Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 15
V f SI R^. Miðvikudagur 6. marz 1963- 75 BEATRICE HERZ: SYSTURNAR Framhaldssaga Nóra þagnaði skyndilega. Ég þóttist vera að leita að hárburst- anum á Ijommóðunni. — Ég kanri líka að dansa, — það er að minnsta kosti allt í lagi með fætur mína, hamingjunni sé lof, sagði ég, líklega með beiskju- hreim. Þetta var komið yfir varir mér áður en ég áttaði mig á, að þetta hefði verið betur ósagt. Nóra frænka reyndi að svara í léttum tón: — Það veit ég vel, það var ekki svoleiðis metnt. Við sögðum fátt á leiðinni niðilr og svo tók Stavros við. Ég hálf- skammast mín fyrir að játa það, en mér var það til hugarléttis, að hugsa til þess, að hafa Nóru frænku ekki í nálægð minni næstu tvo sólarhringa. Það var heitt af sólu, er Stavros leiddi mig til strandar. Úr húsa- sundunum barst til okkar hlátur barna, sem stundum þagnaði er við gengum Fram hjá. Lykt af geit- um barst að vitum mínum og mér varð þungt fyrir brjósti, þar til við nálguðumst ströndina, þar sem maður gat notið sjávarsvalans. Og frá bát úti fyrir ströndinni barst að eyrum skrölt í vél sem auðheyrt var, að var í ó.lagi. Ég var 16 ára. ' Mér leið allt af vel, er Stavros leiddi mig til strandar, þegar Nóra frænka var hvergi nærri. Mér hafði allt af fundist virðingar- og kurteisisblær á framkomu hans, þótt hann vart mælti orð af vör- um. Þess vegna kom mér það ó- vænt nú, er hann spurði allt í einu: — Hafið þér ávallt verið blind, ungfrú? Ég varð svo undrandi, að ég svaraði engu, en þegar hann end- urtók spurninguna, hristi ég höfuðið. En hann lét sér það ekffi nægja og spurði: — Hvað gerðist? Var það slys? Það var orðið svo langt síðan nokkur hafði talað um það, að ég væri blind. Og það olli mér sárs- auka, að þannig var spurt allt í einu, beint, umbúðarlaust, það var eins og komið hefði verið við opið sár, en þegar ég ætlaði að fara að svara einhverju, til þess að eyða þessu, var eins og ég heyrði rödd Stavrosar hljóma inni í félgsnum hugans, og þá -varð mér ljóst, að hann hafði ekki spui;t af forvitni, heldur í einlægni og áf samúð. Og mér fannst, að mér bæri að svara spurningu hans í einlægni og ég sagði því blátt áfram og einlæg- lega: — Það var 1 bílslysi, Stavros. Við pabbi vorum á leið heim úr borginni. Husið okkar var í nokk- urri fjarlægð frá henni. Við áttum heima í Nýja Englandi, en svo nefnast enn í dag nokkur rlki Bandaríkjanna. Þar er kalt á vetr- um, þokasamt á ströndinni, allt grátt, drungalegt. Það var von á gestum heim og pabbi ók óvana- lega hratt. Kannski brann hann líka í skinninu að segja Dóru frá nýrri bók, eftir hann, er gerður hafði verið samningur um þá um daginn. Ég var hjá tannlækninurn og pabbi sótti mig. Það var til- viljun ein, að ég hafði komist að þessu með handritið — þótt hann ætlaði að halda því leyndu til þess að geta sagt Dóru systur frá því fyrstri ' allra .. Það var beygja á véginum fram undan ög allt- l einu kom stór vörubíH á móti okk- skein beint- framan í mig, og þegar ur, beint á móti okkur, — hann var skökku megin á veginum, og árekstri varð ekki forðað. Síðar kom í ljós, að bílstjórinn var undir áhrifum áfengis, og hafði sofnað við stýrið .... Ég man, að ég var hissa á því, að ég gat talað um þetta blátt áfram, — það hafði ég aldrei getað áður. Og ég hélt á- fram: — Faðir minn beið bana. Ég slapp ekki við beinbrot — og það var vitanlega þá, sém ég missti sjónina. Og sú tegund blindu, sem ég fékk heitir sjálfsagt einhverju furðulegu nafni á latínu — og vafalaust líka á grísku. Stavros hélt laust, en þó örugg- lega um handlegginn á mér. Hönd hans var dálítið hrjúf, hann var víst farinn að reskjast, en það var gott að láta hann leiða sig, finna snertingu handa hans, Ég líkti höndum fólks stundum við blöð í bók. Snerting gat kannske verið á við það, sem ég hefði getað lesið á mörgum síðum. Öll til- vera mín var í tengslum við hend- ur sem leiddu mig gegnum lífið — aðallega hendur roskins fólks. Nú erum við komin, ungfrú. Dimitri er þegar búin að koma fyrir sólhlífinni. Veðrið er ýndis- legt, glaða sólskin, og varla nokkur svali, en þér ættuð ekki að hætta á, að fara út í meðan þér eruð hér einar. — Ég geri það ekki, ég ætla bara að láta sólina skína á mig. Þökk fyrir hjálpina. Stavros. — Ekkert að þakka, ungfrú. Sko, hérna er sólhlífin fyrir aftan yður, og ef þér leggist hérna, skín sólin ekki beint framan í yður. Reitt til reiði. Ég lagði mig í sandinn og hlust- aði eftir dvínandi fótataki Stavros- ar. Eftir nokkra stund tók mig að syfja og seig mér brátt blundur á brá, Vaknaði ég við það, að sólin ég sneri mér við til þess að hag- ræða sólhlífinni, fann ég til stirð- leika i öllum líkamanum. Það var farið að hvessa og allt í einu tók sólhlífina upp, en ég náði taki á henni, en missti hana úr höndum mér, vindurinn feykti henni áfram og ég skreið á eftir henni, í von um, að hún færi ekki langt. Ég skreið áfram í von um að finna hana og allt í einu var þaninn strigi fyrir höndum mér og ég fálmaði eftir sólhlífarskaptinu, og var þá allt í einu gripið sterklega um úln lið mér, og ég varð þess vör, að sólin skein ekki lengur framan í mig. Þér þarna með stóru, dökku Það lítur út fyrir að Jensen hjónin ætli að hafa enskt buff í hádegisverð------—. sólgleraugun, var sagt karlmann- legri röddu og næstum reiðilega. Þér hafið keypt yður skrautleg sólgreraugu, en hafið víst gleymt að athuga í þeim glerin. Þarna er kvenfólkinu rétt lýst. Kaupir sér gleraugu og verður svo að fálma sig áfram eins og blindar leður- blökur. Ég fann, að ég var eldrauð í framan á sama andartaki og ég svaraði reiðilega: \ — Það vill nú svo til, að ég er það, blind eins og leðurblaka, eins og þér orðið það. Iður rennir fráleitt grun í, að ég vildi gjarnan geta kennt sólgreraugunum um þetta. . Ég bjóst við, að þetta mundi læja í honum rostann og að hann mundi stama eitthvað I afsökunar skyni, og það hlakkaði sannast að segja £ mér af tilhugsuninni um, hve vandræða- og skömmustulegur hann hlyti að vera — enda þótt ég samtímis fyndi sárt til þess hversu ástatt var.fyrir mér, en það gerði ég jafnan ef eitthvað: þessu líkt kom fyrir. — Og nú búist þér vafalaust við, að ég krjúpi á kné og biðjist afsökunar? Það var nú eitthvað annað en að þess væri vottur, að hann skamm- aðist sín fyrir ókurteisina. Hann mælti að vísu ekki reiðilega, en hann var alveg rólegur, og það fór í taugarnar á mér svo að ég svaraði af meiri heift en skyldi: — Þér eruð sjálfsagt ímynd hins fullkomna hraustmennis — en því miður einnig gersneyddur venju- legum mannlegum tilfinningum. Hann svaraði engu og ég þagði líka. Vindurinn feykti til hári mínu ÍIHPfflB'JJWWSJ T A R Z A N "wait! ane.íishop! please!" twe P’IRECTOK CKIEP OUT IW A.PPEAL. "WHAT FOR.? / SAII7 JOE. '''I WON'T SE TREATE7 LIK.E A SLAVE.// , JC*t CiMtO -■o»* int Urt' *»• rurmiiin. bu —tw *« b *. n Dlitr. by United Frature Fyndlcate, 2UKOFF SMILE7 NERVOUSLV. "COME NOW, IW FIFN’T MEAN ANV HAKM. SHE’S JUST— TEMPERAMENTAL—9-11-W16 *IF X PROMISE SHE WON'T INSULT VOU AGAIN, CAN VOU TOLERATE HER FOR-- POUSLE VOUR FEE?/ „Bíddu, herra Bishop“, hróp- aði stjórnandinn, „gerðu það, stoppaðu“. Bishop: „Hvers vegna? Ég vil ekki láta fara með mig eins og þræl". Zukoff brosti taugaóstyrkur: „Kondu nú, Ivy ætlaði ekki að gera neitt illt. Hún er dálítið skapstór, það er allt of sumt... Ef ég lofa að hún móðgi þig ekki aftur, geturðu þá umborið hana — fyrir tvöfalt kaup?“ Copyright P. I. 0. 80* 6 Copenhoi}! M^asaasxm sbbs og ég dró andann djúpt — andaði að mér saltmettuðu sjávarloftinu. Ég fann, að hann starði á mig. Og þegar hann loksins tók til máls aft ur mælti hann í allt öðrum tón en fyrr: — Og eruð þér nú alveg viss um, að það sé það, sem þér óskið eftir: Mannlegri samúð, tillitssemi? Vitanlega hafði hann getið sér rétt til, — að ég var orðin þreytt á samúð og tillitssemi — sem var hið v eina sem mér hafði fallið í skaut á þeim árum, sem við venjulegar kringumstæður hefði' átt að vera hamingjuríkasti tím;nr í lífi ungrar stúlku ..... Ég hafð: einu sinni verið kysst, það var : lok skóladansleiks rétt áður er slysið var. Þá hafði feiminn skóla- félagi gerst svo djarfur að kyss; mig, — það var öll 'rómantíkin — svo kom einmanaleikinn, myrkric — tilfinningin að vera ein og út undan — þegar allir voru glaðii og kátir £ kringum mig — kannsk vegna þess, að ungir menn vissi ekki um hvað þeir ættu að tah um við blinda stúlku. Daphne og Apollo. Mér var efst £ huga að flýja Rödd hans nú hafði vakið eitthvac hið innra með mér, sem bezt vær að svefnbundið væri áfram — vell óstjórnleg þrá eftir að komið vær; fram við mig eins og sjáandi konu Þegar ég svaraði engu, sagð hann: 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðallali! Hæstu vlnningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hyers rnánaðar. Ódýrir herrasokkar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.