Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagaskóll KFUM átti 60 ára afmæli s. 1. föstudag. Hann var stofnaOur 8. marz 1903 af Knúti Zimsen, er síðar varð borgarstjóri í Reykjavfk. Sunnudagaskólinn starfar yfir vetrarmánuðina í húsi KFUM og K og eru fundir hans á hverjum sunnudagsmorgni kl. 10,30. Þar eru bömunum kennd Ir ritningartextar, kristilegir söngvar og bænir. Einnig eru bömunum gefnar litlar litmynd ir með atburðum úr Biblfunni og á þær prentaður ritningar- texti. Sunnudagaskóli KFUM er ein þeirra stofnana, sem hefur haft mest gildi f bæjarfélaginu tii uppeldis og heilla fyrir æsku- lýðinn. Ur þessum skóia eiga margir unglingar sfnar ógleym- anlegu minningar um sr. Friðrik Friðriksson og enn er því merki haldið uppi og þátttakan í sunnudagaskólanum er mikil. Bæði óska foreldrar þess, að börnin alist upp f kristindómi og kærleika og svo hrifast börn in af sögunum um Krist og bindast bræðraböndum f skóla- starfinu. Fundir eru bæði haldn ir sameiginlega og í smáflokk- um, sem skipt er niður eftir aldri. Á sunnudaginn var 60 ára af- mælis sunnudagaskólans minnzt með því að séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og for- maður KFUM hélt bamaguðs- þjónustu f Dómkirkjunni. Var kirkjan troðfull af börnum og svo af ýmsum eldri félögum, sem minntust vcru sinnar í sunnudagaskólanum. Fyrst komu bömin saman f húsi fé- lagsins við Amtmannsstfg og gengu í fylkingu niður í Dóm- kirkju. Ljósmyndari Vísis, I. M., tók myndirnar af kirkjugöngunni á sunnudaginn. Á einni myndinni hefur hópur barna safnazt sam an í kórdymm. Á annarri sést hin stóra fylking bama koma niður Amtmannsstig og yfir Lækjargötuna. Á þriðju mynd- inni sést Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og frú f kirkjunni, en þau eru meðal vel unnara sunnudagaskclans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.