Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 6
VISIR . Miðvikudagur 6. marz 1963. Lífíátsdómar fyrír tilræðfö við De GAULLE Herdómstóll í Parfs hef- ur dæmt til lífláts 6 menn fyrir þátttöku í banatilræðinu við De Gaulle forseta f ágúst s.l. Líflátsdómurinn var kveðinn upp að þíemur sakborningum fjarstödd- um, vegna þess að ekki hefur tek- izt að hafa hendur í hári þeirra, en hinir voru leiddir í réttarsal og þeir látnir vera viðstaddir dóms- uppkvaðninguna. Dóminum verður ekki áfrýjað, en það er á valdi De Gaulle for- seta að breyta honum. Átta menn aðrir voru dæmdir, einnig fyrir þátttöku f samsærinu, og fengu frá þriggja ára fangelsi upp í ævilanga fangaþrælkun. Gerlar fínnast i 65,000 /. hæð Sú kenning hefur nú verið gerð að engu, að ekkert líf þrífist í gufuhjúpnum umhverfis jörðina, þegar komið er í vissa hæð frá jörðu. Það hefir nú komið f ljós, að gerlar hafa fundizt í allt að 65 þúsund feta hæð frá jörðu, og þar efra virðist eins konar ský milli 45 og 65 þúsund feta hæðar, Þar sem gerlar þrffast. Þetta kom fram, þegar geimrannsóknarráð Banda- rfkjanna sendi upp loftbelg með það fyrir augum að ná sýnishorni af lofti í mikilli hæð. 1 loftsýnis- hornum þeim, sem náðust með þessum hætti, voru hvorki meira né minna en 20.000 — tuttugu þúsund — gerlar, einkum gulir og rauðgulir, auk sveppa af ýmsu tagi. Hefir þetta allt borizt frá jörðu með vindum, en það kom vísindamönnum á óvart, hversu fjölskrúðugt það sýnishornasafn var, sem þeir fengu við rannsókn ir þessar Me and you, we swet and swet and swet. Nat Russel skemmtir á Röðli Skipið hér á mynd- inni, enski togarinn Somerset Maug- ham frá Hull, vann „siIfurþorskinn“ svonefnda að þessu sinni — það er að segja, hann flutti mestan afla að landi af öllum brezkum togurum. Ársafllnn nam 2925 lestum. Vitanlega var rlthöfundurinn Somerset Maugham manna fyrstur til að senda skipstjór- anum á nafna sín- um heillaskeyti vegna afreksins. Næsta mánuðinn mun negra- söngvarinn Nat Russel syngja fyrir gesti veitingahússins Röð- uls. Hann söng í fyrsta skipti sl. sunnudag og hlaut fádæma góðar undirtektir. Við brugð- um okkur því á Röðul daginn eftir til þess að fá að heyra í honum, og hittum við hann fyr ir þar sem hann var að syngja „Down by the river side“ með heilum kór af hrifnum áheyr- endum. Söngur hans var svo smitandi að fólkið gat ekki stillt sig um að syngja með. Hann söng nokkur Iög í viðbót, svo sem „Old man river“ og „Little bitty tear“ og ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðar- Iátum. Hljómsveit Eyþórs combo átti líka sinn þátt í að skapa góða stemningu, með sfn um Ifflega og skemmtilega leik. Nat Russel er búinn að vera í „show buisness'* í ein 30 ár. Og hófst ferill hans þegar hann var 7 ára gamall, en fór þó hægt í fyrstu og gekk þá á ýmsu, meðal annars var hann f> við að syngja milli boxkeppna, og var vinur hans Joey Evans þá með honum. Russel er bú- settur í Danmörku, og giftur danskri konu, eiga þau eina dóttur. Hann hefur oft skemmt í einkasamkvæmum Margrétar prinsessu og eru þau góðir vin- ir. Russel er fleira til Iista lagt en að syngja, og hefur hann meðal annars samið bæði kvik myndasögur og lög, t.d. „Hello Mr. Twist“, sem varð mjög vin sælt hér á landi. Okkur tókst að ná tali af honum, og spurð- um hvemig honum litist á að skemmta hérna á íslandi. — Vel svaraði hann, annars hefði ég varla verið að koma aftur. Ruseel var hérna einnig í júlf 1959 og skemmti þá á sama stað. Hvernig líkar þér við hljómsveitina? Mér líkar mjög vel við þá, þeir eru mjög góðir, bæði duglegir og gott að vinna með þeim, og svo er fólkið dá- samlegt. Þegar tekið er undir með söngvara, og hann finnur að fólkinu Ifkar vel við hann, þá gengur helmingi betur en ella, og þá er hreinn unaður að syngja. Hvernig líkar þér svo annað hérna á íslandi, maturinn t.d.? Mér finnst háw góðyr, hann er að ýmsu leyti svipaður danska matnum, og honum er ég vanur. Annars finnst mér alveg sérstaklega góður þessi réttur sem þið kallið svið, og ég gæti jafnvel átt á hættu að gleyma megrunarkúrnum, ef ég kæmist í svoleiðis góðgæti. Við erum búnir að tefja nógu lengi að okkur finnst, og förum því að rölta heim á leið. Og þegar við förum út úr dyrunum heyr- um við hann raula með sinni, örlítið hásu og sérkennilegu röddu, „he keeps on rolling al- ong“, rödd sem áreiðanlega mun draga marga að Röðli næstu daga. Ókeypis rannsókn á grasmaðkaplágunni Búnaðarþing hefir gert eftirfar- andi ályktun um áburðardreifingu á heimabeitilönd í grasmaðksárum: Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags Islands að hlutast til um að Sandgræðsla ríkisins veiti bændum aukna aðstoð með meiri áburðardreifingu á heimabeitilönd í grasmaðksárum. Aðstoð sú, sem veitt verður, sé gerð í samráði við skordýrafræðing Atvinnudeildar Háskólans og að fyrirfram gerðri athugun hans. Jarðræktarnefnd þingsins hafði haft mál þetta til meðferðar og kynnt sér það eftir föngum og fékk á sinn fund Geir Gígja skor- dýrafræðing og Pál Sveinsson sandgræðslustjóra. Eftir viðtal við þessa menn lít- ur nefndin svo á, að heppilegust lausn málsins sé sú, sem ályktunin felur í sér, þ.e samvinna skordýra fræðings, sem með rannsóknum getur með mjög miklum líkum sagt fyrir um það, hvenær maðks er að vænta, og sandgræðslustjóra sem hefur yfir nokkru fjármagni að ráða til áburðardreifingar úr lofti á beitilönd. Á síðasta vori dreifði Sandgræðslan allmiklu af áburði í þessu skyni og lögðu þá heimamenn, þar sem dreift var, fram 50% kostnaðar. Bændur á grasmaðkssvæðum ættu þvi með þessu máli að fá ókeypis rann- sókn á maðkaplágunni og 50% af kostnaði við áburðardreifinguna. JMMMWWWVAW.V/.VAÍ/WWWW.V.VAVW.V.VAW.V.W.’.V.W.V.V. Djwhuus segir Færeyinga staðráðna með 12 mílar Hákon Djurhuus lögmaður Færeyinga dvaldist nokkra daga í Bretlandi eftir að samninga- viiðræSumar við Breta um 12 mílna fiskveiðilögsögu við Fær- eyjar fór út um þúfur. Síðan fór Djurhuus til Grimsby, þar sem hann steig um borð í fær- eyskan togara og sigldi heim. Brezka fiskveiðitímaritið Fishing News, náði tali af Djurhuus, þegar hann fór um borð I skipið. Kemur I ljós i því samtali, að Færeyingar eru staðráðnir f að taka sér 12 mílna landhelgi. Hákon segir m. a .í samtalinu: „Land mitt er ákveðið í 12 mflna málinu. Við skiljum ekki hvers vegna þarf að deila um það, þar sem Island og Noregur hefur fengið 12 mflna landhelgi. Viðræðurnar í London hafa ver- ið vinsamlegar. Allir f Færeyj- um eiga afkomu sína undir fisk- veðum. Ef við tökum 12 mílna landhelgi get ég lofað því að okkar eigin togarar munu virða hana. Við munum aðeins nota lfnuveiðara innan hennar eins og við gerum nú. Ég er viss um að það verður hægt að leysa þetta á vinsamlegan hátt. Hákon Djurhuus fékk klefa skipstjórans á togaranum í ferð inni til Færeyja. Hann ákvað að fara með togara, af þvf að þannig kæmist hann fljótar til Færeyja en með þvf að sigla til Kaupmannahafnar og bíða eftir áætlunarferð til Þórshafn- ar. I tilefni af yfirlýsingu Hákon ar gaf Dennis Welch foringi yfirmanna á Grimsby-togurum út aðra yfirlýsingu, þar sem hann lýsti þvf yfir að brezkir togaramenn myndu eftir sem áð ur berjast með hnúum og hnef- um gegn 12 mflna fiskveiðiland helgi við Færeyjar. Við getum aðeins ítrekað fyrri yfirlýsingar um að afleiðingin af 12 mflna Iandhelgi við Færeyjar getur oröið löndunarbann á færeysk skip í brezkum höfnum. VAVAV.VV.V.V.V.V.V.V.V.,.,.V.,.V.,.V.V1.,.*.V.,.,.,.V.V.V.V.V.V.V.V.,.V.V.V.V.,.V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.