Vísir - 29.03.1963, Side 5
V í SIR . Föstudagur 29. marz 1963.
5
Fuglamyndir —
Framhald af bls. 8.
mikið á seinni árum, og er þar
eins og annarsstaðar nær ein-
göngu af mannavöldum. Þó hafa
varpstöðvar þar eyðilagst af
fellibyljum. Algengasta orsökin
er skotvopn, þó fuglinn sé
strangt friðaður og mjög strang-
ar refsingar við að skjóta örn.
Sumt er gert af ásettu ráði, en
annað vegna þess að ungir ernir
eru fyrir þá, sem ekki eru kunn
ugir fuglum, dálítið erfitt að
greina þá, og eru þá teknir í
misgripum fyrir aðrar líkar
fuglategundir. Eins og fyrr seg-
ir, þá er myndin frábær. Þetta
er litmynd. Hún sýnir öll svið
af lifnaðarháttum amarins, staði
þá sem hann verpir á, hvernig
ungarnir æfa sig til flugs og
hvernig þann tekur fæðu. Þá er
einnig sýnt það nágrenni sem
örninn verpir í og nokkuð marg
ar aðrar fuglategundir, sem
verpa á svipuðum slóðum og
örninn. Kvikmyndin endar í
Alaska, en þar er ennþá dálítið
eftir af ameríska erninum. Er
það mjög fögur landlagsmynd
og sýnir þar fæðuöflun arnar-
ins á vetrum. Kvikmyndin er
fyrst og fremst áróðursmynd, til
þess aopna augu almennings
fyrir Jreim mikla skaða menn-
ingarlega, sem þjóðin, bíður, ef
slíku náttúrufyrirbæri er út-
rýmt, sem erninum og er ástand
ið þar ekki ólíkt því sem er
hér á landi nú, því eins og vit-
að er, hefur á síðustu áratug-
um íslenzka erninum fækkað
frá því að vera útbreiddur um
allt land, með nokkur hundruð
verpandi hjónum, eru nú, 1963,
aðeins 4 eða 5 hjón eftir á land
inu. Hér er ástandið dálítið ann
að, þar sem ekki er um neina
aðra orsök að ræða í stórum
dráttum að erninum fækkar, ann
að en það, að lögboðið er að
bera úfr eitur, þ. e. a. s. að aðal-
óvinur arnarstofnsins á Islandi
er ríkisvaldið. Þrátt fyrir öflug-
an áróður síðustu ára hefur
ekki tekizt að opna augu okkar
ágætu alþingismanna til þess að
lögbjóða að bera út strychnin,
eða eitruð hræ á bersvæði, en
þegar byrjað var á því að bera
eitruð hræ á bersvæði, kringum
1890 til 1895, má segja að örn-
inn hafi verið strádrepinn í öll-
um héruðum Iandsins nema suð
vestanlands. Er það furðulegt að
Alþingi árið 1957 skyldi lög-
bjóða að bera út eitur, þar sem
ríkisstjórnir í öðrum löndum
gera yfirleitt allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að varð-
veita minningarverðmæti, enda
er það skylda löggjafans og
þeirra, sem ráða lögum, að gera
allt sem í þeirra valdi stendur
til þess að skila landi okkar og
náttúrufyrirbærum sem minnst
skemmdum til komandi kyn-
slóða.
Sökum þess að ekki var hægt
að fá þessa mynd nema aðeins
í nokkra daga, þá verður hún
eingöngu sýnd í þetta eina sinn
hér á landi.
co-
Söluskatturínn —
Framhald af hls I
skatturinn. Þá reis sú spurning,
hvernig á að bæta sveitarfélög-
um eða jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga upp það tekjutap og kom
þá til álita bæði, hvernig og
hvaða ákvæði á að setja um
það fyrir yfirstandandi ár, þar
sem innflutningssöluskatturinn
verður í gildi fram til 1. maí,
en þá tekur nýia tollskráin við
eftir því, sem hún gerir siálf
ráð fyrir og svo ekki síður,
hvernig á að’ ákveða um þetta I-
framtíðinni. Eins og skýrt er
■ ■
! ^
wliiMilÍ
tekið fram í grg., hefur aldrei
komið til orða, að jöfnunar-
sjóður sveitarfélaga missti af
þessum tekjum, stendur þar
skýrum stöfum, að það verði að
bæta jöfnunarsjóði þennan
tekjumissi, Það eru ýmsar leið-
ir, sem koma hér til greina, og
skal ég nefna nokkrar þeirra. 1
fyrsta lagi er hugsanlegt, að á-
kveðið sé á hverju þingi í sam-
bandi við afgreiðslu fjárl.,
hvern hlut á að ætla Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga í stað-
inn > fyrir hluta hans af
8% innflutningssöluskatti, það
er ein leiðin. Önnur leiðin
væri sú að breyta 1. um 3%
smásöluksattinn á þá leið, að
sveitarfélögin fengju í staðinn
fyrir 20% af þeim skatti, fengju
þau t. d. 40%, sem mundi nema
svipaðri upphæð. Það er í
þriðja lagi hægt að fara þá leið
að ákveða, annað hvort með
sérstökum 1. eða i tollskrárl.
eða með breytingu á jöfnunar-
sjóðsl., að jöfnunarsjóður skuli
fá ákveðna prósenttölu af verð-
tollinum, eins og hann verður
eftir samþvkkt þessa frv.
FLEIRI LEIÐIR.
Fleiri leiðir hafa komið til
orða, en enn þá hefur ekki
verið tekin endanleg afstaða
til þess, hvaða aðferð ríkisstj.
leggur til við Alþingi, að við
verði höfð í þessu efni. í þessu
frv. er því aðeins ákvæði um
það, hvernig fara skuli að fyrir
árið 1963 og segir þar svo í
frv., að jöfnunarsjóði skuli á
árinu 1963 greitt af innheimt-
um aðflutningsgjöldum samkv.
tollskrá það, sem á kann að^
vanta, að hluti sjóðsins af sölu-
skatti nái 104 millj. kr. á árinu
1963, en það er sú upphæð, sem
fjárlög gerðu ráð fyrir, að jöfn-
unarsjóður fengi. Það verður
áður en þessu þingi lýkur. Að
vísu væri hægt að láta það
bíða til haustþingsins, en ég
tel, að sé réttara, að áður en
þéssu þingi lýkur, verði
lagðar fram frá ríkisstjórninni
ákveðnar till. um frambúðar-
lausn þessa máls, en ég vil end-
urtaka það og undirstrika, að
vitanlega hefur það aldrei kom-
ið til orða annað en jöfnunar-
sjóður héldi að fullu þeim tekj-
um, sem honum hafa verið ætl-
aðar.
VÍSITÖLUÁHRIF
Þá vék ráðherrann að áhrif-
um nýju tollskrárinnar á vísi-
töluna og sagði:
Sú spurning rís að sjálfsögðu,
hver áhrif þessi nýja tollskrá
mundi hafa á vísitöluna. Eins
og ég hef tekið fram áður. hef-
ur um langan aldur verið ríkj-
andi það sjónarmið hér, að i
þegar aðflutningsgjöld hafa '
Tvær stúlkur slösuðust
verið lögð á eða hækkuð, þá
hefur verið kostað kapps um
það að reyna að komast fram
hjá vísitölunni, að Iáta þau hafa
sem allra minnst áhrif til hækk-
unar á hana. Náttúrlega var
verið með þessum árum og I
rauninni áratugum saman að
brengla vísitöluna og því að
það er auðvitað ljóst, að fjöldi
vara sem ekki er talinn með I
visitölunni eða hafa þar sára-
lítil áhrif, eru nauðsynjavörur
almennings, vörur, sem allur
almenningur notar og þarf að
nota. Það er þess vegna kostað
kapps um með álagningu og til-
högun aðflutningsgjalda að
leika þannig á vísitöluna, þá er
náttúrlega verið að leika ákaf-
lega óheppilegan leik og I raun-
inni óhyggilegan. Það er aðeins
verið að tjalda til einnar nætur
og verið að Iáta vísitöluna gefa
villandi mynd af raunveruleg-
um Iífskjörum fólksins, því að
vitanlega er hægt að rýra og
skerða lífskjör fólksins með
nýjum tollaálögum, án þess að
vfsitalan hækki nokkuð, alveg
eins og á hinn bóginn er hægt
að bæta lífskjör fólksins með
tolla- og skattalækkunum, án
þess að vísitalan hreyfist. Með
stjfrv. um tollalækkanir I nóv-
ember 1961 var farið inn á nýj-
ar brautir I þessu efni. Það var
snúið við af þeirri braut að
vera alltaf að miða tollamálin
við áhrif á vísitöluna. Og þá
var gerð till. um verulega lækk-
un á fjölmörgum vörum, sem
almenningur notar og þarf að
nota, en sem lítil sem engin
I gærmorgun, rétt um átta-
leytið, varð umferðarslys í
hörku árekstri á mótum Sól-
vallagötu og Bræðraborgar-
stlgs. Tvær ungar stúlkur slös-
uðust og voru fluttar í slysa-
varðstofuna.
Áreksturinn varð milli stræt-
isvagns sem var á leið suður
Bræðraborgarstíginn og vöru-
bifreiðar, sem var á leið austur
Sólvallagötuna. Hann varð mjög
harður og tvær skólameyjar,
sem voru I strætisvagninum,
slösuðust og voru fluttar í
slysavarðstofuna. Önnur þeirra
áhrif hafa á vísitöluna. Við
samning þessarar nýju tollskrár
hefur það sjónarmið heldur
ekki verið haft, hvernig væri
hægt að leika sér með vísitöl-
una I þessu efni, heldur fyrst
og fremst miðað við það að
gera hlutina einfaldari og ó-
brotnar I sniðum, að gæta sem
bezt hagsmuna atvinnuveganna
og almennings, allt með hliðsjón
af þvf, hver væri tekjuþörf rík-
issjóðs. Ef svo er athug-
að samkv. þessari nýju tollskrá,
hver áhrifin munu verða á vísi-
töluna, þá er ekki hægt að full-
yrða um það, það eru svo erf-
iðir og flóknir útreikningar enn,
það er þó búið að kanna það
mál það mikið, að áhrif þess-
arar nýju tollskrár verða lítil,
það verða nokkur áhrif til lækk
unar á vísitöluna en lltil.
Svanhvít Egilsdóttir, Nýlendu-
götu 17, kvartaði undan þraut-
um innvortis, en hin Sigurveig
Alexandersdóttir, • Seljaveg 25
kvartaði undan þrautum í fæti.
Ekki er blaðinu kunnugt um
hvort um alvarleg eða meiri
háttar meiðsli var að ræða.
Bílarnir skemmdust mikið,
einkum vörubíllinn, sem ekki
var ökuhæfur eftir áreksturinn,
en strætisvagninn skemmdist
líka meira eða minna, einkum
á hægri hlið og ennfremur var
óttast að stýrisútbúnaðurinn
hafi færzt úr lagi.
100 ferðír —
Framhald af bls. 16.
verður úr þessum ferðum að
kvöldi 2. I páskum.
Komið hefur enn fremur til
mála að efna til ferðar upp að
Hagavatni, en því aðeins þó að
unnt verði að komast langleiðis
eða alla leiðina á bílum. Sú ferð
yrði sérstaklega ætluð skíðafólki,
því að tiltölulega stutt er frá sælu-
húsi félagsins upp á jökulinn og
þar þarf ekki að spyrja um skiða-
færið. I
Nánar verður skýrt frá ferðum
Ferðafélagsins I vor og sumar þeg-
ar áætlunin kemur út.
Sveitarfélögin halda
tekjum sínam
Rangglærslur stprnamnd-
stöiunnnr leiiréttur
Stjómarandstaðan hefir skýrt
frá því í blöðum sínuni að sölu-
skatturinn sé ekki Iagður niður
með hinu nýja tolllagafrum-
varpi rfkisstjómarinnar. Það er
alrangt. Fram að þessu hefir
verið lagðí á 8% innflutnings-
söluskattur. Með hinu nýja frum
varni er hann algjörlega felldur
niður.
Og einnig er reynt að koma
rangfærslum við varðandi upp-
hæð tollalækkananna. Tíminn
segir þær ekki vera nema 40
milljónir kr. vegna þcss að rikis
stjómin ætli að fella niður
hluta af innflutningssköttunum
frá áramótum, sem runnið hafa
til sveitar og bæjarfélaga. Verði
því bæiarfélögin að bera hluta
tollalækkunarinnar eða 50—60
millj. krónur sjálf.
Fyrir þessu er náttúrulega
enginn fótur. Ef ritstjóri Tímans
kynnti sér greinargerð tollafrum
varpsins eða ræðu fjármálaráð-
herra á þingi I gær sæi hann að
bæjar- og sveitafélögin þurfa
ekki að greiða neitt úr eigin
sjóðum. Áður en þingi .ýkur
mun ríkisstjórnin leggja fram
fmmvarp sem bætir þeim upp
tekjumissinn af hlutdeild þeirra
í innflutningsgjöldunum, en jöfn
unarsjóður sveitarfélaganna
fékk 1/5 af innflutningssölu-
skattinum sem nam 8% og
sömu upphæð af smásöluskattin
um sem hefir numið 3%.
Er því aigjörlega úr lausu
lofti gripið að tala um að sveit-
ar- og bæjarfélög verði að
leggja sjálf fram 50—60 millj.
krónur og að tollalækkunin
nemi ekki nema 40 mlll). krón-
um.
iiznak: