Vísir - 27.03.1963, Page 15

Vísir - 27.03.1963, Page 15
VISIR . Miðvikudagur 27. marz 1963. /5 framhaldssaga eftir Júne Blackmore uskin — Tjað er einhver, sem áformar að drepa mig. Honum varð svo bilt við, að hann rauk upp af stólnum. — Svona, svona, mamma! — Segðu ekki „svona, svona mamma" við mig, sagði frú Vane kuldalega. Þú þarft ekki að tala við mig eins og æðakölkun sé að gera mig ruglaða. — í>að veit ég vel. — Og talaðu ekki við mig í þessum tón. Það er allt í lagi með heilabúið, en ég endurtek, að það er einhver, sem bíður tækifæris að verða mér að bana. Dagvíð Vane gekk út að glugg- anum. Hann tók pípuna upp úr vasanum og fyllti hana, en fór sér hægt að því. Svo sneri hann sér við, virti móður sina fyrir sér með athugunaraugnaráði læknisins. Hann sá engin merki þess á aug- unum, að hún væri að byrja að verða sljó. Þau voru björt og báru því vitni, að hún var í fullu fjöri andlega. En það var vitanlega erf- iðara að segja um það, hvort heila- starfsemin gæti ekki verið farin að slappazt, þrátt fyrir allt. — Ég held, að þú ættir að tala við Driver, sagði hann stuttlega. — Sálfræðingur getur ekki hjálp að mér, sagði frú Vane næstum snökktandi. Enginn getur hjálpað mér, nema þú, Davíð. Hann gekk að sófanum og sett- ist hjá henni. Hann kveikti sér nú í pípunni og blés frá sér reyknum makindalega og hver reykhringur- inn af öðrum leið til lofts. Frú Vane fór að hósta — óþarflega kröftuglega, fannst honum, en hann skeytti engu um þá óbeinu ábendingu hennar, að reykja ekki svona ákaft, og sagðk — Hefirðu grun um hver þetta muni vera? — Þú ert víst bara að skopast að mér! — Nei, það dettur mér ekki í hug, mamma. Hann hugsaði sem svo, að ef grunur hennar væri ástæðulaus, væri hann ef til vill bending um upphaf ofsóknarbrjálæðis, og ef ekki... Hann hratt frekari hu'gs- unum um þetta frá sér, — það var óhugsandi. i — Það er bezt, að þú segir mér allt af Iétta. — Þú veizt, að það eru tvær dyr á svefnherberginu mínu ... — Þrjár, leiðrétti hann, einar, sem vita að göngunum, aðrar sem vita að stiganum niður á fyrstu hæð og svo eru dyrnar milli þessa oi næsta herbergis. — I’ nótt kom einhver upp stig- ann. — En það er alveg óhugsandi, mamma. Þú veizt vel að dyrnar við i stigann niðri eru alltaf læstar. — Þá er ég ekki aðeins gömul, rugluð kona, ég er líka lygari. Hann horfði á hana. Svipur henn ar bar því vitni, að hún var stór- lega móðguð. Hann strauk handarbak hennar hlýlega. -— Var það þess vegna, sem þú hringdir til mín? spurði hann sam- úðarlega. — Já, það var þess vegna. — En þetta hefur verið um mið- næturbil eða eftir miðnætti, og hon um létti við að hafa dottið þetta í hug. Þú hefur verið sofn- uð, þig hefur dreymt þetta, ímynd- að þér það. Sofi maður létt finnst manni oft, að maður sé í vöku- ástandi, einkanlega rétt áður en maður vaknar. Og það sem mann dá dreymir getur haft svo ljóslif- andi verkanir, að maður trúi því statt og stöðugt sjálfur, að maður hafi heyrt eitthvað eða séð vak- andi, þótt það raunverulega hafi verið framhald draums. — Draumur, sagði hún og það var vpttur fyrirlitningarhreims í röddinni. Og ég sem heyrði, að það brakaði í þrepinu. — Svona, svona, ma —. Hann áttaði sig og hélt ekki áfram í sama dúr, rétti úr sér og brosti til hennar. — Það brakar alltaf í húsum, sem eru eins gömul og þetta. — Heldurðu, að ég viti það ekki. Ég hef legið andvaka- svo margar nætur í þessu húsi, að ég þekki hvert hljóð í því. — Og þetta hljóð, sem þú heyrð- ir í nótt, hafðirðu ekki heyrt fyrr? — Nei, ég hef aldrei heyrt svona brakhljóð fyrr. Hún horfði beint framan í hann, fast og lengi: — Ég var nýbúin að slökkva Ijósið. Ég heyrði að tekið var í hurðarsnerilinn. Ég settist upp í rúminu, kveikti Ijósið — og sner- illinn hreyfðist ekki frekara. — Hann hreyfðist vitanlega alls ekki. — Vfst hreyfðist hann, svaraði hún móðguð. Honum hafði verið þrýst niður að utanverðu eins langt niður og hægt var. Ég sá svo hvern ig hann hreyfðist hægt upp aftur - þegar sá eða sú, sem var fyrir dyrum úti hafði uppgötvað að dyrnar voru læstar. — Kallaðirðu — spurðir hver væri þarna? — Að sjálfsögðu. Enginn svar- aði. Þú heldur kannski, að sá sem ætlaði að drepa mig, kallaði í móti: Það er ég! Hann yppti öxlum. — Hvað gerðirðu svo? — Eftir örskamma stund brak- aði aftur í stiganum. — Fórstu upp úr rúminu til þess að athuga þetta frekara? — Ekki strax. Ég gerði það í morgun. Það var óhreinn blettur á efsta þrepinu. — Óhreinn blettur, endurtók Davíð, sem var nú farinn að kenna nokkurs taugaóstyrkleiks. — Það var ekki mikið, bara smá-. blettur. En hann sást greinilega á gráu teppinu. Hann gat ekki áttað sig á þessu öllu. Hann var líka þreyttur og hugsaði því ef til vill ekki eins skýrt og vanalega, en hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann yrði að fika sig áfram að einhverri lausn. — En þú notar sjálf þennan ( stiga, byrjaði hann hségt. j — Já, en það er gert hreint á hverjum mánudegi. Þá fær Marlene Iykilinn. — I dag er þriðjudagur. — Ég gekk ekki upp eða niður stigann í gær. Hann reis á fætur: — Ég ætla að gá, sagði hann. — Já, gerðu það, sagði hún sigri | hrósandi. Hérna ... taktu lykilinn. Hann rétti fram hönd sína og tók við lyklinum, stóð kyrr í sömu svifum og horfði á hann: — Marlene fær þennan lykil þá einu sinni í viku? Frú Vane horfði á hann hneyksl- uð: -— En það gæti ekki verið Mar- lene? i — Hvers vegna ekki? — Hún hefur hann ekki nema j fáeinar mínútur hverju sinni. — Það er nógu lengi til þess að ná vaxmóti af honum. — Lykillinn stendur oft í skránni. Gæti ekki hver sem væri kippt honum úr nógu lengi til þess. j Hann gekk hægt til dyra. — Ef þetta er svo gæti grunur fallið á hvern sem er, þeirra, er j búa hér í húsinu. Á eitthvert okk- ar. — Ekki á þig, Davíð, sagði hún , eins og skelfingu lostin. — Á Díönu? Rupert? Jónatan ! mundi að sjálfsögðu vera upphaf- ! inn yfir grun. Og svo Porchy ... ? — En hún hefur verið hjá mér í 30 ár — frá því ég kom hingað ný gift. Nei, það kemur ekki til i mála, að Porchy ... Hann hélt áfram án miskunnar: — Þá hlýtur það að vera Sorrel Thornhill, nei... ©PIB Svona fljótt hefur það nú aldrei frosið fyrr i _/_____________•________________________________ Þau voru mjög sviplík mæðgin- in. Það var eins og drættirnir í andliti hennar herptust saman, er hann r fndi hana og kipringur kom í munnvik hennar. Hann leit á móður sína og hann hugsaði nú um það í fyrsta sinn, að hann yrði að sjá á bak henni fyrr eða síðar. Sennilega mundi þó ekki dauðdaga hennar bera að höndum með þeim hætti, sem hún ímyndaði sér, heldur mundi hún blátt áfram verða ellidauð. Sjálfur var hann 29 ára og stund ^ aði venjulég læknisstörf. Það var j orðið langt síðan hann hafði þurft á mömmu að halda, en missti hann hana nú, yrði það óbætanlegur missir. Hún hafði verið hraust kona, ekki aðeins líkamlega heldur og andlega, Og nú var hún allt í einu eins og saman skroppin og kjarklítil. En hann fann, að hann unni henni meira nú . í veikleika hennar en áður, er hún var sterk og hraust. - Honum var farið að hitna í skapi. Ef það væri nú ein- hver, sem vildi gera henni mein? Ag ollt í einu kipptist hann við. Ef það væri Sorrel? Og nú varð ho.num ljóst f fyrsta skiptt, að hann varð að horfast í augu við mik- inn vanda, því að Sorrel hafði haft mikil áhrif á hann. Hvers 'drði var hún honum? Um bað ' spurði hann nú sjálfan sig. Andartak hugsaði hann um það, sem gerzt hafði, er hann fyrir stundu ók til húss móður sinnar. Hann ók hratt og örugglega. Þetta var á haustdegi og veður fagurt — um miðjan dag. Vegurinn lá i I bugðum gegnum skóglendi. Skóg- ' urinn var í sínum rauðgullnu haust skrúða og glóði allur þar sem sól- DEL MONTE Frábær gæðavara Fyrirliggjandi. ÞÓRÐUR SVEINSSON & Co. h.f. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu YÍnningar 1/2 milljón krónur.' Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. T A R Z A N Leitarmennirnir stönzuðu til að taka sér örlitla hvíld -p- En skyndilega tóku þeir eftir undar EXHAUSTEP, MEN PAUSEP A SKIEF KEST' 5UT THEy WEKE SUPPENLy ALERTEP 5Y THE PISTAKIT SOUNP OF PRIMITIVE 7KUMS— legu hljóði úr fjarska — það líktist mjög frumstæðum trumbuslætti. Trumbuslögin til- SÆNGUR Endumýjum gömlu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fidurhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 Distr. b.v Únited Fcature Syndlcate, Inc. kynntu að mikil helgiathöfn væri væntanleg hjá hinum risa- stóru dýrum frumskógarins. Þetta var dum — dum — dans hinna risavöxnu apa. Vatteraðar nælonúlpur /aun/////////>

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.