S7
WHITE HUNTER'
ZUKOFF, A FLASHY-
7Z.ESSIKJG 5UT
COMÉETENT
Þrír af þátttakendunum í kvik-
myndaleiðangri Anagram kvik-
myndafélagsins áttu eftir að
koma við sögu í lífi Tarsans . . .
Poe Bishop, ruddalegur veiði-
maður . . . Zukoff, stjórnand-
inn . . og Ivy Vines, spillt og
eigingjörn leikkona.
'£"i-ifiH
P E R M A, Garðsenda 21, sfmi
33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi.
T JARN ARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg
in. Sími 14662,
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, sími 15493.
Kárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU OG DÓDÓ,
Laugavegi 11, sími 24616.
Hárgreiðslustofan
SÓLEY
Sólvallagötu 72,
Sfmi 14853. *
Hárgreiðslustofan
PIROLA
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
' ESTURBÆ J AR
Grenimel 9, sfmi 19218.
Hárgreiðslustofa
SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Freyjugötu 1, sími 15799.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13, sfmi 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
IVlálflutningsskrifstofa
Óðlnsgötu 4. Simi 11043.
f
Odýrar ,
telpuúlpur
esa