Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 06.03.1963, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 6. marz 1963. — 9 Gunnar Thoroddsen: Vinnubröffð vinstri forystunnar í BSRB Fögnuður kommúnista. Þegar Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hélt þing sitt á sfðastliðnu hausti og kaus sér nýja stjórn, kunni málgagn kom- múnista sér ekki læti af fögnuði. Á forsíðu Þjóðviljans gat að líta flennistóra fyrirsögn: Nú væri komin ný stjórn undir forystu vinstri manna, og forsíðan var skreytt með snoturri mynd af formanninum. En eins og kunnugt er táknar „forysta vinstri manna“ það, að kommún istar og vinir þeirra í Framsókn ráði einir öllu. Þessi gleðilæti f málgagni meiri hluta bandalagsstjórnar- innar gáfu til kynna, að það væru fyrst og fremst póli- tísk sjónarmið, sem ráðið hefðu úrslitum og ættu að móta stefn- una og vinnubrögðin. Flokksáróður fyrst, hagsmunir opinberra starfsmanna á eftir. Ef til vill hafa menn ekki al- mennt áttað sig á þvf strax, hvað þarna var að gerast. En það hefur orðið æ ljósara og skýrara, eftir því sem lengra hefur liðið. Vinnubrögðin, fram- koman, málflutningurinn hafa verið með þeim hætti af hálfu kommúnista- og framsóknarfor- ustunnar, að það fær engum dulizt, að launamál opinberra,. starfsmanna á fyrst og fremst að nota út f æsar til framdrátt- ar flokksáróðri stjómarandstæð inga. En hagsmunir opinberra starfsmanna koma aðeins f ann- arri röð. Þær hlytu að leiða til stór- kostlegrar allsherjar kauphækk- unar í landinu, stórhækkunar á verði allra landbúnaðarvara og á almennu verðlagi í landinu. öngþveitis hjá útflutningsat- vinnuvegunum, í stuttu máli sagt: Upplausn á efnahagskerfi þjóðarinnar og stórfelld gengis- lækkun á næsta leiti. Myndu setja allt efna- hagskerfið úr skorðum. „Forysta vinstri manna“ í B.S.R.B. vissi vel, hvaS hún var að gera og hvert hún stefndi. En opinberir starfsmenn al- mennt vissu það ekki. „Foryst- an“ bauð þeim af rausn sinni upp á kauphækkanir eins og hver vildi. En forystan leyndi því fyrir opinberum starfs- mönnum, að þessar kröfur kostuðu 600 milljónir og að þær myndu setja allt efnahags- kerfi íslendinga úr skorðum. Þess vegna kom það eins og reiðarslag yfir marga ágæta starfsmenn ríkisins, sem f góðri trú höfðu samþykkt kröfugerð- ina, þegar þeir fengu að vita um hið rétta samhengi hlut- anna, sem vinstri forystan hafði leynt. TiIIögur ríkisstjórnarinnar. Samninganefnd ríkisstjórnar- Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. innar undirbjó af mikilli kost- gEefpi tillögur um lapnakjör hinna opinberu starfsmanna. Voru þær tillögur byggðar á lögunum um kjarasamninga, en þau gera ráð fyrir að laun op- inberra starfsmanna skuli vera hliðstæð kjörum launþega, er vinna sambærileg störf hjá öðr um en ríkinu. Einnig skal taka tillit til menntunar, ábyrgðar- og sérhæfni starfsmanna og hafa hliðsjón af afkomuhorfum þjóðarbúsins. Þessar tillögur fólu f sér kjarabætur til opinberra starfs- manna, allt upp f 40% launa- bætur til sumra hópa, en meðal hækkun um 16%. Auknar launagreiðslur samkvæmt þessu tilboði voru taldir nema um 80 milljónum k.r. á ári. Þann 7. febrúar sl. voru þess- ar tillögur lagðar fram. Ríkis- stjórnin gerði að sjálfsögðu ráð fyrir því, að þá þegar byrjuðu viðræður milli samninganefnd- ar rfkisins og Kjararáðs B.S.R. B. um tillögurnar, þar á meðal um niðurröðun starfsmanna í launaflokka. Ríkisstjórnin var vitanlega reiðubúin til þess að athuga með velvild allar rök- studdar breytingartillögur og taka þær til greina eftir því sem fært þætti, eins og venju- legt er í samningaviðræðum. Komið í veg fyrir viðræður. En vinstri forustan var á öðru máli. Hún gerði tvennt í senn. Þvf var þegar í stað neitað að setjast að samninga- borði um flokkun starfsmanna í launaflokka og þannig komið 1 veg fyrir samningaumræður um Samningsréttur í fyrsta sinn. Núverandi ríkisstjórn hafði í fyrra beitt sér fyrir viðurkenn- ingu á samningsrétti, sem op- inberir starfsmenn höfðu ekki áður haft og „vinstri menn“ aldrei hirt um að veita þeim. Var þess nú beðið með eftir- væntingu, hvernig til tækist um samkomulag í fyrsta sinn. Tillögur kjararáðs. Þegar Kjararáðið, undir for- ustu vinstri manna, lagði fram launakröfur sínar, vöktu þær mikla athygli og undrun. — Þeir lægstlaunuðu áttu að fá langminnstar hækk- anir. Þeir hæstlaunuðu áttu að fá mest. Meðalhækkun var 120%, eða rúmlega tvöföldun launa. Launagreiðslur ríkisins eru nú um 500 milljónir á ári. Þær áttu þvf að hækka um 600 milljónir. Þegar það er athugað, að heild- artekjur ríkisins eru rúmar 2000 milljónir, þyrfti því að hækka allar álögur á landsfólkinu um ca. 30%, til þess að standa und- ir þessum nýju útgjöldum. Hvað leiddu þessar kröfur af sér, ef þær væru teknar til greina, eða farið eitthvað í ná- munda við þær? Bandarísk söngkona með Sinfoníuhljómsveitinni Sinfóníuhljómsveit íslands heldur 11. tónleika sína á þess- um vetri f Háskólabfói á morg- un. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar verður William Strickland. en einsöngvari ameríska óperu- söngkonan Sylvia Stahlman. Sylvia Stahlman er fædd í Bandaríkjunum og stundaði söngnám þar. Söngferill hennar hófst í Briissel, þar söng hún við óperuna í tvö ár. Sfðan hélt hún aftur til Bandarfkjanna og söng þar f nokkur ár við ýmsar óperur, sneri aftur til Evrópu og hefur nú síðustu fjögur árin Sjálfvirkur simi á SIGLUFIRÐI Fyrirhuguð er bygging nýrrar pust- og símstöðvar á Siglufirði á þessu ári. Áætlað er að húsið verði byggt á sama stað og gamla pósthúsið er nú, en það er eitt elzta steinhús bæjarins. Bygging verður gerð í áföngum, og gamla húsið rifið þegar fyrsta áfanga er náð. Gert er ráð fyrir að hafizt verði handr á þessu ári við uppsetningu sjálf virks síma, eða þegar húsbygging in er komin nógu langt áleiðis. Pantað hefur verið allt sem þarf til þess að svo megi verða, og munu það mikil og góð umskipti í símaþjónustu bæjarins og einnig á sfmsambandi til annara staða með radarstöðinni í Hvanneyrar- skál. Leiðrétting. I forystugrein blaðsins í gær um I? 'ukosningarnar misprentaðist orðið Sjálfstæðisflokkurinn í stað ,,stjórnarflokkarnir“. Eru lesendur beðnir að taka það til athugunar. verið fastráðin við óperuna f Frankfurt. Auk þess hefur söng konan sungið í óperum víða í Evrópu, t. d. London, Amster- dam, París, Berlín, MUnchen og Vín. Einnig hefur hún sungið inn á nokkrar hljómplötur fyrir Decca. Hér á landi mun söng- konan dveljast þangað til á Iaugardag, en á sunnudag á hún að syngja við óperuna f ....ies- baden. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngkonan syngur með hljómsveit sem Strickland stjórnar. Þau eru gamlir kunn- ingjar, hafa starfað saman fimm sinnum áður. Strickland hljómsveitarstjóri er nýkominn frá Bandaríkjun- um og mun stjórna hér tvennum hljómleikum, en þá fara til Ber- Ifnar og Gautaborgar og stjórna þar hljómleikum. Hann er ráð- inn hér á landi til 1. júlí. Sy'.vi i Stahlman syngur, eins og fyrr er sagt, með Sinfóníu- hljómsveitinni f Háskólabfói kl. 9 annað kvöld, en í ráði er að hún syngi einnig fyrir útvarpið nokkur ný lög eftir bandarískt tónskáld. Á tónleikunum syngur hún: Tvö sönglög úr Egmont Ea það mál út allan febrúarmánuð. Og jafnsnemma hóf vinstri fylk ingin og málgögn hennar hat- ramman og óskammfeilinn áróður gegn tillögum ríkisstjórn arinnar. Þær voru rangfærð- ar og affluttar, og óspart skrökvað til um innihald þeirra, í því skyni að æsa menn upp til andúðar og óánægju, f stað hins að reyna að fá það lag- fært, sem- betur mætti fara. Samkvæmt lögunum um kjarasamninga áttu kjaramálin að ganga til Kjaradóms 1. marz, ef ekki væru þá komnir á samn- ingar, en lögin veita ráðherra heimild til þess að breyta því tímamarki. Sú framkoma vinstri forust- unnar, sem hér hefur verið rgk- in, benti ótvfrætt til þess að hún skeytti ekkert um að nota samningsréttinn, heldur stefndi málinu vitandi vits til dóms. Þótt þannig hefði verið í 3 vikur komið í veg fyrir eðli- Iegar samningaviðræður, vildi ríkisstjórnin ekki láta þess ó- freistað að reyna að koma þeim á rétta braut, sem ferðinni réðu í Kjararáði. Hún lagði því fram 28. febrúar ýmsar breytingar frá fyrri tillögum. Miðuðu þær að því að ganga til móts við óskir ýmissa starfsmanna og starfsmannahópa, sem sýnilega höfðu séð í gegnum vinnubrögð vinstri forystunnar og sneru sér beint til ráðherranna og samn- inganefndar ríkisins. Meðal fjölmennustu starfs- hópanna, sem ríkisstjórnin lagði til að hækka f launum frá fyrri tillögum, voru kennarar, skóla- stjórar og lögreglumenn. Um Ieið og hinar nýju launa- tillögur voru fram bornar, var ákveðið að fresta þvf til 15. marz, að málið gengi til Kjara- dóms. Skoraði ríkisstjórnin á Kjararáðið að ganga nú til samningaviðræðna með eðlileg- um hætti. Þenna hálsmánaðar- frest verður að nota til þess að þokast sem Iengst f átt til sam- komulags. Sylvia Stahlman. eftir Beethoven, 7 sönglög eftir Alban Berg og 2 aríur eftir Puccini. Auk þessa verða á efn- isskránni: Forleikurinn að Eg- mont og sinfónía nr. 4 í A-dúr eftir Mendelsohn („ítalska sin- fónían“).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.