Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 12.03.1963, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 12. marz 1963. 7 Hillir undir stórfelldar nýjar umbætur í húsbyggingamálum Viðreisnarstefnan er undirstaða stórfelldra úrbóta í húsbygginga- málum. Jafnvægi í pen- ingamálum, sem er að skapast, mun stuðla að auknum lánsfjármögu- leikum húsbyggjenda. Allt veltur á því að jafn- vægið haldist, sparifjár- myndunin aukist, þar sem þetta er grundvöll- urinn undir því að hver einasti húsbyggjandi geti átt völ á góðum lánum og betri aðstöðu í sambandi við tilraunir sínar til að byggja fyrir sig og fjölskyldu sína. Eitthvað á þessa leið töluðu þeir tveir frummælendur á ráð- stefnu Sambands ungra Sjálf- stæðismanna um íbúðarbygging- ar, sem fjölluðu fyrst og fremst um þróun lánsfjármálanna í þessu sambandi. Þeir varu Jó- hann Hafsitein bankastjóri og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri. Vísir birtir útdrátt úr ræðum þeirra í dag, en á morgun munu birtast út- drættir úr ræðum hinna tvéggja frummælenda ráðstefnunnar, arkitektanna Gísla Halldórsson- ar og Manfreðs Vilhjálmssonar. Ráðstefna SUS var haldin um síðustu helgi i Sjálfstæðishús- inu í Kópavogi, og þótti takast með afbrigðum vel. Úr ræðu Jóhanns Hafstein Þegar Reykjavík, höfuðborg landsins, er að vaxa úr litlu ( fiskiþorpi á fyrstu áratugum þessarar aldar í myndarlega ný- tízkulega höfuðborg, er einka- framtakið hið byggjandi afl á nær öllum sviðum. Á síðustu tveim áratugum þegar þróunin hefur tekið stökkbreytingum,, í- búatalan nærri tvöfaldast, úr 37897 manns 1940 í 72407 árið 1960, hefur í vaxandi mæli þró- azt margþætt samræming og samvinna félagshyggju og einka framtaks, sérstaklega á sviði byggingarmála. — Framundir stríðsárin, síðustu, var enginn húsnæðisskortur í Reykjavík, þótt ört fjöigaði íbúum borgar- innar. En vegna stórkostlegra framkvæmda á stríðsárunum sogaðist fólk til Reykjavíkur og nágrennis, og atvinnuþróun næstu ára á eftir stuðlaði að því að viðhalda aðstreymi fólksins á þetta svæði landsins. Þótt byggingarframkvæmdir yrðu með ólíkindum miklar hefur komið upp húsnæðisskortur, sem reynzt hefur erfitt að bæta úr, og knúið til stórkostlegra samtaka og samvinnu í úrbóta- , skyni. Og jafnframt aukinni hús næðisþörf hafa kröfur til stærra og fullkomnara húsnæðis orðið meiri en það hefur eins og að líkum lætur aukið á vanda hús- næðismálanna. MeðaltalsstærS í- búða hefur stækkað, eins og dæmin sýna: Árið 1935 var með alstærð íbúðar í Reykjavík 298 kúbikm., árið 1945 301 kúb- ikm., árið 1956 353 kúbikm. og árið 1960 341 kúbikm. Hlutfalls- tala þriggja herbergja íbúða og þaðan af stærri hækkarúr44.1% árið 1928 í 89.6% árið 1956, þegar miðað er við heildina, og er þróunin síðan mjög svipuð. Á árunum 1955—60, að'báð- um meðtöldum, er talið að Jóhann Hafstein. byggðar hafi verið um 8800 i- búðir í landinu. Miðað við 4— 5 manns að meðaltali í hverri íbúð er hér byggt fyrir nærri því 40 þúsund manns. En það er tvöföld tala fólksfjölgunarinnar í landinu á sama tíma. Allir vita að íbúðarþörfinni hefur ekki ver 'ið fullnægt í þessu hlutfalli, en þessar tölur tala skýru máli um hinar gífurlega breyttu kröfur, sem fólk gerir til Ibúðarstærð- anna og þá jafnframt til al- ménnra þæginda íbúðanna. Eftir því sem leið frá stríðs- árunum varð fjáröflun til bygg- ihgarframkvæmda vaxandi vandamál. Peningaflóð stríðsár- anna stóðu undir byggingarfram kvæmdum á þeim árum og fyrst eftir að stríðinu lauk. - Hins vegar kom fljótlega í ljós mikil þörf fyrir lánsfé til íbúð- arbygginga, sem almenningur hefði aðgang að með skapleg um kjörum. Sjálfstæðismenn gerðu ýmsar tilraunir til að snúast við þess- um vanda. í bæjarstjórn Reykja víkur var sífellt reynt að leggja af mörkum allt það, sem verða mátti til þess að leysa úr hinu mikla vandamáli, en viðurkenna verður að úrræðin náðu skammi Á Alþingi höfð- Sjálfstæðis- menn forystu um tilhögun til úrbóta, en mættu ekki miklum skilningi. Við Gunnar Thoroddsen, þá- verandi borgarstjóri, fluttum bingsályktunartillögu um lán- veitingar til íbúðarbygging^ á Alþingi árið 1950. Efni hennar var að fela ríkisstjórninni að láta safna ítarlegum skýrslum um lánveitingar til íbúðarbygg- inga og leggja síðan fyrir Al- þingi á grundvelli þeirrar rann- sókna tillögur til úrbóta, sem við það miðuðust að hægt væri að fullnægja eðlilegri lánsfjár- þörf til þess að útrýma heilsu- spiilandi íbúðum og útrýma hús- næðisskortinum. Á þinginu 1952 flutti ég á- samt öðrum Sjálfstæðismönnum frumvarp til laga um heimild handa ríkisstjórninni til öflunar lánsfjár til íbúðarbygginga. Aðal efni þess var heimild handa rík- isstjórninni til að taka að láni allt að 30 miilj. kr., eða jafnvirði þeirrar upphæðar í erlendri mynt. Á þessum árum hafði ver- ið stofnuð lánadeild smáíbúða með því sérstaka hlutverki að lána 2. veðréttarlán til bygg- ingar smáíbúða. Sjálfstæðis- menn beittu sér fyrir því inn- an þáverandi ríkisstjórnar að 12 milljónum króna af tekjuafgangi ríkissjóðs 1951 var varið til í- búðarbygginga. Árið 1952 hafði ríkisstjórnin lagt fram framv., sem samþykkt var um 16 millj. króna lántöku til lánadeildar 'smáíbúða. Þannig hafði þessi lánadeild tikkuipráða samtals um; 20 millj. á^árunum 1952 1953. Þá höfðu Sjálfstæðismenn for göngu um að samþykkt var lög- gjöf um að aukavinna manna við byggingu eigin íbúða skyldi skattfrjáis. Þetta ákvæði losaði rnargan borgara við þungar á- hyggjur og greiddi götu hans f húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin, sem var mynd- uð 1953 undir forsæti Sjálfstæð ismanna hafði á stefnuskrá sinni stórfelldar úrbætur I íbúðarlána málum. Aukin sparifjármyndun varð undirstaða aukinnar útláns starfsemi til íbúðarbyggjenda. Sett var húsnæðismálalöggjöfin frá 1955, sem kommúnistar voru andvígir. Hefur hún orðið grund völlurinn að því, sem síðan hef- ur áunnizt í þessum Iánsfjár- málum. Ég vil að marggefnu tilefni vikja að afstöðu Framsóknar- manna á þessum tíma. Húsnæðismálin heyrðu und- ir Steingrím Steinþórsson, sem þá var félagsmálaráðherra. Samstarfið við hann var gott, en við Sjálfstæðismenn höfðum unnið mikið að undirbúningf þessarar löggjafar. En þáttur, Framsóknarflokksins í heild er allur annar. Fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar gerðu þeir kröfur um auknar íbúðarbyggingar, en fyrir þingkosningar var fjárfest- ing f íbúðarbyggingum talin allt of mikil. Nú heyrast Framsóknarmenn og kotnmúnistar tala um það að á siðustu árum hafi verðlág hækkað svo mikið og bygging- arkostnaður aukizt, að jafnvel þótt aukin hafi verið lán til í- búðarbyggingar standi menn samt sem áður verr að vígi en áður. í þessu sambandi vil ég aðeins hugleiða hvað orðið hefði ef dýrtíðarskriða vinstri stjórn- arinnar, sem Hermann Jónasson lýsti yfir, að skollin væri á. þegar hann baðst lausnar, hefði fengið að flæða yfir landið. Með því hefði algjörlega verið kippt fótum undan trú almennings á verðgildi krónunnar og þar með Ioku skotið fyrir aukna spari- fjármyndun í landinu, en verð- litla krónan hrokkið skammt til þess að byggja f óðaverðbólgu og öryggisleysi. Hin heilbrigða stefna núver- andi ríkisstjórnar hefur aftur skapað nýja möguleika til stór- aukinna fbúðarlána með ört vax- andi sparifjármyndun í landinu og vaxandi trú á verðgildi pen- inganna. Lán og stuðningur hins (opinbera fer þvf jafnt og þétt vaxandi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Úr ræðu Þorvaldar Garbars Kristjánssonai Þáttur ibúðarhúsabygginga í íslenzkri efnahagsstarfsemi hef- ur verið ekki minni en hliðstæð- ur þáttur í efnahagsstarfsemi hinna Norðurlandanna. íbúðir eru hér að meðaltali yfirleitt nokkuð stórar, og göngum við í þeim efnum mun lengra en frændur okkar á Norðurlöndum. Greinilegt er að því stærri i- búðir sem við byggjum, þeim mun færri ibúðir getum við byggt, miðað við sömu heild- arfjárfestingu í íbúðarbygging- um. Sú skoðun heyrist ekki ó- sjaldan, að við byggjum of stór- ar íbúðir, stærri og dýrari en við höfum efni á. En það verður alltaf nokkuð álitamál í þessu efni, hvað dýrar eða stórar I- búðir við höfum efni á að byggja. Það fer eftir þvf hvaða forgangsröð við óskum að hafa á þeim gæðum, sem.við veitum .okkur. En óyggjandi er, að á þeim tVeim áratugum, sem við höfum byggt stórar íbúðir, höf- um við störbætt húsakost þjóð- arinnar. En þörfin er milcil fyr- ir aukið húsnæði á næsþu ár- um. Athuganir sýna, að á ára- tugnum 1960—1970 verður mun meiri þörf fyrir aukið húsnæði, en samanlagt á árunum 1950— 1960. Það er því víst, að okkur er nauðsynlegt að halda vöku okkar f húsnæðismálum þar sem við margan vandann verður að glima. En hvert hefur verið vanda- málið á undanförnum árum? — Vandinn hefur fyrst og fremst legið í lánsfjármálunum. Þjóðin hefur raunverulega haft efni á hinni miklu fjárfestingu í fbúð- arbyggingum. Það sýna húsbygg ingarnar sjálfar. Húsin hafa ris- ið af grunni. En hins vegar hef- ur ekki verið hægt að fullnægja eftirspurninni eftir eðlilegum lánveitingum til húsbyggjenda. Merkustu sporin f lánaútveg- unum var stofnun almenna veð- lánakerfisins árið 1955 og vara- sjóðs þess, sem síðan var gef- ið heitið Byggingarsjóður ríkis- ins. Veittar hafa verið úr þessu kerfi 436 milljónir króna, síðan það tók til starfa. Þó hefur ekki tekizt að mæta eftirspurn. Sfð- ustu tvö árin hefur þó rofað til í þessum efnum, og er nú farið að hilla undir það ástand að hægt verði að fullnægja eft- irspurninni. Undirstaða þessara umbóta er aukning sparifjár- myndunar í Iandinu. En allt velt ur á því að jafnvægi i peninga- málum haldist. Samt má grund- völlurinn verða öruggari, t. d. með því að settar verði reglur um það hvernig bankar, spari- sjóðir, lífeyrissjóðir og trygg- ingafélög eigi að binda fé i bankavaxtabréfum veðlánakerf- isins, til þess að sjá þvf fyrir auknu fjármagni. Með þvf væri mögulegt að hækka lán á hverja íbúð. Auk þessa kemur mjög til at- hugunar að skapa betri grund- vöil en nú er fyrir því að aðrar lánastofnanir en veðlánakerfið veiti lán út á 2. veðrétt f íbúð- um. Er hugsanlegt að almenna veðlánakerfið gengizt í ábyrgð fyrir slikum lánum með vissum skilyrðum. Of lítið fjármagn er ekki ein- ungis vandamái hvers húsbyggj- anda heldur hefur það óheppileg áhrif og stuðlar beinlínis að hækkun byggingarkostnaðar, þegar lánsfé skortir lengir það venjulega byggingartímann ó? hæfilega mikið, en hann er ó- hæfilega langur hjá okkur. Úrræðið, sem húsbyggjendur hafa oft á tíðum ef þá skortir eigið fé, er að leggja fram sína eigin vinnu og vinnu fjölskyldu sinnar. Tiðkast þetta meira hér en annars staðar. Hefur þetta átt stóran þátt í því að bygg- ingarframkvæmdir okkar eru svo miklar, sem raun ber vitni. En ekki verður nú talið á tím- um sérhæfninnar að þetta sé fallið til að lækka byggingar- kostnaðinn. Þjóðhagslega er þvi rétt að stuðla að því að hægt sé að reisa íbúðarhúsabygging- ar þannig að ekki þurfi að treysta jafnmikið á eigin vinnu húsbyggjenda eins og gert lv-fur verið. Hins vegar er á það að fíta, að ekki er ástæða til að amast við allri eigin vinnu við hús- byggingar því að við getum gengið út frá því að ekki myndu allar vinnustundir, sem unnar eru koma fram í aukinni þjóð- arframleiðslu á öðrum sviðum. Þá hefur verðbólguástand und Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.