Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 10
10
V1P IR . Þriðjudagur 12. marz 1963
Ræða Þorvaldar—
Framhald af bls. 7.
anfarinna ára gert húsbyggjend-
um kleyft að standa undir óhag-
LAUGAVEGI 90*02
eru á söluskrá vorum.
★
Sparið yður tíma og fyr-
irhöfn. Ef bifreiðin er til
sölu er hún hjá okkur.
★
Okkar stóri viðskipta-
mannahópur sannar 10
ára örugga þjóínustu.
★
Bílavar er allra val.
★
Seljum í dag Volvodísel
vörubíl 7 tonna ’54.
seiur BI/ SSq
Ford Taunus station ’59,
fallegur bíll kr. 110 þús. út-
borgun 50—60 samkomulag
um eftirstöðvar.
VW ’60 ljósgrár keyrður
17 þús. km. kr. 92 þús. út-
borgað. VW ’61 keyrður 25
þús. m. verð kr. 95 þús. út-
borgað.
Opel Capitan ’55 kr. 65
þús. samomulag.
Intemational sendibíll með
með stöðvarplássi, 25 þús.
útborgun.
Volvo vörubifreið ’62
keyrður 37 þús. km. Verð
samkomulag.
VW ’62 kr. 110 þús. Dodge
'55 í toppstandi r. 60 þús út-
borgað. Ford ’56 beinskipt-
ur 6 cl. kr. 60 þús. útborgað.
Landbúnaðarjeppar f úr-
valsstandi.
Fiat 1100 ‘56 kr. 55—60
þús. samkom||lag.
Skoda stadion ’58 góður
bíll. Opel Caravan ’60 sam-
komulag um greiðslu.
Chervolet scendiferðabíll
'53 kr. 45 þús. samkomulag
um greiðslu. Citroen ’62. Vill
skipta á Lándrover ’62 eða
Austin Gipsy.
Ford ’58 6 cyl. bcinskiptur i
1. fl. strandi. Verð eftir sam-
komulagi.
Opel Record, 2 dyra, ’58. Kr.
95 þús. útborgað.
VW ’61 95 bús. útborgað.
WiIIys jeppi í mjög góðu
standi með nýlegu Egilshúsi.
VHl skipta á góðum 4—5
manna bfl Scodi eða Mosk-
wltch ’57 koma til greina.
Sheffer 4 ’62. Verð 160 þús.
Samkomulag.
Willys Station ’54, framdrif.
Verð og greiðsla samkomu-
(ag.
Renault Dolphin ’62 kr. 110
þús. Ford Anglia ’61 kr. 90
þús. útborgað.
Ford fólksbfll ’56. VIII skipta
á yngri 6 mnnna fólksbíl ’58,
’59 eða sala. 50 þúsund kr.
— Borgartínl 1 —
Sfmar 18085 og 19615
stæðum bráðabirgðalánum. —
Menn hafa beinlínis treyst á
verðbólguna í þessu sambandi.
Hér þarf vissulega að verða
breyting á. Aðgerðir núverandi
rikisstjórnar í efnahagsmálum er
alvarlegasta og jafnframt áhrifa
ríkasta tilraunin, sem gerð hef-
ur verið til að koma á jafnvægi
í peningamálum og hverfa frá
þvi verðbólguástandi, sem ríkt
hefur. Eins og þessi breytta
stefna í efnahagsmálum er
grundvöllur fyrir þvi að hægt sé
að koma launamálum húsbyggj-
enda í eðlilegt horf, eins er það
nauðsynlegt að launamálin séu
ekki lengur í því horfi að hús-
byggjendur þurfi almennt að
reikna með og treysta á verð-
bólguáhrif til þess að geta stað-
ið við skuldbindingar sínar.
Það skipulag þarf að komast
á lánsfjármálin að menn hafi að-
stöðu til að fá lánsfé út á í-
búðir sínar, þannig að þeir geti
eignazt ibúð eða íbúðarhús, sem
þeir hafa efni að greiða fyrir af
tekjum sínum á löngu tímabili.
Hér er ekki um að ræða beina
opinbera styrki eða aðstoð við
íbúðarbyggjendur heldur aðeins
að skapa það ástand að hinn
almenni borgari hafi aðstöðu til
að byggja í samræmi við efna-
hag þjóðarinnar.
En þá er eftir sá þáttur hús-
næðisvandamálsins, sem fólginn
er í því að tryggja að enginn
þjóðfélagsþegn þurfi að búa við
húsakost, sem ekki svarar á-
kveðnum lágmarkskröfui.i um
gæði og rými. Gera verður ráð-
stafanir til þess að veita sér-
staka aðstoð af opinberri hálfu
þeim þegnum þjóðfélagsins,
sem búa við erfiðastar aðstæð-
ifr eða vegna ómegðar eða sjúk
dóma nægir ekki sú fyrir-
greiðsla, sem hin almenna lána-
starfsemi veitir. Hér er um að
ræða einn þátt hins félagslega
öryggis, sem stefnt hefur verið
að með almannatryggingum og
öðrum opinberum aðgerðum.
Aðgerðir í samræmi við
þessa stefnu eru fólgnar í
myndun byggingarsjóðs verka-
manng, framlögum hins opin-
bera til útrýmingar heilsuspill-
andi húsnæðis o. fl.
Það hefur orðið hlutverk
Sjálfstæðisflokksins að móta
húsnæðismálin í stefnu og fram
kvæmd meira en nokkur hinna
stjórnmálaflokkanna á tveimur
síðustu áratugum. Á þessum
tíma hafa orðið gagngerð um-
skipti í bættum húsakosti þjóð-
arinnar, svo að furðu gegnir.
Við Sjálfstæðismenn megum
vera stoltir af þessu. En við
myndum bregðast skyldu okk-
ar ef við teldum að fullkomn-
un væri náð í þessiim efnum.
Ennþá er margt óunnið. Enn
margur vandi húsnæðismálanna
óleystur. Það -verður stöðugt
verkefni að fást við þessi mál,
sem og önnur viðfangsefni
mannlegs samfélags. Það fer þvi
vel á þvi að ungir Sjálfstæðis-
menn skuli efna til ráðstefnu
um húsnæðismálin. Þar sem
ungir menn setjast á rökstóla,
þar er von ferskra hugmynda
og nýrra ráða við lausn við-
fangsefnanna. Stjórn Sambands
ungra Sjálfstæðismanna á þakk
ir skilið fyrir að hafa efnt til
hennar.
IBÚÐIR
Önnumst ,.uu, og sölu á
hvcrs konar fasteignum. —
Höfum k-- 'endur að fok-
heldur raðhúsi. 2ja, 3ia og
b ‘bergia “lúðum. —
IVftö" !,-*l - *v--qjun
Fas*eignasalan ;(
Tjarnar„ötu 14.
Nýja Bíó sýnir
Syni og elskendur
Nýja Bíó sýnir nú kvikmynd
ina Syni og elskendur, eftir
skáldsögunni „Sons and Lóv-
ers“ eftir D. H. Lawrence. Am-
eríska kvikmyndafél. „20th Cen
tury Fox“ lét gera myndina
undir stjórn og handleiðslu
framleiðandans Jerry Wald,
sem gert hefur sumar beztu
kvikmyndimar síðustu ára, t.
d. „Peyton Place“, „The Sound
and Fury“ og „The Best of
Everything", svo aðeins þrjár
séu nefndar.
Brezki rithöfundurinn D. H.
Lawrence samdi meðal annars
hina umdeildu sögu Elskhugi
lady Chatterleys", sem lengi
hefur verið bannfærð í Bret-
landi. Saga hans Synir og elsk-
endur" er mikið skáldverk um
refilstigu ástalífsins og gerist
í einu kolanámuhéraða Eng-
Iands. Ward ákvað strax að
taka myndina í ensku umhverfi
og fá brezka leikara í hlut-
verkin, enda eru leikararnir
allir Bretar, að einum undan-
teknum. Þetta hvort tveggja
hefur gefið kvikmyndinni sér-
kennilega raunsæan enskan
blæ, i eins og einkennir sjálfa
söguna.
Kvikmyndin<er gerð í heim-
kynnum skáldsins sjálfs, í East-
wood og Nothingham á Eng-
Iandi, en þaðan var Lawrence.
Brinsleykolanáman, sem sést í
myndinni, er náman, þar sem
faðir hans vann. Meþódista-
kirkjan í myndinni er þar sem
Lawrence lifði og starfaði.
Drury Hill í Nothingiíam, sem
einnig sést í myndinni, er sama
hæðin og sú, þar sem fyrir-
myndin að stúlkunni Klöru
Dawés átti heima. Hún er gift
kona, sem orðið hefur fyrir
vonbrigðum í hjónabandinu og
gerist eftir það einbeittur þátt-
takandi í kvenfrelsishreyfingu
þeirri, sem er um þær mundir
og sagan gerist, að ryðja sér
til rúms í Englandi. Margir
aukaleikendurnir í kvikmynd-
inni eru námumenn, þar á með-
al nokkrir, sem unnu með
Lawrence eldra, föður skálds-
ins, í kolanámunum.
Það sem mesta athygli vekur
í þessari kvikmynd og grípur
áhorfendurna sterkustu tökum
er hin sífellda innri barátta
sonarins, Páls Morels, við ást
sína og hin sífelldu átök for-
eldra hans um soninn, og þá
einkum móðurinnar (frú Morel,
leikin af Wendy Hiller). En þau
mæðgin unnast svo heitt, að
nálega með ólíkindum má telj-
ast. Einkum gætir þessa mjög
hjá móðurinni, svo að hún get-
ur ekki þolað þá stúlku, sem
ann syninum af heilum hug
(Miriam Lievers, leikin af
Heather Sears), og hann er ást-
fanginn af á sinn reikula og
tvískipta hátt. -
Ekki batnar ástandið eftir að
hann kynnist hinni glæsilegu,
giftu konu Klöru Dawes (leikin
af Mary Ure), sem tekur hug
hans allan og þyrlar út í mun-
arvímu um hríð. En andúð
móðurinnar gegn ást hans á
öðrum konum en henni og tví-
skinnungur hans sjálfs verður
alvarlegur farartálmi á vegferð
hans í ástamálum.
Það er þessi „Ödipusar-
komplex" í sálarlífi sona og
elskenda, sem er viðfangsefni
• Lawrence í skáldsögu hans
og viðfangsefnið í þessari kvik-
mynd, sem er afburðavel gerð.
Leikararnir eru allir hver öðrum
snjallari og kvikmyndin mun
verða minnisstæð öllum, sem
unna sannri list.
S.
Vélritunarstúlka
óskast frá 1. apríl. Enskukunnátta áskilin.
Umsóknir, er greini aldur og menntun, send-
ist oss sem fyrst.
Suðurlandsbraut 16.
Gunnar Asgeirsson h.ff.
Sölumaður
Innflutnings og iðnaðarfyrirtæki í Reykjavík
óskar að ráða sölumann. Þeir sem vildu sinna
þessu leggi umsókn ásamt upplýsingum og
meðmælum, ef til eru, inn á afgreiðslu blaðs-
ins, merkt: „Framtíðarstarf“.
Saumastúlkur
Nokkrar stúlkur, helzt vanar saumaskap, ósk-
ast nú þegar í
Verksmiðjuna HERKULES,
Bræðraborgarstíg 7, 2. hæð.
Kim Novak hefur nú feng-
izt til að segja frá því sem
hún hefur í hyggju að gera
þegar hún hefur sagt skilið
við hið þreytandi starf kvik-
myndaleikkonunnar.
Hún ætlar, ásamt vinum
sínum, til heitu lindanna, sem
eru i nágrenni hins róman-
tíska bústaðar hennar á strönd
Kyrrahafsins. Þar baðar fólk
sig undir stjörnubjörtum himn
inum — án baðfata. Og á með
an hún baðar sig, ætlar hún
að hlusta á ljóðalestur og
öidunið.
Þetta verður dásamlegt, seg
ir Kini.
*
Franski stjórnmálamaður-
inn, Robert Schuman, sem er
einn af upphafsmönnum Ev-
rópuhugmyndarinnar, dró sig
sem kunnugt er nýlega út úr
öllum stjórnmálum, vegna at-
burðanna sem áttu sér stað
er rætt var um að útvíkka
EfnahagsL andalagið.
En utanríkisráðherrann fyrr
verandi er ennþá „dipIomat“.
Nylega spurði blaðamaður
hann, hvað honum innst inni
fyndist um málið í Bruxelles,
og Schuman svaraði með sínu
kunna Voltaire-brosi:
— Kæri vinur, á hinum
langa stjórnmálaferli mínum
hef ég Iært áð þegja á mörg-
um tungumálum.
*
John Steinbeck hefur kom-
izt að raun um, að það er ekki
sem verst að vera Nóbelsverð-
Iaunahöfundur. Loðhundurinn
hans, Charley, var sem kunn-
ugt er með honum á hinni
miklu ferð hans um Ameriku
og hans var meira að segja
getið á titilblaði bókarinnar
sem Steinbeck skrifaði um
ferðina.
En hingað til hefur Stein-
beck harmað það mjög að eft-
irlætishótel hans í New York
bannar stranglega að þangað
sé komið með hunda. En nú
hefur hótelstjórinn — eftif að
hafa lesið bókina — sagt við
Steinbeck:
— Takið endilega Charley
með næst þegar þér heimsæk-
ið okkur. Okkur verður það
sönn ánægja, að fá að taka á
móti honum.
*
Nýlega kom út í USA ný
útgáfa af „Encyclopaedia
Britannica“, og hefur hún
verið harðlcga gagnrýnd. M.
a. hefur einn lesandi bent á
að 13 siðum sé eytt á atómið
en aðeins einni sfðu f útskýr-
ingu á ástinni.
i fyrstu útgáfunni, sem kom
út árið 17J8, segir lesandinn,
voru tiu síður um ástina en
ekki ein einasta um atómið.