Vísir - 06.04.1963, Page 8
8
V í S I R. Laugardagur 6. apríl 1963.
i
Utgefanai: Blaðaútgáfan VfSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ''•’greiðsla Ingó'.fsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Öngþveitið hjá kommúnistum
Eftir leiðara Þjóðviljans í fyrradag að dæma, öf-
unda kommúnistar Sjálfstæðisflokkinn mikið af því,
að hann hefur nú þegar birt alla framboðslista sína.
Þetta er kannski skiljanleg öfund, þegar þess er gætt,
hvernig ástandið er nú hjá kommúnistum sjálfum í
framboðsmálunum. Þar logar allt í ófriði, foringjamir
hafa í heitingum hver við annan og jafnvel kæra hver
annan fyrir brot á lögum flokksins. Vítur hafa verið
samþykkar á varaformanninn, Lúðvík Jósefsson, fyr-
ir að hafa að engu fyrirmæli miðstjórnar, og aðra
ósæmilega framlcomu gagnvart æðstu stofnunum
flokksins. Jafnframt því sem Lúðvík er varaformaður
Kommúnistaflokksins er hann og formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, en meirihlutinn þar hefur
lagt blessun sína yfir framkomu Lúðvíks gagnvart
hinum æðstu flokksstofnunum kommúnista!
Það verður því varla sagt að ástandið sé gott og
von að Þjóðviljinn reyni að breiða yfir það með því
að láta í veðri vaka að ekkert liggi á og jafnvel skop-
ast að öðrum flokkum, sem gengið hafa frá framboðs-
listum sínum. Hins vegar er ótrúlegt að blaðið geti
blekkt marga með slíku þvaðri, þar sem allur bærinn
veit nú orðið, hvað töfinni hjá kommúnistum veldur.
Það er líka kunnugt, að foringjar kommúnista
eru dauðhræddir við kosningarnar. Þeir vita að fylgið
hefur hrunið af flokknum upp á síðkastið og hann
muni missa eitthvað af þingsætum, nema einhver
björgun takist á síðustu stundu. Þess vegna er gamla
og útslitna slagorðið um „samstöðu vinstri manna“
nú óspart notað á síðum Þjóðviljans, og hamrað á því,
að sú „samstaða“ hafi aldrei verið meiri þjójðarnauð-
syn en nú! Með því á enn að reyna að blekkja óflokks-
bundna vinstri sinnaða sakleysingja og óánægða
Framsókarmenn til fylgis við Moskvuvaldið.
Reyna við leifarnar af
Þjóðvörn
Það sem kommúnistar setja nú einkum von sína
á, eru leifarnar af Þjóðvarnarflokknum. Þjóðviljinn
segir að það sé „fagnaðarefni“ að leiðtogar Þjóðvam-
ar hafi nú loksins fengizt til að tala við Alþýðubanda-
lagið um hugsanlegt samstarf í kosningunum. En
íæplega verður það nú mikill hvalreki fyrir kommún-
ista, þótt slíkt samstarf takist. Leifar Þjóðvarnarflokks-
ins eru ekki stórar, og engan veginn víst að kommún-
istar fengju þær allar, þó að „leiðtogarnir“ semdu
slíkt framsal.
Hin fáránlega barátta kommúnista gegn viðreisn
inni og dekur þeirra við Rússa hlýtur að koma þeim í
koll, og ósamlyndið innan flokksins stafar m. a. af
því, að margir af stuðningsmönnum hans eru orðnir
uppgefnir á Moskvuklíkunni, sem þar hefur ráðið lög-
um og lofum.
————————
íslenzkur togari að landa fisk í Cuxiiaven f Þýzkalandi.
einstökum löndum bandalags-
ins.
Það er ekki víst að þessi
fyrsta ráðstefna bandalagsins
áorki miklu meiru en því að
semja eins konar skrá yfir þau
vandamál, sem glíma þarf við
í náinni framtíð. Sennilega
verða þýðingarmestu umræð-
urnar um landhelgistakmörk,
og um uppbætur á fiskverð.
Innan EUROPECHE eru skiptar
skoðanir um það hvort banda-
lagið eigi að móta stefnu sína
í sjávarútvegsmálum áður en
Bretland, Danmörk og Noregur
verða fullgildir meðlimir í
bandalaginu.
Samkvæmt ummælum stjórn-
arformanns EUROPECHE er
það álit meirihlutans £ samtök-
unum að veiðiskipum meðlima-
ríkjanna, sé samkvæmt Rómar-
sáttmálanum heimilt að veiða í
„landhelgi" hverra annarra.
Á þriggia mílna landhelgina
er t. d. litið sem útfærslu á
landamærum, en fiskveiðum á
svæðinu ber að haga í sam-
ræmi við reglur þess lands sem
ræður svæðinu.
Þetta frelsi til fiskveiða gæti
orðið til þess að seinna mynd-
uðust „evrópskar“ löndunar-
hafnir, fyrir fiskiðnaðinn. Þær
yrðu sem næst miðunum, út-
búnar fullkomnustu tækjum til
fiskmóttöku en jafnframt yrðu
þær einnig að vera vel stað-
settar með tilliti til þess að
þaðan mætti á sem hagkvæm-
StuðSar að samvinnu EBE-
landa I sjávarútvegsmálum
EUROPECHE, er bandalag
fiskframleiðenda í hinum ýmsu
Evrópulöndum Efnahagsbanda-
lagsins, og var stofnað í maí
1962. Meðlimir eru þrjú lands-
sambönd í Vestur-Þýzkalandi
og eitt samband í hverju þess-
arra ríkja: Belgíu, Frakklandi,
Ítalíu og Hollandi, Höfuðstöðv-
ar bandalagsins eru f Briissel,
en það hefur einnig skrifstofur
í Ostende í Belgíu.
EUROFECHE leitast við að
samrænia skoðanir og viðhorf
bandalagsríkjanna í sjávarút-
vegsmálum og kynna þessi við-
horf í löndum Efnahagsbanda-
lagsins. Vonast það til að geta
orðið tengiliður fiskframleið-
enda í Efnahagsbandalaginu og
stjórnarnefndar EBE.
Þessi níu-manna stjórnar-
nefnd á að „skipuleggja stig-
fara myndun sameiginlegs mark
aðar þar sem allar hömlur
verða niður lagðar, og vörur,
þjónusta, vinnuafl, og fjármagn
munu dreifast óhindrað innan
þessa markaðar um Jeið og gætt
er þess að fylgt sé ýtrustu regl-
um um heilbrigða samkeppni.“
Bandalaginu er ljóst að Efna-
hagsbandalagið getur ekki upp
á eigin spýtur ráðið fram úr
ýmsum vandamálum sínum,
varðandi fiskveiðar. Samvinna
við ríki utan Efnahagsbanda-
lagsins verður að koma til.
Stjórnarnefnd Efnahagsbanda-
lagsins hefur ekki viljað leggja
blessun sína yfir störf EURO-
PECHE á þessu sviði. En hún
hefur heldur ekki bannað þau.
Meðlimir EUROPECHE eru
látnir fylgjast sem allra bezt'
með árangrinum af störfum
bandalagsins.
Ríki utan Efnahagsbandalags
ins fá ekki að senda áheyrnar-
fulltrúa á fundi EUROPECHE.
Stjórnarnefnd EUROPECHE
skipuleggur störf bandalagsins.
Hún átti að koma saman f jan-
úar en fresta varð fundum.
Verkefni fundarins er að reyna
að marka sameiginlega stefnu
meðlimanna í sjávarútvegsmál-
um, áður en gengið verður til
mikillar ráðstefnu um sjávarút-
vegsmál, sem sennilega verður
haldin í febrúar n. k. annað
hvort í Hollandi eða Ítalíu.
Stjórnarformaður EURO-
PECHE mun sitja ráðstefnuna
ásamt áheyrnarfulltrúum frá
í NTB-frétt frá Moskvu segir
að frétt frá fréttastofunni
ITALÍA um að Krúsév sé valt-
ur í sessi sé hreinn uppspuni
að áliti „reyndra stjórnmála-
manna“.
I Rómaborg hefur verið á
kreiki orðrómur um, að Krúsév,
sem verður 69 ára í þessum
mánuði, ætli að fela öðrum for
mennsku Kommúnistaflokksins
eða forsætisráðherrastarfið,
heilsufars og aldurs vegna. —
I Moskvufréttinni segir, að
menn séu ekki trúaðir á, að
þetta muni gerast í náinni fram
tíð.
En það hefur annars komið í
ljós í sambandi við frétt um, að
Mao Tse Tung hafi verið boðið
tii Moskvu í maí, að Krúsév á
ekki heimangengt nú eða í bráð,
því að honum var boðið að
koma í heimsókn til Peking um
leið og hann færi i fyrirhugaða
heimsókn til Cambodiu, en Krú-
sév kveðst ekki geta farið til
HMWBI
astan hátt dreifa fisknum á sem
hæstu verði.
Hafnir sem þessar myndu
draga að skip frá öllum löndum
Efnahagsbandalagsins, og gætu
haft veruleg áhrif á núverandi
stöðu ýmissa fiskiborga í Evr-
ópu. Þessi þróun ásamt með
öðrum ástæðum gæti valdið því
að myndaðar yrðu smærri fram
leiðslufyrirtæki en áður, til þess
að stuðla að aukinni fram-
leiðslugetu, útvegun fjármagns
og um leið til að auka sam-
keppnisgetuna.
Peking, þar sem hann hefði
orðið að anna vegna að hætta
við ferðina til Cambodia, og
mundi ríkisforsetinn fara í
hana í sinn stað.
Boðið til Mao var sent af mið
stjórn Kommúnistaflokksins,
og sleginn sá varnagli, ef Mao
gæti ekki þegið boðið, að kín-
versk sendinefnd kæmi tii
Moskvu, til þess að ræða hug
sjónir og stefnu kommúnista.
SCona predíkar í
Fríkirkjunm
Frú Auður Eir Vilhjálmsdótt-
ir cand. theol. predikar í Frí-
kirkjunni kl. 5 á morgun, pálma
sunnudag. Guðsþjónustan er á
vegum Kvenfélags Fríkirkju-
safnaðarins og mun þetta vera
■ í fyrsta skipti sem kona stígur
í stólinn f Fríkirkjunni.
iorið tii boka í Moskvu uð
MRÚSÉV sé voltur í sessi