Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 11
V1SIR . Miðvikudagur 24. april 1963. /7 Slysavarðstofan f Heilsuverndar- stijfiinni er opin allan sólarhring- inm — Næturlæknir kl. 18—8, sirni 15030. )) Nætur- og helgidagavarzla vik- una 20.-27 apríl er í Ingólfs- Apóteki. Otivist baéna: Börn yngri en 12 'ára, til kl. 20.00, 12-14 ára, til kl. 22.00. ÚTVARPIÐ Mtövlkudagur 24. april. Fastir liðir eins og venjulega 18.00 Útvarpssaga barnanna: ,Börn in í Fögruhlíð’ 20.00 Lestur fornrita: Ólafs saga helga. * 20.20 íslenzk tónlist. 20.35 Kvöldvaka Háskólastúdenta. 21.45 íslenzkt mál. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið” 22.30 a) Mozart: Flautukonsert nr. 2 í D-dúr K.314 b) Schubert: Sinfónía nr. 4 í C-moll. 23.25 D'agskrárlok. Fimmtudagur 25. aprfl. (sumardagurinn fyrsti) Fastir liðir eins og venjulega 8.00 Heilsað sumri. 9.10 Morguntónleikar. 11.00 Skátamessa í Dómkirkjunni (Prestur séra Árelíus Níels- son). 13.15 Sumardagurinn fyrsti og börnin: Dagskrá Barnavina- félagsins Sumargjafar 14.00 íslenzk tónlist. 15.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur. Stjórnandi: Páll Pampich- ler Pálsson. 15.30 Kaffitíminn: Jónas Dagbjarts son og félagar. 16.00 „Á frívaktinni” sjómanna- þáttur 17.30 Barnatími:(Anna Snorrad.). 18.30 Tryggvi Tryggvason og félag ar syngja 20.00 Hugleiðing við sumarmál (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur). 20.25 Kórsöngur: Karlakórinn Svan ur á Akureyri. 21.05 Sitthvað um vor um sumar (Jórunn Viðar og Hildur Kalman taka saman efnið). 22.10 Danslög, þ.á.m. hljómsveit Björns R. Einarssonar. 01.00 Dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 24. apríl. 17.00 What’s My Line? 17.30 Sea Hunt 18.00 Afrts News 18.15 Social Security in Action 18.30 Focus on America 19.00 My Three Sons 19.00 Wonders of the World 20.00 Bonanza 21.00 The Texan 21.30 I’ve Got a Secret 22.00 The Fight of the Week 22.45 Northern Lights Playhouse „In This Corner“ * Final Edition News Fimmtudagur 25. apríl. 17.00 Magic Land of Allakazam 17.30 Science in Action 18.00 Afrts News .18.15 The Telenews Weekly 18.30 The Ted Mack Show Sýningunni lýkur annað kvöld Ungur málari, Jón Ferdinandsson, sýnir nú myndir sínar í fyrsta sinn og er sýningin haldin i Bogasalnum. Jón er 34 ára að aldri og hann sýnir 34 myndir, flest olíumálverk, sem hann hefur málað s.I. ár. — Sýning hans hefur verið framlengd og stendur þangað til annað kvöld. 19.00 Zane Grey Theater 19.30 Opening Night At Lincoln Center 21.30 Bat Masterson 22.00 The Untouchables 23.00 Science Fiction Theater 23.30 Lock Up Final Edition News ' AÐALFUNDUR Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Sextugasti og þriðji aðalfundur. Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavik var haldinn sunnudag- inn 24. marz 1963 í Fríkirkjunni. Fundarstjóri var kjörinn Óskar B. Erlendsson lyfjafræðingur og fund j arritari Siguroddur Magnús6on raf virkjameistari. I fundarbyrjun minntist prestur safnaðarins þeirra safnaðarmanna er látizt höfðu á árinu og tóku safnaðarmenn undir þau orð með þvf að rísa úr sæt- um. Úr skýrslu formanns safnað- arstjórnar: Rekstrarafkoma safnað arins var góð á árinu og tekjuaf- gangur viðunandi eftir að afskrift- ir höfðu verið frádregnar. Viðhaids kostnaður með mesta móti, þar sem gagnger viðgerð hafði farið fram á kirkjunni að utan og mun kirkjan verða máluð á komandi sumri. Eignin Njálsgata 41 var seld á s. 1. ári. Söluverðið var kr. 300.000,00, sem skiptist til helm- inga milli Hallgrímskirkju og Frf- kirkjunnar. Var andvirðinu bætt við hina rausnarlegu dánargjöf frú Sigríðar heitinnar Tómasdóttur og nemur gjöfin nú kr. 171.533,14. Fræðslunefnd safnaðarins gekkst fyrir samkomu í kirkjunni 25. maí s. 1. Meðal annars flutti Páll Kolka læknir afar fróðlegt erindi um þróun kristninnar hér á landi, org- j anisti flutti verk eftir Bach, kirkju- kórinn ásamt einsöngvara skemmti o. s. frv. Bréf barst frá kvenfélagi Frikirkjunnar, þar sem félagskon- ur bjóðast til að láta mála kirkj- una að innan og standa straum af öllum kostnaði. Var þessu veglega boði tekið með þökkum. Fær söfn- uðurinn seint fullþakkað kvenfé- laginu allar þær rausnarlegu gjafir og aðstoð, sem það hefur veitt kirkju sinni bæði fyrr og síðar. Bræðrafélag Fríkirkjusafnaðarins hefur boðizt til að láta mála kirkj- stjörnuspá nr" morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Sláðu ekki hendinni á móti greiðasemi annarra í þinn garð, því velgerðarmaðurinn nýtur þess fyllilega eins og þú. Gefðu líkamlegri vellíðan þinni gætur. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Haltu aftur af tilhneigingu þinni til að eyða meiru en þú hefur efni á. Talsverðar horfur eru á að þú öðlist hlut sem þig hefur lengi langað í. Vertu fast ur fyrir og ákveðinn. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Það er mjög sefandi að dvelja meðal góðra vina þegar maður er illa fyrir kallaður og einmana. Þroskaðu með þér þar sem í þér býr. Kvöldstund- irnar verða mikið hagstæðari. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Haltu þfnar eigin leiðir til þess að komast hjá því að flækja þig í vandræði, sem aðrir hafa valdið. Þú hefur löngun til að afla þér frægðar og frama. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú getur verið vinsamlegur við aðra, en ekki við þá sem aðeins hafa áhuga á að hagnast á þér. Vertu óhlutdrægur í dómum um aðra. Notaðu kvöldstundirnar til þátttöku í félagslifinu. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Vertu hygginn á sviði fjármál- anna f dag, þar eð ýms tæki- færi kunna að bjóðast. Láttu ekki aðra hrifsa til sín þau tæki færi sem þér ber með réttu að njóta ávaxtanna af. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Hafðu tal af þeim sem getur gert mikið fyrir þig í framtfð- inni og farðu eftir þeim ráð- leggingum, sem gefnar eru. Það er þess virði að fómað sé nokkm fyrir það. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Óvænt atburðarás gæti leitt til nokkurra erfiðleika í sambandi við sameiginleg fjármál. Leggðu ekki út í nein ný fjáraflafyrir- tæki nú sem stendur. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þegar þú hefur bæði ást- úð og samstarf þeirra sem em tengdir þér náið, þá máttu telj- ast heppinn. Hugsaðu fyrir fram tíðinni. Sameiginlegt átak er happadrýgst í dag. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þér er illa við að nokkur tmfli fyrirfram gerða áætlun þfna um gang mála f dag. Not- aðu venjulegar aðferðir við störf þfn. Þú getur afkastað meiru síðari hluta dagsins. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Hugleiddu málin vel áður en þú leggur út í erfið ýiðfangs efni. Dagurinn er mjög heppi- legur á sviði tómstundaiðju, skemmtana og útivistar. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Notaðu daginn til að vera með nánum ættingjum, þó það kunni að kosta þig smá ferðir. Samræður um skoðanir og sjón armið mjög heppilegar. una að utan og greiða allan kostn aðinn. Hefur Bræðrafélagið ávallt verið boðið og búið til að Ieggja lið sitt öllum framkvæmdum kirkju sinni til fegrunar og bless- unar. Slippfélagið í Reykjavík hef- ur lofað að gefa söfnuðinum alla utanhúss málinguna. Var þessi rausnarlega gjöf þökkuð af heilum hug. Nefnd hefur verið skipuð til að athuga sætabúnað f kirkjunni og möguleika á því að kaupa nýj- an sætabúnað líkt og er f Nes- kirkju. Leitað verður til safnaðar- fólks um fjárhagsaðstoð, með það fyrir augum að safnaðarmenn og konur gefi sem svarar andvirði eins eða tveggja sæta. Mikill á- hugi rfkir meðal safnaðarmanna um að þessar framkvæmdir megi takast Nefndina skipa Kristján Siggeirsson, formaður, Vilhjálmur Ámason, frú Pálína Þorfinnsdótt- ir, frú Elín Þorkelsdóttir og Frið- steinn Jónsson. Úr safnaðarstjórn áttu að ganga Þorsteinn J. Sigurðs son, kaupmaður, og Magnús J. Brynjólfsson, forstjóri. Voru þeir báðir endurkjörnir. Safnaðarstjórn er nú þannig skipuð: Kristján Sig- geirsson, formaður, Valdemar Þórð arson varaformaður, Magnús J. Brynjólfsson ritari, frú Ingibjörg Steingrfmsdóttir, frú Pálína Þor- finnsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Þorsteinn J. Sigurðsson. Vara- menn: Óskar B. Erlendsson og Magnús Blöndal Jóhannesson. BLÖÐ & TIMARIT Úlfljótur, blað laganema, 1. tbl. 16. árg. er nýlega komið út. Úlf- ljótur er að þessu sinni mjög veg- lega úr garði gerður, bæði að efni og frágangi. I efnisvali blandast bæði saman fróðleikur lögfræði- legs efnis og frásagnir af aðgerð- um Iaganema sfðasta árið. Aðal- grein ritsins er eftir dr. Þórð Eyj- ólfsson, „Rómarsáttmálinn, frá 1961“. Auk greinar Þórðar eru „Nokkrar hugleiðingar um gerðar- dóma“ eftir Jónatan Guðmundsson stud. jur., um Ólaf Jóhannesson, prófessor, fimmtugan, frá aðal- fundi ORATORS og hátfðisdegi fé lagsins, af heimsókn norrænna laganema, frá prófum, frásögn af bæjarþingi ORATORS o. fl. Ritið er prýtt fjölda mynda. Úlfljótur verður að þessu sinni til sölu í tveim bókaverzlunum, hjá Lárusi Blöndal og Sigfúsi Eymundssyni, og kostar kr. 30.00 pr. eintak. Blað ið er eftir sem áður sent endur- gjaldslaus til flestallra lögfræðinga landsins og nokkurra fyrirtækja og stofnana, sem styrkja útgáfu blaðs- ins, auk þess sem laganemar fá það ókeypis. Desmond: Hjálp. Desmond: annars að gera hérna? smá róðraræfingu og það vildi Jack: Þetta getur ekki staðist, Wiggers, guði sé lof, hvað ertu Wiggers: Ég var bara að taka vo til að ég var nálægur. en hann er nú samt þama. .ji'ara

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.