Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 8
8 V1SI R . Þriðjudagur 12. marz 1963 vtsm Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR, Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjðri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur 6 mánuði. í lausasölu 4 kr. eint/— Sími 11660 (5 iinur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Lækkun byggingakostnaðar Ummæli Gísla Halldórssonar arkitekts um það að mögulegt væri að lækka byggingarkostnað hér á landi um 20% munu vekja mikla athygli. Vísir skýrði frá þeim í gær, en Gísli flutti merkt erindi um þetta efni á húsnæðismálaráðstefnu S. U. S. nú um helgina. Vísir hefir oft bent á það áður að einna raunhæf- asta kjarabótin hér á landi væri sú að lækka bygging- arkostnaðinn. Landið er raunverulega í nýju námi, híbýli þjóðarinnar eru nú að rísa á ný, eftir að flutt hefir verið úr moldarkofunum og bárujárnshúsum aldamótanna. En allt fram að þessu hefir bygginga- kostnaður verið allt of hár. Orsökin er margþætt. Fátt byggingarefnis er til í landinu sjálfu, svo kaupa þarf það og flytja erlendis frá með ærnum kostnaði, fjár- magn hefir verið af skornum skammti til bygginga og þær því dregizt óhóflega á langinn. Og íslenzkir bygg- ingarmenn hafa ekki ávallt sinnt því sem skyldi að byggja af fyllstu hagsýni og sparnaði. Meira hefir oft verið lagt í munaðinn, reyndar oftast eftir óskum hús- eigandans. Notkun nýrrar byggingartækni er hér eitt veiga- mesta atriðið. En þar höfum við verið um margt held- ur seinir á okkur. Skriðmótin voru reynd fyrir nokkr- um árum en þau reyndust mjög misjafnlega og sparn- aður af notkun þeirra var harla lítill. Og þess voru nokkur dæmi að háhýsi voru steypt upp á hálfum mánuði, en sökum skipulagsskorts húsameistaranna hefir það tekið fimm ár að ljúka þeim! Byggingarkran- amir em önnur nýjung, sem fyrst er nú að sjást hér. Vísir hefir skýrt ýtarlega frá þeirri skömmu reynslu sem er fengin af þeim hér, en hún iofar góðu. En áfram þarf að halda og margar fleiri nýjungar að innleiða. Steypuplötuhúsin, eða verksmiðjubyggðu húsin, er önnur nýjung sem vafalaust á eftir að gefa góða raun, en til þess þarf markaðurinn enn að stækka allvera- lega. Uppmælingarkerfi vissra stétta iðnaðarmanna veld- ur einnig óeðlilegri hækkun byggingarkostnaðar, og sökum hörguls á vinnuafli í þessum stéttum hafa nokkur ódæmi þar ef til vill skaðað orðstír þessara stéttk sem góðra iðnaðarmanna. Fjármagnsatriðið er hér ekki síður mikilvægt. Lána- hörgullinn hefir valdið því að mörg hús em 2—3 ár í byggingu. Núverandi ríkisstjórn hefir stigið stórt spor í því efni að efla sjóði Húsnæðismálastjórnar og innan skamms mun uppskera þeirrar stefnu verða heyrum kunn. En hér þarf samstillt átak fleiri bankastofnana, og verður það síðar betur rætt hér á þessum stað. Hér birtist síðari greinin um þau mörgu milljónafyrirtæki, sem reykvískir kom- múnistar hafa komið upp á seinustu árum. í ræðu og riti þykjast þeir vera öreigar, en sannleikurinn er sá, að þeir ráða yfir geysimiklu fjármagni og fjársterkum fyrirtækjum, sem þeir nota óspart í áróðursstarfsemi sinni. Hér eru það staðreyndirnar, sem tala um hina nýju íslenzku milljónamæringa, félaga Sósíalistafélags Reykja- víkur. En einni spurningu er þó enn ósvarað: Hvað- an kemur þeim allt þetta fé? Vegamót h.f. Stóreignafyrirtækið Vegamót var stofnað 1953. Hlutafé þess var fyrst í stað „aðeins" mill- jón krónur, en brátt ukust það umsvif fyrirtækisins, að auka varð hlutaféð til þriggja mill- jóna króna, og mun þó hafa dugað skammt. Fyrirtækið á og rekur hina risastóru eign nr. 18 við Laugaveg og hafa þar að- setur ýmis fyrirtæki flokksins, sem ekki voru þegar fyrir I eig- in húsnæði. Á götuhæð hefur Mál og menning bókaverzlun og ennfremur Borgarfell h.f. sem rekur þar mikla verzlun með skrifstofuvélar o. fl. frá Austur- Evrópu. 1 húsi þessu er einnig svokölluð Verzlunarskrifstofa Austur-þýzka alþýðulýðveldis- ins. Þar eru skrifstofur Borgar- fells h.f. og Mímis h.f. og Heimskringlu h.f. og Máls og menningar. Þar hefur einnig lögfræðistofu sína Ragnar Ól- ur kostað offjár, efalaust nokkra tugi milljóna og væri fróðlegt að vita, hvaðan allar þær milljónir hafa komið. Stjóm eignarinnar hefur með höndum samyalinn hópur kommúnista: Kfistinn E. And- résson, Guðmundur Hjartar- son, nefndarmaður, Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, Sigvaldi Thordarson, arkitekt, og Ragnar Ólafsson, hrl. Tjarnargata 20 (MinningarsjóSur Sigfúsar Sigurhjartarsonar). Húseign svonefnds Minning- arsjóðs Sigfúsar Sigurhjartar- sonar við Tjarnargötu 20 er eins konar helgur dómur ís- lenzkra kommúnista. Þar er að- setur Sósialistafélags Reykja- Kristinn Andrésson, menningar postuli og Moskvuhraðboði kommúnista, á sæti f flestum milljónafyrirtækjum kommún- ista hér ( borg. Kjartan Ólafsson, sem kjörinn var á síðasta flokksþingi með naumum meiri hluta fyrir at- beina SÍAmanna og fleiri yngri manna, sem undu illa því, sem þeir kölluðu „óstjórn hinna gömlu“. Hafa ekki allir gert sér grein fyrir því, að á síðasta flokks- þingi kommúnista varð 1 raun- inni bylting, þar sem mörgum þeim, sem lengi höfðu setið í miðstjórn flokksins var rutt til hliðar af yngri mönnum og öll valdahlutföll röskuðust. mjög, þótt ekki væri þá gengið milli bols og höfuðs á sjálfri foryst- unni. Enda hyggja hinir sigruðu á greypilegar hefndir við fyrsta tækifæri. Tjarnargata 20 var á sínum kommúnista. Að vísu hefur ÖRHCARNIR IRU afsson, hrl. og Alþýðusamband- ið hefur þar einhverja starf- semi o. fl. Bygging stórhýsis þessa hef- víkur og Sósíalistaflokksins, Æskulýðsfylkingarinnar, Kven- félags sósialista og þar starfar framkvæmdastjóri flokksins, tíma keypt fyrir „söfnunarfé ís- lenzkrar alþýðu“ í einhverri frægustu fjársöfnun, sem fram hefur farið á vegum íslenzkra Hinn helgi dóniur islenzkra kommúnista er Tjarnargata 20. Húseignin er varlega áætluð 3 millj. króna virði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.