Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur f“>. marz 1963. Það má með sanni segja að marz er mikill árshátíðarmánuð ur. í dag birtum við hér í Mynd sjánni nokkrar myndir frá árs- hátíð Læknafélags Reykjavíkur sem haldin var að Hótel Borg á laugardagskvöldið. Þar voru samankomnir 70—80 læknar borgarinnar ásamt frúm sínum, Auk þess voru þar komnir nokkrir bandarískir læknar sem starfa á Keflavíkurflugvelli hjá varnarliðinu og islenzkir lækn- ar höfðu boðið til hófsins. >f Arinbjöm Kolbeinsson form. Læknafélagsins hélt setningar- ræðuna, Ómar Ragnarsson flutti gamanþátt, sem fjallaði m. a. um ýmsa lækna og siðar um kvöldið sýndi dansfólk úr skóla Hermanns Ragnars dans. Var hóf þetta hið veglegasta og fór mjög vel fram. Við stjórnarborð Læknafélagsins. Frá vinstri: Haukur Kristjánsson yfirlæknir Slysavarðstofunnar, Snorri P. Snorrason ritari félagsins Bjarni Konráðsson gjaldkeri og Arinbjörn Kolbeinsson formaður, á samt frúm sínum. í HÓFI LÆKNA Tveir Iæknar úr hópi hinna ýngri, þeir Guðjón Lárusson, t. v. og Richard Thors, ásamt frúm sínum. Árni Kristinsson læknir t. v. og yfirlæknarnir dr. Snorri Hallgrímsson og dr. Friðrik Einarsson ásamt frúm sínum. Heiðursfélagar Læknafélagslns og aldursforsetnr hófsins, þeir Guðmundur Thoroddsen prófessor t. v. og Ólafur Þorsteinsson. Ragnar Karlsson læknir og yfiriæknir varnarllðslns dr. Dick Jones.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.