Vísir - 06.03.1963, Page 8

Vísir - 06.03.1963, Page 8
8 V í S IR . Miðvikudagur 6. marz 1963. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Húsnæðismál gamla fólksins Fyrir Álþingi liggur nú stjómarfrumvarp, sem ætlað er í framtíðinni að leysa húsnæðisvandræði gamla fólksins. Er gert ráð fyrir því í frumvarpi þessu, að nokkrum hluta — eða tveim fimmtu — af hagnaði happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna verði varið til að byggja hentugar íbúðir fyrir gamalt fólk. Þessu máli hefir verið betur tekið á Alþingi en flestum þeim málum, sem ríkisstjórnin hefur borið fram. Allir flokkar munu vera sammála um, að hér sé gott og gagnlegt mál á ferðinni, sem sjálfsagt sé að styðja og ætti því ekki að þurfa að óttast, að það komist ekki í höfn, áður en þingi lýkur og orrahríðin vegna væntanlegra kosninga hefst. Þingmenn munu flestir eða allir hafa lagt á það áherzlu, að vegna þess, hve mannsævin lengist vegna árangursríkrar baráttu við sjúkdóma og hrörnun, fer öldruðu fólki sífellt fjölgandi í landinu — eins og víð- ast annars staðar. Heimilishættir eru hins vegar orðnir þannig víða, að barnaheimili geta tæpast tekið að sér umönnun eldra fólks, en margt er líka svo hresst, að það vill ekkert annað en fá að sjá um sig sjálft á eigin heimilum. í þeim tilgangi er frumvarp þetta samið og fram komið. Hagnaður mun hafa verið drjúgur af happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og má þess vegna gera ráð fyrir, að ekki líði á mjög löngu, áður en fyrstu gamalmennaíbúðimar, sem reistar verða samkvæmt þessu lagafrumvarpi, verði komnar upp og teknar í notkun. Það skal endurtekið að endingu, að mjög ber að fagna þessu frumvarpi, og það er sérstaklega gleðilegt fyrir Sjálfstæðismenn, að þeir hafa haft forgöngu í þessu máli, síðast með því, að frú Ragnhildur Helga- dóttir þingmaður hafði á hendi formennsku í nefnd þeirri, sem rannsakaði þetta mál og undirbjó frumvarp það, sem hér um ræðir. Drukknir v/ð akstur Hvert var mnrkmiBiB meS stofmm HeimJallar1927? Grein þessi birtist fyrir skömmu hér í blaðinu, en vegna rúmleysis var ekki unnt að birta hana þá í heild. Birtist hún því nú öll. Árin upp úr fyrri heimsstyrjöld og allt fram til 1930 voru í Evr- ópu tímar mikilla um- róts og byltinga. Mikils óöryggis gætti á sviði framkvæmda og fjármála, þetta skapaði mikið atvinnuleysi víða um lönd. Þessi ár voru blómatímar fyrir sósíalismann í álfunni, og voru þau notfærð rækilega til framdráttar stefnunni. Höfuðatburðurinn og sá sem mest áhrif hafði var valdataka kommúnista í Rússlandi. Stórir sósíalistiskir stjórnmálaflokkar mynduðust í flestum löndum álfunnar, sums staðar höfðu þeir stjórnartaumana í sínum höndum, eða voru áhrifamiklir. þessum árum var skilgrein- ing á milli sosialdemokrata og kommúnista óskýr. 1 kjölfar þessa og sem bein afleiðing af ástandinu í Evrópu skellur yfir kre'ppan í Bandafíkjúnum'. Marg|' ir af þessum atburðum voru af sósíalistaáróðrinum skrifaðir á reikning einkarekstursins. Og atburðir og aðstæður notaðar til að krefjast opinbers reksturs á sem flestum sviðum, með þeim hörmulegu afleiðingum, sem það þá hafði strax á þess- um fyrsta tug þjóðnýtingar- timabilsins, sem kjaraskerðing fyrir allan almenning. Pað virt- ist vera að margir héldu að hér væri um að ræða það sem koma skyldi.Og á vissu tímabili var lítið aðgert af hálfu þeirra manna sem trúðu að sósíalism- inn væri ekki til hagsbóta. Hér á landi má líklegast telja að stofnun Heimdallar hafi verið fyrsta raunhæfa sporið sem stígið var, af hálfu þeirra aðila sem ekki trúðu á leiðir sósíalismans bæjar- og ríkis- reksturs, heldur á einkafram- takið, rekstur með ábyrgð ein- staklingsins, sem leiðina til al- mennra hagsbóta, til að kynna sinn málstað og leitast við að vara við hinum soslalistísku al- þjóðakenningum hér á landi. Hér var ekki stórt af stað farið, við vorum á milli tuttugu og þrjátíu ungir, iðnaðar-, verka-, verzlunar- og skólamenn sem fyrst bundumst samtökum um félagsstofnun. Hér var ekki um efnamenn eða syni efnamanna að ræða, en það sem einkenndi þennan hóp ungra manna var hin óbilandi trú okkar á það, að við værum hér að taka upp baráttu fyrir heillaríku máli sem gat orðið afdrifaríkt fyrir land og lýð, og að ala upp og auka hjá ungu fólki trúna á hið Einar Ásmundsson. frjálsa framtak einstaklingsins, trúna á eigin mátt, trúna á hina miklu möguleika, sem land okkar hefði upp á að bjóða, fyrir hugmyndaríkan og fram- .takssaman einstakling er gæti skapað verðmæti er væru gulls í gildi til hagsbóta fyrir með- starfsmenn sína og þjóðina í heild. Þar sem á sama tíma þjóðnýtingarstarfsemin yrði til a, rýra lífskjörin. Gtofnun og starfsemi félagsins vakti þegar mikla athygli, þó sérstaklega hjá þeim öflum sem starfsemi félagsins var beint gegn, þjóðnýtingarmönn- um. Mönnunum sem voru búnir í friði um árabil að reka sinn áróður fyrir ágæti sósíalismans um leið og þeir töldu að dagar hins frjálsa framtaks væru taldir. Það sem sérstaklega á- vannst á fyrstu árum starfsem- innar var að vekja upp til starfa og hjálpa til við að sam- eina þau öfl í þjóðfélaginu, sem ekki höfðu tekið hina sósíalist- ísku bakteríu, heldur gagnstætt. Þeir höfðu trú á framtaki ein- staklingsins. Þetta tel ég að hafi tekizt vonum framar og átti Heim- dallur frumkvæðið að mörgu sem svo náði fram að ganga þó seinna væri. Heillaríkasta tímabil félagsins var að mínu áliti fyrsti áratug- urinn. Það tímabil var sá flokk- ur sem félagið studdi að mestu £ stjórnarandstöðu. Að vísu hef ur sá sem þetta ritar ekkifylgzt mikið með starfsemi félagsins seinni áratugina, en óneitanlega finnst mér að ekki hafi tekizt svo vel sem var ætlazt um að varðveita hinn upprunalega til- gang með stofnun félagsins. egar flokkurinn sem studdur var, var kominn í stjómar- aðstöðu hefur hann verið með í að framkvæma þjóðnýtingar- plön í svo ríkum mæli að helzt verður að sækja fyrirmyndirnar til hinna svo kölluðu „alþýðu- lýðvelda". Þessi mikla þjóðnýt- ing hér hefur verið að sliga þjóðarbúið, gert góðæri að móðuharðindum, og okkur að bónbjargarmönnum gagnvart vinaþjóðum okkar, sem hafa kostað þessa sósialistisku til- raunastarfsemi sem hér hefur verið rekin. Að þessu leyti höf- um við sem stofnuðum til þess- ara samtaka með því markmiði sem að framan er lýst, orðið fyrir vonbrigðum með áhrif félagsins á stefnu þess flokks sem það hefur stutt. Nú vil ég mælast til þess við þá ungu menn sem nú og í framtíðinni kæmu til að stjórna þessum samtökum, sem eiga að geta ver ið mikilvæg, en þó því aðeins að þeir séu trúir aðalatriðinu, þeirri stefnu og því markmiði að sem flestir einstaklingar verði andlega og efnalega sjálf- stæðir og með því verður þjóð- arheildin það að sjálfsögðu líka. Það mun gerast æ tíðara, að menn séu teknir und- ir áfengisáhrifum við akstur bifreiða. Á síðasta ári mun á fimmta hundrað manna hafa sætt ákæru fyrir þetta brot hér í Reykjavík, og er ekki ósennilegt, að annar eins hópur eða jafnvel enn stærri hafi sloppið eftir að hafa fengið sér hressingu, áður en setzt var undir stýri á bifreið. Finnar hafa gert flugvöll að nokkru leyti með vinnuafli þeirra, sem teknir hafa verið drukknir við akstur. Svíar setja slíka menn til skógarhöggs. Hér eru menn dæmdir, en komast víst ekki að til að afplána refsingu fyrr en eftir langan tíma, ef um innilokun er að ræða. Hvernig væri að taka upp svipaða aðferð og Svíar og Finnar — setja þá, sem brjóta þannig af sér, t. d. í vegavinnu? Bátgrindin var ein eftir Ari Bogason frá Seyðisfirði liggur nú slasaður á Landa- kotsspítalanum. Hann var fluttur suður á laugardags- kvöldið með flugvél Flugfé- lagsins frá Egilsstöðum og var komið til bæjarins á miðnætti. Ari slasaðist f mikilli spreng- ingu sem varð í bát hans á Seyðisfjarðarhöfn á föstudag- inn og þykir það næsta ótrúlegt að hann skyldi halda lífi. Sprengingin var svo mikil, að hún kvað við um allan kaup- staðinn og braut rúður í nær- liggjandi húsum. Það er talið víst, að spreng- ingin hafi orðið út frá Kosan- gasgeymi, sem var f bátnum og Ari hafði notað til upphitunar í bát sínum. Útilokað er að sprengingin hafi orðið í vél bátsins, því að hún var ógang- fær. Ari handleggsbrotnaði á öðrum handlegg, fingurbrotnaði á báðum höndum og er með sár á fæti. I gærmorgun tókst að ná bátnum upp, sem heitir Sæ- björg og er 8 tonna frillubátur. Er báturinn mjög illa farinn og sýnir það kraft sprengingarinn- ar. Báðir byrðingar eru farnir úr bátnum að framan og er þar ekkert eftir nema grindin, stefnið, kjölurinn og borð- stokkar. Hefur báturinn verið fluttur í slipp, en vafasamt að borgi sig að gera við hann. Sýnir þetta ásamt öðru að það er næstum furðulegt að maður- inn skyldi ekki slasast meira en hann var um borð f bátnum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.