Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 6
6
V í S«í R . Þriðjudagur 12. marz 1963
Þessi mynd er tekin við Austurvöll, eins og myndin raunar ber með sér. Allir bílamir, sem á henni
sjást, eru rangstæðir. Fyrir bragðið verða þeir að krossa götuna bæði þegar þeir fara inn á stæðið
og eins út af þvi aftur. Þar með orsaka þeir i senn hættu og óþægindi i umferðinni.
HERT Á TTTIRUTINÍB
STÁ ÐSETNINGU BIFREI9Á
Götulögreglan í Reykjavik he£
ur um nokkurt skeið undanfar
aðvarað ökumenn, sem stöðva
eða leggja farartækjum sínum*
þannig að hætta geti hlotizt af
eða þá ónauðsynlegar tafir fyr-
ir umferðina.
Þessar aðvaranir lögreglunnar
eru fólgnar I því að lögreglan
hefur fest gula miða á þær bif-
reiðar, sem hún telur að ekki sé
rétt Iagt í umferðinni, eða eru
rangstæðar. Á miðum þessum
stendur orðrétt:
„Til ökumanna: Samkvæmt
51. grein umferðarlaga nr. 26,
1958, má ekki stöðva eða leggja
hfffB ifTPffi e»a þann-
ig að héettu geti valdið fyrir
aðra eða ónauðsynlegum töfum
'fyrir umferðina.
Leggja ber ökutæki við brún
akbrautar og samsíða henni,
nema annað sé sérstaklega á-
kveðið.
f þéttbýli má eingöngu stöðva
eða leggja ökutæki á vegi við
vinstri brún akbrautar, þar sem
tvístefnuakstur er.
Það eru vinsamleg tilmæli lög
reglunnar að þér fylgið umferð-
arreglunum og stuðlið með því
að greiðri og öruggri umferð og
bættri umferðarmenningu.
Brot yðar að þessu sinni verð-
ur ekki kært.
Lögreglan“.
u/iiJ oliabúiuii
Þannig hljóðar aðvörun lög-
reglunnar til ökumanna, en nú
þykir lögreglunni sem nóg sé
komið af þessum aðvörunum og
hefur þvl ákveðið að svo fremi
sem menn ekki láti sér segjast
úr þessu að kæra þá. Hér eftir
verða því sektarmiðar settir á
rangstæðar og illa staðsettar bif
reiðir I stað aðvörunarmiðanna.
Á meðfylgjandi myndum er
annars vegar sýnt, hvernig ber
að leggja bllum, og hins vegar
hvernig ekki á að leggja þeim.
Á þessari mynd, sem tekin er á Skólavörðustíg, sjást bllar I langrl röð og eru þeir allir réttstæðir,
og eins og ber að leggja þeim.
SKÁKÞÁTTUR
.VAV.V.VAV.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V,
Irrgvar Ásmnndsson — Þórir Óíafsson
.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.'.V.VV.V.V.
Um hraðskákmót
og Mouradskerfi
Svo sem þegar hefur verið
skýrt frá hér I blaðinu fór hið ár-
lega Hraðskáksmót Reykjavíkur
fram s. 1. sunnudag. Það er löngu
orðin hefð að I kjölfar allra meiri
háttar skókmóta hér á landi fylgi
hraðskákamót og er þá að jafn-
aði meiri og almannari þátttaka
en á venjulegum skákmótum,
Stafar þetta meðfram af þvf hve
lltill tími fer I mót þessi( þau
standa venjulega ekki lengur en
einn dag) og eins ‘ hinu, að þetta
er algengasta þjálfunaraðferð
Islenzkra skákmanna.
Á kappskákmótum er ekki
tjaldað til einnar nætur, heldur
má gera ráð fyrir að fórna þurfi
mörgum vikum, allt upp I einn
mánuð eða meira, til þess að
geta tekið þátt I slíku móti. Þá
eru hraðskákmótin kærkomin
tækifæri þeim skákmönnum, sem
vilja lyfta sér á kreik án þess að
taka á sig of miklar klyfjar. Ann
að mikilvægt atriði, sem vert er
að gefa gaum,.er að þarna geta
menn litið á loftvogina án þess
að hætta sér um of út I óveðrið!
Oft heyrist heppni nefnd I sam-
bandi við mikinn vinningafjölda
og ekki skaðar að kenna tíma-
skorti um slælega frammistöðu.
Eins og oft áður einkenndist
betta hraðskákmót af baráttu
yngri skákmannanna við hina
eldri. Var hlutur þeirra fyrr-
nefndu allgóður, þótt ekki tækist
þeim-að-ná allra efstu sætunum.
Efstir urðu, sem kunnugt er, þeir
Friðrik, Ingvar og Guðmundur
Pálsson, en síðan Björn Þorsteins
spn, Haukur Angantýsson, Magn
ús Sólmundsson og Jón Hálf-
dánarson. Tókst þeim að skjóta
aftur fyrir sig þaureyndum skák-
mönnum eins og Guðmundi
Ágústssyni, Benóný Benedikts-
syni. Gunnari Ólafssyni og Þóri
Ólafssyni. Á tímabili var jafnvel
svo að þeim eldri þjarmað, að
Guðmundur Pálsson var I 12.
sæti
Notkun Monradskerfis er til
mikillar fyrirmyndar á hfaðskák-
mótum og mætti jafnvel tefla oft
ar kappskákmót eftir þvl kerfi.
Er þetta eins konar sambland úr
útsláttarkerfi og klasslska kerf-
inu (einn gegn öllum, allir gegn
einum), en þó svo skemmtilega
saman ofið, að allir tefla jafn-
margar skákir og hafa alltaf mjög
svipaða möguleika á að vinna.
Kemur þetta til af því, að saman
tefla að öllu jöfnu þeir, er sama
vinningafjölda hafa hlotið, svo
að menn eru alltaf að tefla við
jafningja sína!
Margir hafa gagnrýnt Monrads
kerfið og önnur kerfi því svipuð,
svo sem Svissneska kerfið, og
talið að aldrei fengjust réttlát úr-
slit á mótum, þar sero kerfi
þessi eru notuð. En um ,,réttlát“
úrslit má lengi deila. Ein helzta
mótbáran gegn kerfum þessum
er sú, að bara töfluröð keppenda
geti haft úrslitaáhrif á gang mál-
anna. En það er I raun og veru
fráleitt. Þegar á úrslit er litið
kemur oftast I ljós, að efstu
menn hafa telft við flesta „beztu“
mennina, svo að ekki fer á milli
mála, að þeir eru alveg eins.vel
að sigrinum komnir eins og þeir
hefðu teflt við allan hópinn. Þá
er ekki sambærilegur spenningur
inn, sem jafnan fylgir Monrads-
kerfinu miðað við lognmollu
klassíska kerfisins. Álít ég, að
Monradskerfið sé einna bezt fall-
ið til þess að gera skákina að
sannri keppnisíþrótt' og geti að
miklu leyti stuðlað að því, að
leysa skákina úr viðjum allt of
þunglamalegs kerfis, sem hún
virðist nú föst I.
Hér I þættinum verður frekar
vikið að kerfum þesum og rætt
um kosfi þess og ókosti. Þá mun
um við og taka fyrir biðskáka-
vandamálið, sem alla jafnan hef-
ur verið þrætumál meðal skák-
manna, enda alveg óþekkt fjirir-
brigði I öllum íþróttum nema
skák. Gengur þeta oft svo langt
að mikilvægustu skákmót, sem
haldin eru, llkjast miklu fremur
tilraunastofu vísindamanna og
óbreyttur áhorfandi fær niður-
stöðurnar þegar öllum tilraunun-
um er lokið! Meðan svo fer fram,
er ekki við því að búast, að skák-
in verði vinsæl keppnisíþrótt.
Friórik bobið á Piáta-
kowsky Cup-mótið i
Bandarikjunum
Stórmeistaranum Friðriki Ólafs
syni féll sá heiður I skaut að vera
boðið á sterkasta skákmót sem
fram fer I heiminum I ár, Piata-
kowsky Cup-mótið. Verður skák-
þing þetta haldið 1 Los Angelse I
Bandarlkjunum 1 júlí-mánuði n.k.
og verða auk Friðriks þessir þátt
sakendur:
M. Botvinnik (Sov.) núverandi
heimsmeistari.
T. Petrosjan (Sov.)
S. Gligoric (Júg)
S. Reshevsky (Band.)
R. Fischer (Band).
O. Panno (Arg.)
M. Najdorf (Arg.)
Eins og sjá má af töflu þess-
ari, eru þetta fræknustu skák-
menn heims og verður þetta mik-
il eldraun fyrir Friðrik. Er von-
andi. að hann geti búið sig eitt
hvað undir keppni þessa, þótt
nokkuð erfiður tími fari nú i
hönd. Skákþátturinn óskar Frið-
riki til hamingju með boð þetta
og óskar honum góðs gegnis í
þessari ströngu keppni.
Þ. Ó.
Bifreiðnverk-
sfæði ibrennur
Akureyri í morgun.
Á laugardaginn kl. 6 var Slökkvi
lið Akureyrar kvatt að timburhúsi
við Kaldbaksgötu. Þar var eldur i
bifreiðaverkstæði, I austur enda
þess. Tveir bílar voru I verkstæð-
inu. Öðrum var bjargað óskemmd
um, Moskovitsbifreið eyðilagðist
svo og flest verkfæri verkstæðis-
ins.
P