Vísir - 16.03.1963, Side 8
V í SIR . Laugardagur 16. marz 1963.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Tryggð, þrái eða skynsemi
Óðum líður nú að kosningum, og ekki eru nema um
það bil þrír mánuðir, þar til gengið verður að kjör-
borðinu. Það er þess vegna ekkert á móti því, og raun-
ar sjálfsagt, að kjósandinn fari að gera upp við sig,
hverjum hann á að veita stuðning, þegar honum gefst
tækifæri til að ganga í kjörklefann og leggja lóð sitt
á vogarskálina, hafa áhrif á það, hvernig málefnum
þjóðarinnar verður stjórnað næsta kjörtímabil.
Það er þrennt, sem getur ráðið miklu, jafnvel mestu,
um afstöðu einstakra kjósenda og því, hvar hann setur
krossinn afdrifaríka, þegar hann er staddur í einveru
kjörklefans. Það getur verið tryggð við þann flokk,
sem kjósandinn hefir stutt lengi, það getur verið þrái,
sem stafar af þröngsýni — og getur oft reynzt erfitt
að draga mörkin milli tryggðar og þráa — og það getur
verið skynsemi, sem lætur hvern flokk njóta sann-
mælis og þann hljóta stuðning,sem hans reynist verður
vegna þeirra verka, sem hann hefir unnið fyrir þjóðar-
heildina.
í kosningum þeim, sem fram hafa farið á undan-
förnum áratugum, hefir oft verið næsta erfitt fyrir
marga að gera úpp við sig, hvað ætti að ráða gerðum
þeirra í kjörklefanum, hvern skyldi helzt styðja. Að
þessu sinni ættu slík vandræði ekki að vera fyrir
hendi, því að aldrei hafa línurnar verið skýrari en í
lok þess kjörtímabils, sem endar á þessu ári. Aldrei
hafa gerðirnar verið eins greinilegar, og aldrei hefir
verið auðveldara að gera samanburð á loforðum og
gerðum einstakra flokka en einmitt nú.
Efnahag þjóðarinnar hefir verið komið á traustan
grundvöll. Viðskiptin við útlönd eru ekki lengur rekin
með halla, í stað þess að safna skuldum, greiðir þjóðin
stórar fjárhæðir á ári hverju til að létta skuldabyrðina,
atvinna er svo mikil, að hvarvetna er skortur á vinnu-
afli, tryggingar hafa verið stórauknar til að létta mönn-
um lífsbaráttuna og svona mætti lengi telja. Allt ber
að sama brunni í þessu efni - efnahagur þjóðarinnar
er með meiri blóma og stendur traustari fótum en
nokkru sinni fyrr.
Hvernig hefði farið, ef...
En þessi mynd verður ekki skilin til fullnustu, ef
menn gera sér ekki einnig grein fyrir því, hvemig farið
hefði, ef engin breyting hefði orðið á verðbólgustefn-
unni, sem náði hámarki í tíð vinstri stjómarinnar. Þá
hefði verið haldið áfram feluleiknum með skráningu
krónunnar, haldið áfram hallabúskap út á við, haldið
áfram skuldasöfnun og áfram í þessum dúr. Vandræð-
in hefðu farið vaxandi, unz atvinnuvegirnir hefðu ver-
ið komnir í kalda kol. *
Kommúnistar og Framsókn segjast vilja taka þá
stefnu upp aftur. Sjálfra sín vegna hljóta kjósendur að
hindra það.
Ljósmyndagerðin
Danskt blað, Sorö Amtstid-
ende, birti nýlega viðtal við ung-
an íslending, Stefán Bergþórs-
son frá Akureyri, sem hefur dval
izt þar ytr.a við nám í húsgagna-
smíði. En samtalið fjallar mest
um helzta áhugamál Stefáns,
sem er Ijósmyndun, en í henni
hefur hann náð miklum árangri
sem áhugamaður. Hefur hann
tekið mikið af myndum í Dan-
mörku, verið í samtökum áhuga-
ljósmyndara og haft myndir á
sýningum. Þrisvar sinnum hefur
hann átt Ijósmyndir á mynda-
sýningum í félagi áhugaljós-
myndara i Sorö og i öll skiptin
voru hans myndir taldar bera
af öðrum myndum á sýningun-
um.
Stefán skýrir frá því, að hann
hafi komið til Danmerkur til að
læra húsgagnasmlði og ræðir
um það, að húsgagnasmiðir
sæki fyrirmyndir sínar til Dana
En hann kvaðst þegar hafa átt
.vini í Danmörku, sem höfðu
sama áhugamál og hann, ljós-
myndun. Einn þessara vina hans
útvegaði honum starf við hús-
gagnasmiðju í Sorö.
En það var í ljósmyndagerð-
inni, sem flestir möguleikar opn-
uðust við það að koma til Dan-
merkur, segir Stefán. Hann
kvartar yfir því, að heima á ís-
landi sé örðugleikum bundið að
fá þau sérstöku efni og tæki,
sem þarf til að reyna nýjar leið-
ir í listræ;.ni ljósmyndafram-
köllun, og leiðbeiningar, en úti
í Danmörku er greiður aðgang-
ur að miklu fjölbreyttari efnum.
— Ljósmyndagerð er mesta
áhugamál mitt, segir Stefán. 1
þá níu mánuði, sem ég hef bú-
ið hér í Sorö, hef ég tekið um
Stefán Bergþórsson.
1300 myndir. Ég get ekki án
þess verið að vera sífellt að taka
myndir.
Sjálf myndatakan er þó minnst
ur hluti verksins. Aðalverkið
hefst I myrkraherberginu. Síðan
skýrir hann í blaðaviðtalinu frá
ýmsum ráðum og brögðum, sem
ljósmyndarar beita til þess að
er list
fá fram þann tón, sem þeir
æskja. Hann greinir frá því
hvernig hann gerir svokallaðar
solariseraðar myndir með þvi að
bregða Ijósi skamma stund á
myndina, þar sem hún liggur I
framköllunarleginum. Þessar sol
ariseruðu myndir eru mjög sér-
kennilegar, þær eru samtlmis
positivar og negativar og nást
oft fram mjög Iistrænir drættir.
Þá eru aðrar aðferðir notaðar
til að fjarlægja öll aukaatriði,
svo að aðeins koma fram sterk-
ustu og skýrustu drættimir,
þannig að myndin líkist einna
helzt pennateikningu. Fylgir hér
með ein slík. ljósmynd af hús-
um I Sorö. Það er gert með
mörgum eftirtökum positivum
og negativum til skiptis og má
endurtaka þessa aðferð eins oft
og maður vill unz réttum ár-
angri er náð.
Stefán Bergþórsson segir, að
það sé fyrst þegar menn hafa
náð valdi yfir öllum framköll-
unaraðferðum, sem ljósmynda-
gerðin fari að verða verulega
skemmtileg. Þá fyrst fer maður
að geta ráðið því fyllilega sjálf-
ur, hvernig myndin verður, mót
að hana eins og listamaðurinn
mótar málverk eða höggmynd.
Telur Stefán, að ljósmynda-
gerð sé ekki síður list en mál-
aralist, höggmyndalist, bók-
menntir eða tónlist.
Bergman breytir stjórn
sænska þj óðleikhússins
Eins og kunnugt er úr frétt-
um, var kvikmyndagerðarmaður
inn heimsfrægi Ingmar Berg-
man nýlega skipaður þjóðleik-
hússtjóri 1 Svíþjóð til þriggja
ára, en þar I landi er þetta
embætti ekki veitt til lengri
tíma I senn. Þjóðleikhúsið sæn-
ska er I daglegu tali kallað
„Dramaten" og hefur um ára-
bil verið leiðandi I leiklist á
Norðurlöndum. Um miðjan feb-
rúar slðastliðinn gerði Bergman
miklar breytingar á stjórn leik-
hússins. Hefur hann látið fast-
ráðna leikara hússins kjósa
fimm manna fulltrúaráð, sem
tekur virkan þátt I allri dag-
Jegri stjórn hússins, það tekur
þátt I umræðum um leikrita-
val og hlutverkaskipan og kem-
ur reglulega saman til fundar
hálfsmánaðarlega. Skal kjósa
ráð þetta til eins árs I senn.
Þetta nýja fyrirkomulag á
stjórn leikhússins er algert ný-
mæli f Svlþjóð og er að öllu
leyti hugmynd Bergmans sjálfs,
sem lengi hefur verið þeirrar
skoðunar. að leikarar ættu að
taka virkan og ábyrgan þátt I
stjórn leikhúsa. Hefur þetta að
vonum vakið mikla athygli um
öll Norðurlönd, og leikararnir
hafa tekið þessu tilboði Berg-
mans með miklum fögnuði. Sjá-
st undirtektir þeirra meðal ann-
ars á því, að þegar ráðið var
kosið, tók hver einasti leikari
við Dramaten þátt í kosning-
unni.
Ingmar Bergman kvað svo
að orð f viðtali við Dagens
Nyheter að jafnan þegar hann
hafi talað við nemendur I leik-
list um það, hvað leikhúsum
væri nauðsynlegt, hefði niður-
staðan verið sú, að það væri
einkum þrennt: leikrit, áhorf-
endur og leikarar. Ekkert leik-
hús er til án leikara. Og nú
viljum við hegða okkur eftir
niðurstöðum þeirrar staðreynd-
ar og viljum láta leikarana eiga
sinn þátt I að ákveða verkefni
sln. Ekki sagði Bergman, að
þetta væri einsdæmi, hann
hefði óljóst hugboð um, að svi-
pað fyrirkomulag væri við
Bolsjoj-leikhúsið I Moskvu. Kv-
aðst hann að lokum gera sér
vonir um, að þetta nýmæli yrði
til þess að styrkja starf Dram-
atens og gera stjórn leikhús-
sins samvirkari og fastmótaðri.