Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 4
VlsTk . MíðvUcuíllagur'eTmarzTÍ^S.
æasuwoBEgsSi s
Úr bréfum frá TOGO — SiSari hluti
maurar, sem
menn upp
Síðastliðinn mánudag birti.
Vísir fyrrihluta frásagnar frú
Elisabetar Abéla frá dvöl
sinni í Togo í Suður-Afríku.
Hér fer á eftir siðari hlutinn,
sem frú Elísabet hefur skrif-
að f sendibréfaformi. Kennir
margra grasa í þessari frá-
sögn og m. a. segir hún í eft-
irfarandi þætti frá smá kvik-
yndum, svoköiluðum termit-
um, sem ráðast á hvað sem
fyrir verður í stórhópum, rífa
hörundið af fólki og éta það
inn að beinum.
Hér heldur frásögn frúar-
innar áfram:
22. ágúst 1961.
1 ÍFIÐ hér gengur sinn vana
gang. Líður tíminn ákaflega
fljótt, er nú liðinn mánuður síð
an ég kom og rúmir tveir mán
uðir eftir, þar til ég fer, og
finnst mér það heldur stutt.
Veðrið hefur verið hér með af-
brigðum gott, ætíð svalt f veðri,
hef ekki einn einasta dag þjáðst
vegna hita, nema rétt fyrstu
dagana, og er ekki hægt að
SQgja sama um sumrin í Mont-
pellier. Nú er rigningatíminn
að mestu búinn og dagar sólrík-
ir, en þurrir vindar blása að
norðan, svo að veðrið er in-
dælt. Hefur það alloft komið
fyrir, að við höfum þurft að
fara fram úr á nóttinni til að ná
f hlýja ábreiðu, svo kalt hefur
verið.
Við erum öll við beztu heilsu,
Guði sé lof, enda gætum við
okkar vel, því mýrarkaldan eða
malarian, þessi bölvanlega
veiki, sem maður gengur með
til dauðadags, hafi sýking átt
sér stað, hefur heimsótt svo að
segja alla hvíta menn, sem hing
að hafa komið. Júgóslavar þeir,
sem hér eru, hafa allir lagzt í
rúmið um leið og þeir komu,
en það er sjálfsagt því að
kenna, að þeir hafa ekki gert
nauðsynlegar varúðarráðstafan
ir, sem er að taka inn kínin um
10 dögum áður en hingað er
komið, þannig að með fyrstu
flugnastungunum er maður ó-
næmur fyrir veikinni.
Ég er farin að komast á þá
skoðun eftir að hafa verið hér
einn mánuð, að ekki er nokkur
leið fyrir okkur hvfta menn að
komast á sömu bylgjulengd og
þeir svörtu. Þegar við kom-
um hingað fyrst, vorum við vin
gjarnleg og broshýr við þjóna
okkar, en árangurinn varð sá,
að við vorum álitin hálfvitar.
Fóru þeir að slóra, hættu jafn-
vel að vinna störf sín. Veit ég
stundum ekki hvort ég á að
gráta eða hlæja yfir þeim vit-
leysum, sem sumir þjónar gera.
Við erum að komast á sömu
skoðun og aðrir Evrópubúar
hér, að ekkert þýði annað en að
vera harður við þá og reka á
eftir þeim með skömmum. Eru
þeir manni jafnan þakklátir fyr
ir. Eitt er víst, ef þejm er rétt-
ur litli fingurinn taka þeir alla
höndina,
Lögreglustjórinn hér á staðn
um, sem hefur góða reynslu,
hefur margsinnis sagt okkur, að
ekkert þýddi að taka þá með
góðu, og ekki þarf að taka
fram, að þeim þykir alveg sjálf
sagður hlutur, að hnupla frá
hvítum mönnum.
1 þessu sambandi vildi ég
segja ykkur frá smáatviki.
J nótt sem leið var lögreglu-
stjóri þessi í eftirlitsferð eins
og venja er. Stöðvaði hann
vörubíl einn, sem einmitt var
að fara yfir landamæriii til Gull
strandarinnar eða Ghana. Er
hann hafði tekið af efstu pok
ana, sem í voru kartöflur, kom
annað f ljós. Var hér um að
ræða smylgvörur fyrir um fjór
ar milljónir íslenzkar króna. En
það bezta við allt var það, að
er hann var búinn að gefa
skýrslu um málið, og ætlaði að
taka til við rannsóknina, fékk
hann hringingu frá höfuðstöðv
unum, sem báðu hann f guð-
anna bænum að halda málinu
leyndu, þar sem að málinu
stæðu nokkrir af æðstu valda-
mönnum staðarins. Varð hann
svo að gera, en þótti það leitt,
því smygl hér yfir til Ghana er
ákaflega vfðtækt.
Þannig er það jafnvel hér í
apótekinu, að Roger hefur einn
starfsmanninn, þann sem næst-
ur honum gengur að virðingu,
grunaðan um að taka lyf eins
og honum sýnist og selja þau
svo á tvöföldu verði í Ghana.
Varla þarf að taka fram, að toll
þjónarnir eru samsekir og láta
borga sér vel þögnina. Starfs-
maður þessi, sem ég minntist á,
hefur 300 NF í laun á mánuði
eða um 3000 krónur, en ekur
um í amerískum lúxusbíl og á
a. m. k. tíu konur, sem hann
hefur öllum komið vel fyrir.
Allt er þetta því að kenna,
að einstakar vörur, svo sem lyf,
wþisky, sigarettur, ilmvötn og
annað, eru seldar á upp-
sprengdu verði f Ghana, en ekk
ert má segja, þvf allir eru þeir
í sömu súpunni.
Til þess að taka upp skemmti
legra hjal, vil ég segja ykkur
frá nýju sporti, sem mig hefur
Iengi langað til að reyna við.
Mér hefur verið lánaður hest-
ur, og fer ég eins oft og ég get
í útreiðatúra. Var ég heldur
hrædd að fara á bak í fyrsta
sinn, því hesturinn er ekki al-
veg sá sami og sá íslenzki, en
er upp var komið, var útlitið
annað. Er miklu þægilegra að
sitja svona hesta en okkar
hesta. Er ég ríð um bæinn,
kem ég öllu í uppnám, vek jafn
vel skelfingu, þvf að þótt mönn
um þykir undarlegt að sjá hvita
konu, þá eru þeir skelfingu
lostnir, er þeir sjá hestinn og
flýja á báða bóga.
18. september 1961.
TTÉÐAN er allt gott að frétta.
A Allir eru við beztu heilsu
Veðurfar indælt. Hefur hitinn
aldrei komizt upp úr 25—26 °C
Rignir við og við og er það þá
rigning í lagi. Á örskammri
stund er allt komið á flot, 10—
20 cm vatn á vegum. Hávaðinn,
er rigningin lemur þökin, er svo
mikill, að ekki heyrðist manns-
Elisabct Abéla.
ins mál. Segja menn að þetta
veðurfar haldist í a. m. k. einn
mánuð enn þá, og þykir mér
það ekkert verra.
Nýlega fórum við á bílnum
okkar út fyrir borgina. Komum
við þar að á ferð okkar, er
stóreflis tré hafði verið fellt
og það fallið þvert yfir veginn,
svo að við komumst með engu
móti þar framhjá á bílnum. Er
við höfðum hugað að farartálm
anum stutta stund, flykktust
svertingjar að okkur og litlu
sfðar sjálfur höfðinginn. Strax
og hann varð vandræða okkar
var, hófst hann handa með
mönnum sínum áð fjarlægja
farartálmann. Voru vinnubrögð
á stundum alleinkennileg, enda
tók það þrjár klukkustundir að
flytja tréð út fyrir veginn, svo
að betra hefði verið fyrir okkur
að snúa við. En hjálpsemi þess-
ara manna er óvenjuleg, og urð-
um við hennar vör æ ofan f æ.
3. október 1961.
TJVÖL okkar hér fer nú að
styttast. Eftir rúman mán
uð verðum við komin á skips-
fjöl. Erum við farin að venj-
ast lffinu hér, og er hætt við,
að umskiptin verði mikil, er til
Frakklands kemur, bæði til hins
betra og til hins verra. Er þá
liðinn tími stimamjúkra þjóna,
sem þjóna mér til borðs, og sem
með góðri trú mundu hlaupa á
heimsenda, ef ég bæði þá um
það Það verður sjálfsagt með
nokkrum söknuði, að ég fer liéð
an, því gott hefur vérið að vera
hér, og hef ég haft gaman af að
kynnast þesu Ufi. Reynslan hef-
ur kennt mér ;að íslendjngar
geta haft það gött hvar sem er
í heiminum.
Mér var nú um daginn sögð
saga, er vakti hjá mér hvort
tveggja í senn, ótta og hrylling.
Ég hafði farið út fyrir bæinn
með konu lögreglustjórans.
Komum við þar að, er hún sá
eitthvað kvikt utan við veginn.
Vildi hún sýna mér það, svo að
við stöðvuðum bílinn og stigum
út. Getur þar heldur á að líta,
ótrúlega mergð termíta eða
svonefndra hvítra maura, þótt
eigi séu þeir skyldir maurum.
Voru þeir á ferðalagi I skipu-
legri fylkingu, en termítarnir
hafa vendilega skipulagt sam-
félag. Halda þeir ferð sinni æv
inlega áfram beinustu leið,
hvað sem fyrir kann að verða,
en ráðast á hvaðeina, sem lík-
legt er að tálmi ferö þeirra.
Við stóðum þar, sem við átt-
um ekki að verða á vegi þeirra,
og fylgdumst með ferðalaginu.
Nógu langt frá höfum við þó
ekki staðið, þvf að ég varð á
vegi einhverra hliðarvarðanna.
Fann ég til sársauka í öðrum
fætinum, og er að var gáð,
kom í ljós, að termítar voru
komnir á fótinn á mér og byrj
aðir sitt venjulega verk í slík-
um tilfellum, fara að slíta húð-
ina af fætinum á mér í smá-
flyksum með hinum kröftuga
bitkjafti sínum. Mér varð ekki
frekar meint af, því að við gát
um tínt termitana af fætinum á
mér, þeir voru ekki svo margir,
en þetta atvik varð til þes, að
hin franska kona sagði mér
þesa sögu af viðskiptum sínum
við termftana:
'' t
Hún hafði verið ein heima
með dóttur sinni og lögzt til
svefns. Áður en hún festi svefn,
heyrir hún einkennilegt hljóð
frammi í ibúðinni. Til að ganga
úr skugga um, hvað hér sé um
að vera, kveikir hún ljós. Sér
hún að allt er orðið kvikt i
íbúðinni, ferleg mergð termíta
er komin inn. Eru þeir byrjaðir
að naga allt sem fyqir þeim
verður og ekki er úr steini eða
stáli, og stefnir fylkingin að
rúmum þeirra mæðgna. Henni
bregður ekki lítið við, því hún
þekkti vel náttúru þessara skor
kvikinda. Vissi hún vel, að þær
mæðgur myndu verða étnar inn
að beinum, ef ekkert yrði að
hafzt, en þar v„ar illt í efni, því
að engrar undankomu var. áuð-
ið nema að vaða berfætt yfir
termframergðina Annars var
ekki úrkosta, og greip hún dótt
ur sína í fangið og óð yfir ter
mftahópinn. Þar gat hún kallað
á hjálp og fengið þjóna í lið
með sér. Höfðu termítarnir
skriðið upp eftir henni, mikill
fjöldi þeirra, og byrjað að slíta
af henni húðina, svo að sár
við sár var kómið á fætur
henni. Ógerningtir var að tína
kvikindin burtu, og það sem
varð þeim mæðgum til lífs var
steinolíubrúsi, áem nærtækur
var. Olíunni var hellt yfir termít
ana, en slíka méðferð þola þeir
ekki. — Húsinu var bjargað frá
frekari eyðileggingu með svip-
uðum hætti, steinolíu hellt yfir
allt og því lokað vendilega.
23. október 1961.
Jj]NN hefir ég ekki sagt ykkur
frá síðustu þislargöngu ap-
ans okkar.
Jónsi litli og Xylol voru dag
nokkurn f' mesta bróðemi að
horfa út um gluggann á um-
ferðina fyrir neðan. Sneri Jón
litli sér þá skyndilega við,
kom óþyrmilega við apagrey-
ið, sem ég sá, mér til mikillar
skelfingar, hverfa út um glugg-
ann, við búum á annari hæð.
Um leið kvað við ógurlegt óp
neðan frá. Er ég Ieit út um
gluggann sá ég að Xylol hafði
dottið á barminn á kvenmanni
nokkrum, sem blaðraði fyrir
neðan gluggann og var að selja
jarðhnetur. En apaskömmin
lét sér hvergi bregða, stökk
hann ofan úr barminum á kerl-
ingunni, fékk sér góða hand-
fylli af jarðhnetum, og hvarf
síðan inn í apótekið. Varð hon
um ekki meint af og fékk góða
máltíð í þokkabót.
Hva® lækna snertir er held-
ur fátæklegt um að litast. Hér
í Palimé er einn læknir, einn
einasti, einn spítali fyrir ca.
10 þús. íbúð, og er 100 km leið
að leita til næsta læknis í norð
ur, til Atakpamé, og síðar suð-
ur til Lomé í svipaðri fjar-
lægð. Læknir þessi er svertingi
ákaflega geðslegur maður og
kann starf sitt vel. Hefur hann
stundað sitt nám f Montpellier,
og er hann einn af þeim fáu
hér sem unnt er að halda uppi
samræðum við. Kona hans er
hvít, frönsk að þjóðerni. Hefur
hún þann undarlega sið að lfta
undan í hvert skipti, sem hún
rekst á hvítan mann, og neitar
hún algerlega að umgangast
þann þjóðflokk Hagur lækna-
stéttarinnar er einnig lítið blóm
legur hér eftir að svertingjar
tóku við stjórninni. Læknir
þessi fær í kaup frá ríkinu 1200
NF og er honum bannað að
láta borga sér heimsóknir þær
sem hann kann að fara. Fyrir
sjúklingana er þetta að sjálf-
sögðu gott, en skiljanlegt er
að læknar séu fáir með þessum
kjörum.
Frh. á bls. 13