Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 4
VISIR . Miðvikudagur 24. apríl 1963, I' ^ m A MORGUN er sumardagurinn fyrsti og hann minnir okkur á að brátt kemur sá tími, er hægt verður að hengja eitthvað af yfirhöfnunum inn f skáp og geyma þær þar til haustsins. Vonandi verður veðrið nógu gott til að bömunum geti orð- ið að ósk sinni, að fá að leika sér úti yfirhafnalaus. ið um snið af kjólum og blúss- um úr þessum hentugu efnum. í tízkublaðinu Burda eru með- fylgfandi kjólar á heimasætuna, þeir eru allir með vfðu pilsi og belti. Drengurinn í kúrekabux- unum lítur yfir hópinn og finnst hann fríður, og það hefur ekki svo lítið að segja. Þegar farið er út á peysunni eða skyrtunni hefur það að sjálf sögðu f för með sér aukna þvotta hjá mæðrunum, og þvf er þeirra að fagna öllum hinum nýju og hentugu efnum, sem á markaðnum eru. Mörg þeirra er auðvelt að þvo og þarf alls ekki að strjúka. : 1 bamatízkublöðunum er mik- v SÆNSKT BLAÐ segir okkur að þar í landi séu múraraskyrtan og skógarhöggvaravestið há- tízkan hjá ungu stúlkunum. Skógarhöggvaravestið er erma laust og tvíhneppt með gyllt- um hnöppum. Síðbuxurnar em úr sama efni. Múraraskyrtan er úr röndóttu efni og er annar liturinn hvítur en hinn í sama lit og vestið og buxurnar. Þessi búningur er mjög þægilegur og reglulega fallegur einkum fyrir þær, sem ennþá kunna illa við sig f pilsi. .míisii i ■•lÍII . ■ :: El«i Annað hvert barn í heiminum gengur í skóla ÍÍIIÍfsÉRIÍIilil í skóla, þá verður maður að skilja, að hér er ekki um að ræða sérstaklega vonda og skiln ingslausa foreldra, heldur Um takmarkalausa fátækt. Hér er um að ræða fólk, sem lifir í þjóðfélagi, sem hefur ekki ráð á að borga kennurum laun, hvað þá að byggja skóláhús og kaupa kennslutæki. Á sumum stöðum, þar sem kennari og skólahús er þegar fyrir hendi, er skorturinn á bókum og kennslutækjum svo mikill, að heill bekkur verður að láta sér nægja eina bók. Fyrir jólin ár hvert gefst okkur gott tækifæri til að leggja örlítið fram til hjálpar þessum bömum með því að kaupa jólakort barnahjálpar- sjóðs SÞ. En það hrekkur skammt. Þegar íslenzk börn em komin á skólaskyldualdur finnst okk- ur sjálfsagt að f skólanum biði þeirra skólastofa með litlum og fallegum borðum og kennarí reiðubúinn að leiða þau inn f leyndardóma lestrar og talna. En þegar bömin í Asfu, Afríku og Suður-Ameríku em orðin 7—8 ára gömul, þ. e. komin á þann aldur, sem börn hér heima hefja skólagöngu, mega þau telj ast heppin sem geta farið í skóla. En þar með er ekki sagt að þau geti verið heima og leik- ið sér allan daginn, yfirleitt verða þau að vinna. Af öllum börnum í heiminum á aldrinum 5—14 ára er aðeins helmingur í skóla. Hin vinna í námum, verksmiðjum, skrifstof- um og við landbúnaðarstörf. Og vinna þeirra er bæði skaðleg fyrir lfkama og sál, auk þess að /vera illa launuð. Þessar ömurlegu staðreyndir og margar fleiri um bömin í vanþróuðu löndunum koma frá barnahjálp SÞ, UNICEF, sem gefið hefur út bækling um þarf- ir barnanna. Þar er talað í hrein skilni um bamadauða og bama- sjúkdóma, sem em allt annað en það, sem hér era kallaðir barnasjúkdómar, skort á fræðslu UNICEF skýrslan kemur ekki með neinar töfralausnir á mál- unum, heldur skýrir aðeins frá þeim til leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sjá örlítið lengra en út á næsta götuhorn. Svo að aftur sé vikið að skóla börnunum, sem aldrei komast í íslenzkum barnaskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.