Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 2
I VlSIR . Þriðjudagur 12. marz 1963 KAPPAR OG VOPN Eftir G. Bernard Shaw — leikstjóri Helgi Skúlason TTerranótt menntaskólanem- x enda hefur nú um 200 ára skeið verið fastur þáttur í leik- húsmenningu íslendinga og lengst af eina „leikhús" okkar. Nú hefur Herranótt allmjög breytt um svip, ekki fyrir þá sðk eina að stúlkur hafa bætzt í hópinn heidur einnig af því að nú er fram komin stór hóp- ur atvinnuleikara á íslandi. Hafa þeir leyst Herranótt af hólmi og komið fram sem skap- andi listamenn en látið skóla- fólkinu eftir nokkurt gaman fyrir sig og kunningja sfna. Hér verður ekki rituð gagn- rýni um sýningu Herranætur í venjulegum skilningi þess orðs enda býst ég ekki við að hinir ungu leikarar Menntaskólans í Reykjavfk geri kröfu til þess að um þá sé fjallað sem listafólk. Hitt er aftur á móti sjálfsagt verður honum til trafala. Leik- ritið er fjarlægt okkur á flestan hátt, bæði hvað snertir tfma, staðsetningu og efni. Það eina sem okkur er nálægt f þessu verki er skopið — og það komst vissulega til skila á sinn hátt í leik unga fólksins þótt þar með sé ekki sagt að andi Shaws gamla hafi svifið yfir öllum vötnum þessarar sýningar. Það er rétt sem stendur f leikskrá að leikrit Shaws hafa ekki ryk- fallið og honum hefur tekizt að gera skop sitt ekki síður en ai- vöruna þannig úr garði að hvort tveggja stenzt tímans tönn og lætur ekki veðrast. Þessi sjónleikur lýtur f flestu hinum hefðbundnu reglum skop leiksmeistarans sem hnýtir fiækjur úr smáatriðum og greið ir svo skyndilega og glæsilega úr öllum flækjum í senn og það . að benda á að enn leggur skóla- • á - þann hátt að allir verða á- fólk rækt við tveggja alda nægðir. Hann er lfklega sá eini gamla hefð sjálfu sér til þroska ...^sem getttr gert svo öllum líki. og félögum sfnum og aðstand- Shaw sýnir okkur hér hina endum til skemmtunar. I stað hinnar ströngu kröfu listarinnar er það kátínan sem hér ræður ríkjum og ékki er hún lítils virði. Skóiáfólki er án efa mjög hollt að hlaupast undan vana- bundnu oki daganna um miðjan vetur til að spranga um leik- svið og mér er ekki grunlaust að ungt fólk kynnist sjálfu sér töluvert við að reyna að bregða sér í annarra spor á leiksviði frammi fyrir fjölda áhorfenda. Spennan milli leikara og á- horfenda er hér einnig annars eðlis en á venjulegum leiksýn- ingum því hér þekkjast allir og hafa ekki sfður gaman af að sjá félagana takast á í blíðu og strfðu í annarlegum gervum en sjálfri leikmeðferðinni, persónu- tjáningunni. 'P'orráðamenn Herranætur kunna að velja sér verk- efni þar sem „Kappar og vopn“ Bernhards Shaws eru. Ungu fólki lætur betur að tjá skop en harm þvf kátínan er þvf sam- vaxin og sorgin oftast nær ,1 órafjarlægð — sem betur fer. Skopið er ekki heldur eins brothætt f höndum byrjenda og harmurinn, kannski vegna þess að byrjandinn er oftast nær f eðli sfnu ofurlftið skoplegur og það Ivftir honum fremur en skoplegu hlið allra persóna sinna án þess þó að svipta þær persónulegum einkennum og manhlegu eðli og áhorfandan- um er ósjáifrátt hlýtt til þessa fólks þótt hann kæri sig ekki endilega um að standa í sporum þess. Þetta er eðli hins sígilda gamanleiks. JTelgi Skúlason hefur haft það vandasama hlutverk á hendi að vfgja skólafólkið inn í leyndardóma leiksviðsins og honum hefur farizt, það vel úr hendi. Ég held það stafi af því að hann hefur skilið fólkið sem hann starfar með og ekki reynt um of að búa til úr því eitthvað annað en það er. Hann hefur líklega hvorki talið sjálfum sér né öðrum trú um að hér væri verið að skapa ódauðlega list heldur gefur hann hinum eðli- lega tjáningamáta unga fólks- ins lausan tauminn og reynir að halda þeim innan sinna tak- marka eftir því sem hægt er. Og það gerir sýninguna að mörgu leyti ferska og skemmti- lega. Leikurum verða ekki gefnar neinar einkunnir hér enda fá þeir ugglaust meira en nóg af slíkuhi hlutum í sínu daglega striti. En að nokkru verður þeirra getið. Már Magnússon Prentnemi óskast Reglusamur piltur getur komizt að sem nemi í setnin£u. - Tilboð sendist í pósthólf 496. Hér eru þau heiðurshjúln, Páll Petkoff höfuðsmaður og Katrín kona hans, leikin af Má Magnús- syni og Ásdísi Skúladóttur. A<«iiÉils(Kír dm - • og Ásdís Skúladóttir hátii hita og þunga dagsins með hvat- skeytslegum tilsvörum, skýrri framsögn og kumpánlegum skemmtilegheitum. Kristín Waage Ieikur af miklum dugn- aði en á stundum í erfiðleikum með framsögn og svipaða sögu er reyndar að segja um Kjartan Thors, honum hættir kannski ofurlítið til tilgerðar í röddinni en uppskafningurinn kom vel í ljós í meðförum hans. Ándrés Indriðason var kannski full ærslafenginn á köflum en gerði margt skemmtilegt og Friðrik Sophusson náði fram notalegri mynd þjónsins. Þórunn Klem- enzsdóttir lék vinnukonuna með helzti miklum yfirborðssvip og mætti sums staðar gæta betur að framsögn. Sigurgeir Stein- grímsson fór með smærra hlut- verk. Leiktjöld voru snotur og heildarsvipur sýningarinnar á margan hátt skemmtilegur þrátt fyrir sjálfsagðan byrjendasvip og stafar það ugglaust af því að allir leikendur höfðu greini- Iega mjög gaman af því sem þeir voru að gera. Ég þakka fyrir skemmtunina. Njörður P. Njarðvík. Eyðijarðir á dagskrá. flestum þingum koma til afgreiðslu, meira og minna, sölur á ýmsum eyðijörð- um, sem eru í ríkiseign. Er það oftast samkvæmt tilmælum hreppsnefndar eða viðkomandi aðilum, sem einn eða fleiri þingmenn taka að sér að flytja slík frumvörp. Hefur skapast venja í þinginu að afgreiða slík mál umræðu- og ágreinings- laust. Sjaldan kemur þvf fyrir að sölur á eyðijörðum verði til- efni orðaskipta í þingsölum. í gær brá svo við í enðri deild, að mestur hluti þingtím- ans fór í umræður um sölur tveggja eyðijarða, Bakkasels i Öxnadalshreppi og Utanverður- ness i Rípuhreppi. Yngvar Gíslason (F) benti á, að rétt væri a& taka tillit til sam- gangna og þeirrar þýðingu sem Bakkasel hefur fyrir ferða- oftir Ellori B. Schram menn, þegar afstaða væri tekin um örlög bæjarins þar, sem nú stendur auður. Kvað hann sterklega koma til greina, ef nýr ábúandi fengist, að styrkja hann verulega og jafnvel að ríkið kostaði endurbyggingu allra húsakynna á staðnum. Yrði þá bærinn áfram í eign ríkisins. Landbúnaðarnefnd hafði áður mælt með því að hreppuripn fengi jörðina keypta. T andbúnaðarnefnd hafði einn- ^ ig mælt með sölu Utan- verðuness, en þeir Skúli Guð- mundsson og Karl Guðjónsson stigu báðir í ræðustól og mæltu gegn sölunni. Á eftir þeim kom Einar Olgeirsson og tók í sama streng — og vel það. Ekki er ætlunin að rekja þessar um- ræður, fæstir hafa sennilega á- huga fyrir því, en þó er rétt að vekja athygli á þeim rökum sem kommúnistarnir beittu I mé 'lutningi sínum. Þeir Einar og Karl voru báð- ir sammála um, áð það nálgað- ist föðurlandssvik að selja fóst- urjörðina í hendur einstakling- um. Það væru svik gagnvart samfélaginu, og Einar bætti við að kapitalisminn væri og hefði verið fjötur á framleiðslu bændanna, og að því kæmi að landbúnaðarframleiðslan full- nægði hvergi eftirspurn innan- lands. Einstaklingshyggjan væri mesti óvinur landbúnaðarins og bænda! t neðri deild fór einnig fram A atkvæðagreiðsla um lyfsölu- lög og var frumvarpið með breytingum meirihluta heil- brigðisnefndar samþykkt til þriðju umræðu. I efri deild mælti Jón Árna- son fyrir hönd sjávarútvegs- nefndar að heimila Hval h.f. kaup á nýju hvalveiðiskipi, og þá voru frumvörpin um heim- ild fyrir ríkisstjórnina að á- byrgjast lán til landshafna í Keflavík og Rifi á Snæfellsnesi afgreidd sem lög. Nokkrum málum var dreift i þinginu og verður þeirra getið strax og þau verða tekin til af- greiðslu. (Sjá annars staðar um veit- Mngu prestakallaý.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.