Vísir - 27.03.1963, Síða 3

Vísir - 27.03.1963, Síða 3
V í SIR . Miðvikudagur 27. marz 1963. 3 Duncan á barnadeildinni Bandaríski söngvarinn Arthur Duncan, sem komið hefur fram f Glaumbæ að undanförnu, labb aði sig upp í barnadeild Lands- spítalans um síðustu helgi til að skcmmta börnunum þar. Heim- sókn hans var vel þegin. Krakk- arnir, sem voru nægilega hress fengu að fara í fötin sín og setj ast fram á gang. Fyrir hin voru stórar dyr á stofunni hafðar opn ar fram á gang svo að þau sáu öll hvað var að gerast. Þarna varð sæmilega fjölmenn barna skemmtun, sem hjúkrunarkon- urnar tóku þátt í ekki síður en börnin, og skemmtu allir sér prýðilega, eins og meðfylgjandi myndir í Myndsjánni sýna, svo að ekki verður um villzt. Duncan söng og dansaði fyrir krakkana, „steppaði“ aðallega, og fannst þeim mörgum fótaburðurinn skringilegur. Allir voru sammála um að það hafi verið vel til fundið hjá Duncan og fallegá gert af honum að skcmmta krökkunum. Þau vilja eflaust fá fleiri svona heimsóknir. F0T Félag iamaðra kaupir Reykjada! Aðalfundur Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra var haldinn sunnu daginn 24. marz. Formaður félagsins, Svavar Páls- son, las upp ársreikninga og skýrði þá. Starfsemi félagsins var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Æfingastöðin að Sjafnargötu 14 var rekin allt árið og um 40 fötluð böm voru í 2ja mánaðar sumar- dvöl að Reykjum í Hrútafirði við sundæfingar. Tekjur félagsins voru alls 1.158 þús. kr. en 680 þús. kr. fóru til að greiða rekstrarhalla á æfingastöð- inni og 136 þús. kr. til að greiða rekstrarhalla á sumardvölum fötl- uðu barnanna, en 342 þús. kr. fóru til eignaaukningar. Hrein eign félagsins í lok reikningsárs 30. sept 1962 var 3,9 milj. krónur og eru þá allar eignir metnar nokkuð undir dagvirði. Formaður gat nokkuð um það sem skeð hefir á yfirstandandi ári og fyrirhugaðar framkvæmdir. Fyrst nefndi hann hve mikill stuðn- ingur það væri við félagið að eignast húseignina Eríksgötu 19. Ástríður heitin Jóhannsdóttir, pró- rastekkja, arfleiddi félagið að þess- ari eign sinni. Tekjur félagsins af sölu merktu eldspýtustokkanna hafa nú verið hækkaðar. Af þessum ástæðum nefði fjár- hagur félagsins nú batnað svo, að talið var fært að ráðast í að kaupa Reykjadal f Mosfellssveit til þess í framtíðinni að reka þar sumar- dvalarheimili fyrir fötluð börn. íbúarhús, útihús og 4j4hektarar lands voru geypt fyrir 1250 þús. krónur. Þá kvað hann ákveðið að hafa símahappdrættið í haust, til þess að afla fjár til þessara fram- kvæmda. Læknir æfingastöðvarinnar Hauk ur Kristjánsson skýrði frá því að 314 sjúklingar hefðu fengið alls 6619 æfingameðferðir á liðnú ári. Ræddi hann nokkuð og skýrði þennan meginþátt starfsemi félags- ins. í stjórn voru kosnir: Svavar Páls son, formaður Andrés G. Þormar og Baldur Sveinsson, meðstjórn- endur. f varastjórn voru kosnir: Frið- finnur Ólafsson, varaformaður, Eggert Kristjánsson og Vigfús Gunnarsson, varameðstj. í framkvæmdaráð voru kosnir til þriggja ára: Haukur Kristjáns- son, læknir, Haukur Þorleifsson, bankafulltrúi, Sigríður Bachmann, yfirhjúkrunarkona, Páll Sigurðsson f.v. tryggingaryfirlæknir og Guð- jón Sigurjónsson, sjúkraþjálfari. Framkvæmdastjóri félagsins, Sveinbjöm Finnsson, lét af starf- inu f des. s.I., en annar hefur enn ekki verið ráðinn í hans stað. Forstöðumaður æfingastöðvar félagsins er nú Guðjón Sigurjóns- son, kennari og sjúkraþjálfari. Reykjavík, 25. marz 1963. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. ^jpALSVERT var rætt um ríkis ábyrgðasjóð í neðri deild í gærdag, og tókst ekki að Ijúka umræðum. Frun irpið um ríkis ábyrgðasjóð hefur að undan- förnu verið til meðferðar í efri deild án þess að vefjast teljandi fyrir mönnum. Framsóknar- mennirnir Halldór E. Sigurðs- son og Eysteinn Jónsson notuðu hins vegar tækifærið I neðri deild og héldu langar ræður um ríkisábyrgðasjóðinn og fjárhag ríkisins yfirleitt. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra fvlgdi frumvarpinu úr hlaði, með nokkrum orðum. Mál ið er einfélí sa^ði ráðherrann. Á hverju ' : e- ? 20 gr. fjárlaga gert ráð fyrr c"~irfram ákveð- inni urphæ” ti' nreiðslu áfall- inna ríkisábvr'-ða Herur bað verið föst venia oo nldreí verið mótmælum hreyft við þvi Stundum er bessi upphæð áætl- uð of há, stundum of lág. Nú var gert ráð fyrir 38 millj. kr„ sama og I fyrra, en upphæðin reyndist of lág. Er frumvarpið sem til meðferðar er, um að heimila ríkisstjórninni Iántöku til að bæta upp mismuninn. J þessu er tilgangur frumvarps- ins fólginn. Þeir Halldór op Enn um ríkisábyrgðasjóð — launahækkanir verk- fræðinga — Alfreð vill 50—100% almennar kaup- hækkanir. Eysteinn auk þess sem þeir blönduðu í mál sitt fullyrðinum um slæmt fjárhagsástand í land inu, lldu frumvarpið vera flutt í þeim tilgangi að fela raunveru legt tap sem á rekstri ríkisins væri, til þess að punta upp á á pappírnum. Reksturshallinn væri dulbúinn með því að láta ríkissjóð taka lán vegna þeirra útgjaida sem væru umfram tekj urnar. Eysteinn kvað ekki að- eins ríkisábyrgðir einar sér, hafa aukizt tröllslega, heldur og öll útgjöld ríkisins. Málinu var frest að að ræðu Eysteins lokinni. J efri deild var hámarksþóknun til verkfræðinga enn á dag skrá, nú briðja umræða. Ólafur Björnsson ræddi málið, út frá efna agslegu sjónarmiði, og með tilliti til þeirrar ræðu sem Alfreð Gíslason hélt í fyrradag. Beindi Ólafur þeirri spurningu m. a. til Alfreðs, hvort það væri álit hans, þegar hann mælti með því að samþykkja hefði átt kröf ur verkfræðinganna skilyrðis- laust, að hann þ. e. Alfreð vildi þá jafnframt hækka laun verk- fræðinga þeirra, sem störfuðu sem prófessorar við H.Í., lækna, og þá verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, að sama skapi, þ. e. 50—100%. Alfreð Gíslason hikstaði ekki á svarinu. — Allar þessar stéttir eiga að fá verulega hækkun. Ævitekjur lækna t. d. 'ná ekki einu sinni ævitekjum kennara. Aðrir launþegar eiga líka að fá hækkanir, samsvarandi hækkan ir. Launþegar í landinu bera of lítið úr býtum af þjóðartekjun- um. Hvernig Alfreð vild-i að .öllum þessurn launahækkunum, allra launþega í landinu, um 50— 100% yrði mætt, gat hann ekki um. Hann kvaðst hins vegar hafa barizt fyrir þvf í tíð vinstri stjórnarinnar, ,,á réttum stöð- um“, að hækkanir í þessa átt yrðu framkvæmdar, þótt það hefði ekki árangur borið. Það væri því fjarri lagi að halda þvl fram, að hann væri nú I fyrsta skipti talsmaður þess, að stéttir eins og verkfræðing- ar, fengju bætt kjör. í TMRÆÐUR urðu um bænda- ^ skóla, og Gylfi Þ. Gíslason ylgdi frumvarpinu um náttúru- deild. í neðri deild urðu minni háttar umræður um frumvarpið um lögreglumenn, einkum vafðist fyrir mönnum hvernig skýra skyldi orðalag eins ákveðins. Ingólfur Jónsson hafði frum- sögu um ferðamálafrumvarpið, sem ..cýrt var frá I blaðinu I gær. Litlar umræður urðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.