Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 9
VISIR • Miðvikudagur 24. apríl 1963. 9 WWK3 ’ ’ag'aarra Gunnar Thoroddsen: Við lok kjörtímabils Þegar kjörtlmabil Alþingis er nú senn á enda runnið er rétt að leiða hugann að ýmsu því, sem markverðast hefur gerzt f stjómmálum landsins á þessum nær fjórum árum. 1) Stjómarsamstarf Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksins hef- ur haldizt heilt kjörtimabil. Það hefur ekki áður gerzt sfðustu 30 ár, að sama rfkisstjórn hafi setið heilt kjörtímabil. 2) Traust Iandsins út á við hefur verið endurvakið. í tfð vinstri stjðmarinnar var það allt í molum. Vinaþjóðir okkar vissu ekki hvort við stæðum heilhuga með vestrænni sam- vinnu. Það var heldur ekki von, þvf að vinstri stjómin vissi það ekki sjálf, enda sjálfri sér sundurþykk og kommúnist- um hafði verið falin forsjá viövæmasta utanrfkismálsins. 3) Landhelgisdellan við Breta var leyst með mjög hagkvæmri lausn fyrir ísland. 4) Viðrelsnarlöggjöfin frá febrúar 1960 er merkasta ■ Iöggjöfin frá þessu kjörtfma- bilj og færði sjúku efnahags- lífi bata. 5) Atvinnuleysi var aðalhrak- spá stjómarandstæðinga. Því fer svo fjarri, að hún hafi rætzt, að aldrei í sögu landsins hefur atvinna verið meirl en á þessu kjörtfmabili. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. 6) Þjóðhags- og framkvæmda- áætlun hefur verið samin og birt, sem verður þjóðinni allri, Alþingi, rfkisstjórn og einstakl- ingum leiðarvísir um það, hvern ig hyggilegast verði unnið á næstu árum að framkvæmdum og framförum í landinu. 7) Almannatryggingar hafa verið efldar svo, að nú stöndum við íslendingar jafnfætis þeim þjóðum, er fremstar standa. Barnafjölskyldur, aldrað fólk og öryrkjar hafa fengið auknar bætur og öryggi. 8) í stað stöðugs gjaldeyris- hungurs og hafta, hefur mynd- ast gjaldeyrlssjóður meirí en milljarður, greiðslujöfnuður gagnvárt útlöndum orðið hag- stæður tvö ár í röð, stóraukið viðskiptafrelsi og vömúrval til hagsbóta öllum almenningi. 9) Ríkisbúskapurinn hefur skilað tekjuafgangi öll ár kjör- tímabilsins, fjárlög verið af- greidd 3 ár í röð án nýrra skatta eða tolla og skatta og tollalög endurskoðuð frá grunni. 10) Lánstraust landsins endur reist og hagkvæm framkvæmda- lán til langs tfma tekin með eðlilegum hætti á alþjóðlegum vettvangi. 11) Stofnlánasjóðir atvinnu- veganna: fiskveiðasjóður, stofn- lánadeild sjávarútvegsins, og iðnlánasjóður efldir og treystir, og búnaðarsjóðunum lyft úr lægð gjaldþrots og eymdar upp f trausta og vaxandi lánsstofnun fyrir landbúnaðinn. 12) 1 lok þessa kjörtfma- bils veit þjóðin hvað við tek- ur eftir kosningar, ef stjórn- arflokkarnir fá meiri hluta saman. Þeir hafa báðir lýst þvf yfir, að þeir muni þá halda áfram stjómarsam- starfi næsta kjörtfmabil. Ferðir Ferðafélagsins í sumar Ferðaáætlun Ferðafélags fs- lands fyrir n.k. sumar er komin út og samkvæmt henni em fleiri ferðir fyrlrhugaðar heldur en á nokkm einu sumri til þessa, eða samtals á 2. hundrað. Áætluninni er flokkað niður f páskaferðir, hvítasunnuferðir, sumarleyfisferðir, ferðir um verzl- unarmannahelgina, fastar helgar- Eitt af ungu leikritaskáldunum er Oddur Bjömsson. Hann er að- eins þrftugur að aldri, en er þegar orðinn kunnur sem leikritahöf- undur, vann ásamt þremur öðrum verðlaun f leikritasamkeppni Menn ingarsjóðs í fyrra og í vetur var flutt í útvarp leikrit hans, „Ein- kennilegur maðúr". Fyrir nokkmm dögum er svo komin út hjá Isa- fold bókin „Fjórir leikþættir" eftir Odd. ferðir frá 1. júní til 1. september, aðrar helgarferðir og loks ferðir á skfðanámskeið f Kerlingarfjöll- um 1963. Samtals eru þetta 107 ferðir. Veigamesti liðurinn á áætluninni er eins og áður sumarleyfisferð- irnar, sem hver um sig varir frá 4 og allt að 12 dögum. Sú fyrsta, sem er 6 daga ferð er vestur um í kvöld klukkan níu fmm- sýnir leikklúbburinn Gríma þrjá einþáttunga eftir Odd: „Við lestur framhaldssögunnar" og „Köngu- Ióin“ sem Helgi Skúlason stjórnar og „Partf“ sem Gfsli Alfreðsson stjórnar. Þessir þættir eru allir í hinni nýútkomnu bók. Sýningar munu fara fram í Tjarnarbæ og hefur Steinþór Sig- urðsson gert leiktjöld. Barðastrandarsýslu og norður í Arnarfjörð. Hún hefst 22. júnf n.k. Aðrar sumarleyfisferðir eru 7—8 daga ferð á Hornstrandir, 9 daga ferð í Herðubreiðarlindir og öskju, 8 daga ferð f öræfi og Hornafjörð, 4 daga ferð um Snæfellsnes og Dali, 9 daga ferð norður um Mel- rakkasléttu og Vopnafjörð, 4 daga ferð um Vestur-Skaftafellssýslu að Lómagnúp, 9 daga ferð um VdSt- urland, nokkurra daga ferð á hest- um f Arnarfell hið mikla, 13 daga ferð um Norður- og Austurland, 6 daga ferð um Kjalarsvæðið, 9 daga ferð um Landmannaleið og austur f Núþstaðaskóg, 10 daga ferð um Ödáðahraun og Sprengi- sand með viðkomu í Öskju, 5 daga ferð um Kjöl til Skagafjarðar, 6 daga ferð um Fjallabaksveg syðra, 12 daga ferð um miðlandsöræfin, 9 daga ferð um Norðurland til Herðubreiðarlinda og öskju, síðast á þessum lið áætlunarinnar er svo ráðgerð 4 daga ferð til Veiðivatna seint í ágústmánuði. Um hvítasunnuna eru þrjár 2>/2 dags ferðir áætlaðar, á Snæfells- nes, í Þórsmörk og Landmanna- laugar. Um verzlunarmannahelgina eru aftur á móti 5 ferðir á dag- ^krá, þ.e. á Kjöl, til Breiðafjarðar- eyja, í Landmannalaugar, Þórs- Gríma sýnir ís- lenzka leikþætti Veðurblíðan í marz og fyrri hluta aþríl hafði þau áhrif á fólk, að það fór að klæðast sumarfötum og hætti alveg að hugsa um frost og snjóa. Eins var með gróðurinn. Hann klæddist sínum sumarfötum, grös og tré fóru að grænka og í görðum máttl sjá útspnmgna krókusa og páskaliljur. En páskahretið brást ekki að þessu sinni, það kom í öllu sínu veldi með rok, snjóa og frost. Það æddi yfir, felldi gróður og frysti. Hv$ hættulegt var páska- hretið gróðrinum spyrja nú menn? Hafliði Jónsson, garðyrkju- ráðunautur tjáði Vísi að gróð- urinn hefði farið illa, en hversu illa væri ekki unnt að segja enn sem komið er. Allur gróð- ur sem eitthvað var kominn af stað verður að byrja að nýju, eigi hann að ná sér á strik. Sáð flatir frá þvl í fyrra t.d. við Suðurlandsbrautina, voru orðn- ar grænar. Þær kól víða og má gera ráð fyrir að langan tíma geti tekið fyrir þær að ná sér aftur, og jafnvel þurfi að sá aftur i stór svæði. Annars fer allt eftir því h’^rnig vorið verðuv, sagði Hafliði. Ef veðrið verður rakt og hlýtt getur gróðurinn náð sér furðu fljótt. Vísir kom við í gróðrarstöð- inni Alaska fyrir skömmu og í vermireitum mátti sjá fallegar blómstrandi stúpmæður. Jón R. Björgvinsson verkstjóri tjáði okkur, að þær hefðu verið orðn ar svo sterkar þegar frostin komu, að þau hefðu engin var- anleg áhrif haft á þær, blómin hefðu að vlsu fallið en nú væru þær farnar að blómstra af full- um krafti aftur. Annars yrðu blómlaukar llklega yfirleitt að einhverju leyti misheppnaðir. Síberíska lerkið úti fyrir stöð- inni (það er sérlega fallegt og beinvaxið) var orðið grænt en féll alveg á tveimur til fjór- um tímum og má gera ráð fyr- ir að það verði ekki búið að ná sér fyrr en eftir 1-2 ár. íslenzk ar trjátegundir hafa llklega ekki orðið fyrir varanlegu tjóni en kuldarni* hafa seinkað öll- um trjágróðri um 3-4 vikur, sagði Jón að lokum. Jón R. Björgvúisson í Alaska sýndi okkur fallegar stjúpmæður, sem féllu alveg í frostunum en eru nú farnar að blómstra aftur af fullum krafti. mörk og Hvanngil. Frá og með 1. júní hefjast fastar vikulegar ferðir um helgar I Þórs- mörk og Landmannalaugar, en til Kerlingarfjalla byrja fastar helgar- ferðir 6. júlí. Þetta eru ll/2 dags ferðir nema um verzlunarmanna- helgina. Aðrar helgarferðir 1 sumar eru 37 að tölu. Er þegar búið að efna til þeirrar fyrstu, 31. marz s.l., en sú næsta verður á sunnudaginn kemur upp á Hengil og á sumar- daginn fyrsta upp á Esju. Ur því verður farið f eina eða fleiri ferðir um hverja helgi, allt fram f sept- embermánuð. I Kerlingarfjöllum er ráðgert að efna til sex skíðanámskeiða í sum- ar í samvinnu við þá Eirík Har- aldsson og Valdimar Örnólfsson skíðakennara. Hvert þeirra stendur yfir eina viku og hefst það fyrsta 7. júlf, en það síðasta 11. ágúst. Ferðafélagið á nú 8 sæluhús og verður gist f sumum þeirra vel- flestar nætur yfir hásumarið. Tals- vert á þriðja hundrað manns get- ur gist samtímis f sæluhúsunum þegar gólfpláss, auk rúmstæða, er notað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.