Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 8
8 VISIR . Miðvikudagur 24. aprfl 1963. írisiR Otgefandi: Blaðaötgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og «>fgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Miklir reikningsmeistarar Það fór illa fyrir þeim sálufélögunum Eysteini Jónssyni og Karli kommúnista úr Vestmannaeyjum, þegar þeir ætluðu að fara að sanna það í útvarpsum- ræðunum á dögunum, að framlög til verklegra fram- kvæmda væru nú mjög af skomum skammti og hefðu lækkað hlutfallslega í tíð núverandi ríkisstjómar. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra þurfti ekki langan tíma til þess að hnekkja þessu þvaðri þeirra félaga. Hann lagði fram tölur, sem tala sínu máli: Ár- ið 1958 var varið til verklegra framkvæmda 90 millj. kr. en á fjárlögum 1963 er þessi liður 197 millj. kr., eða 107 milljónum hærri, og hefur því meira en tvö- faldazt að krónutölu. Tilkostnáður hefur að vísu hækk- að, en sé umreiknað eftir vísitölu byggingarkostnað- ar, verður raunveruleg hækkun 42%. M. ö. o. krónu- talan hefur meira en tvöfaldazt og hækkunin er yfir 40% að notagildi. Þetta kallar Eysteinn Jónsson framlög mjög af skornum skammti, en Karl hlutfallslega lækkun! Þetta em miklir reiknimeistarar og ekki ónýtt að geta leit- að til þeirra með erfiðar talnaþrautir. Og Eysteinn reiknaði fleira en þetta. Með éin- hverri yfimáttúrlegri reiknisaðferð hefur hann fengið þá útkomu á dánarbúi vinstri stjórnarinnar, að þar hafi allar fjárreiður verið í stakasta lagi, enda njóti þjóðin enn ávaxtanna af verkum hennar. Er helzt að skilja á Eysteini og vinum hans, kommúnistum, að allt mundi fyrir löngu vera komið í strand hjá núver- andi ríkisstjórn, ef viðskilnaður vinstri stjómarinnar hefði ekki verið svona góður! Þetta kemur að vísu ekki vel heim við yfirlýsingu Hermanns Jónassonar 4. des. 1958 um verðbólguna, sem væri að ríða yfir og getuleysi stjómarinnar til að ráða fram úr þeim vanda, en slíkt smáræði hefur engin áhrif í útreikningum Eysteins Jónssonar. Óttast að Framsókn svíki Það kom fram í útvarpsumræðunum og hefur einníg upp á síðkastið verið látið óspart í ljós í Þjóð- /iljanum, að kommúnistar eru dauðhræddir um að Framsókií ætli að svíkja þá í tryggðum eftir kosning- arnar. Ekki skal kommúnistum láð það, þótt þeir reysti „maddömunni“ illa. Hún hefur löngum fjöl- ynd verið og fáum trú. En það er fremur ólíklegt, að íún eigi í nokkurt annað hús að venda. Haldi stjómarflokkamir meirihlutanum, eins og 'lestir telja sennilegt, munu þeir tæplega fara að taka ^ramsókn inn í stjómina eftir allt, sem á undan er gengið, og pví mun ótti kommúnista um að missa ástir hennar vera ástæðulaus. Skrífar nýja skáldsögu — uppgjör viB nútímann inn, segir hann siðan. Það er áreiðanlegt. Ég hélt einu sinni það sama um smásögumar, það er alveg satt. Það er erfitt að skrifa samþjappað. Maður verð- ur að hugsa lengi áður og geyma árangurinn lengi, áður en sagan getur fengið sina end- Laxness. í fréttum í blaðinu í gær var skýrt frá sam- tali við Halldór Kiljan Laxness í sænska stór- blaðinu Dagens Nyheter. Samtal þetta, sem er mjög athyglisvert, birt- ist hér í heild. Halldór Kiljan Laxness, No- belsverðlaunahafi, sem er rót- tækur í skoðumim, Islenzkur og unir sér við að upplifa allan heiminn, situr í hótelherbergi í Stokkhólmi og segir frá starfi sínu. — Ég hef verið að skrifa síð- ustu mánuði eins konar uppgjör við nútímann. Ég skrifa um fólk sem ég hef hitt og hugmyndir sem ég hef orðið snortinn af. Ég er líka farinn að skrifa aftur smásögur, þó það séu tuttugu ár siðan ég ákvað að ég skyldi aldrei framar skrifa smásögur. Og svo hef ég skrifað leikrit, eitt á hverju ári. Hina ham- ingjusömu ást mína til þeirrar tegundar bókmennta fæ ég þó ekki endurgoldna hjá leikhús- gestum. Þeir vilja ekkert nema bandarísk leikrit. Norræn leikrit eru ekki gjaldgeng. Það hefur enginn hamagangur verið í Svíþjóð þó Laxness komi hingað í heimsókn, enda vill hann sjálfur helzt fá að vera í friði. — Ég hef verið á ferðalagi í nokkrar vikur. Fyrst Rómaborg, sem gaf mér sumartíð um miðj an vetur. Síðan Gautaborg í nokkra daga til að ræða við vin minn Peter Hallberg. Hann er nú að þýða leikrit mitt Prjóna- stofan Sólin. Þá hef ég verið hér í Saltsjöbaden síðan á fimmtudag, því að hér er gott að vinna. a Samtal við Laxness í Dagens Nyheter Og á þriðjudaginn ætlar hann að pakka niður aftur. Nú á að halda til Kaupmannahafnar. Þar ætlar Laxness að hafa samband við útgáfufyrirtæki, sem bráð- lega mun gefa út ritgerðasafn hans i danskri þýðingu. • — Þetta er ekki sams konar ritgerðasafn og kom út á sænsku. Þar voru ritgerðirnar I réttri tímaröð, en þetta verður úrval án tillits til tíma. Skeyti á afmælinu. Á þriðjudaginn á Laxness 61 árs afmæli. Hann heldur ekki hátíðlega upp á það en býst við að fá skeyti frá dætrunum heima á íslandi, 9 og 12 ára. — Þær senda alltaf sama skeytið þar sem þær segja að sér þyki vænt um pabba. Ég er aldrei heima hjá þeim á afmælisdag- inn minn, vegna þess, að það er ekki rétti árstíminn. Ég fer fyrst heim í maí, frá Hamborg. — Tími skáldsagnanna er lið- anlegu mynd. Allt tekur það mikinn tima og maður hefur fyrst tíma, þegar maður er orð- inn gamall. Tilbúinn næsta haust. Laxness fer nú aftur að ræða bókina, sem hann hefur verið að skrifa og hann kallar upp- gjör við tímann eða tíðarand- ann. Bókin fjallar um vissa þró- un og persónurnar í bókinni eru ekki kunnar umheiminum. — Ég held að frægt fólk hafi ekki haft svo mikil áhrif á mig. Hann hefur áhuga fyrir efn- inu. Hann hyggst fara að vinna að þvi fyrir alvöru, þegar hann kemur heim til íslands, þá býst hann við að Ijúka bókinni á tveimur mánuðum með hjálp einkaritara. Þá er það tilbúið til prentunar, vonar hann. Kannski kemur bókin út í haust. — Peter Hallberg hefur beðið um að fá handrit, jafnóðum og það verður til. Hann virðist vera spenntur fyrir efninu. En ég þori ekki að láta neitt af þvi fara frá mér fyrr en allt er tilbúið. Þér vitið að ég skrifa bækur mínar oft upp. Það er ekki óvanalegt að ég geri það sjö sinnum. Það er ekki heldur neitt óvanalegt að ég skeri bók- ina svo mikið niður, að eftir verður aðeins fjórði hluti að stærðinni til. Eða ég geri frum- gerð, sem er bólgin og ofvaxin en fellur síðan saman. Það er mikil vinna að skrifa listrænar bækur, maður verður að vera óþreyttur. Ég vinn venjulega frá kl. 7 eða 7,30 á morgnana og fram að hádegi, svo framarlega sem enginn truflar mig. Nýtt leikrit. — Ég skrifaði leikrit í vetur, „Dúfuveizlan“ gæti það kallazt. Það er gamanleikur með alvöru á bak við, fyrir fólk, sem skilur alvöruna. Gamanleikurinn er al- vöruleikur nútímans. Hann hef- ur öðlazt mikið frá harmleikn- um, þó því sé oft neitað. — En áhorfendum geðjast ekki að Ieikritum mínum. Þau eru sjaldan sýnd og slá ekki i gegn. Hvers vegna? Tja, á Norð- uriöndum er nú enginn áhugi fyrir norrænum leikritum. En amerísk Ieikrit æða yfir allt. Smásögur, bók með uppgjöri, eitt Ieikrit á ári — hvernig get- ur Laxness komið þessu öllu i verk og samt ferðazt svo mikið, haft áhuga á fólki, fylgzt með þvi sem gerist í heiminum? Formúlan er einföld: — Nýta vinnutímann. Það er skipulagsatriði. Og að kunna að segja nei, þegar verið er að bjóða manni hingað og þangað, nema mann langi sjálfan. Að segja nei. — Það er regla hjá mér, að ég held ekki erindi, hlusta held- ur ekki á erindi annarra. Mig vantar þolinmæði til þess. Höf- undur verður að kunna að segja nei við þá mörgu, sem vilja ráða yfir tíma hans,< einfaldlega- vegna þess að höfundurinn hef- ur vinnudag eins og aðrir. Loks verður maður að kunna að venjast fólki sem ætlar að halda félagsskap við mann i þeirri trú að annars leiðist manni. Þó get ég ekki sagt nei við öllu. Ég fór til Rómaborgar vegna þess að félagsskapurinn „Frelsi undan hungri" bauð mér að koma. Menn vildu vist af einhverjum orsökum sjá mitt bláeygða andlit meðal allra hinna andlitanna, og auðvitað varð ég að flytja ræðu og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hálfur heimurinn sveltur og þess vegna var það sjálfsagt. Annars hef ég haft meiri skemmtun af heiminum en leið- indi. Kaffivinurinn. Það sem mér leiðist mest er vont kaffi, en sú gagnrýni á ekki við um Svia. Hingað kom ég fyrst sem 17 ára piltur sama árið og fyrsta bókin min kom út. Ég ætlaði að fara og sjá sjálfur hvort það væri rétt sem stæði í landafræðikennslubók- unum i skólanum. Það hafa orðið margar ferðir síðan bæði til Evrópu, Banda- ríkjanna og jafnvel til Kina og Indlands. Stundum hefur mér verið boðið, en jafn oft hef ég ferðazt i eigin erindum. Mér þykir gott að koma aftur ti) Saltsjöbaden, finnst ég vera heima hjá mér. Og Laxness hefur tíma til að fara i gönguferð út eftir strönd- inni áður en þeir næstu koma til hans. — En hvar er sænska vorið, spyr hann og brettir upp frakka- kragann móti ískulda hafsins. Engin blóm hafa enn sprungið út, jæja, við höfum tima til a! biða eftir þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.